Alþýðublaðið - 20.08.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ E VerzlunÍH „Von“ selur Capstan cigarettur í heildsölu og hefir fengið þetta marg þekta og góða rúgmjöl til a9 gera slátrið bragðgott. Munið það, að „Von* hefir ávait rniklar og góðar vörur fyririiggjandi. Komið því og rcynið viðskiftin. Vinsamlegast. Gunnar S. Signrðss. Pað tezta w stuln óflfrast. Kaffibætir okkar er sá ódýrasti og bezti á öllu landinu — viðurkendur af fjölda húsmæðra hér i bænum. Hálft kíló kostar 1,10. Seldur í Gamla bankanum, Laugaveg 22 A og Bræðraborgarstíg 1. n Q H Qol/D m fi m Í kjallavanum á Grundar- stíg 8 er tekinn til sauma ails- konar kven- og barnafatnaður; ; einnig tekinn lopi til spuna. : LJ dllbbKuí 11 L Llí 1 í Baldurshaga í kvöld kl. 9. ■ '■ V’.’ . ' ' , ' 'v ; . / • .. . . . ’. ■ v- . ; , , .' . ' , ’■ . Allir velkomnir. D a li 1 s t e d t. JE3t.f. Versl. „Hlífss Hverfisg. 56 A. Nýkomið: Flugnayeiðarar. Suitu- tau í lausri vigt. Saumamaskínu- olfa og hin ágæta steikarfeiti, ódýrari en áður. Mötekja Beykj avikur seiur vel þurran raó á 60 kr. tonnið, 21 kr. vagcinn (350 kg.). Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Ólafur Friðriksson. Alþbl. kostar 1 kr. á mánuði. Prentsmiðjan Gutenbarg. €arlt Etlar: Ástin vabnar. Hún benti með fingrinum ura öxl sér. Nokkru fjær var vagn. „Hví bíðið þið þá hér?“ „Hún vildi það ekki,“ sagði I.esley, eins og með því væri alt sagt, svo hélt hann áfram að ganga fram og aftur. „Fyrst varð eg að sjá hvernig hinum reiddi af,“ sagði hún. „Það voru ekki lengur við sem vorum í mestri hættu stödd.“ „En það er ekki rétt af yður að dvelja hér, í öðru eins veðri. — Sáuð þér auk þess ekki,“ bætti Jakob við, „að skipið dró niður flaggið um leið og þaðrakstá? Það er að segja, það gafst upp, sem þýðir, að þér eruð fangi minn og verðið að hlýða skipunum minum ná- kvæmlega.“ „Er eg líka fangi yðar?“ spurði hún brosandi. „Já, þér líka. Hann hvessjr og rigningin heldur áfram, íþess vegna skiþa eg nú, að þér farið burtu af ströndinni." „Hvers vegna ráðið þér öðrum til sérhlífni, þegar þér takið svo lítið tillit til yðar sjálfs?" spurði hún. „Þér farið nú líklega ekki oftar fram?“ — Auðheyrt var að hún þekti mátt þann, sem hljómfallið og augnatillitið sem fylgdi spurningunni hafði. „Nú fer eg með yður,“ svaraði Jakob. „Eg mun fylgja yður til heimilis míns. Þér verðið að gera yður að góðu fátækt þess, þangað til eg get útvegað yður betri veru- stað. — Lávarður! leiðið þér dóttur yðar, við skulum halda af stað.“ Lesley lávarður leit á Jakob, svo á dóttur sfna, hann virtist steinhissa á hlýðni hennar. „Þér þurfið ekki að óttast um þá, sem eftir eru frammi," sagði Jakob, „þeir eru dugandi sjómennirnir hérna "á ströndinni, og það er auðveldara að komast að landi en frá þvf í öðrum eins vindi og nú er.“ Vagninn, sem þau gengu að, var gamall uppskeru- vagn; fyrir honum voru hestur og uxi. í stað mjúkra hæginda voru í honum tvö trésæti. Ökumaðurinn hafði grafið sig niður f hálminn og dregið gamlan léreftspoka yfir höfuð sér. Lávarðurinn og dóttir hans gengu um- hverfis vagninn, eins og þau athuguðu hvar bezt væri að komast upp í hann. Unga stúlkan setti fótinn á ieir- úgt hjólið, en kipti honum fljótt að sér. „Hjálpið mérl“ sagði hún við Jakob. Hann tók hana í fang sér, lyfti henni upp í vagninn, og bjó um hana í hálminum á gólfinu. Kynblendings- stúlkan lagðist strax við fætur hennar. Nú var lagt af stað. Heimili Jakobs var lítið hús með stráþaki. Umhverfis það voru þéttlima espitré. Á miðju húsinu voru dyr sem aðskyldu fjögur herbergi frá tveimur herbergjum og eldhúsi. Hann hafði búið hér í nokkur ár, frá því að hætt var að kveikja á Kyhólmsvitanum vegna stríðs- ins. Magdalena systur hans hafði á hendi alla búsýslu hjá honum. Hún var há stúlka og dökk yfirlitum, ætíð blátt áfram klædd í mjög aðskornum kjól úr blendings- dúk, sem nú var svartur, vegna föðurmissins. Andlitið var harðneskjulegt og alvarlegt með djúpa hrukku milli augnanna, hárið gljáandi, dökkjarpt, hulið að nokkru leyti af lítilli, snjóhvítri lfnhúfu með tveimur slaufum úr svörtum silkiborðum heimalituðum, hún var kona, sem líkt og bíflugan,. virtist ekki þekkja aðra köllun lífsins, en vinnuna, sem kunni að spara, að vera án og hafna. sem í stuttu máli átti yfir að ráða mörgum virðingarverðum eiginleikum, en sem ekki virtist þekkja nokkura viðfeldni. í húsi þessu, þar sem Magdalena tók til verka iöngu fyrir dag, hægt og hljóðlaust, stöð- ugt önnum kafin, sífelt í orustu við sérhvern blett og sérhvert rykkörn, var alt fágað og tandur hreint og loftgott. Umhverfis hana ríkti þögn og friðsæld, en það var frekar friður eiðimerkurinnar og dauðans, en lífsins sem ríkti þar. Magdalena kom út í dyrnar, þegar vagninn kom að húsinu. „Hérna kem eg með þrjá skipbrotsmenn," sagði Jakob. „Farðu inn og sæktu stól, Magdalena mín, svo að þeir komist úr vagninum." „Hvað á að gera með stól?" sagði Magdalena, um leið og hún gekk að vagninum, tók ungfrú Lesley í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.