Dagur - 18.03.1993, Page 7

Dagur - 18.03.1993, Page 7
Fimmtudagur 18. mars 1993 - DAGUR - 7 Eygló Jónsdóttir tekur við gjafabréfí úr hendi Einars Guðmundssonar verslunarstjóra. A innfelidu myndinni er trúðurinn að draga út nafn vinningshafans. Myndir: GG Nýársleikur Radionausts: Fékk nýlega keypta over- lock saumavél endurgreidda Verslunin Radionaust á Akur- eyri hefur á þessu ári boðið viðskiptavinum sínum til sér- staks nýjársleiks sem felst í því að þeir sem kaupa einhverja þá vöru sem boðin er á sér- stöku tilboðsverði lenda í sér- stökum potti sem dregið er úr og fær þá viðkomandi endur- greidda þá vöru sem hann keypti. Sl. fimmtudag var dregið úr nöfnum þeirra sem keypt .höfðu einhverja af þeim vörum sem verslunin bauð á sérstöku til- boðsverði, en það voru Philips myndbandstæki, Huskylock lok- saumavél (overlock) og Panasonic sími. Trúður dró út nafn hins heppna viðskiptavinar, sem reyndist vera Eygló Jensdóttir,. Ránargötu 13 á Akureyri, sem keypt hafi overlock saumavél. GG Vegna góðrar aðsóknar verður útsalan framlengd í nokkra daga 60% afsláttur Til dæmis kuldagallar á börn stærðir 8-10-12 verð kr. 4.560,- Úlpur á börn stærðir 6-8-10 verð kr. 1.800,- Komið og geríð góð kaup. EYFJÖRD Hjalteyrargötu 4 - Simí 22275 Sýning blaðaljósmyndara - í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri í síðustu viku gafst íbúum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að sjá ljósmyndasýningu Blaða- mannafélags íslands og Blaða- ljósmyndarafélags íslands, Blaðaljósmyndir 1992. Þetta er þriðja árið í röð sem slík sýning og samkeppni er haldin og í ann- Þessi mynd eftir Ragnar Axelsson, Ijósmyndara Morgunblaðsins, var val- in „Mynd ársins 1992“. Jazzsöngkonan Magni Wenízel í Sjallaniun í kvöld kl. 21 í kvöld kemur í heimsókn til Akureyrar norska jazzsöngkonan Magni Wentzel og syngur með Jazztríóinu frá Akureyri sem skipað er þeim Gunnari Gunn- arssyni, Árna Katli Friðrikssyni og Jóni Rafnssyni. Magni Wentzel hefur sungið jazz í mörg ár og er að auki lærð- ur klassískur gítarleikari. Hún hefur gefið út fimm plötur og kom sú fyrsta út árið 1969. Magni Wentzel hefur 'tekið þátt í mörgum söngleikjum og tónleikum í Noregi, Bandaríkj- unum, Englandi og víðar og alls staðar fengið mikið lof fyrir söng sinn og leik. Tónleikarnir í Sjallanum byrja kl. 21.00. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Fyrirlestur um áfaUahjálp Fyrirlestur verður í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 en þar munu hjúkrunarfræðingarnir Soffía Jakobsdóttir og Björg Skarp- héðinsdóttir ræða um áfalla- hjálp. Hugtakið áfallahjálp felur í sér stuðning við hjálparaðila og ein- staklinga sem taka þátt í skipu- lögðu hjálparstarfi þegar slys, náttúruhamfarir eða önnur alvar- leg áföll ber að höndum og eins eru sjónarvottar og aðstandendur hafðir í huga. Sérstaklega er vænst þátttöku björgunarsveitarmanna, lög- reglu, hjúkrunarfólks, sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmanna en annars eru allir velkomnir. Fréttatilkynning sem symngm er emmg á Akureyri. Það er að sinn sett upp Áhugaljósmyndaklúbbur Akur- eyrar, sem stendur fyrir því að fá sýninguna norður í samvinnu við m.a. Blaðamannafélagið og Blaðaljósmyndarafélagið. Sýningin verður í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri um helgina, laugardaginn 20. mars kl. 13-21 og sunnudaginn 21. mars kl. 13-19. Vakin er athygli á því að sýningin verður einungis opin þessa tvo daga. Aðgangs- eyrir að sýningunni er kr. 200. Nýsköpun í smáiðnaði lönaöarráöuneytið áformar í samstarfi viö Iðntækni- stofnun (slands, Byggðastofnun og atvinnuráðgjafa út um land aö veita styrki, þeim sem hyggjast efna til nýjunga í smáiðnaði eða stofna ný iðnfyrirtæki, eink- um á landsbyggðinni. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir til þess að greiða fyrir tæknilegum undirbúningi, hönnun, stofn- setningu nýrrar framleiðslu svo og markaðssetn- ingu. Þeir eru ætlaðir þeim, sem hafa þegar skýrt mótuð áform um slíka starfsemi og leggja í hana eig- ið áhættufé. Umsækjendur snúi sér til iðn- og atvinnuráðgjafa eða Iðntæknistofnunar íslands, fyrir 23. apríl nk. LYKUR A MORGUN FÖ5TUDAG!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.