Dagur - 19.02.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 19. febrúar 1993
AKUREYRARB/tR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 22. febrúar 1993 kl. 20-22 veröa
bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arnviðarson og
Þórarinn E. Sveinsson til viðtals á skrifstofu
bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum
eftlr því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
Bæjarstjóri.
J/IN uið HRRFNRGIL—
Konudagshelgin í Vín
Okkar besta veislukaffi alla helgina.
•k
Vínarís og ísréttir í ótal myndum.
Þegar ís er annars vegar er aðeins það besta nógu gott.
ir
Blómstrandi pottablóm, ný sending.
Fræ og sáðvörur.
Blómaskálinn - Eitthvað fyrir alla
Góður staður...
HOTEL KEA
Laugardagskvöldið 20. febrúar.
Hljómsveit I. Eydal
í hörkustuði fram eftir nóttu.
Eiginmenn - Unnustar
takið forskot á konudaginn.
Glæsilegur matseðill.
★
Konudagurinn 21. febrúar.
Sunnudagsveisla á Súlnabergi.
Rjómalöguð prinsessusúpa.
Ofnsteikt lambalæri og/eða bayonskinka.
Þú velur meðlætið, sósurnar og salatið
og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði.
Állt þetta fyrir aðeins kr. 1.050,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vi gjald fyrir 7-12 ára.
Veitingasalir II. hæð.
Konudagstilboð.
Rjómalöguð prinsessusúpa.
Laxafiðrildi „Hollandaise*" eða
buffsteik „Cafe de Paris*".
Kaffi og konfekt.
Verð aðeins kr. 1.550,-* og kr. 1.850,-*
Ath. Konudagstilboðið gildir bæði í hádegi og um kvöldið.
Fréttir
Fiskeldi:
Þmgsályktunartillaga um
þróun þess til aldamóta
- íslendingar ekki í svipuðum takti og þær þjóðir
sem þeir miða sig við
Flutt hefur verið á Alþingi til-
laga til þingsályktunar um
rannsóknir og þróun fiskeldis á
Islandi fram til aldamóta.
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Jóhannes Geir Sigur-
geirsson en hann flytur hana
ásamt níu öðrum þingmönnum
úr öllum þingflokkum. Megin
efni tillögunnar er að Alþingi
ályktar að fela ríkisstjórninni
að gera áætlun um rannsóknir
og þróun fiskeldis og skal áætl-
unin bæði taka til eldis fersk-
vatnsflska og sjávarfangs.
Markmið áætlunarinnar skal
Harðbakur EA kom til
löndunar í gær úr fyrstu veiði-
ferð ársins, en sem kunnugt er
hefur togarinn verið frá veið-
um um nokkurra mánaða skeið
vegna gagngerra breytinga í
Póllandi. Að sögn Einars Osk-
arssonar hjá Utgerðarfélagi
Akureyringa hf. heppnaðist
veiðiferð Harðbaks með ágæt-
um, sem aflamagnið sýnir, 165
til 170 tonn.
„Áhöfnin er mjög sátt við þær
vera að móta stefnu þannig að
fyrir aldamót verði íslendingar
í röð fremstu þjóða hvað varð-
ar þekkingu á eldi fiska og
annars sjávarfangs.
í greinargerð með tillögunni
kemur meðal annars fram að allt
bendi til að vægi eldis muni auk-
ast enn frekar á komandi árum
en framleiðsla sjávarafurða hefur
farið vaxandi að undanförnu
vegna árangurs í eldisstarfsemi.
Gert er ráð fyrir að helstu fisk- og
sjávardýrategundir í eldi muni
verða þær sömu og þegar hafa
náð fótfestu á mörkuðum - þar á
breytingar sem gerðar voru á tog-
aranum. Öll vinnuaðstaða er nú
sem best verður á kosið. í túrn-
um urðum við víða varir þorsks,
en hann er smár og erfitt er að
eiga við þetta, því stöðugt er ver-
ið að loka veiðisvæðum úti af
Vestfjörðum. í skipinu eru 2930
kassar sem gerir 165 til 170 tonn,
þar af eru 54 tonn þorskur, 85
tonn karfi og 25 tonn grálúða,“
sagði Jón Jóhannesson, skipstjóri
Harðbaks. ój
meðal nokkrir helstu nytjafiskar
íslendinga. Því sé áhyggjuefni að
þróun fiskeldis hér á landi sé ekki
í svipuðum takti og þróun eldis í
þeim löndum sem við berum
okkur helst saman við. Ef svo
haldi áfram muni ísland hverfa úr
tölu þeirra þjóða sem stórar geti
talist á sviði sjávarafurða og eftir-
spurn og verð á þeim afurðum,
sem við framleiðum fari að lúta
öðrum lögmálum en hingað til.
í greinargerðinni kemur einnig
fram að neysla sjávarfangs í
heiminum hefur aukist um 2,7%
á ári á tímabilinu 1970 til 1990 og
á því ári hafi jarðarbúar neytt um
70 milljóna tonna af sjávarafurð-
um. Veiðar á neyslufiski hafi
aukist úr rúmlega 40 milljónum
tonna árið 1970 í um 60 milljónir
tonna árið 1990. Á sama tíma
hafi ýmiskonar fiskeldi aukist úr
um tveimur milljónum tonna í
um 11 milljónir tonna.
Samkvæmt norskri spá er gert
ráð fyrir að eftirspurn eftir fisk-
meti muni vaxa um 1,7% á ári
fram til ársins 2010 og verði þá
komin í um 100 milljónir tonna á
ári. Á þeim tíma er gert ráð fyrir
óverulegri aukningu á veiðum
neyslufisks meðal annars vegna
tímabundinnar eða stöðugrar
ofveiði margra helstu fiskistofna í
heiminum. Aftur á móti sé gert
ráð fyrir allt að 5% aukningu
fiskeldis fram til ársins 2010 og
jnái framleiðsla þess þá að verða
allt að 30 milljónir tonna. ÞI
Harðbakur EA landar 170 tonnum:
„Víða vart þorsks
en hann er smár“
- segir Jón Jóhannesson, skipstjóri
Búnaðarbankinn á Akureyri:
Fjármálanámskeið fyrir unglinga
í gær og fyrradag stóð Búnað-
arbankinn á Akureyri fyrir
ijármálanániskeiði fyrir ungl-
inga. Um 30 unglingar tóku
þátt í námskeiðinu. Að þessu
sinni var eldri meðlimum í
svokallaðri vaxtalínu Búnaðar-
bankans boðin þátttaka, en á
næstunni verður einnig yngri
meðlimum í vaxtalínunni boð-
ið upp á fjármálanámskeið auk
annarra unglinga sem áhuga
hafa á þessum námskeiðum.
Samkvæmt upplýsingum for-
ráðamanna Búnaðarbankans á
Akureyri tókust námskeiðin vel,
en tilgangurinn með þeim var m.a.
að auka fræðslu unglinga í fjár-
málum og búa þá betur undir
lífið. Leitast var við að skýra út
vexti, nafnvexti, raunvexti,
ávöxtun, verðbréf, verðbólgu,
verðtryggingu og vísitölu. Einnig
var farið í hvernig eigi að fylla út
víxla og skuldabréf og jafnframt
var fjallað um hvað það þýði fyrir
einstaklinga sem skrifa upp á
slíka pappíra sem ábyrgðar-
menn.
Þessi námskeið voru ungl-
ingunum að kostnaðarlausu og
fengu þeir fjármálahandbók að
gjöf auk viðurkenningarskjals.
Þátttakendum var boðið upp á
veitingar og bankinn skoðaður.
Leiðbeinandi á námskeiðunum
var Eiríkur Guðjónsson frá Mið-
bæjarútibúi Búnaðarbankans í
Reykjavík. óþh
Um 30 þátttakendur tóku þátt í námskeiðunum í gær og sl. miðvikudug. Ljósmyndari Dags leit við á námskeiðinu
sl. miðvikudag og tók þessa mynd. \;ynci Robyn