Dagur - 22.01.1993, Blaðsíða 1
Verulegt atvimmleysi
á Hvairnnstanga
- en vinna hjá Meleyri hefst brátt á ný
Meleyri hf. á Hvammstanga
var eitt þeirra fiskvinnslufyrir-
tækja á Norðurlandi vestra
sem sagði upp starfsfólki fyrir
jólin. Til stóð að opna aftur
kringum miðjan janúar, en
vinnsla liggur enn niðri.
Nálægt 70 manns eru á
Afkoma ríkissjóðs:
RekstrarhaDinn
nam 7,2 miUjörð-
umkróna
Samkvæmt bráðabirgðatölum
um afkomu ríkissjóðs nam
rekstrarhalinn á árinu 1992 7,2
milljörðum króna. Á árinu
1991 nam hallinn 12,5 millj-
örðum króna. Hrein Iánsfjár-
þörf ríkissjóðs, en það er sú
fjárhæð sem ríkissjóður þarf
að taka að láni til að fjármagna
halla á rekstri og útstreymi á
lánareikningum, nam 7,2 miUj-
örðum króna árið 1992. Árið
1991 var lánsfjárþörf ríkissjóðs
helmingi meiri, eða 14,6 millj-
arðar króna.
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið
1992 námu 110,6 milljörðum
króna, eða tæplega 1 milljarði
umfram fjárlög. Frávik frá fjár-
lögum er 0,9% og þarf að leita
langt aftur í tíma til að finna jafn
lítið frávik.
Útgjöld ríkissjóðs lækka að
raungildi um 5,3 milljarða króna
frá árinu 1991. Rekstrarkostnað-
ur ríkisins lækkar um 2 milljarða
króna, stofnkostnaður um 2,2
milljarða og vaxtakostnaður um
1,8 milljarða króna. Á móti veg-
ur lítils háttar aukning í rekstrar-
tilfærslum.
Heildartekjur ríkissjóðs árið
1992 námu 103,4 milljörðum
króna, eða 2,1 milljarði minna en
í áætlun fjárlaga. Þetta er megin-
skýringin á meiri halla ríkissjóðs
en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Tekjur ríkissjóðs hækka að
raungildi um 0,4 milljarða króna
árið 1992. Skatttekjur ríkissjóðs
lækka hins vegar um 0,5 millj-
arða króna að raungildi árið
1992. ój
Höfðahreppur og Skagstrendingur
stofna Iðnaðarfélag Skagastrandar
- líklega gengið frá samningum um kaup félagsins á vélum Striksins í næstu viku
1 gær var stofnað á Skaga-
strönd félag til þess að stuðla
að aukinni atvinnu í byggðar-
laginu. Ekki hafði verið gengið
endanlega frá nafngift félags-
ins þegar Dagur hafði spurnir
af í gærkvöld, en fastlega var
gert ráð fyrir að það myndi fá
nafnið Iðnaðarfélag Skaga-
strandar.
Að stofnun félagsins í gær
stóðu annars vegar Höfðahrepp-
ur og hins vegar útgerðarfyrir-
tækið Skagstrendingur hf. Magnús
B. Jónsson, sveitarstjóri á Skaga-
strönd, staðfesti í gær að leitað
hafi verið til Verkalýðsfélags
Skagastrandar um aðild að félag-
inu og þess væri vænst að fleiri
gerðust aðilar að því. Tilgangur
félagsins er að sögn Magnúsar að
fjölga atvinnutækifærum á
Skagaströnd og má fastlega gera
ráð fyrir að fyrsta verk stjórnar
félagsins, sem í eru Magnús B.
Jónsson og Adolf H. Berndsen,
fulltrúar Höfðahrepps, og Óskar
Þórðarson, fulltrúi Skagstrend-
ings, verði að ganga frá samning-
um við íslandsbanka um kaup á
vélum þrotabús skóverksmiðj-
unnar Striksins á Akureyri. Ósk-
ar Þórðarson hefur öðrum frem-
atvinnuleysisskrá á Hvamms-
tanga, en fleiri eru án vinnu.
Vinna hefur legið niðri hjá
Meleyri hf. á Hvammstanga síð-
an fyrir jól. Þar var sagt upp 32
starfsmönnum. Guðmundur Tr.
Sigurðsson framkvæmdastjóri
Meleyrar hf. sagði búið að
ákveða að vinna hefjist á ný 1.
feb. n.k.. Hann sagðist bjartsýnn
á vinnsluna, svo fremi að veður
gefi á sjó.
Skráðir atvinnuleysisdagar í
Hvammstangahreppi í desember
voru 747, en á skrá voru 36
manns í lok mánaðarins. Um
miðjan janúar voru 64 á atvinnu-
leysisskrá. Hólmfríður Bjarna-
dóttir, formaður Verkalýðs-
félagsins Hvatar á Hvamms-
tanga, sagði að 69 manns hefðu
verið á skrá í desember. Það er
að hluta til fólk sem er atvinnu-
laust í nokkra daga. Hún sagði að
mun fleiri séu án vinnu í raun,
allt upp undir 100 manns. Það
skýrist af því að fastir starfsmenn
Meleyrar sem eru án atvinnu eru
ekki enn komnir á skrá, þar sem
þeir hafa 2-3 mánaða uppsagnar-
frest. Að sögn Hólmfríðar fá þeir
laun þar til uppsagnarfresturinn
rennur út, þá fá þeir atvinnu-
leysisbætur.
íbúafjöldi Hvammstanga-
hrepps árið 1992 voru 692, þar af
408 manns á aldrinum 16-66 ára.
Það er því ljóst að um verulegt
atvinnuleysi er að ræða. Það
horfir væntanlega til einhverra
bóta þegar vinna hefst á ný hjá
Meleyri. sþ,
Ótrúlega mikið tjón varð í brunanum í Búgarði.
Mynd: Robyn
Akureyri:
Eldur laus í tilraunastofu
Ræktunarfélags Norðurlands
skemmdir á tækjum og innviðum vegna hita og sót:
ið Akureyrar var kall- arssonar, slökkviliðsstjóra á strik.
■kknn 7.40 ■ oaprmm-o- Akurevri. varð eldsins ekki vart ..Svrumælinnn er ón\
Slökkvilið Akureyrar var kall-
að út klukkan 7.40 í gærmorg-
un að Oseyri 2, þar sem eldur
var laus í tilraunastofu Rækt-
unarfélags Norðurlands. Vel
gekk að ráða niðurlögum elds,
en skemmdir á innviðum og
tækjum eru verulegar vegna
hita og sóts.
Að sögn Tómasar Búa Böðv-
arssonar, slökkviliðsstjóra á
Akureyri, varð eldsins ekki vart
fyrr en starfsmaður kom til vinnu
snemma í gærmorgun. Slökkvilið
var þegar kallað til. Er að var
komið var ekki um mikinn eld að
ræða. Kviknað hafði í sýrumæli,
en tilraunir voru í gangi um nótt-
ina. Ljóst er að eldurinn hafði
kraumað lengi, en ekki náð sér á
strik.
„Sýrumælirinn er ónýtur sem
nokkur önnur tæki. Innviðir
rannsóknarstofunnar eru illa
farnir vegna hita og sóts. Bóka-
safnið er trúlega illa farið, en þær
skemmdir á eftir að kanna. Já,
tjónið er ótrúlega mikið miðað
við hversu eldurinn var lítill,“
sagði Tómas Búi Böðvarsson. ój
Suður-Þingeyjarsýsla:
Bændur fá 160 kr. fyrir Færeyjakjötið
„Bændur eru í sjálfu sér ekki
ánægðir en verða að sætta sig
við þetta verð. Við erum í
harðri samkeppni við kjöt frá
Hjaltlandi og Nýja-Sjálandi en
fáum heldur hærra verð því
Færeyingar telja okkar kjöt
betra,“ sagði Jón Benedikts-
son frá Auðnum í Laxárdal,
formaður Félags sauðfjár-
bænda, aðspurður um lamba-
kjötsölu til Færeyja. Síðan í
sláturtíð í haust hefur verið selt
út kjöt sem er umfram greiðslu-
mark til bænda. Guðmundur
Halldórsson heildsali á Húsa-
vík hefur veríð umboðsmaður
bænda við kjötsöluna.
Skilaverð í heilum skrokkum
eftir gengisfellinguna hefur verið
159,40 kr. fyrir kg og hefur þá all-
ur kostnaður og sjóðagjöld verið
greidd.
Jón sagði að salan á kjötinu
hafi verið dræm og ekki sé séð
hvað markaðurinn taki við miklu
magni við þær aðstæður sem
núna eru í Færeyjum. Hann sagði
að nokkurt magn hefði verið sent
út og Færeyingar staðið við sitt
hvað greiðslur varðaði, en þeir
ættu í erfiðleikum með að kaupa
umsamið magn vegna sölutregð-
unnar sem skapaðist af efnahags-
ástandinu. Jón sagði að ekki væri
gott að spá um áframhald kjöt-
sölunnar en það kæmi líklega í
ljós á næstu vikum hvernig hún
þróaðist.
„Magnið sem sent hefur verið
er minna en til stóð en greiðslur
standa fullkomlega. Markaður-
inn hefur einfaldlega dregist
saman,“ sagði Jón. IM
ur unnið að gerð samninga f.h.
Skagstrendinga við íslandsbanka
að undanförnu og að öllu
óbreyttu verður endanlega geng-
ið frá þeim í næstu viku. Árni
Pálsson, lögfræðingur íslands-
banka, segir að fyrir liggi sam-
komulag um verð á vélum þrota-
bús Striksins og aðeins sé eftir að
ganga frá nokkrum smáatriðum
og pappírum.
Iðnaðarfélag Skagastrandar
kaupir allar vélar þrotabús
Striksins og gert er ráð fyrir að
það sjái um að selja lager Striks-
ins áður en skóframleiðsla hefst á
Skagaströnd, sem væntanlega
verður fyrir vorið, hugsanlega í
mars. óþh