Dagur - 22.01.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 22.01.1993, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. janúar 1993 - DAGUR - 11 IPRÓTTIR Halldór Arinbj< arnarson Alfreð Gíslason í landsliðið að nýju: Það var í raun sest ofan á mig - segist kvíða meira fyrir en hlakka til Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður 1. deildar liðs KA í Leiðrétting viö Frétta- póst SRA Ein villa slæddist inn í Frétta- póst Skíðaráðs Akureyrar sem borin verður út í öll hús á Akureyri og hefur víðast þegar verið dreift. í æfingatöflu fyrir skíðagöngu 12 ára og yngri stendur að æfing- ar á miðvikudögum séu kl. 20.00 í Kjarnaskógi. Hið rétta er að miðvikudagsæfingarnar hefjast 2 tímum fyrr, eða kl. 18.00 og eru í Kjarnaskógi. Þess má einnig geta að á morgun laugardaginn 23. janúar verður æft upp í Hlíðar- fjalli en ekki í Kjarna eins og venja er. Ástæðan er útivistar- dagurinn sem kynntur var í Degi í gær. handknattleik, hefur nú fallist á að fara með landsliðinu á Lottó-mótið sem hefst í Noregi á morgun. Alfreð sagði að mjög hart hafi verið lagt að sér að taka sæti í landsliðinu að nýju og hann hafi einfaldlega ekki getað skorast undan þeirri beiðni. Lottó-mótið er Iiður í undirbúningi landsliðsins fyrir HM í Svíþjóð sem hefst eftir einn og hálfan mánuð en Alfreð taldi þó minni líkur á að hann mundi gefa kost á sér í Heimsmeistarakeppnina. „Það má í raun segja að sest hafi verið ofan á mig og ég því ekki átt annars úrkosta en taka sæti í liðinu. Annars vil ég ekki fara nákvæmlega út í ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun minni. Liðið þarf hjálp á þessari stundu og staðan var einfaldlega þannig að ég gat ekki skorast undan þessari beiðni. Ætli þeir haldi ekki að liðsmyndin batni ef ég er á henni,“ sagði Alfreð síðan í léttum tón. Mótið í Noregi er liður í loka- undirbúningi landsliðsins fyrir Heimsmeistarakeppnina í Sví- þjóð sem hefst eftir aðeins 45 daga. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort Alfreð stefni á að vera með þar, en hann klæddist einmitt landsliðstreyjunni síðast fyrir þremur árum í heimsmeist- arakeppni. „Ég stefni ekki á að vera með þar,“ sagði Alfreð. Ein ástæða þess að hann kemur nú inn í liðið er fjarvera Júlíusar Jónassonar sem er meiddur. Aðspurður hvort hann hlakkaði ekki til sagði Alfreð. „Ég held ég kvíði meira fyrir en ég hlakka til.“ Alfreð Gíslason hefur sýnt í undanförnum leikjum að hann er enn í feiknar- lega góðu formi og nú hefur hann fallist á að spila með landsliðinu að nýju. íslandsmótið í handknattleik: Spennan að ná hámarki Lítið hefur verið leikið í 1. deildinni í handbolta í þessari viku nema 4 frestaðir leikir hafa verið kláraðir. Nú hafa öll liðin leikið jafn marga leiki, 16 talsins og næsta umferð er á Hver verður útneftidur íþróttamaður Þórs 1992 - valið kunngjört í Hamri í kvöld - Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins hvattir til að mæta Iþróttamaður Þórs árið 1992 verður útnefndur í hófi í Hamri í kvöld kl. 20.00. Jafn- framt verður kunngjört val á bestu íþróttamönnum ein- stakra íþróttagreina, þ.e. í körfubolta, handbolta, fót- bolta og skíðum. Að þessu sinni hlutu 8 íþrótta- menn félagsins tilnefningu í kjör- inu, tveir í hverri grein. Skíða- mennirnir sem hlutu tilnefningu eru Eva Jónasdóttir, sem keppir í alpagreinum og Rögnvaldur Ing- þórsson, skíðagöngumaður. Handknattleiksmennirnir sem hlutu tilnefningu eru Sigurpáll Árni Aðalsteinsson og Hermann Karlsson, knattspyrnumennirnir Hlynur Birgisson og Sveinbjörn Hákonarson og körfuknattleiks- mennirnir Hafsteinn Lúðvíksson og Konráð Óskarsson. íþróttamaður Þórs árið 1991 var kjörinn Haukur Eiríksson, skíðagöngumaður og var hann jafnframt skíðamaður ársins. Júlíus Tryggvason var valinn knattspyrnumaður ársins 1991, Konráð Óskarsson, körfuknatt- leiksmaður ársins og Rúnar Sig- tryggsson, handknattleiksmaður ársins. Sem fyrr segir fer útnefningin fram í kvöld kl. 20.00. Eru allir Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins hvattir til þess að mæta í Hamar til að fylgjast með útnefn- ingunni og þiggja kaffiveitingar. -KK Haukur Eiríksson skíöagöngumaður, sem hér sést í keppni í þríþraut, var kjörinn íþróttamaður Þórs 1991.1 kvöld kemur í Ijós hver tekur við nafnbót- inni. íþróttir helgarmnar BILLIARD: Unglingamót í Gilinu á laugardag fyr- ir þá sem fæddir eru 1974 og síðar: FRJÁLSAR: íslandsmót í atrennulausum stökkum í Baldurshaga í Laugardal: HANDBOLTI: Laugardagur: Norðurlandsriðill 4 fl. karla og kvenna KA-húsi kl. 10.00 2. flokkur karla, 2. deild: íþróttahúsið á Húsavík laugard. og sunnud. ÍSHOKKÍ: Laugardagur: Björninn-SA kl. 11.00 KÖRFUBOLTI: Laugardagur: Norðanlands verða 2 fjölliðamót hjá yngri flokkum. Unglingaflokkur kvenna keppir á Sauðárkróki og 7. flokkur stráka í íþróttahúsi Glerár- skóla á Akureyri. Sunnudagur: Úrvalsdcild: Tindastóll-UBK kl. 20.00 SKÍÐI: I.augardagur: Útivistardagur í Hlíðarfjalli. Sunnudagur: Almennt skíðamót í Hjallabrekku kl. 14.00. dagskrá um aöra helgi, þ.e. 29.-31. janúar. Að þeirri umferð meðtalinni eru 6 umferðir eftir af deildarkeppn- inni og þá kemur í Ijós hvaða lið komast í úrslitakeppnina og hvaða lið falla. í 1. deild falla 2 neðstu liðin. Þau sem hafna í 9. og 10. sæti sigla lygnan sjó og 8 efstu liðin komast í úrslitakeppnina um ísiandsmeistaratitilinn. Stjarnan hefur þriggja stiga forustu í deild- inni, með 25 stig og þar þrem stigum á eftir koma Valsmenn og FH-ingar. KA er sem stendur í 7. sæti með 16 stig en Þórsarar eru í því 9 með 12, þremur stigum færra en ÍR. Eins og staðan er í dag mundu Þórsarar því hvorki komast í úrslitakeppnina né falla. Ef leikir Akureyrarliðanna eru skoðaðir, þ.e. leikirnir sem eru eftir, þá er ljóst að þeir verða erf- iðir. Þórsarar eiga eftir að spila við Val, HK og FH á heimavelli og Selfoss, ÍBV og ÍR á útivelli. Allir leikirnir eru mjög mikilvæg- ir og brugðið getur til beggja vona með hvort liðið fellur eða heldur stöðu sinni í deildinni. Þar skipta leikirnir við ÍBV og HK mestu máli. í næstu umferð spilar KA við FH á útivelli og á einnig eftir Víkinga og Hauka úti. í KA-hús- inu á liðið eftir að leika gegn Fram, Stjörnunni og ÍBV. Enn er allt óljóst með hvort liðið kemst í úrslitakeppnina og alls ekki víst að sigur í öllum heimaleikjum dugi til. KA hefur sem stendur 6 stiga forskot á Fram og HK sem eru í fallsæti, en vert er að minna á að enn eru 12 stig eftir í pottin- um. Það hefur því ræst sem spáð var fyrir mót að deildin hefur sjaldan verið jafnari en eimitt nú. Staðan Handbolti, 1. deild Úrslit í 15. umferð, frestaðir leikir: Fram-ÍBV 23:27 Selfoss-Valur 29:27 FH-Víkingur 32:24 Úrslit í 16. umferð, 13. janúar: ÍBV-Selfoss 23:22 Stjarnan-FH 26-25 KA-ÍR 25-24 Haukar-Þór 32-22 Valur-HK 32-23 Víkingur-Fram 31-26 Staðan: Stjarnan 1611-3- 2401:37825 FH 16 10-2- 4 429:387 22 Valur 16 8-6- 2 385:351 22 Haukar 16 9-1- 6 434:391 19 Selfoss 16 8-3- 5 416:398 19 Víkingur 16 8-1- 7378:37517 KA 16 7-2- 7 371:375 16 ÍR 16 6-3- 7 387:389 15 Þór 16 5-2- 9 385:423 12 ÍBV 16 4-3- 9 373:401 11 Fram 16 3-1-12 391:423 7 HK 16 3-1-12 368:425 7 Iþróttaskóli bamanna - íþrótta- og leikjanámskeið undir stjórn íþróttakennara Að undanförnu hefur mjög verið rætt um hreyfingarleysi ungra barna. Ymsir hafa orðið til að halda því fram að með nútíma lifnaðarháttum fái börn alls ekki næga hreyfingu. Þau eru keyrð á dagheimilið og jafnvel borin inn úr bflunum og þegar heim kemur tekur við sjónvarpsgláp og allt þetta hef- ur það í för með sér að börn undir skólaskyldualdri eru tals- vert verr á sig komin líkamlega en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. íþróttafélagið Þór hefur nú ákveðið að bjóða upp á leikja- og íþróttanámskeið fyrir börn 3-6 ára sem verður undir stjórn íþróttakennara. Skóli þessi stendur í 10 vikur og þátttökugjald er kr. 3000. Æfingar eru á laugardögum í íþróttahúsi Gleráraskóla. Börn á aldrinum 3-4 ára kl. 9.30- 10.30 og 5-6 ára börn kl. 10.30-11.30. Kennsla hefst í íþróttaskólanum laugardaginn 30. janúar. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum á æfingar og taka þátt í því sem þar gerist. Ætlast er til að börnin séu í leik- fimisfötum og berfætt á æfingum. Skráning fer fram í Hamri, félags- heimili Þórs, fram til föstudagsins 29. janúar 1993. Einnig er hægt að hringja í Hamar í sfma 12080 og skrá þátttöku. Kynningar- fundur verður fyrir foreldra í Hamri föstudaginn 29. janúar kl,- 20.30 og þar munu leiðbeinendur gera grein fyrir starfseminni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.