Dagur - 20.11.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 20. nóvember 1992
Hvaðeraðgerast?
Fyrirlestur
um vistvænan
byggingamáta
Einar Thorsteinn kynnir hugmyndir
um vistvænan byggingamáta hjá
Höndinni hf. Tryggvabraut 22, 3.
hæð, á morgun, laugardaginn 21.
nóvember og nk. sunnudag, 22.
nóvember, frá kl. 10 til 17. Meðal
hnnars verða kynnt kúluhús úr
timbri til margra nota, svo sem til
íbúðar og sem gróðurhús o.fl. Einar
mun kynna hús sem gerð hafa verið
í Danmörku og jafnframt teikningar
af vistþorpi í Gunnarshólma í Kópa-
vogi, sem er í umfjöllun þar. Hann
mun einnig kynna bók sem hann er
nýlokinn við um 20 ára starf sitt að
þessum málum. Allir velkomnir,
aðgangur ókeypis.
Frá Kirkjukór
Sauðárkróks
í tilefni af 50 ára afmæli Kirkjukórs
Sauðárkróks býður Kirkjukórinn
öllum eldri félögum og mökum til
afmælisfagnaðar í Félagsheimilinu
Bifröst á Sauðárkróki sunnudaginn
29. nóv. nk. kl. 14. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku til Mínervu Bjöms-
dóttur í síma 35631 fyrir 22. nóv.
n.k.
Herrakvöld
Þórs
Hið árlega herrakvöld íþróttafélags-
ins Þórs verður í Hamri annað
kvöld, laugardaginn 21. nóvember
og hefst með borðhaldi kl. 20. Hús-
ið verður opnað kl. 19. Heiðursgest-
ur kvöldsins verður Ellert B.
Schram, ritstjóri DV og forseti
íþróttasambands íslands. Veislu-
stjóri verður Oddur Halldórsson,
blikksmiður með meiru. Miðasala
verður í Hamri. Sfminn er 12080.
Tolli opnar
sýningu á
Akureyri
Myndlistarmaðurinn Tolli opnar
sýningu á verkum sínum í íþrótta-
miðstöð KA á Akureyri á morgun,
laugardaginn 21. nóvember, kí. 15.
Sýningin verður opin alla daga með-
an íþróttamiðstöðin er opin og
stendur til 29. nóvember nk.
Haustfagnaður
Léttis
Haustfagnaður Hestamannafélags-
ins Léttis á Akureyri verður í Skeif-
unni í kvöld, föstudaginn 20.
nóvember, kl. 21. Boðið verður upp
á miðnæturkvöldverð ásamt
skemmtiatriðum og óvæntum uppá-
komum. Miðaverð er 800 krónur.
Gréta Berg
íVín
Gréta Berg verður að vanda í
Blómaskálanum Vín um helgina og
teiknar fyrir gesti. Gréta verður í
Vín á morgun og sunnudag kl. 14 til
18.
Portið
að Bjargi
Portið er aftur farið af stað og verð-
ur á laugardögum í vetur. Portið er
til húsa að Bjargi við Bugðusíðu og
verður opið á morgun frá kl. 11 til
16. Básapantanir eru í sfma 12080.
Minningartón-
leikarum
Ólaf Tryggvason
Næstkomandi mánudag, 23.
nóvember, kl. 20.30 verða haldnir
minningartónleikar um Ólaf
Tryggvason, huglækni frá Akureyri,
í Akureyrarkirkju. Flytjendur verða
Haukur Guðlaugsson, organleikari
og Gunnar Kvaran, sellóleikari.
Flutt verður tónlist eftir Bach,
Reger, Mozart, Vivaldi, Puitte og
Pablo Casals. Einnig verður lesið úr
verkum Ólafs Tryggvasonar.
Aðgangur er ókeypis og er öllum
heimill aðgangur.
Ofursveitin
í Borgarbíói
Borgarbíó sýnir um helgina kl. 21
spennumyndina Ofursveitina og Á
hálum ís, sem er í senn spennandi
og fyndin. Klukkan 22.45 verður
sýnd myndin Ferðin til Vesturheims
(Far and Away). Klukkan 23 verður
sýnd sakamálamyndin Hvítir
sandar. Á barnasýningum kl. 15 á
sunnudag verða sýndar myndimar
Prinsessan og durtarnir og Ösku-
buska.
Evróputví-
menningur í
bridds í kvöld
Bridgefélag Akureyrar stendur fyrir
Evróputvímenningi í bridds í Hamri
í kvöld, föstudag, kl. 19.30. Spiluð
verða sömu spil út um alla Evrópu á
sama tíma og um leið verður þetta
landskeppni. Hér á landi verður
spilað á um 20 stöðum.
Basar Hlífar
í Húsi aldraðra
Kvenfélagið Hlíf heldur basar í
Húsi aldraðra á Akureyri á morgun,
laugardaginn 21. nóvember, kl. 15.
Selt verður alls konar brauð og kök-
ur og handunnin jólakort gerð af
kvenfélagskonum. Allur ágóði
.rennur til barnadeildar FSA.
Félagsvist
að Melum
Félagsvist verður að Melum í Hörg-
árdal annað kvöld, laugardaginn 21.
nóvember, kl. 21. Þetta er síðasta
spilakvöldið af þrem. Boðið verður
upp á kaffi og eru allir velkomnir.
Fyrirlestur um
Krossanes-
verksmiðjuna
í dag, föstudag, kl. 15.30 verður dr.
Benedikt Jóhannesson, stærð-
fræðingur, með fyrirlestur í
Háskólanum á Akureyri í stofu 24
sem hann nefnir „Krossanesverk-
smiðjan, kostir og ákvarðanir eftir
brunann um áramótin 1989-1990.“
Öllum er heimill aðgangur eins lengi
og húsrúm leyfir.
Fræðslu-
fundur
Samtaka
sykursjúkra
á Hótel KEA
Samtök sykursjúkra á Akureyri og
nágrenni halda fund („jólafund")
nk. sunnudag, 22. nóvember, kl.
14.30 á Hótel KEA. Þar mun Ingvar
Teitsson, læknir, greina frá ýmsum
atriðum úr viðamikilli skýrslu
nefndar heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins um sykursýki á
íslandi. Þessi skýrsla var kynnt á
sérstakri ráðstefnu sem ráðuneytið
boðaði til í Rvík. 14. nóvember sl.,
en þar ræddu höfundarnir sjö hver
sinn kafla hennar. Er skýrslan öll
hin fróðlegasta og af henni hinn
besti fengur varðandi stöðu málefna
sykursjúkra í dag. Frá Akureyri
mættu til ráðstefnunnar Ingvar
Teitsson, læknir og Gunnlaugur P.
Kristinsson, formaður Samtaka syk-
ursjúkra á Akureyri og nágrenni.
Árlegur
jólabasar
íVín
Kristnesspítali stendur fyrir árlegum
jólabasar í Blómaskálanum Vín í
Eyjafjarðarsveit nk. sunnudag, 22.
nóvember, kl. 13.30. Að venju
verða margir eigulegir munir, sem
vistmenn hafa unnið, á boðstólum
og því full ástæða að hvetja fólk til
að koma.
Sunnudagskaffi
harmoniku-
unnenda
Félag harmonikuunnenda á Akur-
eyri efnir til sunnudagskaffis nk.
sunnudag, 22. nóvember, kl. 15-17 í
Lóni við Hrísalund. Félagsmenn og
velunnarar eru hvattir til að mæta.
Tvær sýningar
álinu
Nú fer sýningum Leikfélags Akur-
eyrar á Línu langsokk að fækka.
Tvær sýningar verða um helgina. Sú
fyrri verður á morgun, laugardag,
kl. 14 og sú síðari á sama tíma nk.
sunnudag. Síðustu sýningar eru aug-
lýstar helgina 28. og 29. nóvember
nk.
Aðalfundur
Sögufélags
Eyfirðinga
Aðalfundur Sögufélags Eyfirðinga
verður haldinn á morgun, laugar-
daginn 21. nóvember, í Búgarði
Óseyri 2 á Akureyri og hefst fundur-
inn kl. 13.30. Á dagskrá eru venju-
leg aðalfundarstörf og einnig mun
Bjarni E. Guðleifsson fjalla um
örnefnasöfnun.
Líf og flör
með dansleik
Skemmtiklúbburinn Líf og fjör
stendur fyrir dansleik á Fiðlaranum
4. hæð annað kvöld, laugardaginn
21. nóvember, frá kl. 22 til 03. Tríó
Rabba Sveins sér um fjörið.
Tónlistar-
veisla í
SjaUanum
í kvöld verður stórglæsileg tónlistar-
hátíð í Sjallanum, Landslagið 1992.
Húsið verður opnað fyrir matargesti
kl. 18 og verður tekið á móti gestum
með ísköldum fordrykk. Klukkan
19, eða klukkustund síðar, hefst
fjórréttuð máltíð sem snillingarnir
Óskar á Argentínu og Jónas Þór sjá
um. Keppnin um Landslagið 1992
hefst kl. 22 og verður henni sjón-
varpað á Stöð 2 í beinni útsendingu.
Húsið verður opnað aftur fyrir gesti
kl. 23.30 og leikur hljómsveitin
Stjórnin fyrir dansi fram á rauða
nótt. Annað kvöld heldur Lands-
lagsveislan áfram og mun Stjórnin
leika aftur fyrir dansi.
Styrktartón-
leikar í
Grytjunni
Næstkomandi sunnudag kl. 16 verð-
ur efnt til styrktartónleika fyrir
Kammerhljómsveit Akureyrar í
Gryfjunni, sal Verkmenntaskólans
á Ákureyri (gengið inn að austan).
Fram koma auk Kammerhljóm-
sveitarinnar Pálmi Gunnarsson,
dægurlagasöngvari, Kór Akureyrar-
kirkju, Kór Glerárkirkju, Christop-
her A. Thornton, sópransaxafónn,
Helga Bryndís Magnúsdóttir,
píanó, Sigurður Bernhöft, tenór,
Óskar Pétursson, tenór, Jacqueline
F. Simm, óbó og Tom Higgerson,
píanó, Jennifer Spear, gítar og
Moira Lang, sópran, óbókvartett
Tónlistarskóians á Akureyri, stór-
sveit Lúðrasveitar Akureyrar og
tvöfalt djasstríó. Kynnir verður
Sigurður Hallmarsson, leikari á
Húsavík.
Djasstónleikar
í Tjamarborg
Kvartett Pauls Weeden heldur
djasstónleika í Tjarnarborg í Ólafs-
firði á morgun, laugardag, kl. 16.
Kvartettinn skipa bandaríski gítar-
leikarinn Paul Weeden, altosaxófón-
leikarinn Sigurður Flosason, kontra-
bassaleikarinn Tómas R. Einarsson
og trommuleikarinn Guðmundur R.
Einarsson.
Bólumarkað-
urinn opinn
Bólumárkaðurinn að Eiðsvallagötu
6 verður opinn á morgun, laugar-
daginn 21. nóvember, kl. 11-15 og
nk. sunnudag, 22. nóvember, kl. 13-
16. Um helgina verður meðal ann-
ars boðið upp á heimatilbúnar nælur
og hálsfestar, sængurverasett,
gammosíur, skó, sælgæti,
myndbönd, reyktan silung, kartöfl-
ur og sitthvað fyrir safnara og fleira.
Haddýarbrauð verður á sínum stað.
Karakter á
Hótel KEA
Hljómsveitin Karakter leikur fyrir
dansi á Hótel KEA á Akureyri ann-
að kvöld, laugardagskvöld.
Súlnaberg minnir á vinsæla sunnu-
dagaveislu. í boði er villisveppa-
súpa, kryddlegið lambalæri og eða
reykt svínalæri og deserthlaðborð
fyrir 1050 krónur, frítt fyrir börn 0-6
ára og hálft gjald fyrir börn 7-12 ára.
Tjamarkvart-
ettínn með
tónleika í
Dalvíkurkirkju
Tjarnarkvartettinn í Svarfaðardal
heldur sína fyrstu opinberu tónleika
í Dalvíkurkirkju nk. sunnudag kl.
16. Kvartettinn skipa Hjörleifur
Hjartarson, Kristján E. Hjartarson,
Rósa Kristín Baldursdóttir og
Kristjana Arngrímsdóttir. Undir-
leikarar í nokkrum lögum verða
Daníel Hilmarsson, gítar og Einar
Arngrímsson, bassi. Á efnisskránni
eru íslensk og erlend þjóðlög,
negrasálmar, dægurlög og „djass-
standardar".
Svæðamót Norður-
lands eystra
ítvímenningi
Svæðamót Norðurlands eystra í tví-
menningi í bridds verður haldið í
Hamri, félagsheimili Þórs, nk.
sunnudag. Spilaðar verða tvær
umferðir Mitchell og hefst spila-
mennskan kl. 10. Spilað er um silf-
urstig og gefa efstu þrjú sætin
bónus, 60-40-30. Efsta sætið gefur
rétt í úrslit á íslandsmótinu. Skrán-
ing stendur til morgundagsins hjá
Hauki Jónssyni vs 11710 og hs 25134
og Jakobi Kristinssyni hs 24171.
Ljósmynda-
sýningí
Safnaðar-
heimilinu
Á morgun kl. 14 verður opnuð
fyrsta samsýning Áhugaljósmynda-
klúbbs Akureyrar í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju. Sýningin verður
opin til kl. 21 annað kvöld. Á
sunnudag verður sýningin opin frá
kl. 15 til 21. Þá verður opið laugar-
daginn 28. nóvember kl. 14 til 21 og
sunnudaginn 29. nóvember kl. 15 til
21. Á sýningunni verða fjölmargar
athyglisverðar myndir sýndar og eru
sýnendur um 30, en skráðir félagar í
klúbbnum eru á bilinu 40-50.
Tónleikar
þriggja Wjóm-
sveita að
Hafiiarstræti 100
Blast sf. stendur í kvöld, föstudag,
fyrir tónlistaruppákomu að Hafnar-
stræti 100 á Akureyri (gamla H-100,
Bleiki fíllinn o.s.frv). Fram koma
þrjár „hrottalegustu“ hljómsveitir
Akureyrar: Skurk, Bathomet og
Tombstone. Ekkert aldurstakmark
verður að tónleikunum og verður
miðaverð 500 krónur.
Laufabrauðs-
og kökubasar
Hjálpræðishersins
Á morgun, laugardag, verður laufa-
brauðs- og kökubasar á Hjálpræðis-
hernum Hvannavöllum lÓ á Akur-
eyri. Einnig verður selt eitthvað af
munum. Selt verður kaffi og nýbak-
aðar vöfflur og einnig verður
skyndihappdrætti. Opið verður kl.
14-17. Annað kvöld verður kvöld-
vaka með fjölbreyttri dagskrá,
söngur, hugvekja, tónlist og upp-
lestur. Einnig verða veitingar og
happdrætti. Allir eru hjartanlega
velkomnir.