Dagur - 22.12.1992, Page 9
Þriðjudagur 22. desember 1992 - DAGUR - 9
Enska knattspyrnan
Þorleifur Ananíasson
Ekki stóð steiirn yfir steini hjá Iiverpool
- tapaði 1:5 gegn Coventry - Eric Cantona skoraði sitt fyrsta mark fyrir Man. Utd.
Toppliðið Norwich lék ekki
fyrr en á mánudagskvöldið, en
úrslit í leikjum laugardagsins
Úrslit
Úrvalsdeild
Arsenal-Middlesbrough 1:1
Blackbum-Sheffield Utd. 1:0
Chelsea-Manchester Utd. 1:1
Coventry-Liverpool 5:1
Everton-Southampton 2:1
Manchester City-Aston Villa 1:1
Oldham-Tottenham 2:1
Sheffield Wed.-Q.P.R. 1:0
Crystal Palace-Leeds Utd. 1:0
Nottingham For.-Wimbledon 1:1
Norwich-Ipswich mánud.
1. deild
Cambridge-Bristol Rovcrs 0:1
Bimiingham-Watford 2:2
Bristol City-Peterborough 0:1
Charlton-Oxford 1:1
Luton-Sunderland 0:0
Portsmouth-Notts County 0:0
Southend-Barnsley 3:0
Tranmere-Wolves 3:0
Brentford-West Ham 0:0
Griinsby-Derby 0:2
Leicester-Swindon 4:2
Newcastle-Millwall 1:1
Úrslit í vikunni:
Deildabikarinn
4. umf. endurteknir jafnteflisleikir
Chelsea-Everton 1:0
Crystal Palace-Liverpool 2:1
Ipswich-Aston Villa 1:0
Staðan
Úrvalsdeild
Norwich 19 12- 3- 4 34:32 39
Aston Villa 20 9- 8- 3 31:21 35
Blackburn 20 9- 7- 4 31:16 34
Man. Utd. 20 9- 7- 4 22:14 34
Chelsca 20 9- 6- 5 27:20 33
Arsenal 20 9- 3- 8 23:21 30
Ipswich 19 6-11- 2 27:22 29
Coventry 20 7- 8- 5 30:27 29
QPR 20 8- 5- 7 26:23 29
Livcrpool 20 8- 4- 8 34:32 28
Man. City 20 7- 5- 8 27:23 26
Middlcsbrougii 20 6- 8- 630:3126
Tottenhain 20 6- 7- 7 20:26 25
Leeds 20 6- 6- 8 32:34 24
Southampton 20 5- 8- 7 20:23 23
Sheff. Wcd. 20 5- 8- 7 21:26 23
Everton 20 7- 4-10 17:24 22
Crystal Palace 20 4- 9- 7 26:28 21
Oldham 20 5- 6- 9 33:39 21
Sheff. Utd. 20 5- 6- 9 18:27 21
Wimbledon 20 4- 7- 9 26:31 19
Nott. For. 20 3- 6-11 19:30 15
1. deild
Newcastle 21 16-2- 3 41:16 50
Tranmere 20 124- 4 40:22 40
West Ham 21 114- 6 37:22 37
Leiccster 22 10-5- 7 29:26 36
Millwall 21 9-8- 4 32:19 35
Swindon 21 9-6- 6 40:36 33
Dérby 22 10-3- 8 37:27 33
Wolves 22 8-9- 5 34:25 33
Charlton 22 8-7- 7 25:21 31
Portsmouth 21 8-7- 6 30:25 31
Pcterborough 20 8-6- 5 30:25 30
Brentford 21 8-5- 8 32:25 29
Grimsby 21 8-4- 9 30:28 28
Bamsley 21 8-3-10 24:22 27
Watford 22 6-8- 8 29:34 26
Bristol City 21 74-10 27:43 25
Sundcrland 21 74-10 25:37 25
Oxford Unitcd 20 5-10- 5 29:24 25
Bristol Rovers 22 64-12 31:47 22
Birmingham 20 5-5-10 18:35 20
Luton 21 4-8- 9 28:36 20
Notts County 22 4-7-1122:41 19
Cambridge Utd. 22 4-7-1121:4019
Southend 21 44-11 21:3118
Kevin Gallacher skoraði eitt af mörkum Coventry gegn Liverpool og hér hefur hann betur gegn Rob Jones og Mike
Marsh.
voru liðinu mjög hagstæð og
allt virðist ganga leikmönnum
liðsins í hag um þessar mundir.
Neðstu liðin voru síðan í eld-
línunni á sunnudeginum, en
þrátt fyrir það voru margir
skemmtilegir leikir á dag-
skránni á laugardag og við
skulum líta aðeins nánar á
úrslit þeirra.
■ Coventry vann sinn fyrsta sig-
ur í Úrvalsdeildinni síðan um
miðjan september og þvíiíkur
sigur, 5:1 gegn Liverpool og það
án eins besta leikmannsins Peter
Ndlovu sem var að leika með
landsliði Zimbabwe. Vörn
Liverpool liðsins brást algerlega
hvað eftir annað í síðari hálf-
leiknum og leikmenn liðsins réðu
ekkert við Robert Rosario í
skallaboltunum og snerpu þeirra
Mick Quinn og Kevin Gallacher.
Brian Borrows náði forystu fyrir
Coventry rétt fyrir hlé með marki
úr vítaspyrnu sem Liverpool
mönnum þótti strangur dómur,
en í slíkum tilvikum fær Liver-
pool yfirleitt vítaspyrnur á
Anfield. Borrows úr langskoti og
síðan Gallacher komu Coventry í
3:0 áður en Jamie Redknapp lag-
aði stöðuna fyrir Liverpool með
glæsilegri aukaspyrnu. Skömmu
síðar var Redknapp hins vegar
vikið útaf er hann var bókaður í
annað sinn. Quinn bætti síðan við
tveim mörkum fyrir Coventry,
fyrst með snöggu skoti og síðan
gott skallamark. Undir lokin var
Liverpool heppið að fá ekki fleiri
mörk á sig, en Coventry liðið lék
mjög vel í leiknum og fá lið hefðu
staðið liðinu snúning á laugar-
dag.
■ Man. City fékk Aston Villa í
heimsókn og Peter Reid leikmað-
ur og framkvæmdastjóri City
sagði fyrir leikinn að Villa væri
líklegur sigurvegari Úrvalsdeild-
arinnar í vor. Og hann virtist
hafa nokkuð til síns máls, Villa
hafði yfirburði í fyrri hálfleik og
þeir Paul McGrath og Shaun
Teale miðverðir liðsins stöðvuðu
allar sóknir City auðveldlega.
Dean Saunders og Dalian Atkin-
son voru mjög frískir í framlínu
Tveir leikir fóru fram í Úrvals-
deildinni á sunnudag og fjórir
I. deildarleikir. Það var mikið í
húfi í leikjunum tveim í
Úrvalsdeildinni þar sem þrjú
af liðunum fjórum voru í
neðstu sætum deildarinnar og
fjórða liðið, sjálfir Englands-
meistarar Leeds Utd. gætu
hæglega Ient í botnbáráttunni
þegar líður á veturinn ef liðið
tekur sig ekki verulega á.
■ Nottingham For. tók á móti
Wimbledon í miklum fallslag þar
sem hvorugt liðið gat sætt sig við
minna en sigur. Það urðu þau þó
bæði að gera þar sem leiknum
lauk með 1-1 jafntefli og eru þau
úrslit sínu verri fyrir heimaliðið
Nottingham Forest sem nú situr á
botninum, en Wimbledon er fjór-
um stigum ofar í næstneðsta sæti.
Það væri dapurlegt fyrir hið létt-
leikandi og skemmíilega lið For-
est og hinn litríka framkvæmda-
stjóra Brian Clough ef liðið félli
niður í I. deild, en það fer nú að
verða mikil hætta á því. Nigel
Clough náði forystu fyrir Forest
snemma í fyrri hálfleiknum, en
Villa og sköpuðu mikla hættu.
Villa náði forystu fyrir hlé með
umdeildu marki, Atkinson virtist
rangstæður er boltanum var leik-
ið til Ray Houghton sem sendi
fyrir mark City, Andy Hill skall-
aði frá, en Garry Parker kom
aðvífandi og hamraði boltann í
netið hjá City. Heimamenn lifn-
uðu við markið og náðu betri
tökum á leiknum í síðari hálfleik,
Mike Sheron kom inná fyrir
Peter Reid og mín. síðar sendi
hann góðan bolta fram á David
Brightwell sem kom boltanum
fyrir mark Villa og Gary Flitcrof
skallaði inn sendingu hans. Niall
Quinn og Sheron hefðu getað
tryggt City sigur eftir þetta, en
bæði lið geta þó vel sætt sig við
jafnteflið.
■ Hann var heldur bragðdaufur
framan af leikur Chelsea gegn
Man. Utd. og allt virtist stefná í
markalaust jafntefli. En það lifn-
aði yfir honum er Mick Harford
John Fashanu Wimbledon og Carl
Tilep Forest kljást hér um boltann,
en liðin urðu að gera sér jafnteflið
að góðu.
mistök markvarðar liðsins Mark
Crossley urðu til þess að Wimble-
don jafnaði 7 mín. síðar. Hann
missti þá frá sér meinlausa send-
ingu frá Vinnie Jones og Andy
Clarke fékk auðvelt færi sem
hann lét sér ekki úr greipum
ganga.
kom inná hjá Chelsea og Andrei
Kanchelskis hjá Man. Utd. Á 67.
mín náði David Lee forystu fyrir
Chelsea með skoti úr auka-
spyrnu, en aðeins 4 mín. síðar
jafnaði Eric Cantona fyrir Man.
Utd. með sínu fyrsta marki fyrir
félagið eftir góðan undirbúning
Lee Sharpe og Mike Phelan og
þar við sat.
11 Ian Olney tryggði Oldham sig-
ur á Tottenham er hann skallaði
inn aukaspyrnu Mark Brennan á
síðustu mín. leiksins. Graeme
Sharp náði forystu fyrir Oldham í
fyrri hálfleik, en Teddy Shering-
ham jafnaði fyrir Tottenham sem
hefur gengið vel að undanförnu.
Pað virtist því allt stefna í jafn-
tefli þar til Olney tók til sinna
ráða á lokamínútunni.
■ Ekki vantaði fjörið í sjon-
varpsleikinn þar sem Sheff. Wed.
sigraði Q.P.R. með eina marki
leiksins, en þau hefðu svo sann-
■ Crystal Palace vann sinn þriðja
sigur í röð er liðið fékk Englands-
meistara Leeds Utd. í heimsókn.
Eina mark leiksins skoraði mið-
vörðurinn Andy Thorn á 30.
mín. með skalla. Leikmenn
Leeds Utd. léku afar illa í þess-
um leik og voru heppnir að fá
ekki stærri skell. Liðið fékk ekki
umtalsvert marktækifæri í leikn-
um og með slíku framhaldi bíður
liðsins ekkert annað en fallbar-
átta. Með sigrinum lagaði Palace
nokkuð stöðu sína í fallbarátt-
unni, en staða liðsins er þó ekki
vænleg. Leeds Utd. hefur þó aðe-
ins þrem stigum meira en Palace
og segir það sína sögu um hætt-
una sem liðið gæti komist í á
næstunni ef Howard Wilkinson
tekst ekki að blása lífi í sína
menn fljótlega.
■ í I. deild töpuðu bæði New-
castle og West Ham stigum er
þau urðu að sætta sig við jafntefli
í leikjum sínum. Derby hefur
hins vegar fikrað sig hægt og
örugglega upp stigatöfluna eftir
afleita byrjun og er nú komið í
hóp efstu liða.
Þ.L.A.
arlega getað orðið mun fleiri.
Mark var dæmt af Gary Penrice
fyrir Q.P.R. á 20. mín. vegna
rangstöðu, en sigurmark heima-
manna var glæsilegt. Eftir góða
sókn á 39. mín. sendi Chris
Waddle góða sendingu fyrir mark
Q.P.R. þar sem Mark Bright tók
við boltanum og afgreiddi hann
af öryggi í netið.
■ Blackburn lagaði stöðu sína
meðal þeirra efstu með sigri gegn
Sheffield Utd. Pað var fyrirliði
liðsins Kevin Moran sem skoraði
sigurmark liðsins í fyrri hálfleik
eftir hornspyrnu Jason Wilcox,
en Sheffield liðið hefði átt að ná
jafntefli að minnsta kosti. Liðið
skapaði sér ágæt færi í leiknum,
það besta er Brian Deane sendi
fyrir mark Blackburn og Jamie
Hoyland skallaði framhjá í
dauðafæri. Leikmenn Blackburn
mega vera ánægðir með úrslitin,
en ekki frammistöðuna í leikn-
um.
■ Everton nældi í dýrmæt stig er
liðið sigraði Southampton 2:1
þrátt fyrir að Matthew Le Tissier
kæmi Southampton yfir strax á 5.
mín. eftir mistök Neville Southall
márkvarðar Everton. Peter
Beardsley jafnaði fljótlega fyrir
Everton úr vítaspyrnu og Paul
Rideout skoraði síðan sigurmark
Everton og öll mörkin voru skor-
uð í mjög góðum fyrri hálfleik.
■ Arsenal náði sínu fyrsta stigi í
síðustu fimm leikjum er liðið
gerði 1:1 jafntefli á heimavelli
gegn Middlesbrough, en liðið lék
illa í mjög slökum leik. Middles-
brough náði forystunni rétt fyrir
hlé er Andy Linighan miðvörður
Arsenal potaði boltanum í eigið
mark eftir að Craig Hignett hafði
sloppið í gegn og Linighan reyndi
að spyrna boltanum framhjá, en
tókst ekki betur upp. Ian Wright
náði síðan að jafna fyrir Arsenal
er langt var liðið á leikinn eftir að
Kevin Campbell hafði skotið í
stöng.
1. deild
■ Tranmere stefnir nú á Úrvals-
deildina og góðan árangur getur
liðið að miklu leyti þakkað John
Aldridge hinum mikla marka-
skorara. Hann skoraði öll þrjú
mörk liðsins í sigrinum gegn
Wolves. Þ.L.A.
Ekki vænkast hagur Nott. Forest