Dagur - 20.11.1992, Page 15

Dagur - 20.11.1992, Page 15
Föstudagur 20. nóvember 1992 - DAGUR - 15 Halldór Arinbjarnarson Iþróttir 1. deildar lið/Þórs verður fyrir mikilli blóðtöku: Bjarni Sveinbjörnsson hyggst yfirgefa herbúðir félagsins Þórsarar þurfa nú líklega að horfa á eftir sínum allra mesta markaskorara en eins og fram kemur á forsíðu Dags í dag, bendir flest til þess að Bjarni Sveinbjörnsson leiki með ÍBV næsta keppnistímabil. Auk þess er Bjarni að skoða aðra möguleika sem í boði eru. Bjarni er samningsbundinn Þór til áramóta en er laus allra mála á nýja árinu. „Ég hef áhuga á því að breyta til og reyna fyrir mér á öðrum vígstöðvum. Ég hef spilað um 100 leiki með Þór í 1. deildinni og þar sem maður á ekki mörg ár eftir í boltanum, tel ég þetta ágætis tímapunkt til að skipta um félag,“ sagði Bjarni. Bjarni Sveinbjörnsson var fyrirliði Þórsliðsins í sumar og auk þess helsti markaskorari liðsins. Hann var næst marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 11 mörk og hlaut að launum silfurskó Adidas nú í haust. Sem fyrr segir hefur Bjarni leikið um 100 leiki með Þór í 1. deild og skorað 32 mörk. Hann á að baki 1 A-landsleik og 3 leiki með U-18 ára landsliðinu. Bjarni þekkir vel til í Vest- mannaeyjum en þar bjó hann í 10 ár á sínum yngri árum. Þjálfara ÍBV næsta keppnistímatil, Jó- hannes Atlason, þekkir hann einnig vel en Jóhannes þjálfaði lið Þórs árin 1985, ’87 og ’88. Þá leikur fyrrum félagi hans í Þór, Friðrik Friðriksson markvörður með liði ÍBV. Eyjamenn hafa misst framherj- ana sína tvo, þá Tómas Inga Tómasson, sem gekk til liðs við KR og Leif Geir Hafsteinsson, sem mun leika með Stjörnunni næsta keppnistímabil. Það er því ljóst að Éyjamenn þurfa á sterk- um sóknarmanni eins og Bjarna Sveinbjörnssyni að halda. Hins vegar verður skarð hans í Þór vandfyllt. -KK Körfubolti yngri flokkar: Tindastóll á sigurbraut Yngri flokkum Tindasóls í körfubolta hefur gengið mjög vel það sem af er á íslandsmót- inu. Mikill körfuboltaáhugi er á Króknum sem kunnugt er og þar hefur verið unnið mikið uppbyggingarstarf. Um síðustu helgi áttust við í unglingaflokki karlalið UBK og Tindastóls. Leikurinn fór fram á Króknum og var sigur heima- manna aldrei í hættu. Lokatölur urðu 88:68. Besti maður leiksins var Ingi Þ. Rúnarsson sem skor- aði 27 stig og Björgvin Reynisson skoraði 17. Báðir þessir strákar spila jafnframt með meistara- flokksliði Tindastóls. Reyndar léku aðeins 3 unglingaflokksleik- menn með liðinu en fyllt var upp með drengjaflokksleikmönnum. Á Sauðárkróki fór á sama tíma fram keppni A-liða í 9. flokki. Stólarnir féllu í B-riðil þar sem 3 leikir töpuðust en 1 vannst. Um helgina var einnig fjölliðamót í minnibolta karla og fór það fram í Njarðvík. Lið Tindastóls lék í A-riðli, náði 2 stigum og hélt því sæti sínu í riðlinum. Þjálfari liðs- ins er Guðmundur Jensson. Nú er 1. umferð fjölliðamóta í íslandsmóti KKÍ lokið. Tinda- stóll hefur komið mjög vel út úr þeim leikjum sem búnir eru. Eins og greint var frá í þriðjudagsblaði Dags eru unglingaflokkur kvenna og 7. flokkur karla, með fullt hús stiga. Strákarnir í 10. flokki hafa aðeins tapað 1 leik. Drengja- flokkur félagsins hefur náð 50% árangri út úr sínum leikjum og í minnibolta 11 ára er lið Tinda- stóls áfram í A-riðli. í minnibolta kvenna hafa stelpurnar tapað 2 leikjum og unnið 2 meðan stöllur þeirra í 8. flokki hafa tapað 1 leik af 3. Reynt verður að greina frá úrslitum leikja eins og kostur er um leið og þau berast. Lokahóf knatt- spymuráðs Næstkomandi sunnudag kl. 16.00 mun Knattspyrnuráð Akureyrar halda sitt árlega lokahóf. Að þessu sinni fer það fram í Dynheimum. Samkvæmt venju verða veitt verðlaun fyrir árangur á Akur- eyrarmótunum í sumar. Einnig verður tilkynnt um val á knatt- spyrnumanni Akureyrar 1992 og markakóngur KRÁ krýndur. Hefst hófið sem fyrr segir kl. 16.00 á sunnudaginn. Bjarni Sveinbjörnsson var oft ágengur við mark andstæðinganna í sumar og er mikið áfall fyrir Þórsliðið að missa hann. Leiðrétting: Sævar skoraði sigurmarkið Bikarkeppni SSÍ, 2. deild: Rnn met hjá Ómari Um síðustu helgi var keppt í bikarkeppni Sundsambandsins í 2. deild og fór mótið fram í SundhöU Reykjavíkur. Sund- fólk úr Óðni stóð sig ágætlega og hafnaði í 3. sæti. Úrslit eru þó ekki endanlega ráðin þar sem úrslitin hafa verið kærð. Óðinn féll í 2. deild fyrir ári síðan og náði að þessu sinni í 16.640 stig, sem eru fleiri stig en í fyrra, en ekki jafn góður árangur og fyrir 2 árum þegar félagið var síðast í 2. deild. Ómar Þorsteinn Árnason setti enn eitt Akureyr- armetið, að þessu sinni í 200 metra flugsundi. Sundfólk Óðins sýndi framfarir á árinu og frammi- staða þeirra sem eru um miðjan aldursskalann bendir til þess að félagið muni koma vel út úr næstu bikarkeppni. Að þessu sinni var ekki keppt í 3. deild og var því öllum félögum heimiluð þátttaka í 2. deild. Samkvæmt lögum SSÍ þurfa félög að vinna sér sæti í 1. eða 2. deild með því að hafna í öðru af tveimur efstu sætum næstu deildar fyrir neðan. Lið Ægis-B sem vann keppnina hafði ekki unnið sig upp úr 3. deild heldur kom beint inn í 2. deild og því lagði Óðinn fram kæru þar sem úrslitum mótsins er mótmælt. Eins og staðan er í dag hefur B-lið Ægis unnið sér sæti í 1. deild en lið Vestra þarf að bíða í 2 vikur eftir úrslitum 1. deildar, til að sjá hvort næstneðsta félagið þar verður með fleiri stig. Annars varð röð félaganna þessi: Ægir-B 20.212 stig Vestri 19.890 stig Óðinn 16.640 stig Ægir-2 14.608 stig Ármann 14.176 stig ÍBV 13.910 stig HSK 12.292 stig ÍA 10.596 stig USVH 9.741 stig Sævar Árnason. Landsleikur á Blönduósi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar fjallað var um leik Þórs og ÍR í 1. deild- inni í handbolta. Þar var fullyrt að Sigurpáll Árni hefði skorað sigurmark Þórs á lokasekúnd- um leiksins. Það var hins vegar Sævar Árnason sem það gerði. Blaðamaður var reyndar ekki einn um þessa skoðun sína, en þegar leikurinn var skoðaður á myndbandi sást að það var Sævar sem gerði markið. Blaðið var hins vegar farið í prentun þegar mistökin komu í ljós og of seint Milli jóla og nýjárs verða leiknir hér á landi þrír lands- leikir í handknattleik við Frakka. Leikirnir verða 27., 28. og 29. desember og að ÖU- um líkindum fer einn þeirra fram í nýja íþróttahúsinu á Blönduósi. í vikunni kom landsliðsþjálfar- inn, Þorbergur Aðalsteinsson, til Blönduóss og leit á aðstæður, en jafnframt fengu nemendur í gunn- skólanum að njóta krafta hans í einn dag. Hjá HSÍ fengust þær upplýsingar að einn af leikjun- um, sá í miðið, ætti að fara fram utan höfuðborgarsvæðisins og allt benti til að Blönduós yrði fyr- ir valinu. Er þetta mikill fengur fyrir Húnvetninga og viðurkenn- ing á því uppbyggingarstarfi sem þar hefur verið unnið í íþrótta- málum. Nú hafa þar verið opnuð tvö íþróttahús með skömmu millibili, á Blönduósi og Lauga- bakka. að gera neitt í málinu. Þetta breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að Þórsarar unnu leik- inn glæsilega og áttu þeir félagar Sigurpáll Árni og Sævar góðan leik. Þeir eru hins vegar beðnir velvirðingar á mistökunum og vonandi heldur lið þeirra áfram á sigurbraut. HA Sundfólk Óðins stóð sig með ágætum í bikarkeppninni. Viking, lið Jakobs Jónssonar í Noregi, tryggði sér á miðviku- dagskvöldið rétt til að keppa úrslitaleikinn í norsku bikar- keppninni. Liðið vann Sande- fjord 24:22. Jakob sagðist vera mjög ánægður með sigurinn enda er lið Sandefjord eitt það sterkasta í deildinni. í úrslitaleiknum sjálf- um sem fer fram 6. desember, keppir Viking við lið Runar. Jakob og félögum hefur ekki gengið sem best það sem af er í deildarkeppninni og er liðið í 4. neðsta sæti þegar 7 umferðum er lokið. Jakob Jónsson og lið hans Viking er komið í úrslit norsku bikar- keppninnar. íþróttir helgariimar BLAK: Föstudagur: 1. dcild kurla: KA-Þróttur N kl. 20.00 1. dcild kvcnna: KA-Þróttur N kl. 21.15 Laugardagur: 1. deild kvcnna: KA-Þróttur N kl. 16.00 1. dcild karla: KA-Þróttur N kl. 17.15 HANDKNATTLEIKUR: Sunnudagur: Bikarkeppni HSÍ: ÍH-KA kl. 16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR: Föstudagur: Bikarkcppni KKÍ: UMFS-Þór kl. 20.00 Laugardagur: 1. dcild kvenna: Tindastóll-ÍR kl. 14.00 Kobbi Jóns í úrslit

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.