Dagur - 26.11.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 26.11.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: KA-sigur á síðustu stundu - Haukar lagðir í spennandi leik Það var einkum þrennt sem skóp sigur KA á Haukum, þegar liðin áttust við í 1. deild handboltans í gærkvöldi. Mikil barátta í vörninni, frábærir áhorfendur og stórleikur Osk- ars Elvars Óskarssonar. Hann skoraði 10 mörk og var að öðr- um ólöstuðum besti maður liðsins. Lokatölur urðu 24:23. Leikurinn var hnífjafn allan tím- ann og í raun hefði sigurinn getað hafnað hvoru megin sem var. KA skoraði sigurmarkið þegar aðeins 15 sekúntur voru eftir og þá var tíminn of naumur fyrir Hauka. Handbolti, 1. deild: Fyrsta tap Þórsara á útivelli Þórsarar komu áhugalausir til leiks gegn Islandsmeisturum FH í Kaplakrika í gærkvöldi og töpuðu 26:24. FH-Iiðið hafði frumkvæðið allan leikinn og var sigur þeirra mjög öruggur. Jafnt var 4:4 en þá kom mjög slæmur kafli hjá Þórsurum og FH gerði fimm mörk í röð og á sama tíma einbeittu Þórsarar sér að nöldri við dómarana. Staðan í hálfleik var 15:11 og þá hafði Hermann Karlsson varið þrjú skot í marki Þórs en í seinni hálfleik hrökk hann í gang og varði alls 17 skot í leiknum á móti 8 skotum hjá landsliðsmarkverð- inum Bergsteini Bergsteinssyni í «*.* £ S;í * : ^ ^ Wí* ' T xs . «4***** •" ,>.XÍ 4 Hermann Karlsson varði 17 skot gærkvöldi. marki FH. Varnarleikur Þórs var hins vegar fremur slakur, leikmenn seinir aftur sem ekki er hægt að leyfa sér gegn liði eins og FH sem spilar mjög hraðan handbolta og koma hratt upp jafnvel þótt tveir til þrír andstæðingar séu komnir í vörnina. Kristján Arason sagði í leiks- lok að þessi stig væru kærkomin en leikurinn hefði verið dapur en sigurinn hefði verið sanngjarn. Sigurpáll Árni var mjög ósáttur við leik Þórsara og að hraða- upphlaupin hefðu verið mjög léleg og ekkert hefði verið tekið á í vörninni. „Við bárum alltof mikla virðingu fyrir þessum mönnum og uppskárum í sam- ræmi við það. Við þurfum að taka okkur saman í andlitinu ef við ætlum okkur sigur gegn Fram í næstu umferð." SV/GG Gangur leiksins: 4:4, 9:5, 11:8, 15:11, 17:13, 22:20, 26:22, 26:24. Mörk Þórs: Sigurpáll Árni Aðal- steinssön 9/4, Rúnar Sigtryggsson 5, Jóhann Samúelsson 4, Atli Rúnars- son 3, Sævar Árnason 2 og Ole Nielsen 1. Mörk FH: Sigurður Sveinsson 6, Hálfdán Þórðarson 5, Kristján Ara- son 4, Guðjón Árnason 4, Alexei Trufan 0/2, Svavar Magnússon 3, Jóhann Ágústsson 1, Pétur Petersen 1. Öm Viðar í Þór Nú mun vera Ijóst að Örn Við- ar Arnarson knattspyrnumað- ur, sem leikið hefur með KA, hefur ákveðið að skipta um félag og ganga til liðs við Þórs- ara. Örn Viðar er þá annar KA- maðurinn á skömmum tíma, sem skipt hefur úr KA í Þór. Hann kom til KA frá Reyni Árskógs- strönd en hefur verið í herbúðum Akureyrarliðsins í nokkur ár. Örn hafði lýst því yfir að hann vildi leika í 1. deild. Hann er mikill fengur fyrir Þór og veitir ekki af í harðri baráttu 1. deildar. Örn Viðar Arnarson. Borðtennis: Góður árangur í Færeyjum Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, þá gerðu íslendingar góða ferð til Færeyja um helgina. Þar fór bæði fram opið mót með þátttöku landsliðanna beggja og einnig áttust landslið þjóðanna við í þrem aldurs- flokkum á mánudaginn. Á opna mótinu vann Sigurður Jónsson karlaflokkinn örugglega þegar hann lagði besta mann Færeyinga, - Pétur Niclasen. Kristján Haraldsson frá íslandi náði síðan 3. sæti. María Peter- sen frá Færeyjum vann kvenna- flokkinn en Islendingar áttu tvö næstu sæti. Ásta Urbancic varð í 2. sæti og Margrét Hermanns- dóttir frá Grenivík í því 3. í ein- staklingskeppninni unnu íslend- ingar 7 gullverðlaun, 8 silfur og 3 brons. Margrét Hermannsdóttir frá Magna var í eldra unglingalands- liði íslands sem keppti við Færey- inga á mánudag. Margrét vann Paulu Eikholm i einliðaleik, 21:14 og 21:9. í tvenndarleik keppti hún með Ingólfi Ingólfs- syni og unnu þau andstæðinga sína örugglega í 2 lotum, 21:9 og 21:7. Þetta voru fyrstu landsleikir Margrétar og er óhætt að segja að hún hafi staðið sig með mikl- um sóma og er frammistaða henna viðurkenning fyrir það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið á sviði borðtennis- íþróttarinnar á Grenivík. Barátta beggja liða var mikil og leikurinn helst til grófur á köflum en að mörgu leyti vel spilaður. „Það var heimavöllurinn sem réði úrslitum og það var grátlegt að tapa þessum leik. Hann var mjög jafn og því mátti ekkert klikka," sagði Jóhann Ingi Gunn- arsson þjálfar Hauka. Alfreð Gíslason var mjög ánægður með sigurinn. „Leikurinn var vel spil- aður, sérstaklega vörnin. Áhorf- endur voru frábærir og við spil- uðum skynsamlega og vörðumst vel, að ógleymdum stórleik Ósk- ars Elvars. Gangur leiksins: 0:2, 6:5, 8:7, 10:8, 12:11, 15:14, 18:18, 19:21, 22:22, 24:23. Mörk KA: Óskar E. Óskarsson 10/ 2, Alfreð Gíslason 6/2, Pétur Bjarnason 3, Erlingur Kristjánsson 2, Jóhann Jóhannson 1, Ármann Sigurvinsson 1 og Gunnar Gíslason 1. Mörk Hauka: Petr Baumruk 9/4, Halldór Ingólfsson 5, Páll Ólafsson 4, Sigurjón Sigurðsson 2, Sveinberg Gíslason 1, Jón Ö. Stefánsson 1 og Óskar Sigurðsson 1. Dómarar: Gunnlaugur Rögnvalds- son og Einar Sveinbergsson Páll Ólafsson réði ekkert við Óskar Elvar Óskarsson sem átti stórleik fyrir KA og fór oft illa með Leif Dagfinnsson markvörð. Mynd: Robyn Bikarkeppni í körfuknattleik: Öruggur sigur Stólanna eru komnir í 8 liða úrslit Það var frábær körfknattleikur sem 500 áhorfendum í íþrótta- húsinu á Sauðárkróki var boð- ið uppá á þriðjudagskvöldið. Leikurinn var liður í 16 Iiða úrslitum bikarkeppni KKÍ og voru það heimamenn í Tinda- stóli og Grindvíkingar sem átt- Staðan 1. deild, handknattleikur Úrslit í 11. umferð: Stjarnan-Valur 21:18 Fram-HK 26:34 KA-Haukar 24:23 FH-Þór 26:24 ÍR-ÍBV frestað Víkingur-Selfoss 31:29 Staðan í 1. deild Valur 11 64-1 249:223 16 FH 11 7-2-2 285:260 16 Stjarnan 11 7-2-2 276:268 16 Selfoss 11 6-2-3 291:272 14 Víkingur 11 6-0-5 254:251 12 Haukar 11 5-1-5 287:268 11 ÍR 10 4-2-4 239:231 10 Þór 11 4-2-5 270:283 10 KA 11 4-1-6 242:255 9 HK 11 3-1-7 262:281 7 ÍBV 10 2-2-6 220:248 6 Fram 111-1-9 255:290 3 ust við. Tindastóll átti mjög góðan dag og sigraði örugglega í leiknum með 95 stigum gegn 79. Leikurinn var mjög hraður og einkenndist af mikilli baráttu. Þegar í upphafi var ljóst hvor aðilinn var betri og var spurning- Blak, 2. deild karla: Snörtur vann KAb Keppni í 2. deild í blaki karla er nú ný hafín. Tveir leikir eru búnir í Norður- landsriðli. Skautafélag Akureyr- ar sigraði Laugaskóla 3:0 og á þriðjudagskvöldið vann Snörtur á Kópaskeri KA b 3:0. Hrinurnar fóru 15:10, 15:2 og 15:9. Leikur- inn fór fram á Húsavík sem er heimavöllur Snartar þar sem ekki er íþróttahús á Kópaskeri. Valur Ingimundarson átti stórleik fyrir Tindastól. Ársþing KSÍ Um helgina verður 47. ársþing Knattspyrnusambands íslands haldið á Hótel Loftleiðum. Þingið verður sett á morgun kl. 17.00 og áætluð þingslit eru kl. 18.00 á sunnudag. Fyrir þinginu munu liggja alls 33 tillögur um breytingar á lögum og reglugerð- um KSIauk tveggja ályktunartil- lagna sem borist hafa. Auk venjubundinna þingstarfa, s.s. kosningu í embætti og nefndir, skýrslu stjórnar og afgreiðslu breytingartillagna, verður efnt til sérstaks málþings á laugardag- inn. Þar verður fjallað um móta- fyrirkomulag á íslands- og bikar- mótum í öllum deildum og yngri flokkum. Fyrst verða framsögu- erindi og síðan skipt í umræðu- hópa. Að lokum verða niður- stöður ræddar. in fyrst og fremst hversu stór sig- ur Tindastóls yrði. Stólarnir réðu hraðanum og þar fór Páll Kol- beinsson fyrir sínum mönnum. Dan Krebbs og Guðmundur Bragason héldu Grindvíkingum á floti, en liðið skoraði 1. körfu leiksins og var það í eina skiptið sem það var yfir. Menn höfðu beðið nokkuð lengi eftir að Tindastóll mundi ná sér á strik og á þriðjudagskvöldið gerðist það. Allir liðsmenn áttu góðan leik meðan Grindvíkingar léku undir getu. Bæði lið mættu mjög ákveðin til seinni hálfleiks en sem fyrr réðu heimamenn hraðanum og þó Grindvíkingum tækist einu sinni að minnka mun- inn í 9 stig var sigur Tindastóls aldrei í hættu. Bestir í liði Stól- anna voru Valur Ingimundarson, Páll Kolbeinsson og Ingi Þ. Rún- arsson en Dan Krebbs og Guð- mundur Bragason stóðu uppúr frekar slöku liði Grindvíkinga. GBS Gangur leiksins: 6:6, 17:8, 29:13, 37:17, 51:36, 65:46, 73:58, 82:72 og 95:79. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 41, Ingi P. Rúnarsson 14, Páll Kolbeinsson 13, Chris Moore 12, Karl Jónson 6, Har- aldur Leifsson 5, Hinrik Gunnarsson 3 og Björgvin Rúnarsson 1. Stig Grindvíkinga: Dan Krebbs 27, Guð- mundur Bragason 26, Bergur Þ. Hinriks- son 9, Pálmar Sigurðsson 5, Sveinbjörn Sigurðsson 4, Hjálmar Hafsteinsson 4, Helgi Guðfinnsson 2 og Marel Guðjóns- son 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Brynjar Þorsteinsson og voru ágætir. Aðalfundur KDA Aðalfundur Knattspyrnudóm- arafélags Akureyrar verður haldinn í kvöld. Fundað verður í fundarher- bergi ÍBA í íþróttahúsinu við Laugargötu. Fundurinn hefst kl. 20 og á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.