Dagur - 22.01.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. janúar 1993 - DAGUR - 7
Námskeið í náttúruvemd
og landvörslu haldið í vetur
Náttúruverndarráö hefur á
undanförnum árum haldið
námskeið í náttúruvernd sem
gjarnan hafa verið kölluð Iand-
varðanámskeið enda er nú gert
að skilyrði að þeir sem ráðast
til landvörslu á vegum Náttúru-
verndarráðs hafí lokið slíku
námskeiði. Þessi námskeið
hafa notið vinsælda, verið full-
setin og oftast komist færri að
en óskað hafa. I vetur verður
námskeið í náttúruvernd og
landvörslu haldið í Reykjavík.
Störf landvarða hafa verið að
breytast nokkuð á undanförnum
árum og stefna Náttúruverndar-
ráðs er að fræðsla við ferðamenn
og önnur fyrirbyggjandi starfsemi
verði stærri hluti verkefna þeirra.
Mikilvægi fyrirbyggjandi aðgera
kemur sífellt betur í ljós eftir því
sem ferðamannastraumur eykst
og ferðamenn fara víðar um
landið. Fræðsla sem eykur skiln-
ing ferðamannsins á náttúru
landsins og mikilvægi þess að
eiga óspillta náttúru er mun
vænlegri til árangurs í þágu nátt-
úruverndar en boð og bönn.
Ferðamenn, hvort sem um er að
ræða unga eða aldna, íslenska
eða erlenda notfæra sér í auknum
mæli þá þjónustu sem landverðir
veita. Það er því lögð sí aukin
áhersla á fræðsluhlutverk land-
varða og fræðsludagskrá, bæði
fyrir börn og fullorðna, er nú
orðin fastur liður í starfsemi
þjóðgarðanna í Skaftafelli og í
Jökulsárgljúfrum. Hlutverk land-
varða er einnig að fylgjast með
Kvenfélag Húsavíkur:
Búiö að blóta þorra
- og beðið eftir góunni
Kvenfélagskonur á Húsavík
héldu þeirri venju að blóta
þorra nær viku fyrir bóndadag
og hélt félagið sitt árlega þorra-
blót í Félagsheimili Húsavíkur
sl. laugardagskvöld. Vegna
mikils fjölda þorrablóta í Þing-
eyjarsýslu var gripið til þess
ráðs hjá kvenfélagskonunum
fyrir nokkrum árum að halda
blótið heldur snemma. Síðan
hefur þessi háttur verið á hafð-
ur og gefist vel.
Um 216 manns mættu á blótið
sem fór hið besta fram. Katrín
Eymundsdóttir var veislustjóri:
„Það hafa aldrei mætt svona
margir og þetta er að verða vin-
sælla með hverju árinu. Þorra-
blótið er auglýst fyrir allan
bæinn, öllum er heimilt og vel-
komið að koma þó kvenfélagið
haldi blótið. Stemmningin er allt-
af jafngóð.“
Húsvíkingar bjóða ættingjum
og vinum úr nágrannabyggðalög-
um til blótsins og til er að minni
fyrirtæki haldi nokkurskonar árs-
hátíð sína á þorrablótinu. Hver
hópur kemur með matföng heim-
anað og skemmtiatriði eru
heimafengin. Að þessi sinni fór
Jói Einars á kostum fyrir blóts-
gesti, söng texta sína og sagði
brandara. Einnig skemmtu kven-
félagskonur og makar þeirra,
sem Katrín sagði alltaf tilbúna í
slaginn og láta hafa sig út í allt
mögulegt. Hljómsveit Illuga lék
fyrir dansi og voru blótsgestir
yfirleitt ákaflega ánægðir með
kvöldið.
Formaður Kvenfélags Húsa-
víkur er Svala Hermannsdóttir.
IM
Mýjar bækur
Bænabók
bamsins
Iðunn hefur gefið út bókina
Bænabók barnsins. í henni eru
morgun- og kvöldbænir, borð-
vers, ferðabæn og ýmis barna-
vers ásamt heilræðum Hall-
gríms Péturssonar. Gyða
Karlsdóttir tók bókina saman.
í kynningu útgefanda segir:
„Bænabók barnsins er falleg og
vönduð bók sem geymir bænir,
vers og heilræði sem verða hverju
barni leiðsögn um lífið. Henni er
ætlað að vera börnum og foreldr-
um hvatning til að biðja, því að
góð bænavers eru eins og vega-
nesti til framtíðar.“
Soffía Árnadóttir gerði mynd-
skreytingar í bókinni.
MENOR - menningar-
dagskrá í febrúar
TÓNLEIKAR
Föstudagur 22. janúar
Laugarborg, Eyjafjarðarsveit.
Kl. 20:30. Óperan Ástardrykkur-
inn eftir Donnizetti. Flytjendur:
Kennarar og nemendur Tónlist-
arskólans á Akureyri. Leikstjóri:
Már Magnússon. Tónlistarstjóri:
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Undirleikari: Helga Bryndís
Magnúsdóttir.
2. sýning sunnudag 24. janúar.
3. sýning mánudag 25. janúar.
4. sýning miðvikudag 27. janúar.
Ekki verða fleiri sýningar á
óperunni.
Laugardagur 30. janúar
Tónlistarskólinn á Akureyri,
Hafnarstræti 81 kl. 17:00. Nem-
endur píanódeildar flytja klass-
ísk og rómantísk verk.
Föstudagur 29. janúar (áætlað)
Ýdalir, Aðaldal. Plógur og
stjömur. Flytjendur: Leikfélag-
ið Búkolla, Áðaldal. Höfundur:
Sean O’Casey. Þýðandi: Sverrir
Hólmarsson. Leikstjóri: Sigurð-
ur Hallmarsson.
Samkomuhúsið Akureyri
Utlendingurinn.
Sýningar föstudaga og laugar-
daga kl. 20:30.
Höfundur: Larry Shue. Leik-
stjóri: Sunna Borg.
Miðapantanir í síma 2 40 73 eftir
kl. 14:00 alla daga nema mánu-
daga.
því að ákvæði laganna um náttúru-
vernd og reglur á einstökum frið-
lýstum svæðum séu virt, þeir líta
eftir ástandi landsins, lagfæra
göngustíga, merkingar og annað
sem til staðar er á þeim svæðum
sem þeir vinna á. Einnig sinna
þeir ýmsum störfum er lúta að
rekstri tjaldsvæða.
Á námskeiði í náttúruvernd og
landvörslu er fjallað um náttúru
landsins, um verndun náttúru-
fyrirbæra og landslags, um vernd-
un lífríkis, m.a. gróðurvernd,
jarðvegsvernd og votlendisvernd,
kynnt eru lög og reglur um náttúru-
vernd og um rétt almennings til
umferðar um landið, hlutverki og
störfum Náttúruverndarráðs eru
gerð skil, fjallað er um tilgang
friðlýsinga, fjallað um vörslu
friðlýstra svæða og hlutverk og
starfssviði landvarða eru gerð
ítarleg skil. Hluti námskeiðsins
er verkefnavinna, skoðunarferðir
og verklegar æfingar þar sem
nemendur fá leiðsögn í að skoða
og þekkja skil á fyrirbærum nátt-
úrunnar og að þjálfa sig í að
fræða aðra um það sem fyrir augu
ber og skýra sjónarmið náttúru-
verndar. Leiðbeinendur á nám-
skeiðinu eru sérfræðingar Náttúru-
verndarráðs og landverðir auk
þess sem margir gestafyrirlesarar
eru fengnir til að fjalla um ýmis
sérsvið.
Allar upplýsingar um fyrirhug-
að námskeið í náttúruvernd og
landvörslu fást á skrifstofu Nátt-
úruverndarráðs í Reykjavík.
Síminn þar er 91-627855.
Akureyringar -
Nærsveitamenn!
Nú er tækifærið að blóta þorra
með allri fjölskyldunni.
Fjölskylduþorrablót
á Bautanum, föstudagskvöld,
laugardag og sunnudag.
Hlaðið borð af 26 tegundum
af alíslenskum mat.
Tökum frá borð.
Fyrir þá yngri sem ekki boröa þorramat:
Pizza, hamborgari eða samloka + franskar og sósa.
Verð kr. 1.290,- per mann,
hálft gjald fyrir 6-11 ára ogfríttfyrir 5 ára ogyngri.
|||j Framsóknarfélag
Húsavíkur
Skrifstofa félagsins í Garðari er opin aila laugar-
dagsmorgna kl. 11-12.
Félagar hvattir til aö líta viö og ræða málin. Kaffi á
könnunni.
Laugardagsmorguninn 23. janúar verða bæjarfull-
trúar Framsóknarflokksins á skrifstofunni. Framsaga
um fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum bæjarins og
spurningum varðandi fjárhagsáætlun svarað.
Stjórnin.
W
TllvfH
Sími 26888
Innritun stendur nú sem hæst
Hóptímar • Frjálsir timar • Kvennatímar • MorgunleMmi
Gufuböð og nuddpottur innifalið í verði
Ljósabekkir
Skvass skvass skvass
Dagskrá vikunnar samkvæmt meðfylgjandi töflu
Kl. Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
13-14 Þrekhringur Allir
14-15 Frjáls tími í tækjasal
16-17 Frjáls tími í tækjasal Frjáls tími í tækjasal Ftjáls tími í tækjasal
17-18 Frjáls tími í tækjasal Frjáls tími í tækjasal Frjáls timi í tækjasal
18-19 Þrekhringur framhaldshópur Þrekhringur byrjendahópur Þrekhringur framhaldshópur Þrekhringur byrjendahópur Þrekhringur framhaldshópur
19-20 Þrekhringur framhaldshópur Frjáls tími í tækjasal Þrekhringur framhaldshópur Frjáls tími í tækjasal Þrekhringur framhaldshópur
20-21 Frjáls timi í tækjasal Kvennatími Frjáls tími í tækjasal Kvennatími Frjáls tími í tækjasal
21-22 Frjáls tími í tækjasal Kvennatími Frjáls timi í tækjasal Kvennatími