Dagur - 15.12.1992, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 15. desember 1992
ÍÞRÓTTIR
Úrslit og staðan
Körfubolti, 1. deild:
Úrslit:
IA-UFA 100:82
Reynir-UFA 116:78
Staðan: A-riðill: Reynir 10 8 2 933:809 16
Þór 9 7 2 761:668 14
UFA 725 547:659 4
Höttur 10 1 9 675:790 2
B-riðill:
Akranes 9 9 0 860:615 18
ÍS 8 5 3 506:518 10
ÍR 8 3 5 610:623 6
Bolungarvík 11 1 10 762:974 2
Blak, 1. deild karla:
Úrslit:
HK-Stjarnan 3:0
Staðan:
IS 10 9 128:14 28
Þróttur R 11 6 5 25:21 25
HK 9 7 2 24:12 24
Stjarnan 116 5 22:19 22
KA 9 3 6 19:19 19
Þróttur N 12 0 12 3:36 3
Stigahæstir:
Seinni talan merkir leiknar hrinur.
Þorvarður Sigfússon, ÍS 74/42
Gottskálk Gissurarson, Stjörnunni 72/41
Sigfínnur Viggósson, ÍS 67/42
Bjarni Þórhallsson, KA 66/38
Einar Sigurðsson, Stjarnan 62/41
Lárus Blöndal, Stjarnan 60/41
Blak, 1. deild kvenna:
Staðan:
Víkingur 10 8 2 27:13 27
ÍS 7 6 1 19: 8 19
KA 7 3 4 13:15 13
Þróttur N 8 0 8 8:24 8
HK 62 4 7:14 7
Stigahæstar:
Oddný Erlendsdóttir, Víkingi 84/40
Jóhanna Kristjánsdóttir, Víkingi 74/40
Særún Jóhannsdóttir, Víkingi 58/40
Jasna Popovic, KA 51/28
Jóna H. Viggósdóttir, ÍS 45/23
Þórey Haraldsdóttir, ÍS 41/27
Blak, 2. deild kvenna:
Staðan í 2. deild kvenna:
Völsungur 6 6 0 18- 1 18
Sindri 6 3 3 12-12 12
Þróttur R. 6 3 3 11-11 11
Þróttur N. 2 6 06 1:18 1
Þýska knattspyrnan:
Úrslit:
Wattenscheid-Bochum 2:0
Saarbrucken-Nurnberg 0:1
Mönchengladbach-Leverkusen 2:2
Frankfurt-HSV 3:3
Dortmunt-Karlsruhe 3:1
Bayern Munchen-Shalke 1:1
Köln-Uerdingen 5:0
Dresden-Kaiserslautern 1:3
Bremen-Stuttgart 1:1
Staðan:
Bayern Múnchen 17 10-6- 1 36:21 25
Frankfurt 17 8-8- 1 31:19 24
Bremen 17 8-7- 2 27:17 23
Dortmund 17 9-3- 5 34:25 21
Karlsruhe 17 9-3- 5 37:31 21
Leverkusen 17 6-8- 3 35:21 20
Stuttgart 17 6-7- 4 25:24 19
Kaiserslautern 17 8-2- 7 29:20 18
Núrnberg 17 7-3- 7 16:19 17
Dresden 17 5-6- 6 21:25 16
Schalke 17 5-6- 6 18:23 16
HSV 17 3-9- 5 22:23 15
Saarbrúcken 17 4-6- 7 23:30 14
Köln 17 6-1-10 28:27 13
Mönchengladbach 17 3-7- 7 22:33 13
Wattenscheid 17 4-4- 9 26:36 12
Uerdingen 17 3-5- 9 16:36 11
Bochum 17 1-6-10 18:30 8
Desembermót Akurs:
Hvatningarbikarinn kom í hlut Stefáns
Síöastliðinn laugardag voru
veitt verðlaun fyrir árlegt des-
embermót íþróttafélagsins
Akurs. Mótið hefur einnig ver-
ið kallað afmælismót, þar sem
Akur var stofnað 7. desember
og mótið í og með haldið í
tilefni af því, en einnig er þetta
síðasta mót ársins.
Desembermotið hefur staðið
yfir tvær síðustu helgar. Keppt
var í þrem aldursflokkum í boccia,
en auk þess í borðtennis og bog-
fimi. Á laugardaginn var síðan
komið að verðlaunaafhendingu,
með veglegu kaffisamsæti.
Hvatningarbikar Akurs var einnig
afhentur við sama tækifæri. Hann
kemur í hlut þess íþróttamanns
sem þótt hefur standa sig hvað
best á árinu. Að þessu sinni hlaut
hann ólympíufarinn Stefán
Thorarensen. Stefánvarð áttfald-
ur íslandsmeistari á árinu og setti
4 íslandsmet. Félagið átti 3 full-
trúa á Ólympíumótunum í
Madrid og Barcelona í sumar,
sem verður að teljast sérlega
glæsilegur árangur. Það voru þeir
bræður Elvar og Stefán Thoraren-
sen og Rut Sverrisdóttir, sem nú
keppir reyndar undir merkjum
Óðins.
Sigurvegarar í boccia, öldungaflokkur: Halldóra S. Þórarinsdóttir, 2. sæti,
Tryggvi Gunnarsson, 1. sæti og Jakob Jónsson, 3. sæti. Myndir: ha
Boccia, miðflokkur: Jón Stefánsson, 2. sæti og Stefán Thorarensen, sigur-
vegari. Hann hlaut einnig Hvatningarbikarinn.
Boccia, yngsti flokkur: Svava Vilhjálmsdóttir, 3. sæti, Hclga Helgadóttir,
sigurvegari og Kolbrún Sigurðardóttir, 2. sæti.
Borðtennis: Ingólfur Pétursson, 3. sæti, Gauti Gunnarsson, 2. sæti og Guðni
Arnarson sigurvegari.
Bogfimi: Pálmi Jónsson, 2. sæti og sigurvegarinn Gunnlaugur Bjömsson.
Síðast vann hann bikarinn til eignar og því þurfti Akureyrarhöfn að gefa nýj-
an bikar í bogfimi í ár, en Akureyrarhöfn gaf alla bikara á mótinu.
Körfuknattleikur, 1. deild:
Vængbrotið lið UFA
tapaði tvívegis um helgina
Körfuknattleikslið UFA lék 2
leiki um helgina í 1. deildinni.
Báðir leikirnir töpuðust, enda
vantaði marga af fastamönnum
liðsins og 2 af þeim 7 sem fóru
í ferðina meiddust.
Á föstudag var leikið gegn ÍA,
sem ekki hefur tapað leik í deild-
inni. UFA hóf leikinn af miklum
krafti og komst í 16:6. Heima-
menn náðu þó fljótlega að jafna
og komast yfir. Þeir höfðu síðan
yfirhöndina það sem eftir var og
sigruðu örugglega 100:82. Stig
UFA í leiknum skoruðu:
Guðmundur Björnsson 39, Jó-
hann Sigurðsson 18, Nick Carig-
lia 12, Bergþór Ottóson 4, Heim-
ir Guðlaugsson 4, Stefán Frið-
leifsson 3 og Guðbjörn Garðars-
son 2.
Á laugardag var haldið til
Sandgerðis og leikið gegn heima-
mönnum í Reyni. Ekki kræktu
Akureyringar í stig í þeim leik
heldur. Þegar Reynismenn sáu
fram á sigur hófu þeir að reyna
þriggja stiga skot af miklum móð
og hittu vel. Þeir sigruðu stórt í
leiknum, 116:78. Stig UFA skor-
uðu:
Guðmundur Björnsson 22, Jó-
hann Sigurðsson 21, Guðbjörn
Garðarsson 15, Nick Caraglia 14,
Bergþór Ottóson 4 og Stefán
Friðleifsson 2. Toomer skoraði
40 stig fyrir Reyni.
Nú er lokið 3 mótum af 5 í
stigakeppni BSSA. Þeir sem
verða í 6 efstu sætunum að
mótunum loknum komast í
sjálfa úrslitakeppnina, sem
verður í mars.
Á síðasta móti sigraði Freyr
Hólm nokkuð óvænt, en hann er
aðeins 16 ára gamall. í æsispenn-
andi úrslitaleik lagði hann Sigur-
jón Sveinsson. í 3. sæti varð
Ólafur Gylfason. Staðan eftir 3
keppnir er þessi:
Guðmundur Björnsson skoraði
grimmt gegn IA.
1. Sigurjón Sveinsson 460 stig
2. Ófeigur Marinósson 454 stig
3. Ólafur Gylfason 422 stig
4. Atli Brynjólfsson 419 stig
5. Freyr Hólm 417 stig
6. Aðalsteinn Þorláksson 416 stig
Staðan í forgjafarmótum BSSA er
nú þessi:
1. Aðalsteinn Þorláksson 436 stig
2. Hinrik Þórðarson 348 stig
3. Kristján Gylfason 293 stig
íþróttamenn
ársins
ÖII sérsambönd innan ÍSÍ hafa
nú tilnefnt íþróttamenn ársins,
hvert í sinni grein. Þeir voru
síðan allir heiðraðir við sér-
staka athöfn síðastliðið fimmtu-
dagskvöld.
Þetta var í 20. skipti isem
íþróttamenn eru verðlaunaðir
með þessum hætti. Allir verð-
launagripir voru gefnir af Fróða.
En íþróttamenn ársins 1992 voru:
Heiðar Ingi Ágústsson, íshokkú
Kristinn Björnsson, skíði.
Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþr.
Ragnheiður Runólfsdóttir, sund.
Úlfar Jónsson, golf.
Ingi. V. Þorsteinsson, lyftingar.
Bjarni Friðriksson, júdó.
Arnar Gunnlaugsson, knattspyrna.
Geir Sveínsson, handknattl.
Jón Kr. Gíslason, körfuknattl.
Matthías B. Guðmundsson, blak.
Broddi Kristjánsson, badminton.
Sigurður Einarsson, frjálsar íþr.
Hrafnhildur Hannesdóttir, tennis.
Jónína Ólsen, karate.
ívar Erlendsson, skotfimi.
Steven Hall, kvondó.
Valgeir Guðbjartsson, keila.
Ólafur Eiríksson, íþr. fatl.
Ólafur Bjarnason, skylmingar.
Kristján Jónsson, borðtennis.
Páll Hreinsson, siglingar.
Guðjón Guðmundsson, fimleikar.
Jóhannes Sveinbjörnsson, glíma.
Billjard:
Sigurjón með forystu