Dagur - 19.02.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. febrúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Blönduós:
Gáfii bænum steinasafn
og öll eintök Týlis
Russarnir sem dvelja á Akureyri næstu þrjá mánuði að tilhlutan Atvinnumálanefndar Akureyrar heimsóttu í gær
Útgerðarfélag Akureyringa hf. og Slippstöðina Odda hf. Á myndinni sjást þeir ræða við forsvarsmenn Slippstöðv-
arinnar Odda hf. en með þeim í för var Ásgeir Magnússon framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Vinstra
megin við borðið sitja Þórhallur Bjarnason, Ásgeir Magnússon og Torfi Guðmundsson en hægra megin Alexandr
Nikolaev aðstoðarframleiðslustjóri togaraflota Murmansksvæðisins, Konstantin A. Suvorov skipstjóri á Arkch-
angelskrubprom og Sergev Kuzminykh markaðsstjóri hjá Sevrybkholodflot. Mynd: Robyn
á hátíðarfundi bæjarstjórnar
Á hátíðarfundi bæjarstjórnar
Blönduóss, sem jafnframt var
sá eitt hundraðasti, hlaut bær-
inn merkilega gjöf frá hjónun-
um Elísabetu Sigurgeirsdóttur
og Sverri Kristóferssyni.
Elísabet hefur safnað steinum í
Húnavatnssýslu allt frá 1950.
Hún á orðið safn hvers konar
steinategunda og það safn færði
hún, ásamt manni sínum, bænum
að gjöf. Safnið er um 70-80 sýni,
samtals um 100 steinar. Það er þó
ekki allt safnið, en verið er að
ganga frá hinu. Einnig gáfu þau
Jhjónin þrjár innbundnar bækur
með tímaritinu Týli, sem fjallar
Atvinnuleysið eykst stöðugt:
Er nú 5% af mannafla á landinu öllu
um jarð- og náttúrufræði og kom
út um 15 ára skeið á Akureyri.
Bækurnar innihalda öll eintök
tímaritsins og fylgja steinasafn-
inu, að sögn Elísabetar.
„Það var nú lengi draumur
minn að koma upp veglegu nátt-
úrufræðisafni hér við skólann og
ég á fleiri hluti sem geta farið
þangað," sagði Elísabet, þegar
hún var spurð um ástæðu þess að
hún gaf bænum steinasafnið.
Safnið mun þó í fyrstu geymt á
Héraðsbókasafninu. Elísabet
kveðst hafa safnað steinum víðs-
vegar um sýsluna, fyrst og fremst
austursýsluna og hafa fengið
aðstoð jarðfræðings við að
þekkja steinana. Hún kveðst ætla
að halda áfram að safna steinum,
en hún safnar fleiru, m.a. tölum.
Elísabet hefur umsjón með
félagsstarfi aldraðra á Blönduósi
og sér einnig um Heimilisiðnað-
arsafnið. sþ
- Norðurland í öðru og þriðja sæti hvað atvinnuleysi varðar
Um 890 manns voru að meðal-
tali skráðir atvinnulausir á
Norðurlandi eystra í janúar
mánuði og er það mesta
atvinnuleysi sem mælst hefur.
Rúmlega 370 voru skráðir
atvinnulausir á Norðurlandi
vestra á sama tíma og er það
einnig mun meira atvinnuleysi
en verið hefur á þessum
árstíma. Atvinnuástand á
Norðurlandi eystra er nú það
næstversta á landinu, aðeins
Suðurnesin standa verr að vígi
hvað það varðar. Atvinnu-
ástand er einnig orðið mjög
Sunna SI fer á tveggja
trolla rækjuveiðar í dag
Gert er ráð fyrir að Sunna SI,
fjölveiðiskip Þormóðs ramma
á Siglufirði, fari í dag á tveggja
trolla rækjuveiðar, en slíkar
veiðar hafa aldrei áður verið
reyndar hér við land.
Sunna hefur verið bundin við
bryggju undanfarnar vikur á
Siglufirði á meðan starfsmenn
Vélaverkstæðis Jóns og Erlings
hafa unnið að ýmsum endurbót-
um á skipinu. Sú vinna fór heldur
illa af stað því eldur kom upp í
skipinu. Skemmdir urðu sem bet-
ur fer ekki verulegar og endur-
bæturnar hafa síðan gengið vel.
Þeim átti að ljúka í gær.
Ólafur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma,
sagði að skipið færi væntanlega á
veiðar í dag og þá yrðu í fyrsta
skipti reyndar svokallaðar
tveggja trolla rækjuveiðar hér við
land. Ólafur sagði að vissulega
væru menn spenntir að sjá hvern-
ig til tækist. óþh
BSRB:
Atkvæðagreiðsla
um boðun verkfalls
Á fundi formanna aðildarfé-
laga Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja í vikunni var sam-
þykkt samhljóða að beina því
til aðildarfélaga BSRB að
undirbúa allsherjaratkvæða-
greiðslu um boðun verkfalls
22. mars nk.
Orðrétt segir í samþykkt
fundarins: „Fundur formanna
aðildarfélaga BSRB sem samflot
eiga í samningum beinir því til
aðildarfélaga að hefja undirbún-
ing allsherjaratkvæðagreiðslu um
boðun verkfalls 22. mars nk.
Fundurinn hvetur allt launafólk á
íslandi til samstarfs og samstöðu
í komandi kjarasamningum.“
-KK
slæmt á Norðurlandi vestra og
á það við um öll stærri sveitar-
félögin og einnig mörg þeirrá
minni. Á Akureyri voru 516
atvinnulausir í janúar á móti
466 í janúar1992, og á Sauðár-
króki voru 90 atvinnulausir á
móti 74 á sama tíma fyrir ári.
Atvinnuleysi hefur heldur
minnkað á Húsavík ef miðað
er við janúar á síðasta ári. Þá
voru 194 atvinnulausir á móti
157 í janúar á þessu ári.
í janúar voru alls skráðir rúm-
lega 136 þúsund atvinnuleysis-
dagar á landinu öllu, um 74 þús-
|und dagar hjá körlum og rúmir
62 þúsund dagar hjá konum.
Samkvæmt þessum tölum, sem
Vinnumálaskrifstofa Félagsmála-
ráðuneytisins hefur gefið út, hef-
ur skráðum atvinnuleysisdögum
fjölgað um 4500 frá því í desem-
ber 1992 en alls um 49 þúsund ef
miðað er við janúar á síðasta ári.
Þessi fjöldi skráðra atvinnuleysis-
daga er sá mesti sem mælst hefur
í einum mánuði hér á landi og
jafngildir því að um 6300 manns
hafi verið án atvinnu að meðaltali
í mánuðinum. Þessi fjöldi svarar
til um 5% atvinnuleysis ef tekið
er mið af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði samkvæmt spá
Þjóðhagsstofnunar. Atvinnuleysi
síðustu tólf mánaða mælist 3,1%
en atvinnuleysi ársins 1992 mæld-
ist um 3%.
Mest atvinnuleysi mældist á
Suðurnesjum eða 9,3% í janúar.
Næstmesta atvinnuleysið var á
Norðurlandi eystra eða 7,5%.
Norðurland vestra kemur á hæla
Norðausturlands með 7,3%
atvinnuleysi og Austfirðingar búa
við 6,7%. A Vesturlandi er
atvinnuleysi nokkru minna eða
4,5% og 4,1% á höfuðborgar-
svæðinu. Vestfirðir skera sig
nokkuð úr hvað atvinnulíf
varðar. í janúar mældist aðeins
1,9% atvinnuleysi þar en þess ber
að geta að þessar tölur mæla
ástandið áður en stöðvun meg-
inhluta atvinnulífs í Bolungarvík
varð að veruleika. Ef litið er á
hlutfallslegt atvinnuleysi á land-
inu öllu á síðustu tólf mánuðum
kemur í ljós að það náði 3,1% í
mars en lækkaði síðan niður í 2,5
til 2,9% eftir mánuðum. í
nóvember var það komið í 3,4%
og hefur farið hækkandi síðan og
er nú eins og að framan greinir
5%. ÞI
löja, félag verksmiöjufólks, á Akureyri, auglýsir hér
með eftir listum varöandi kjör stjórnar og trúnarðar
mannaráðs fyrir 1993 aö viðhafðri allsherjar-
atkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila listum
skipuðum fimm aðalmönnum og fjórum til vara í
stjórn og varastjórn. Átta aðalmönnum í trúnaðar-
mannaráð og fimm til vara. Fimm mönnum í samn-
inganefnd. Tveimur endurskoðendum og einum til
vara. Allt miðað við fullgilda félagsmenn. Hverjum
lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 80 fullgildra
félagsmanna. Listunum ber að skila á skrifstofu
félagsins, Skipagötu 14, eigi síðar en kl. 17.00, þriðju-
daginn 2 mars.
Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á
skrifstofu Iðju, Skipagötu 14.
Akureyri, 19. febrúar 1993.
Kjörstjórn.
V
GLERÁRGÖTU 36
SÍMI 11500
Á söluskrá:
* Núpasíóa:
Mjög falleg 3 herb. raðhús-
íbúð um 92 fm. Áhvílandi
húsn.lán um 4.5 millj. Laus
fljótlega.
+ HHsalundur:
Mjög góð 2 herb. íbúð á 3.
hæð um 62 fm. Gengið inn af
svölum. Laus strax.
* Vantar:
Gott 3-4 herb. raðhús, helst í
Lundar- eða Gerðahverfi, í
skiptum fyrir einbýlishús við
Mýrarveg.
* Dalsgerði:
5 herb. raðhús á tveimur
hæðum um 127 fm. Skipti á 3
herb. eign á Brekkunni koma
til greina.
* Hamarsstígur:
5 herb. neðri hæð tæpl. 140
fm. Áhvílandi húsn.lán um
3.3 millj. Laus í vor. Skipti á
eign f Reykjavfk koma til
greina.
* Einholt:
5 herb. raðhús á tveimur
hæðum ásamt bílskúr sam-
tals um 147 fm. Skipti á minni
eign í Reykjavík eða á Akur-
eyri koma til greina.
FASTÐGHAS (I
SKIMSAUSSZ
HORDURUMDS O
Glerárgötu 36, síml 11500
Opið virka daga
frá kl. 10-12 og 13-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaöur:
Benedikt Ólafsson hdl.
íf