Alþýðublaðið - 20.08.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐÖBLAÐIÐ þjóðinni einhuga uadir sitt merki í baráttunni við enskt hervald og auðvald og fulitrúa þess í Ulster í Norður-írbndi. Frá þessurn tfma hefir verið sannkölluð ógnaröld á írlandi — blóðug barátta milli Sinn Fein og Englendinga. Hinir fyrri hafa lýst því yfir, að írskt Iýðveldi sé stoln* að og kjörið de Valera forseta þess, en Arthur Griffith, stofnanda Sinn Fein fiokksins, varaforseta. > Foringjar íra hafa átt erfiða að- stöðu gagnvart hervaldi Breta. Margir þeirra hafa setið langan tíma í fangelsum Englendinga, á meðal þeirra Gtiffith. En ekkert hefir megnað að bæla niður kjark og þrantseigju írsku sjálfstæðis- mannanna. Alt landið hefir Iogað í einu ófriðarbáli og á þvf virðist ekki munu geta orðið annar endir en sá, að Bretar viðurkenui full komið sjálfstæði írska lýðveldisins, sem Sinn Fein hefir stofnað. Enn sem komið er hefir þó enska stjórnin ekki viljað fallast á kröfur Sinn Fein. Þrauta úrræði hennar var að fá samþykt f enska þinginu Iög um tvö þing f írlandi, annað fyrir Suður-írland, hitt fyrir Norður Irland, og áttu þau að hafa mjög takmarkað valdsvið. írland átti eftir sem áður að lúta æðstu stjórn Englands og hafa nokkra fulltrúa á þingi þess. Þetta vill Sinn Fein fiokkurinn vitanlega hvorki heyra né sjá. Hann kveðst reiðubúinn til þess, að leggja alt í sölurnar til þess, að afia Irum fullkoinins sjálfstæðis og vili í engu slaka á sfnum sjálf stæðiskröfum. Nú hefir undanfarið staðið fundur f London með ensku stjórninni og fulltrúum Sinn Fein og Uisterbúa de Valera og James Craig til þess að ráða til iykta írsku málunum. En samkvæmt nýjustu símskeytum eru Ifkurnar litltar til þess, að máisaðilar verði ásáttir. Má þá enn búast við heiftar- iegustu baráttu á írlandi milli íra og Englendinga. En hvernig sem fer, mun óhætt að fullyrða, að erfiðlega muni Englendingum ganga að sætta þessa frelsiselsku þjóð við enskt forræði hernaðarlegt og fjárhagslegt í framtfðinni. Pressaður og þurkaður fiskur fæst á Bergþórugötu 43 B, niðri. €rlenð simskeyti. Khöfn, 19. ágúst. Hjálpin til Eássa. Sfmað er frá Genf, að Nansen og Hoover séu forstöðumenn fyrir hjálpinni til Rússa. Nansen er farinn til Riga til þess að hefja samninga. írlandsmálin fyrir þjóða- sambandið! P'arísarfregn segir, að írlands málin muni sennilega verða iögð fyrir þjóðasambandið, korni Eng- land og trland sér ekki saman. Lao-tse. „Bókin um veginn* nefna þeir bræður, Jakob Jóh. Smári og Yngvi Jóhannesson, bókLaotse: Tao-teking, sem þeir hafa snúið á íslenzku og Guðm. Gamalfelsson hefir gefið út. í eftirmálanum við bókina segir Yngvi svo um höfundinn: „Að því er menn vita bezt, er Lao tse fæddur árið 604 f. Kr., en hitt er ókunnugt, hvenær hann dó. Hann var lengi æfinnar keis- aralegur jjmsjónarmaður við bóka safa eitt. Þá er hann var hniginn á efri aldur, brutust út óeirðir og deilur í rfkinu. Hvarf hann þá úr iandi til vesturs, og vita menn það síðast til hans, &ð hann gisti landamæravörð einn í fjallaskarði á vesturmörkum ríkisins Eftir beiðni hans ritaði Lao tse fyrir hann að skilaaði bók þá, sem síðan er við hann kend, og fór síðan leiðar sinnar f vesturátt, og veit enginn, hvar hann dó“. Rit þetta er hið sérkennilegasta rit og eitt með frægustu ritum Kínverja, og er sannarlega gaman að því og fróðlegt að fá það á ísienzku, þar sem það er svo gamalt og hefir lifað óbreytt um aldirnar. Nokkur dæmi sýna andann f bókinni, sem er einskonar máls háttasafn og spakmælasafn. Um hinn vitra segir: „Þá er hlutirnir kotna í Ijós, bregzt hann ekki. Hann framleiðir, en- safnar ekki auði. Hann starfar, en telur sér það ekki til gildis. Og þar eð hann krefst einskis handa sjálfum sér, á hann ekki neinn missi á hættu“. Á öðrum stað segir: „Mean komast hjá úlfúð með þvf, að hefðja ekki verðleika maana upp til skýjanna. Koma má í veg fyrir þjófnað tneð þvt', að teija ekki sjaidgjæfa hiuti verðmæta. Með því að örva ekki nautnirnar, varðveitist rósemi hjartans*. Um auðlegðina segir: , „Auðlegð og vegsemd vekja metnað, sem leiðir til slysa“. Fyrirheit sjálfsagans: „Að glæða og ala önn fyrir, að framleiða en safna ekki auði, að starfa en heimta ekki, að mega sfn mikils án þess að láta tii sín taka — það er æðsta dygðin“. „Á frumöldunum tók fólkið ekki eftir konungum sfnum. Næstu kynslóðir unnu þeim og töluðu vel um þá; síðan óttuðust rnenn þá, og fyrirlitu þá að !okum“, segir um breytileik aldantsa. Það sem auðmýktin öðlast: „Sá sém hefir fáar óskir, mun - fá þær uppfyitar. Sá sem girnist margt, missir af því. Þess vcgna ástundar hinn vitri einfeidni og verður fyrtrmynd alira. Og af þvf að hann keppir ekki við aðra, getur enginn kept við hann". Og enn segir: „Sá, sem fylgir sanneðli sfnu, hefir taum á tungu siani“. Enginn heiður að glæsimensku: „Sá, sem skreytir sjálfan sig, Ijómar ekki. Sjálfsánægjan veitir ekki upphefð, né sjálfhæini verð- leika. Sá, sem upphefir sjálfan sig, ber ekki af öðurn". Um einfalt Ifferni segir: „Upprunaleg einfeldni er eins og einiviður, sem ótal ker eru smfðuð úr. Sá, sem hefir hana, verður leiðtogi allra; hann er víðsýnn og beitir ekki ofbeldi*. Að vaka yfir sjálfum sér: „Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálíum sér. Sá er rfkur, sem ánægður er með hlutskifti sitt; þrekmikil starf- semi ber vott um vilja". Að sefa óskirnar: „Engin synd er meiri en að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.