Dagur - 19.02.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 19.02.1993, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 19. febrúar 1993 Flugleiðir: Allra leiða leitað til að lækka kostnað Hádegisveröartilboð Bautans Pizzu- og pastahlaðborð í hádeginu með hvítlauksbrauði Kr. 850,- Leikhústilboð Smiðjunnar Hvítlauksristaðar rækjur á íssalati Lambahryggur kryddaður íslenskum jurtum á rjómasoðnum kartöflum Kaffi og konfekt- Kr. 1.990,- Kolbeinn Arinbjarnarson, forstöðumaður innanlands- deildar Flugleiða, segir að leit- að sé allra Ieiða til að lækka Raufarhöfn: Fiskur unninn í dýrari pakkningar Togarinn Rauðinúpur ÞH-160 frá Raufarhöfn landaði í heima- höfn sl. mánudag 53 tonnum eftir ríflega vikutúr. Sá afli endist Fiskiðju Raufarhafnar til vinnslu fram í næstu viku en til að teygja vinnslutímann og skapa jafnframt vinnu í landi er aflinn unninn í dýrari pakkn- ingar. Rauðinúpur landar væntanlega um miðja næstu viku en hann hóf veiðar í gærkvöld um 40 mílur suðaustur af Stokksnesi og var í gærmorgun kominn með 4 tonn, mestmegnis grálúðu. Á þessum slóðum er fjöldi skipa enda hefur aflast þar vel síðustu sólarhringa. Síðdegis í gær var þar komið vitlaust veður, 9 til 10 vindstig að norðaustan. GG kostnað við rekstur innan- landsflugs félagsins, en ekki sé gert ráð fyrir að þjónustan við viðskiptavini skerðist á nokk- um hátt. Fyrir skömmu kynntu Flug- leiðir sparnað í rekstri félagsins, þar á meðal uppsagnir starfs- fólks. Kolbeinn sagði að ekki væru uppi nein áform um að segja upp starfsmönnum Flug- leiða á Ákureyri og hann vildi ekki staðfesta að búið væri að segja upp starfssamningi Flug- leiða við Gísla Jónsson, umdæmisstjóra félagsins á Norðurlandi. Ekki væri til siðs að ræða mál einstakra starfsmanna fyrirtækisins. Kolbeinn sagði að þessa dag- ana væri verið að fara ofan í alla rekstrarþætti í innanlandsflug- inu, samninga jafnt sem aðra kostnaðarþætti og þannig væri reynt að leita allra leiða til sparn- aðar. Nauðsynlegt væri að leita sparnaðarleiða í öllum rekstri félagsins, jafnt á Akureyri sem Reykjavík. Mestur kostnaður væri við reksturinn í Reykjavík og þar yrði hægt að spara mest. óþh Grímsey: Tvö hundruð tonn á land frá áramótum Grímseyjarbátar hafa aflað vel í vetur þrátt fyrir rysjótta tíð. Starfsmenn fiskverkunar Kaupfélags Eyfírðinga hafa tekið á mótið liðlega 200 tonn- um frá áramótum, sem er helmingi meiri afli en á sama tíma fyrir ári. Þorsteinn Orri Magnússon, verkstjóri í Grímsey, segir uppi- stöðu aflans þorsk og hann er smár sem oft vill verða fyrir Norðurlandi. Bátarnir róa með línu utan Magnús EA, sem rær með snurvoð. „Magnús EA fékk 30 tonn í janúar, en illa hefur gengið nú í febrúar. Á þriðjudaginn lönduðu bátarnir 18 tonnum, þar af var Þorleifur EA með 4 tonn. Afli Þorleifs frá áramótum eru góð 100 tonn. í janúar fengu karlarnir 60 tonn og það sem af er febrúar eru tonnin liðlega 40. Atvinnu- leysi þekkist ekki í Grímsey. Öll- um líður vel og hér eru 12 aðkomumenn til að létta okkur störfin,“ sagði Þorsteinn Orri í Grímsey. ój Börnin á Bestabæ á Húsavík brugðu sér út milli élja í vikunni, svona rétt til að viðra fóstrurnar sínar. Mynd: im Málflutningur í Híbýlismálinu í Hæstarétti 26. febrúar nk. Málflutningur í máli þrotabús byggingafyrirtækisins Híbýlis á Akureyri gegn Akureyrarbæ vegna íbúða í grænu blokkinni svokölluðu við Helgamagra- stræti á Akureyri verður í Hæstarétti 26. febrúar nk. Dómur féll í málinu í undirrétti 12. júlí 1990 og í ágúst sama ár áfrýjaði þrotabú Híbýlis mál- inu til Hæstaréttar. Hreinn Pálsson, lögfræðingur á Akur- eyri, flytur málið fyrir hönd Akureyrarbæjar en Sveinn Sveinsson, Iögfræðingur í Reykjavík, fyrir hönd þrota- bús Híbýlis. Byggingafyrirtækið Híbýli var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 1989. Þá var fyrirtækið með grænu blokkina svokölluðu við Helgamagrastræti í smíðum. Akureyrarbær gerði á sínum tíma kröfu um að fá 15 íbúðir í blokkinni utan skuldaraðar á þeirri forsendu að um þær væru gildir verksamningar og því ætti bærinn þessar tilteknu íbúðir í því ástandi sem þær voru við gjaldþrotið. Þessari kröfu var hafnað af hálfu bústjóra og í ljósi þeirrar afstöðu höfðaði bærinn mál í undirrétti og þar féll dómur Akureyrarbæ í vil. Að fenginni niðurstöðu undirréttar áfrýjaði Brynjólfur Kjartansson, hrl., bústjóri þrotabúsins, málinu til Hæstaréttar. Skiptum í þrotabúi Híbýlis hefur ekki verið hægt að ljúka vegna þess að þessi angi málsins er enn til meðferðar í Hæstarétti. Ljóst er að í þessu máli er um að ræða mikla hagsmuni fyrir Akureyrarbæ. Til marks um það hljóðaði krafa Akureyrarbæjar á sínum tíma upp á um 27 milljónir króna, sem var sú upphæð sem bærinn hafði borgað inn á verk- samninga vegna íbúðanna, þegar Híbýli var lýst gjaldþrota. Tapi Akureyrarbær málinu verður bænum væntanlega gert að greiða Hugmynd um byggingu flotkvíar á Akureyri: Raunveruleg leið til að gera eitthvað arðbært og varanlegt - segir Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Málmiðnaðarmenn á Akureyri eru hrifnir af þeirri hugmynd sem kom fram á fundi atvinnu- málanefndar nýlega, þess efnis VEÐRIÐ í dag mun hlýna lítillega í veðri, fyrst suðvestanlands. Suðaustan kaldi eða stinnings- kaldi verður norðvestanlands í dag og snjókoma þegar líður á daginn. Á Norðausturlandi verður allhvasst og snjókoma fram eftir morgni en léttir síð- an til með vestan golu. að nefndin leiti eftir samstarfí við hafnarstjórn og Slippstöð- ina Odda hf. um skipan starfs- hóps sem athugi möguleika á byggingu flotkvíar á Akureyri. Nokkurt atvinnuleysi hefur verið á meðal málmiðnaðar- manna á Akureyri að undan- förnu og rétt eftir síðustu mán- aðamót voru 28 málmiðnaðar- menn atvinnulausir. „Mannvirkin í Slippnum eru orðin gömul og þau eru mjög tak- mörkuð og takmarka starfsemi fyrirtækisins á margan hátt, t.d. taka þau ekki okkar stærstu skip,“ sagði Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðar- manna í samtali við Dag. Hákon segir að hugmyndir um flotkví eða þurrkví hafi verið inni í myndinni þegar menn voru að tala um bætta aðstöðu við Slipp- stöðina og að fyrirtækið yrði orð- inn 500-600 manna vinnustaður um aldamót. „í dag er staðan ein- faldlega sú að það er mjög þröngt á vinnumarkaðnum og eins eru mannvirkin í Slippnum sem not- uð eru við upptöku skipa orðin léleg og því finnst mér þessi hug- mynd vera mjög kærkomin. Þetta er að okkar mati eitt besta málið sem komið hefur upp í bæjar- stjórn lengi.“ Hákon segir að Atvinnuleysis- tryggingasjóður hafi verið að breyta sfnum vinnubrögðum í sumum tilfellum. „Og ég bara spyr hvort ekki sé betra að nota þessa peninga sem greiddir eru í atvinnuleysisbætur í dag til þess að gefa fólki kost á því að vinna að einhverjum arðbærum verk- efnum eins og að endurbæta hafnarmannvirki Slippstöðvar- innar, í stað þess að senda full- frísku fólki peningana heim fyrir að gera ekki neitt. Þarna er líka verið að tala um raunverulega leið til að gera eitthvað arðbært og varanlegt, sem styrkir um leið bæði í nútíð og framtíð, stöðu fyrirtækis sem er einn af máttar- stólpum bæjarins.“ -KK þrotabúinu þessa fjármuni auk vaxta. Vinni bærinn hins vegar málið fær hann staðfestan ráð- stöfunarrétt yfir íbúðunum í grænu blokkinni. óþh Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri: Staða framkvæmda- stjóra auglýst - ný staða við skólann Háskólinn á Akureyri hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra Rannsóknastofnunar skólans. Þetta er ný staða við Háskól- ann og er ein af fjórum nýjum stöðum sem hann fékk á fjár- lögum 1993. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 15. mars nk. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri var formlega stofnuð á sl. sumri og hefur Jón Þórðar- son, forstöðumaður sjávar- útvegsdeildar skólans, sinnt framkvæmdastjórn Rannsókna- stofnunar í hlutastarfi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur stofnunin þeg- ar tekið að sér nokkur athygl- isverð verkefni, t.d. úttekt á rækjuiðnaðinum í landinu, og fyrir skömmu stóð hún fyrir ígulkeraráðstefnu á Akureyri, sem vakti mikla athygli. Kristján Kristjánsson, formað- ur stjórnar Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, segir að stofnunin hafi einnig staðið fyrir opnun svokallaðs þróunarseturs að Glerárgötu 34, en þar hafa skrifstofu Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda og Ólaf- ur Halldórsson, framkvæmda- stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar. Einnig er þar skrifstofa sem ætl- uð er fyrir svokallaðan gesta- fræðimann. Áskilið er að umsækjendur um framkvæmdastjórastarf Rann- sóknastofnunar hafi háskólapróf og umsóknum skulu fylgja skýrsl- ur um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir viðkomandi. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.