Dagur - 26.11.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 - DAGUR - 9
Sigríður Magnúsdóttir meinatæknir við störf.
Byggingar Hóialax hf.
kynþroskaaldri. Þegar fiskurinn
verður kynþroska hægir á vexti
og holdgæðin rýrna. Hægt er að
stjórna vexti og kynþroska með
umhverfisþáttum, eins og hita-
stigi, fóðri, ljósi og fleiru. Með
umhverfisþáttum má að hluta
flokka það sem við getum kallað
móðuráhrif. Miðað við aðra fiska
hafa laxfiskar óvenjustór hrogn.
Munur á hrognastærð milli ein-
stakra hrygna er talsverður
hjá bleikju, en forðamagn hrogn-
anna hefur mikil áhrif á afkomu
fiskanna, stærð, vöxt og kyn-
þroska.
í öðru lagi takast rannsóknirn-
ar á við erfðaþætti. I>að eru þeir
þættir sem tengjast erfðavísunum
í dýrinu. Það er mikilvægt að
skera úr um hvaða þættir erfast
og hverjir eru undir áhrifum
umhverfisins. Jafnframt er mikil-
vægt að skilja hvernig samspili
erfða- og umhverfisáhrifa er
háttað. Fiskur er að sumu leyti
eins og plöntur, þroskaferillinn
mótast mikið af umhverfinu,
mun meira en t.d. hjá spendýrum
og fuglum. Fiskar eru líka gáfaðir
og það sem þarf að gera í fram-
tíðinni eru atferlisrannsóknir.
Fað má greina mismunandi
persónueinkenni hjá bleikjum."
Þetta leiðir til nokkurrar
umræðu um sálarlíf fiska og hve
lítið það hefur verið rannsakað.
Blaðainaður spyr hvort þessi
þáttur hafi ekki verið hunsaður í
fiskeldinu og vísindamennirnir
taka undir það.
Breytileikinn bendir til
möguleika á kynbótum
Skúli: „Grundvallaratriðið er að
bleikjan er óskaplega breytileg,
bæði innan og milli stofna. Eg
verð að koma því að að þetta ger-
ir bleikjuna geysilega spennandi
fisk til rannsókna fyrir þróunar-
fræðinga.“
Jón Örn: „Vandamálin í eldinu
eru breytileikinn, það eru margir
stofnar og síðan eru það þættir
eins og að bleikjan verður tiltölu-
lega snemma kynþroska og getur
haft mjög sveiflukenndan vöxt.
Petta eru aðalvandamál eldisins."
Skúli: „Allar okkar rannsóknir
eru þess eðlis að þær taka á
mörgum líffræðilegum vanda-
málum sem fylgja bleikjueldinu.
Við erum ekki í jafn þægilegri
aðstöðu og aðrar landbúnaðar-
greinar, eins og t.d. sauðkindin
sem hefur verið í eldi í aldaraðir
og menn þurfa ekki að sama
marki að takast á við breytileika í
henni eða villta náttúru. Pað sem
fyrst og fremst kemur út úr erfða-
rannsóknum eru kynbætur. Kyn-
bótastarf í fiskeldi á sér nokkuð
langa sögu.“
Sveinn: „Ég vil leggja áherslu á
það að kynbætur eru ekki rann-
sóknir í sjálfu sér, heldur byggj-
ast þær á undanfarandi erfða-
fræðilegum rannsóknum."
Skúli: „Kynbætur eru ekta
dæmi um hagnýtingu þekkingar.“
Einar: „Ég vil koma því að að
þessi breytileiki sem við höfum
talað hér um bendir til að það séu
miklir möguleikar á að kynbæta
fiskinn og rannsóknir okkar á
eðli breytileikans undirstrika
það.“
Skúli: „Frá og með haustinu í
haust, eftir talsverða umræðu,
urðu allir sammála um að við
tækjum til við skipulegar kynbæt-
ur á bleikju hér á Hólum. Fag-
lega verður kynbótastarfið rekið
af kynbótanefnd þar sem nokkrir
helstu sérfræðingar landsins setja
kynbótamarkmiðin og stýra
úrvalinu í samráði við hagsmuna-
aðila.
Kynbótaverkefnið útheimtir
mikinn rekstur og er stórt verk-
efni og spennandi. Þetta er það
sem er að gerast í dag og við vilj-
um draga athyglina að. Svo er
atriði sem öllu fiskeldi kemur
við, en það eru sjúkdómar. Menn
ganga með þá flugu að bleikjan
sé svo ný í fiskeldi að það sé
Viðtal:
Sigríður Þorgrímsd.
ekki enn kominn upp faraldur.
Við erum ekki með rannsóknir á
þessu sviði, heldur reynum við að
standa þannig að málum að líkur
á smiti séu sem minnstar. Villta
bleikjan er með allskonar sjúk-
dóma og það gengur aldrei upp
að taka inn villtan fisk. Það eru
ofboðslegir hagsmunir í veði ef
sjúkdómar kæmust í kynbótafisk-
inn. Þá færu mörg ár og fleiri
milljónir út um gluggann. Rann-
sóknastöð Háskólans í meina-
fræði á Keldum sinnir m.a. fisk-
sjúkdómarannsóknum og heil-
brigðiseftirliti í fiskeldi. Nýlega
var einmitt tekið í notkun fisk-
eldisrannsóknahús á Keldum.
Við erum í góðu sambandi við
þessa aðila.“
Við höfum forskot
Skúli: „Það sem lagt er upp úr
hérlendis í umræðunni um bleikju-
eldi og rannsóknirnar er þetta
forskot sem við höfum. Þetta er
spennandi mál. í rannsóknum
okkar styðjumst við eins mikið
og hægt er við þekkingu og heim-
ildir „up to date“ og erum í mikl-
um og góðum tengslum við fólk
erlendis. Við leggjum áherslu á
að birta niðurstöður rannsókna í
tímaritum erlendis og á ráðstefn-
um, auk kynningar meðal
íslenskra eldismanna. Með því
móti eflist vísindastarfsemin og
dafnar. í sumar fóru t.d. fjórir
okkar á ráðstefnu í Skotlandi og
birtu niðurstöður úr þremur
aðskildum tilraunum og kynntu
sér jafnframt rannsóknir og
niðurstöður annarra.“
Skúli telur viðhorf til rann-
sókna í fiskeldi hér á landi vera
jákvæðari nú en fyrir nokkrum
árum. Það sé líklega vegna þess
m.a. hvernig farið hafi í laxeldinu
og sé það dæmi skoðað sjáist hve
örlitlu fé hafi verið varið til rann-
sókna. Það sé ein skýring þess
hve illa fór. íslendingar séu hins
vegar samstíga, eða á undan öðr-
um þjóðum hvað varðar rann-
sóknir á bleikju. „Mikilvægt er
að efla íslenskar rannsóknir. Vís-
indarannsóknir má alltaf bæta. í
rannsóknum og þróunarstarfsemi
er afar mikilvægt að leggja
áherslu á langtímasjónarmið,
sérstaklega varðandi hagnýtingu
vísindalegrar þekkingar. Þá þarf
að stuðla að því að vinnubrögð
séu eins vönduð og fagleg og
kostur er. Góð menntun er
grundvallaratriði", sagði Skúli að
lokum.
Frostrásin FM 98,7
Útvarp á Noröurlandi meö aðsetur á Akureyri.
Erum komnir í loftið!
Frostrásin FM 98,7
Sími 27687 * Útvarp með sál
Hestamannafélagið Léttir
Fræðslufundur
Opinn fundur í Skeifunni með Jónasi Kristjánssyni
„hrossaspekulant" föstudagskvöldið 27. nóv. kl.
20.30.
Jónas kynnir gagnabankann sinn þar sem hann hefur
upplýsingar um rúmlega 20.000 hross.
Hestamenn, komið og kynnið ykkur starf Jónasar og
spyrjið hann um hin ýmsu mál
varðandi hrossarækt í dag.
Fræðslunefnd Léttis.
Hef opnað
læknastofu
að Kaupangi við Mýrarveg.
Tímapantanir þriöjudaga og fimmtudaga kl. 18-19 í
síma 12448.
Atli Steingrímsson.
Sérgrein: Háls-, nef- og eyrnalækningar.
S j á If stæð i sf é I ag
Akureyrar
Aðalfundur
verður haldinn laugardaginn 28. nóvember 1992
í Kaupangi við Mýrarveg kl. 17.00.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Þú færð allan pappír ó einum stað
DA C3 S ■=* FC. E Vsl T
Strandgötu 3 I • Akureyri • TEBT 24222 & 24166