Dagur - 20.11.1992, Page 5

Dagur - 20.11.1992, Page 5
Föstudagur 20. nóvember 1992 - DAGUR - 5 -3WWR FmMtíK SKATABUÐIN Góðurbúnaður «. 'í W,-;- Búnaöur frá Skátabúöinni hefur reynst björgunarsveitum vel. Félagar sveitanna \ er, aö þegar á reynir skiptir mikiu í treysta á bunaöinn. Engin keöja er veikastí hlekkurinn. Þekking, þjálfun c búnaður. Þetta þrennt er lykillinn aö betri arangri. Heimskra manna ráð Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason. í bókinni segir frá Sigfúsi Killian bílapartakóngi á Lækjarbakka, Sol- veigu konu hans og æði misvel heppnuðum afkomendum þeirra. Þetta er skrautlegt lið í miðju því grátbroslega klúðri sem lífið vill verða. Og smám saman raðast fjöl- skrúðugir atburðir saman í mynd af draumum og sorgum, göfugum markmiðum og lítilsigldum fram- kvæmdum nýríkra og síblankra íslendinga á þessari öld. Bókin er 233 blaðsíður og kostar 2.680 kr. FÖSTUDAGINN 20. NÓVEMBER KL. 14-18 Vanir sölumenn frá Skátabúðinni og starfsfólk sportvörudeildar sjá um kynningu og gefa góð ráð Sportvörudeiid • sími 30482 Haustfagnaður Ilettib % ' Hestamannafélagsins Léttis verður í Skeifunni föstudagskvöldið 20. nóvember og hefst kl. 21.00. Skemmtiatriði ★ Gamanmál (létt) Miðnæturkvöldverður ★ Óvæntar uppákomur. Miðaverð aðeins kr. 800. Allir velkomnir! Skemmtinefnd. - athugasemd vegna svars Þrastar Haraldssonar hjálp að utan með EES-samn- ingnum til úrbóta í íslenskum sjávarútvegi. Þetta er kjarni EES-málsins, að ýmsir sjá fram á að ná meiri árangri í stjórnmál- um með því að komast framhjá andstæðingum sínum með ákvæðum EES-samningsins sem setja bönd á þjóðina með því sem kallast samkeppnisreglur EES. Þetta er viðurkennt af fremsta talsmanni málsins um áratugi, Jónasi Haralz. Hann kallar það að koma á aga. Tilgreina mætti lík ummæli fleiri framámanna EES-málsins. Það hefur einkennt margan landann að vænta lausnar að utan. Lengi sáu margir lausnina í austri, ýmist austan Eystrasalts eða vestan eða í mynni þess. Úr þessum hópi eru ýmsir sem hafa talið ráð Islendinga vitlaus um flest og því „hið besta mál“ að leita hjálpar að utan fyrst ekki tekst að koma vitinu fyrir þá. Um þrjátíu ára skeið hafa talsmenn þess að íslendingar segðu sig í lög við ríki Vestur-Evrópu hrætt þjóðina með hættunni af einangr- un. Reynsla Islendinga af eigin forræði, sem sumir kalla einangr- un, er vissulega góð borin saman við reynslu álíkra og eins fá- mennra samfélaga á jaðri efna- hagssvæða ríkja Vestur-Evrópu. Agi sem kemur að utan lamar. Eigin ábyrgð agar til framtaks. Ég hef sýnt fram á það annars staðar, að samningar íslendinga um viðskiptakjör, m.a. um afnám tolla á ýmsum unnum sjávarafurðum, hafi verið betur komnir í höndum þeirra sem ekki vildu segja sig í lög við ríki Vest- ur-Evrópu en í höndum liðs- manna EES undanfarin ár. Ég rökstuddi þar það álit, að svo mundi enn vera. Björn S. Stefánsson. Þröstur Haraldsson (ÞH) segir frá því í grein í Degi 12. þ.m. („Farðu rétt með, Björn“), að á Dalvík sé verið að undirbúa framleiðslu rétta úr fiski, brauð- raspi og sósum. Slíkir réttir beri nú tolla í Evrópska samfélaginu, en EES-samningurinn felli þá niður. Það segir hann forsendu þess, að framleiðslan beri sig, enda sé verksmiðjan hugsuð sem svar Dalvíkinga við EES. Ég hafði uppi á kunningja mínum, markaðsfræðingi, til að spyrja hann um þetta. Hann er erlendis að koma fótum undir fyrirtæki til sölu á íslenskum sjáv- arafurðum. Hann vildi fullvissa mig um að fiskréttur með brauð- raspi og sósu væri tollfrjáls í Vestur-Evrópu og vísaði mér á fyrirtæki í Reykjavík, sem flytti slíka rétti út. Ég fann útflytjand- ann að máli. Hann fullyrti sömu- leiðis að varan bæri ekki toll ytra. Ég lét þessi svör ekki nægja og komst að því að rétturinn sem menn stefna að að framleiða á Dalvík ber toll, af því að hann er forsteiktur, en fiskrétturinn sem hinir tveir höfðu í huga og reynsla var af, var ekki forsteikt- ur og bar þá ekki toll. Reykvíski útflytjandinn sagði fiskréttinn óforsteiktan ekki síður tíðkan- legan erlendis en forsteiktan. Eins og ÞH kallar það sendi ég honum „skeyti“ vegna skrifa hans í sjómannablaðinu Víkingi í haust. Þar þótti mér hann beita Mýjar bækur_______________ Seluriiin Snorri Selurínn Snorrí - hin víðkunna og vinsæla barna- og unglingabók eftir norska höfundinn Frithjof Sælen er nýlega komin út hjá Bókaútgáfunni Björk í nýjum búningi. Selurinn Snorri kom fyrst út á íslensku 1950 og kemur nú út í 4. útgáfu. Síðasta útgáfan er uppseld fyrir mörgum árum. Bókin hefur verið þýdd í mörgum löndum og hvarvetna notið mikilla vinsælda og komið út aftur og aftur. Vilbergur Júlíusson skólastjóri hef- ur þýtt bókina á íslensku. Hún er 96 bls. að stærð og er önnur hver síða mynd í 4 litum. Oddi hf. hefur ann- ast gerð bókarinnar. Björn S. Stefánsson. áróðursbrögðum hins lævísa EES-trúboða, sem er að skrifa um allt annað, en vefur inn í mál sitt aðalrökum EES-liðsins gagn- vart almenningi; annars vegar því að almenningur geti ekki haft neitt vit á málinu, því að það sé svo viðamikið og því verði að njóta forsjár stjórnvalda, og hins vegar alið á ótta um að ný tæki- færi til atvinnu séu í hættu án EES-samnings. ÞH telur áhrif sölusamtaka sjávarútvegsins skaðleg atvinnu- veginum. I samkeppnisreglum Evrópska samfélagsins sem gilda eiga í EES eru ákvæði sem girða eiga fyrir að öflug sölufyrirtæki m.a. verði skaðleg, ekki þeim sem að slíkum samtökum standa, heldur þeim sem eiga við þau skipti. Þar er sem sagt talið, að afurðasölufyrirtæki geti orðið svo sterk að stjórnvöld EES skuli beita aðgerðum í þágu þeirra sem kaupa afurðirnar. Þau gætu því séð ástæðu til að veikja sölusam- tök íslensks sjávarútvegs. Að komast framhjá þjóðinni ÞH telur það hið besta mál að fá SAMTÖK SYKURSJUKRA Á AKUREYRI0G NÁGRENNI halda jólafund að Hótel KEA sunnudaginn 22. nóvember kl. 14.30 (kl. 2.30 e.h.). Ingvar Teitsson, læknir, greinir frá skýrslu nefndar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um syk- ursýki á íslandi. Kaffiveitingar og umræður. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Góðir Akureyringar og nærsveitamenn Mæðrastyrksnefnd er að hefja starfsemi sína fyrir jólin og óskar eftir aðstoð ykkar eins og áður. Tekið verður á móti fatnaði alla virka daga í Gránufélagsgötu 5, uppi, frá kl. 17.00-19.00. Upplýsingar í síma 21813. Þökkum frábæran stuðning á liðnum árum. Mæðrastyrksnefnd. Forsteiktur með tolli

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.