Dagur - 15.12.1992, Side 1

Dagur - 15.12.1992, Side 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. desember 1992 239. töiublað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Norðurland: Viðsjált ferðaveður og vegir víða ófærir í gær var hið versta veður um allt Norðurland. í Húnavatns- sýslum og Skagafírði var mikil veðurhæð með snjókomu, en á Norðausturlandi var skaplegra veður til sveita. Um utanverð- an Eyjafjörð var grimmasta stórhríð. Starfsmenn Vegagerðar ríkis- ins á Norðurlandi áttu í önnum í gær vegna stórhríðar. Fjölförn- ustu leiðir voru ruddar, en er leið á daginn urðu menn víða að hætta mokstri vegna bálviðris og lélegs skyggnis. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins á Akureyri var hætt við mokstur á Kísilvegi um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja um mokstur á veginum frá Húsavík um Tjörnes. Fljóts- heiði er ófær, en fært er stórum bílum um Reykjadal upp í Mývatnssveit. Víkurskarð var mokað í gærmorgun, en er leið á daginn fór veðrið versnandi og vegagerðarmenn þurftu frá að hverfa með tæki og tól. Hið sama gerðist á veginum til Grenivíkur. Ófært er með öllu frá Dalvík til Ólafsfjarðar. Frá Akureyri var rutt út á Árskógsströnd, en þar þurftu menn að snúa frá vegna veðurofsans. Öxnadalsheiði var rudd í gærmorgun og var fær, en veður fór versnandi er leið á daginn. „Snjór er ekki mikill á vegum í lágsveitum. Hins vegar er veður- hæðin mikil og skyggni víðast lítið. Stórhríð er á Sauðárkróks- braut og út að austan. Fært er í Fljót, en þaðan er ófært til Siglu- fjarðar. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en veður lægir. Á Vatnsskarði er mikil veðurhæð og skyggni um miðjan dag var 5 til 10 metrar. Veður er slæmt í Langadal og allt vestur að Brú. Á Holtavörðuheiði fer veður versn- andi og spáin fyrir Norðurland allt er ekki góð,“ sagði talsmaður Vegagerðar ríkisins á Sauðár- króki. ój Bálviðri var um allt Norðurland í gær og hross leituðu til byggða á Akureyri. Mynd: Robyn Verslanir á Akureyri verða opnar á sunnudaginn: Jólaverslunm fer rólega af stað - og verður með minna móti fyrir þessi jól, segja kaupmenn Stjórn Kaupmannafélags Akur- eyrar hefur ákveðið að versl- anir verði opnar sunnudaginn 20. desember frá kl. 13.00- 17.00. Undanfarin ár hafa verslanir verið opnar til kl. 22.00 síðasta fímmtudag fyrir jól en þar sem síðasti fímmtu- Alvarlegt umferðarslys á Skagaströnd: Ökumaður fluttur með flug- vél til Reykjavíkur Alvarlegt umferðarslys var á Skagaströnd um kl. 13.30 sl. sunnudag er bifreið fór út af Strandgötu á Skagaströnd og lenti niður í fjöru. Tildrög slyssins eru nokkuð óljós en iögreglan taldi að snjór og blinda hefði átti drýgstan þátt í hvernig fór. Ökumaður var einn í bifreið- inni og slasaðist töluvert. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi og á mánudagsmorg- uninn var hann fluttur flugleiðis suður á Borgarspítalann í Reykjavík til frekari aðhlynning- ar. Meiðsli hans voru ekki full- könnuð, en hann er meiddur á bakiog auk þess eitthvað brotinn. sþ/GG Sigluflörður: Bíll fauk af bflastæði og þakplötur af húsi Versta veður var á Siglufírði sl. sunnudag, sem víðast um Norð- urland. Þakplötur fuku af húsi og bO tók upp í einni storm- hviðunni. Norðan stórhríð var á Siglu- firði á sunnudagsmorguninn. Er leið á daginn var orðið fært um bæinn, en utanbæjar er kolófært. „Milli klukkan átta og níu gerði mikinn hvell og þá fuku þakplötur af húsi við Hverfis- götu. í sömu rokunni tók upp af bílastæði, við næsta hús, fólksbíl er hafnaði inní húsagarði,“ sagði talsmaður lögreglunnar. ój dagur fyrir jól nú er 17. des- ember, var ákveðið að hafa venjulegan afgreiðslutíma þann dag en þess í stað opið í fjóra tíma nk. sunnudag. „Kaupmönnum ber saman um að jólaverslunin hafi farið frekar hægt af stað,“ segir Ragnar Sverrisson, formaður Kaup- mannafélags Akureyrar. „Það má segja að þetta endurspegli ástandið í þjóðfélaginu og það er reyndar staðreynd að þegar illa árar fer jólaverslunin seinna af stað.“ Stórmarkaðir á Akureyri hafa haft opið á sunnudögum um tíma og fólk virðist kunna vel að meta þá auknu þjónustu og segir Ragnar að það sé m.a. ástæðan fyrir því að kaupmenn ætla að hafa opið á sunnudaginn. „Auð- vitað byggist verslunin á því að þjóna viðskiptavininum sem best.“ „Jólaverslunin hefur farið seinna stað í ár en undanfarin ár en það er þó nokkuð misjafnt á milli deilda,“ segir Páll Þór Ármann, vöruhússtjóri hjá KEA. „Það eru stórir dagar eftir en veðrið setur óneitanlega strik í reikninginn þessa dagana og það skiptir miklu máli fyrir framhald- ið hvernig veðrið verður um næstu helgi,“ segir Páll Þór. Hann sagði þó ljóst að verslunin fyrir þessi jól yrði minni en undanfarin ár. Stefán Jónasson í Bókabúð Jónasar, sagði að jólaverslunin væri frekar dauf það sem af er. „Það má búast við að verslunin Svalbarðsströnd: Bflvelta við Garðsvík Undir kvöld sl. föstudag lenti fólksbifreiö af Citroén-gerð utan vegar noröan bæjarins að Garðsvík á Svalharðsströnd. Mikil glæra var á veginum út Svalbarðsströnd sl. föstudag en hálkunnar vegna varð óhappið. Ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni, sem fór eina veltu vestur af veginum. Skemmdir urðu nokkrar á bifreiðinni, en engin meiðsl á ökumanni né far- þega. ój verði minni fyrir þessi jól en undanfarin ár og það helgast m.a. af því að fólk hefur minna á milli handanna. Auk þess spilar veðrið dálítið inn í og ekki síst þegar fólk úr nágrannasveitum kemst ekki sinna ferða vegna ófærðar,“ segir Stefán. Hann sagði að þó enn væru nokkrir dagar til jóla, væri engu að síður ljóst að verslunin fyrir þessi jól yrði minni en undanfarin ár. Gunnar Gunnarsson í Sport- húsinu sagði að á að laugardag hefið verið nokkuð góð verslun hjá sér en þó væri ljóst að versl- unin yrði minni fyrir þessi jól en undanfarin ár. „Það eru enn stór- ir dagar eftir fram að jólum en það er ljóst að fólk hefur minni fjárráð og eins koma innkaupa- ferðirnar erlendis til með að hafa áhrif hér. Hins vegar kemur tíð- arfarið þessa dagana sér ágætlega fyrir okkur, þar sem við eigum mikið af vetrarfatnaði,“ sagði Gunnar. Á sunnudaginn ætla kaupmenn á Akureyri að standa fyrir ýms- um uppákomum í verslunarmið- stöðvunum í Sunnuhlíð og Kaup- angi og í miðbænum. Þar verður kórsöngur, auk þess sem jóla- sveinar koma í heimsókn. -KK. Rólegt hjá lögreglunni á Akureyri: Nokkrir plástraðir eftir áflog á Ráðhústorgi - tveir minniháttar árekstrar Mjög rólegt var hjá lögregl- unni á Akureyri um sl. helgi. Ölvunar gætti í miðbænum aðfaranótt laugardagsins, en ekki aðfaranótt sunnudagsins. Að sögn lögregluvarðstjóra urðu tveir minniháttar árekstrar á Akureyri á föstudaginn. Engin meiðsl urðu á fólki. Hins vegar voru þrír menn fluttir aðfaranótt laugardagsins á slysavarðstofu Fjórðungssjúkrahússins þar sem þeir voru plástraðir eftir áflog á Ráðhústorgi. „Laugardagurinn og nóttin voru róleg. Fólk var ekki mikið á ferli vegna veðurs. Danshúsa- gestir fóru beint heim er dans- leikjum lauk. Á mánudagsmorg- uninn var tilkynnt um rúðubrot hjá Pósti og síma og rúða brotn- aði í heimahúsi þar sem fólk lenti illdeilum. Annað er ekki í bókum lögreglunnar og því telst helgin hin rólegasta," sagði tals- maður lögreglunnar á Akureyri. ój Norðurland: Skólahaldféll víða niður Vegna veðurs féll kennsla víða niður í gær í grunnskólum norðan Holtavörðuheiðar. Vetur konungur er ágengur og Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri er líður á daginn. í gær var veðurhæðin mest á Norðvesturlandi og víða féll skólahald niður. Veðrið á Akur- eyri var skaplegt, en engu að síð- ur var ekki kennt í yngri deildum grunnskólans. ój

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.