Dagur - 15.12.1992, Page 5

Dagur - 15.12.1992, Page 5
Þriðjudagur 15. desember 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Elskumar mínar, ég verð á Akureyri í dag og árita bókina mína, RÓSUMÁE, í Hagkaup kl. 12.00-14.00, Bókabúðinni Eddu írá kl. 14.00-16.00 og í Bókval frá kl. 16.00-18.00. Látið nú endilega sjá ykkur. Rósa Ingólfsdóttir fþróttahúsið við Laugargötu og Sundlaugin á Akureyri: Fara undir eina yfírstjóm Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaráðs bæjarins um að fella rekstur Sundlaugar Akur- eyrar og íþróttahússins við Laugargötu undir stjórn for- stöðumanns Sundlaugar Akur- eyrar. Á fundi íþrótta- og tómstunda- ráðs 2. desember var þetta mál til Áfengis- og tóbaksverslunin: Vín og tóbak hækkar Áfengi og tóbak hækkaði í verði í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins er meðalhækk- un áfengis 1,51% en meðal- hækkun á tóbaki var 6,3%. Verð á víni og sterkum drykkj- um breyttist til samræmis við þær breytingar sem orðið hafa á gengi íslensku krónunnar eftir 1. sept- ember sl. Sama er að segja um verð á innfluttum bjór, þó með því fráviki að 3% ígildi jöfn- unargjalds er fellt niður en jöfn- unargjald á að falla niður af öll- um iðnaðarvörum um næstu ára- mót. Einnig hafa nokkrir fram- leiðendur hækkað vörur sínar frá síðustu verðlagningu. Verð á tóbaki breyttist síðast í janúar 1992. Verðbreytingin sem varð í gær er til samræmis við gengisbreytingu en auk þess er magnskattur á tóbaki hækkaður um 2%. Tóbak er að mestu keypt fyrir Bandaríkjadali en verð dals- ins var 56,78 kr. í janúar en er nú 63,06 kr. JÓH umræðu og fram kemur í bókun fundarins að af vandlega athug- uðu máli hafi verið talið skynsamlegast að fella rekstur beggja þessara íþróttamann- virkja undir eina stjórn. Með því náist fram töluverður rekstrar- sparnaður. í bókuninni kemur fram að þessi breyting sé gerð í fullu samráði við forstöðumenn beggja íþróttamannvirkja. Bæjarráð fjallaði um þetta mál á fundi 10. desember og sam- þykkti bókun íþrótta- og tóm- stundaráðs. óþh á Góð bók frá Fróða FROÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Líf og störf Rósu Ingólfsdóttur Eftir Jónínu Leósdóttur. Rósa Ingólfsdóttir er orðin þjóðsaga í lifanda lífi. Hún hef- ur haft kjark til þess að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum hispurslaust og oft hefur hún valdið bæði úlfaþyt og pilsaþyt fyrir bragðið. í bókinni, þar sem Rósa segir frá óvenjulegu lífshlaupi sínu, dregur hún ekkert undan. Hún fjallar um feril sinn sem leik- kona, söngkona, myndlistar- maður og sjónvarpskona. Harmur, ást og erfið lífsbar- átta koma einnig við sögu svo og samferðarmenn sem Rósa segir álit sitt á án þess að draga nokkuð undan. Og álit sitt lætur Rósa óhikað í ljós, hvort heldur er á kyn- lífi og körlum, konum og kökum, kommum og krötum, læknum og lyfj- um. Umfram allt; Rósa Ingólfsdóttir kemur til dyranna eins og hún er klædd! Ljósvetningabúð: Aðventukvöld á miðvikudag Aðventukvöld verður haldið í Ljósvetningabúð miðvikudag- inn 16. des. kl. 21. Kirkjukórarnir syngja og börn úr tónlistardeild Stórutjarnaskóla leika á hljóðfæri. Einsöng syngja Hildur Tryggvadóttir og Baldvin Kr. Baldvinsson. Aðalræðumað- ur kvöldsins verður sr. Þórir Jökull Þorsteinsson frá Grenjað- arstað. IM DAGUR Sauðárkróki S 95-35960 Vinningstölur laugardaginn 12. des. '92 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí5 3 2.289.906,- 2. 4a7ld 104.232,- 3. 4al5 157 8.016.- 4. 3al5 5.154 569,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.790.480.- upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulIna991002

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.