Dagur - 22.12.1992, Side 11

Dagur - 22.12.1992, Side 11
Þriðjudagur 22. desember 1992 - DAGUR - 11 Vinningstölur laugardaginn VINNINGAH I VINNINGSHAFA 1. 2. 3. 135 4. 3.796 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 2.413.428.- 209.495.- 5.353.- 444,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.240.497.- upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulIna991002 Sigmar Ólafsson og Magnús Þorvaldsson kórfélagar með „Dalurinn minn“. Mynd: IM Suður-Þingeyjarsýsla: Dalurinn minn með Karlakómum Hreim komin út Karlakórinn Hreimur hefur gefið út hljómplötu, geisladi.sk og hljóðsnældu með fjöl- breyttu lagavali, en það hefur einmitt verið aðalsmerki kórsins. Hreim skipa 45 söng- menn úr flestum hreppum Suöur-Þingeyjarsýslu og frá Húsavík. Stjórnandi er Robert Faulkner og undirleikari Juliet Faulkner. Einsöngvarar eru bræðurnir Baldur og Baldvin Kr. Baldvinssynir. Kórfélagar munu aka um sveit- ir sýslunnar og bjóða plötuna til sölu, og kórfélagar á Húsavík selja hana í anddyrum verslana í bænum. Síðastliðinn laugardag 19. desember hélt kórinn nokk- urs konar útgáfutónleika í versl- unarhúsi KÞ. Karlakórinn Hreimur var stofnaður 1975 og þetta er þriðja platan sem kórinn gefur út. Kór- inn hefur farið í söngferðir um Norðurland og einnig til Suður- lands, höfuðborgarsvæðisins og Austurlands. Kórinn hefur farið í þrjár söngferðir erlendis, til Fær- eyja, Noregs og Englands. Dalurinn minn heitir ný- útkomna platan og Ingvar Þor- valdsson gerði myndina sem prýðir plötuumslagið. Ljósmynd- ir af kórfélögum tók Pétur Jónas- son. Plötunni fylgir bók með söngtextum þeirra 17 laga sem á henni eru, en þau eru afrakstur síðustu tveggja ára, úrval úr söngskrám kórsins. Um klukku- tíma tekur að flytja lögin. Meðal þeirra má finna verk sem ekki hafa áður verið gefin út á íslandi svo kórfélagar viti til. Má þar nefna Landsýn eftir Grieg, Skógarfuglinn eftir Schubert og Sumarmál eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Sigmar Ólafsson, skólastjóri í Hafralækjarskóla, þar sem kór- inn hefur æfingaraðstöðu, sagði í samtali við Dag að þó kórfélagar hefðu gaman af léttum lögum, hefðu þeir einnig áhuga á fram- þróun. Söngstjórinn væri metn- aðarfullur fyrir hönd kórsins, hann kynti undir metnaði manna og gerði kröfur til kórfélaga. Það væri gaman að karlakórssöng, hann væri svolítið séríslenskt fyrirbrigði sem ekki mætti líða undir lok. Magnús Þorvaldsson, stjórnar- maður og kórfélagi frá Húsavík, sagði að sumir félaganna keyrðu yfir 100 km til að sækja æfingar. Kórstarfið væri mörgum mikils virði og þar gæfist kostur á skemmtilegum félagsskap. IM Jolagjafirnar handa vélsleða- og útilífstólkinu: Hjálmar m/gerðir ★ Hanskar ★ Lúffur ★ Moon Boots ★ Vatnsþétt kuldastígvél ★ Vélsleðagallar ★ Töskur ★ Brúsar ★ Olíur o.fl. o.fl. nestín Bækur og blöð framleidd á Islandi skapa störf í landinu ■ Nú hriktir í stoðum íslensks atvinnulífs, atvinnuleysi er verulegt og fer vaxandi. ■ Við þurfum að sýna samstöðu og velja ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU. ■ Bækur og blöð, sem unnin eru á íslandi, skapa störf í landinu. íslensk bók er meira en góð gjöf VELJUM ISLENSKT! Félag bókagerðarmanna / Félag íslenska prentiðnaðarins

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.