Dagur - 20.11.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Föstudagur 20. nóvember 1992
Tíu lög í úrslitum Landslagskeppninnar í Sjallanum á Akureyri:
Landslagið ’92 valið í kvöld
Dómnefndin
í kvöld kl. 22 hefst beín
útsending á Stöð 2 og Bylgj-
unni frá lokakvöldi Landslags-
keppninnar 1992 í Sjallanum á
Akureyri. Áætlað er að út-
sendingu Ijúki um kl. 23.30.
Stundin nálgast eftir þrotlausa
vinnu undanfarnar vikur. Fimm
manna dómnefnd valdi 10 lög úr
247 lögum sem bárust í keppnina
og var það ekki auðvelt val. Að
því búnu voru lögin tíu færð í
sparibúninginn og síðan voru þau
tekin upp fyrir plötuútgáfu og
einnig voru gerð myndbönd, sem
að undanförnu hafa verið sýnd á
Stöð 2. Alla þessa viku hefur ver-
ið þrotlaust unnið að undirbún-
ingi lokakvöldsins í Sjallanum í
kvöld. Ekkert er sparað til að
gera beina útsendingu eins glæsi-
lega og mögulegt er. Jón Arna-
son, deildarstjóri hönnunardeild-
ar Stöðvar 2, hefur hannað
skemmtilega sviðsmynd og öllum
hugsanlegum brellum þarf að
beita til að koma fyrir tæknibún-
aði sem slíkri útsendingu fylgir.
Flókin útsending
Prátt fyrir að Sjallinn sé eitt af
stærstu samkomuhúsum á Akur-
eyri, þá virkar hann ekki mjög
stór þegar búið er að koma öllum
nauðsynlegum búnaði fyrir. En
aðalatriðið er að tónlistin skili sér
vel á öldum ljósvakans og blaða-
maður þorir að fullyrða, eftir að
hafa fylgst með æfingum í Sjall-
anum, að það tekst. Að vísu er
ákveðinn skjálfti í því fólki sem
sér um tæknimálin, en hann er
alltaf til staðar fyrir svo flóknar
útsendingar. í þessu sambandi er
vert að hafa í huga að í fyrsta
skipti verður keppnin send út frá
stað utan höfuðborgarsvæðisins
og ekki síður er vert að minnast
þess að nú verður í fyrsta skipti í
Landslagskeppni um að ræða
„live“ tónlistarflutning, með öðr-
um orðum verður ekki stuðst við
undirleik af segulbandi.
Ein milljón til
sigurvegarans
Eins og áður segir hefst bein
útsending kl. 22. Fyrst verða flutt
fimm lög og síðan stígur hljóm-
sveitin Sálin hans Jóns míns á
svið og tekur lagið. Að því búnu
verða hin fimm lögin flutt. Að
lögunum tíu loknum verður eitt
Dómnefnd Landslagsins
1992 er skipuö eftirtöldum:
Ingimar Eydal, tónlistar-
maður, formaður
Helga Möller, söngkona
Stefán Hilmarsson, söngvari
Ásmundur Jónsson, fulltrúi
Japis.
Ágúst Héðinsson, fulltrúi
Bylgjunnar
Dómnefndin valdi 10 lög úr
247 lögum sem bárust í keppn-
ina. Dómnefndarmenn verða í
Sjallanum í kvöld og skera úr
um, ásamt gestum í sal, hvaða
lag verði Landslagið 1992.
Kynnir kvöldsins verður Hörður
Ólafsson.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, aðstoð-
arframkvæmdastjórí Landslagsins
’92.
Ingimar Eydal er formaður dóm
nefndar.
Sigrún Sif Jóelsdóttir syngur lag
Akureyringanna Jóns Arnars Sig-
urðarsonar og Trausta Haraldsson-
ar.
Haukur Hauksson syngur tvö lög
eftir Þröst Þorbjörnsson, annars
vegar Eg fer og hins vegar I ævin-
týraheimi.
MM breidd í keppninni í ár
- segir útsetjarinn Þorvaldur Þorvaldsson
„Það sem að mínu mati er
spennandi við keppnina í ár er
að í henni er mikil breidd. Við
erum með sólarsömbu, „heavy
metal“ lag, tilraunapopp,
rólegt lag og svo Júróvisjón-
lög,“ sagði Þorvaldur Þor-
valdsson, einn meðlima í aðal-
hljómsveit Landslagsins ’92 og
útsetjari allra tíu laganna. Þor-
valdur er einn þriggja meðlima
hljómsveitarinnar Todmobile.
„Það er dálítið erfitt að spá
fyrir um úrslit í keppninni. Eg
hugsa að þessi svokölluðu jaðar-
lög eigi möguleika í ár. Auðvitað
eru þarna týpisk vinningslög, en
ég gæti trúað að úrslitin yrðu
óvænt. Mér finnst keppnin meira
spennandi en áður og mér virðist
þessi dómnefnd hafa þorað meira
en áður,“ sagði Þorvaldur.
Þorvaldur hafði skamman tíma
til að útsetja lögin og því segist
hann hafa látið hendur standa
fram úr ermum. „En það er gam-
Þorvaldur Þorvaldsson hefur haft mikið að gera við undirbúning keppninn-
ar. Hann hefur útsett öll lögin tíu og er hljómsveitarstjóri.
an að vinna undir pressu,“ sagði
hann.
Auk Þorvaldar skipa Lands-
lagshljómsveitina þeir Gunnlaug-
ur Briem, Jón Eivar Þorsteins-
son, Kjartan Valdimarsson og
Eiður Arnarson. Auk þeirra
koma fleiri hljóðfæraleikarar við
sögu í einstaka lögum. óþh
Johann Jóhannsson er einn þeirra sem sér um að koma Landslagskeppninni
til landsmanna á dreifikerfi Stöðvar 2. Hér er Jóhann í Samversbílnum góða,
sem gegnir lykilhlutverki við þessa flóknu beinu útsendingu. Myndir: Robyn
Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Gunnarsson syngja lag Jóns Kjell, Ég man
hverja stund.
„leyninúmer“ og úrslit síðan
tilkynnt. Auk sjálfrar keppninnar
um Landslagið verður valinn
besti flytjandinn og athyglisverð-
asta lagið. Þá verður Skraut-
fjöðurin veitt (gefin af Sigurði
Stefánssyni í Gulli og silfri), en
hún er viðurkenning til hljómlist-
armanna. í fyrra fékk Haukur
heitinn Morthens þessa viður-
kenningu.
Kynnir kvöldsins verður Hinrik
Ólafsson.
Til mikils er að vinna fyrir höf-
und vinningslagsins í Landslags-
keppninn. Verðlaunin eru ein
milljón króna.
Otrúlega margar hendur
Sennilega getur enginn ímyndað
sér hversu margar hendur hafa
komið nálægt Landslaginu með
einum eða öðrum hætti. Til að
gefa smá hugmynd um útsending-
una í kvöld má nefna að baksviðs
koma á milli 30 og 40 manns að
henni. Kostnaður við keppnina
er því umtalsverður, en Guðrún
Þóra Hjaltadóttir, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Landslagsins, seg-
ist ekki geta sagt til um á þessu
stigi hver hann verði. Til þess að
fá keppnina norður lagði Akur-
eyrarbær fram töluverða fjár-
muni og aðrir stórir stuðningsaðil-
ar eru Flugleiðir, Islenska
útvarpsfélagið og Japis, sem
stendur fyrir útgáfu á diski með
lögunum tíu. Þá má ekki gleyma
hlut Sjallans í keppninni.
„Umfang þessarar keppni hef-
ur verið gífurlegt vegna þess fyrst
og fremst að hún er haldin hér á
Akureyri. Það gerir málið mun
dýrara og flóknara. Fjöldi fólks
sem tengist þessu með einum eða
öðrum hætti kemur hingað norð-
ur og það kostar auðvitað mikla
peninga. Þessi vinna hefur gengið
mjög vel og samstarf allra þeirra
sem að keppninni hafa komið er
mjög góð,“ sagði Guðrún Þóra.
Stuðningur Akureyrar-
bæjar við keppnina
Eins og áður segir lagði Akureyr-
arbær umtalsverða fjármuni fram
til að fá Landslagskeppnina
norður, en hún hefur til þessa
alltaf verið haldin f Reykjavik.
Birna Sigurbjörnsdóttir, bæjar-
fulltrúi á Akureyri og fulltrúi í
atvinnumálanefnd bæjarins, seg-
ist vongóð um að keppnin hafi
vakið athygli á Akureyri. „Mein-
ingin með þátttöku bæjarins í
þessu var að kynna Akureyrarbæ
sem best og ég vona að það hafi
tekist," sagði Birna.
í tengslum við sýningu hvers
myndbands á Stöð 2 hefur Akur-
eyrarbær verið stuttlega kynntur.
Þá vinnur Samver á Akureyri að
gerð sjö stuttra kynningarmynda
um Akureyri sem síðar verða
sýndar á Stöð 2. óþh
Lögin tíu
1. Yndi, Indý.
Höfundur: Magnús Þór
Sigmundsson.
Flytjandi: Magnús Þór
Sigmundsson.
2. Mishapp.
Höfundur: Ari Einarsson.
Rytjandi: Margrét Eir
Hjartardóttir.
3. Ég man hverja stund.
Höfundur: Jón Kjell.
Flytjendur: Pálmi Gunnarsson
og Guðrún Gunnarsdóttir.
4. Ég fer.
Höfundur: Þröstur Þorbjörnsson.
Flytjandi: Haukur Hauksson.
5. Til botns.
Höfundar: Jón Andri Sigurðarson
ogTrausti Haraldsson.
Flytjandi: Sigrún Sif Jóelsdóttir.
6. Aðeins þú.
Höfundur: Eyjólfur Kristjánsson.
Flytjandi: Eyjólfur Kristjánsson
og Richard Scobie.
7. Um miðja nótt.
Höfundur: Friðrik Karlsson.
Flytjandi: Sigrún Eva
Ármannsdóttir.
8. Leiktækjasalur.
Höfundur: Magnús Þór
Sigmundsson.
Flytjendur: Magnús Þór
Sigmundsson, Pétur Kristjánsson
og Jóhann Helgason.
9. Stelpur.
Höfundur: Harpa Þórðardóttir.
Flytjandi: Harpa Þórðardóttir.
10. í ævintýraheimi.
Höfundur: Þröstur Þorbjörnsson.
Flytjandi: Haukur Hauksson.