Dagur


Dagur - 15.12.1992, Qupperneq 2

Dagur - 15.12.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 15. desember 1992 Fréttaviðtalið Mfldlvægt að fá áhættufé inn í reksturinn - rætt við Magnús Gauta Gautason, kaupfélagsstjóra KEA, um hlutabréfasölu, sameiningu Vélsmiðjunnar Odda og Slippstöðvarinnar, kaupin á Kaffibrennslunni og Sjöfn og fleira Magnús Gauti segir opið til skoðunar að KEA selji aftur öðrum aðilum fyrr- um eignarlilut Hamla í Kaffibrennslunni og Sjöfn. Kaupfélag Eyfirðinga hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu og kemur þar margt til. KEA kom við sögu við sameiningu Slippstöðvar- innar hf. og Vélsmiðjunnar Odda hf., í öðru lagi keypti KEA á dögunum hlut eignar- haldsfélagsins Hamla hf. í Kaffibrennslu Akureyrar og Efnaverksmiðjunni Sjöfn og í þriðja lagi stendur nú yfir sala á samvinnuhlutabréfum í KEA. Magnús Gauti Gauta- son, kaupfélagsstjóri KEA, situr fyrir svörum um þessi mál og önnur mál sem lúta að rekstri félagsins. Hann var fyrst inntur álits á því af hverju fólk ætti að kaupa samvinnu- hlutabréf í KEA öðrum bréf- um fremur. Viljum gera vel við hluthafana „Almennt má segja um hluta- bréfakaup að þau byggjast á væntingum um arð og að bréfin hækki í verði, einnig skiptir skattaafsláttur til einstaklinga miklu máli. Varðandi okkar hlutabréf er KEA eitt stærsta fyrirtækið á hlutabréfamarkaðn- um og efnahagur okkar er traust- ur. Reksturinn hefur gengið þokkalega upp á síðkastið og ég vona að svo verði áfram. Ég tel því að þessi bréf borin saman við önnur hlutabréf séu vænlegur kostur. Síðan koma önnur sjón- armið inn í þetta, t.d. spurningin um hvort fólk sé tilbúið að styrkja atvinnureksturinn. Þetta á ekki síst við um lífeyrissjóðina og aðra stóra fjárfesta, enda ræðst styrkur lífeyrissjóða og fjármálastofnana af stöðu atvinnulífsins. Við höfum sagt að við stefnum að því að greiða hlut- höfum 15% arð af hlutabréfun- um, en hins vegar getum við ekki tryggt það. Stjórn KEA mótaði þá stefnu að greiða 15% há- marksarð og að bréfin haldi verð- gildi sínu með útgáfu jöfnunar- bréfa. Við viljum gera eins vel við hluthafana og efni og ástæður leyfa. Við getum ekki tryggt 15% arð fremur en önnur félög á hlutabréfamarkaði, en hins vegar eru góðar líkur á því. Þetta er lítill hluti af okkar fjármagni og til þess að borga þennan arð þarf Magnús Gauti Gautason, kaupfé- lagsstjóri KEA. ekki mikinn hagnað af rekstri KEA,“ sagði Magnús Gauti. Hlutafjárútboðið styrkir stöðu KEA - Er þetta hlutafjárútboð fyrir- boði þess að Kaupfélagi Eyfirð- inga verði áður en langt um líður breytt í hlutafélag? „Nei, þetta er enginn fyrirboði þess,“ sagði Magnús Gauti. „Með breytingum á samvinnu- lögum var opnaður sá möguleiki að fá áhættufé inn í samvinnu- félögin, sem var ekki hægt áður. Samvinnufélögin hafa verið að dragast aftur úr. Við erum að nýta okkur þennan möguleika vegna þess að það er okkur jafn nauðsynlegt og hlutafélögum að hafa aðgang að áhættufjármagni. Ég nefni sem dæmi hve mikilvægt það er að geta fjármagnað stórar fjárfestingar að hluta með nýju hlutafé frekar en að þurfa að taka peningana að láni. Þetta styrkir mjög stöðu okkar þegar til lengri tíma er litið.“ Viðbrögð við hlutafjárútboði KEA voru mjög góð og strax keyptu stórir fjárfestar bróður- partinn af bréfunum í þessu 50 milljóna króna hlutafjárútboði (að nafnvirði). Um hádegi í gær voru óseld hlutabréf að nafnvirði 7 milljónir króna (söluverðmæti um 15 milljónir, sem eru tæp 15% bréfa í þessu hlutafjárútboði. Skuldir KEA verið lækkaðar á árinu Frá hlutabréfasölu að kaupum KEA á hlut Hamla í Kaffi- brennslunni og Sjöfn. Magnús Gauti sagði að vissulega væri þarna um að ræða stóra fjárfest- ingu, sem þó væri ekki stór í hlut- falli af efnahag KEA. „Við reikn- um með að þrátt fyrir þessa fjár- festingu munum við hafa lækkað skuldir okkar í krónutölu um ára- mót, þó að gengisfellingin hafi óneitanlega sett strik í reikning- inn. Við höfum náð að lækka skuldirnar m.a. með sölu eigna, lækkun birgða og aðhaldi í rekstri.“ Magnús Gauti sagði að hagn- aðarvon væri grundvöllur þess að ráðast í kaup á fyrirtækjum. „Við höfum þær væntingar að rekstur þessara fyrirtækja standi vel und- ir kaupverði þeirra,“ sagði hann. Gert er ráð fyrir að fljótlega upp úr áramótum verði farið í að skoða rekstur beggja fyrirtækja „í ljósi breyttra aðstæðna," eins og Magnús Gauti orðaði það. - En kemur til greina að KEA selji aftur til annarra aðila fyrrum hlut Sambandsins í Kaffibrennsl- unni og Sjöfn? „Um það hefur engin ákvörð- un verið tekin og ekkert fjallað um það á stjórnarfundum. Hins vegar tel ég að þetta sé opið til skoðunar. Ég lít ekki svo á að það sé okkur kappsmál að eiga þessi fyrirtæki hundrað prósent. Við litum svo á að annars vegar væri þarna um að ræða góða fjár- festingu og hins vegar vildum við tryggja að fyrirtækin yrðu hér áfram, frekar en að lenda í hönd- um samkeppnisaðila. Frá mínum bæjardyrum séð var það augljóst að smám saman myndi draga úr starfseminni hér á Akureyri og hún efldist jafnframt í Reykja- vík.“ Rétt ákvörðun að sameina Slippstöðina og Vélsmiðjuna Odda Með sameiningu Slippstöðvar- innar hf. og Vélsmiðjunnar Odda hf. eignast Kaupfélag Eyfirðinga um 30% í nýju sameinuðu fyrir- tæki; Slippstöðinni-Odda hf. Magnús Gauti segist vera ánægð- ur með þetta skref. „Ég held að ákvörðun um sameiningu hafi verið rétt og með henni séum við að búa til fyrirtæki sem hafi betri möguleika til að lifa í framtíð- inni, mun betri möguleika en Vélsmiðjan Oddi og Slippstöð- inni hefðu sitt í hvoru lagi. Járn- smíði og skipasmíðar hafa átt í erfiðleikum og sameining fyrir- tækjanna er svar við þeim. Ég vona að sameiningin ásamt ýms- um skipulagsaðgerðum og breyt- ingum á þessum rekstri verði til þess að fyrirtækin fari að blómstra.“ Hafnarsjóður kaupir hluta af húseignum Vélsmiðjunnar Odda hf. en aðrar húseignir verða sett- ar á söluskrá. „Ég geri mér hæfi- legar vonir um að þær seljist á ekki mjög löngum tíma,“ sagði Magnús Gauti. „Við áttum yfir 97% í Vél- smiðjunni Odda og Slippstöðin keypti hlutabréfin og greiddi fyrir með hlutabréfum í Slippstöðinni. í stað þess að eiga yfir 97% í Vélsmiðjunni Odda eigum við nú ríflega 30% í Slippstöðinni-Odda hf. Stóra málið er að ná fram sparnaði og samkeppnishæfni. Ég tel að til lengri tíma litið sé kaupfélagið betur sett með að eiga 30% í Slippstöðinni-Odda en 97% í Vélsmiðjunni Odda,“ sagði Magnús Gauti. Hann bætti við að ef ekki hefði tekist samkomulag um samein- ingu fyrirtækjanna, þá væri óvíst að hefði komið nýtt hlutafé í Slippstöðina. „Án nýs hlutafjár held ég að hefði verið erfitt að reka Slippstöðina áfram og rekstrarstöðvun Slippstöðvar- innar hefði verið mjög slæmur kostur. Hún hefði haft gríðarleg áhrif á Akureyri, komið illa við jafnt Kaupfélag Eyfirðinga sem önnur fyrirtæki í bænum.“ Óljóst meö hagnað ársins Magnús Gauti sagði erfitt að meta það um miðjan desember hver verði rekstrarniðurstaða hjá KEA um áramót. Jólaverslunin sé eftir að stærstum hluta og óvissa sé um fleiri þætti, t.d. afla- brögð. „Þá er að nefna hluti eins og gengisfellinguna og ýmsar efnahagsráðstafanir stjórnvalda, sem við gerðum ekki ráð fyrir í okkar áætlunum. Einnig get ég nefnt að við höfum orðið fyrir meiri skuldatöpum en við höfð- um reiknað með. Því miður sýn- ist mér að skuldatöp séu orðin óhjákvæmilegur hluti af fyrir- tækjarekstri. Við áætluðum að rekstrarhagnaður yrði um 60 milljónir króna, en við þurfum að fara í saumana á þeim áætlunum með tilliti til gengisbreytingarinn- ar og annarra þátta.“ Á þessu ári hefur starfsmönn- um KEA fækkað nokkuð og Magnús Gauti býst við enn frek- ari fækkun á næsta ári. „Því mið- ur sé ég ekki fram á annað en að starfsmönnum muni áfram fækka, að minnsta kosti til vors. Það er samdráttur hjá okkur eins og almennt í þjóðfélaginu og við verðum að bregðast við því eins og aðrir, meðal annars með því að lækka kostnað. Ég á ekki von á neinum fjöldauppsögnum, en við munum væntanlega ekki ráða í þær stöður sem losna,“ sagði Magnús Gauti. Ymislegt gengur vel - annað miður vel Rekstur ýmissa deilda KEA hef- ur gengið miður vel, en annars staðar hefur orðið breyting til batnaðar. Mikill samdráttur hefur orðið í fiskvinnslunni. Aflabrögðin hafa verið léleg og afurðaverð lækkað, jafnframt því sem kostnaður hef- ur hækkað. Á þessu ári var opnuð ný mat- vöruverslun KEA á Akureyri, KEA-Nettó. Magnús Gauti sagði að hún hafi gengið mjög vel og salan þar hafi orðið meiri en gert hafi verið ráð fyrir og þegar á heildina væri litið hafi KÉA auk- ið hlutdeild á matvörumarkaðn- um á Akureyri. Að undanförnu hefur Jón Þór Gunnarsson unnið fyrir KEA og Dalvíkurbæ að athugun á þeim möguleika að setja upp svokall- aða fiskiréttaverksmiðju á Dalvík. Magnús Gauti sagði að niðurstaða þeirrar athugunar lægi ekki fyrir, en væntanlega myndu línur skýrast öðru hvoru megin við áramótin. Vestur í Bandaríkjunum hefur vatnsápökkunarfyrirtækið AKVÁ selt vatn um nokkurt skeið og segir Magnús Gauti að ýmislegt sé að gerast á þeim vett- vangi. „Við höfum haldið áfram að selja til þeirra verslanakeðja sem við vorum í viðskiptum við á New York svæðinu. Við höfum eytt litlum fjárhæðum í kynningu á vatninu á þessu svæði, en hins vegar höfum við lagt peninga og vinnu í kynningu á vatni á svæð- inu í kringum Boston og reiknum með að fara í gang með kynning- arherferð í janúar á næsta ári. Við reiknum með að leggja tölu- verða peninga í auglýsingar, enda er mjög hörð samkeppni á þessum markaði," sagði Magnús Gauti Gautason. óþh „Við höfum þær væntingar að rekstur þessara fyrirtækja standi vel undir kaupverði þeirra,“ segir Magnús Gauti um kaup KEA á Sjöfn og Kaffibrennslunni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.