Dagur - 01.04.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 1. apríl 1993
Fréttir_____________
Gylfi H. Yngvason, bóndi á Skútustöðum í Mývatnssveit:
Fyrst og fremst spuming um heiður okkar
Gylfi H. Yngvason, bóndi á
Skútustöðum í Mývatnssveit,
er einn fjórtánmenninganna
sem skrifuðu undir bréf til
Robert Manning hjá Celite
Corporation og vitnað var til í
Degi í gær. Hann er sannfærð-
ur um að Kísiliðjan hafi afger-
andi áhrif í þeim breytingum
sem orðið hafa á undanförnum
árum á lífríki Mývatns. Hann
vitnar í því sambandi til hruns
sem orðið hafí á veiði í vatn-
inu.
„Veiðin í vetur hefur sjaldan
eða aldrei verið lélegri,“ sagði
Gylfi. „í febrúar var veiðin 0,2
bröndur pr. netnótt, sem þýðir
að fimm net í eina nótt gáfu að
meðaltali eina silungsbröndu.
Petta er með því allra minnsta
sem nokkurn tímann hefur feng-
ist á þessum tíma. Þetta er hrein
ördeyða og varla hægt að veiða í
matinn. Skýringin á þessu þarf
ekki endilega að vera sú að svo
lítið sé af silungi í vatninu. Smái
silungurinn hefur bókstaflega
ekkert að éta og hann ber með
sér að hafa ekki étið neitt síðan í
nóvember. Spurningin er hvort
þessi fiskur lifir veturinn af,“
sagði Gylfi.
Ofveiði getur ekki skýrt
hrun lífríkisins
Hann sagðist telja að gífurlegur
samdráttur í veiði í Mývatni hlyti
að tengjast tilkomu Kísiliðjunnar
á sínum tíma. „Umskiptin eru
rosaleg og ég tel að Kísiliðjan
hljóti að vera langstærsti áhættu-
valdurinn. Við erum mjög ugg-
andi yfir því hversu lítið er gert
úr köfnunarefnisbreytingum í
lindarvatninu. Pað finnst mér
alvarlegt mál og bandarískur vís-
indamaður sem hingað kom, Carl
J. Parker, benti strax á þennan
þátt og taldi að hann einn væri
nóg til að skýra hversu illa væri
komið með lífríki Mývatns."
Gylfi sagði að ofveiði í
Mývatni gæti ekki verið skýringin
á þessu hruni lífríkisins. „Nei,
ofveiði getur ekki skýrt þetta. Ef
um ofveiði væri að ræða, þá hefði
sá fiskur sem eftir væri nóg að
éta. Guðni J. Guðbergsson,
fiskifræðingur hjá Veiðimála-
stofnun, hefur sagt að ekki sé
hægt að ofveiða Mývatn, ef það
væri í lagi, því það þyrftu svo fá
pör að hrygna í vatninu til þess
að yfirdrifið æti væri handa öllum
fiskinum."
„Mér finnst þetta bréf einungis
sýna það sem ég hef vitað að
hér eru nokkrir örfáir einstakl-
ingar sem eru alfarið á móti
rekstri Kísiliðjunnar,“ sagði
Friðrik Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf.
í Mývatnssveit, þegar hann var
inntur álits á bréfi sem fjórtán
bændur á vatnasvæði Mývatns
Mývatn er meira mál en
efnahagur Mývatnssveitar
Gylfi sagði að með áðurnefndu
bréfi fjórtán bænda á vatnasvæði
Mývatns og Laxár til Robert
Manning hjá Celite Corporation
vildu þeir gera honum grein fyrir
því að engin þjóðarsátt væri um
Kísiliðjuna. „Það þarf þá ekki að
koma honum á óvart ef við sjáum
okkur færi á því að leita lögbanns
á Kísiliðjuna. Við munum aldrei
sitja undir því að Kísiliðjan fari
suður í Syðriflóa. í okkar augum
er þetta ekki minna mál en Lax-
ármálið á sínum tíma. Petta er
ekki spursmál um afkomu okkar.
Við getum eftir sem áður lifað þó
Mývatn sé drepið. Petta er fyrst
og fremst spursmál um heiður
okkar. Jarðir hér hafa gengið í
erfðir frá föður til sonar og ég vil
skila þessari jörð hér jafngóðri og
þegar ég tók við henni. Við get-
og Laxár hafa ritað forstjóra
Celite Corporation í Banda-
ríkjunum.
„Þetta mál snýst ekki um neina
náttúruvernd. Pað er búið að
sanna það og sýna að það er ekki
hægt að tengja sveiflurnar í lífríki
Mývatns við rekstur Kísiliðjunn-
ar hf., en um það fjallar þetta
bréf fyrst og fremst. Breytingarn-
ar má þvert á móti rekja til
veðurfarslegra atburða. Þá stend-
ur einungis það eftir að þessir
einstaklingar eru að biðja um
fjármuni og þá fjármuni fá þeir
ekki hjá Kísiliðjunni, þeir verða
að leita annað eftir þeim. Þetta
mál snýst ekki lengur um nátt-
úruvernd, þetta er þráhyggja og
trúarbrögð. Menn vilja ekki út
frá einhverjum furðulegum fors-
endum, sem ég veit ekki hverjar
eru, sætta sig við það að Kísiliðj-
an fari suður fyrir Teigasund,"
sagði Friðrik.
Lögbannshugmyndin
Hann sagði að hugmynd and-
stæðinga Kísiliðjunnar um lög-
bannsaðgerðir væri bráðaaðgerð.
„Það verða að vera mjög sérstök
skilyrði til þess að hægt sé að
krefjast lögbannsaðgerða. Ég get
ekki séð að eftir 25 ára starf-
rækslu Kísiliðjunnar hafi komið
fram einhverjar nýjar upplýsing-
ar sem leiði til þess að lögbann
geti komið til greina. Þvert á
móti. Ég efa það mjög að dóm-
stólar myndu taka til greina slíka
lögbannsbeiðni. Ef hins vegar
kæmi til lögbanns, þá þarf að
leggja fram gífurlega háa trygg-
ingu fyrir slíkri aðgerð, sem ég á
erfitt með að sjá að andstæðingar
okkar geti lagt fram, ekki síst í
Ijósi þess að þeir eru að biðja um
peninga, m.a. í bréfi til Celite
Corporation.“
Gamlar lummur andstæð-
inga Kísiliðjunnar
í útvarpsfréttum sl. þriðjudags-
kvöld sagði Eysteinn Sigurðsson,
bóndi á Arnarvatni í Mývatns-
sveit, að aukningu köfnunarefnis
í lindarvatni mætti rekja til Kísil-
iðjunnar. Friðrik hefur ýmislegt
við þetta að athuga. „Þetta er
gömul lumma. Þessu var haldið
fram hér á árum áður, en sér-
um ekki látið drepa Mývatn án
þess að reyna að berjast fram í
rauðan dauðann. Barátta okkar
hefur þó skilað því að ekki er
lengur rifist um að eitthvað sé að
í lífríki vatnsins. Ég held að allir
séu orðnir sammála um það.
Málið er að komast að því að
hver sé orsakavaldurinn. Við
teljum alveg fullvíst að ekki sé
hægt að rekja þetta annað en til
Kísiliðjunnar. Mývatn er meira
mál en efnahagur Mývatnssveit-
ar. Sveitin myndi lifa eftir sem
áður. Hún var til áður en Kísil-
iðjan kom og við vorum ágæt-
lega stöndug. Ég býst við að við
yrðum áfram til þótt Kísiliðjan
færi,“ sagði Gylfi.
Köfnunarefnismengunin
„Það kom fram hjá Kísiliðju-
mönnum í sjónvarpi í gær
(þriðjudag - innsk. blaðamanns)
fræðinganefndin, sem var að
störfum frá 1986 til 1991, sagði og
viðurkenndi að aukning hafi orð-
ið í ákömu næringarefna köfnun-
arefnis og fosfórs með lindar-
vatni, sem streymir í Ytriflóa eft-
ir 1969. Þeir fundu að 80% aukn-
ing hafi orðið í einni lind við
Reykjahlíð. Nefndin sagði okkur
hins vegar í gær (þriðjudag -
innsk. blaðamanns) að lítill sam-
gangur væri á milli þessara
tveggja vatnasvæða. Eysteinn
gerir ekki út á Ytriflóa, hann ger-
ir út á Syðriflóa. Þess vegna
finnst mér merkilegt að hann
skulu hengja hatt sinn á þetta.
Sérfræðinganefndin bætir um
betur í sínu áliti. Hún sagði árið
1991: „í samanburði við heildar-
umsetningu þessara efna í vatn-
inu sjálfu eru áhrif þessara breyt-
inga í ákomu lítil á næringarbú-
skap vatnsins og þeirra gætir ekki
í mælanlegum styrk næringarefna
í vatninu." í ljósi þessa eru þessir
menn að taka upp gamla lummu,
kenningu sem þegar er búið að
hafna. Þetta er ekkert annað en
leit andstæðinga okkar að nýjum
kenningum, fyrst að setflutninga-
kenningin brást. Málið snýst því
ekki lengur um náttúruvernd,
þetta snýst um peninga og völd.
Rótin að þessu öllu er í rauninni
tilurð Kísiliðjunnar þegar þunga-
miðja hreppsins flyst frá Skútu-
stöðum til Reykjahlíðar. Ég vil
að Ytri- og Syðriflói í Mývatni
væru tvö aðskilin vötn, og það
kemur að vísu fram í þessari
skýrslu um setflutninga að ekki
séu miklir setflutningar á milli
flóanna um Teigasund. En eftir
sem áður standa þær upplýsingar
í sérfræðingaskýrslunni að úr
Ytriflóa streyma að jafnaði þrír
rúmsentímetrar af vatni á sek-
úndu, þ.e.a.s. einn fimmti hluti
af Laxá, og í Ytriflóa er köfnun-
arefnisaukning í lindum upp á
meira en 300%. Þó svo að ekki
séu miklir setflutningar á milli
flóanna, þá fer köfnunarefnis-
aukningin eftir sem áður á milli
flóanna og straummælingakort
sýnir að þegar hvessir, þá bland-
ast vatnið upp. Þannig að ef um
er að ræða köfnunarefnismengun
í Ytriflóa, þá blandast hún upp
um allt vatnið,“ sagði Gylfi H.
Yngvason. óþh
að menn skoði það að hér í
Reykjahlíðarþorpi búa um 260
manns að jafnaði, en þeim fjölg-
ar um 1000 manns á dag yfir
sumarið. Á þessum sama tíma eru
bændur að bera á tún sín. Ég
held því að skýringanna á þessari
köfnunarefnisaukningu í áður-
nefndri lind við Reykjahlíð sé að
leita í öðru en rekstri Kísiliðj-
unnar," segir Friðrik Sigurðsson.
óþh
Safnahúsið á Húsavík:
Jóndi með sýningu
Jóndi, Jón Kristinsson bóndi
og listamaður, Lambey í
Fljótshlíð, opnar sýningu á
vatnslita- og akrýlmyndum kl.
19.30 föstudaginn 2. aprfl í
Safnahúsinu á Húsavík. Sýn-
ingin verður opin daglega kl.
15 - 22 til 12. apríl.
Húsavík er fæðingarbær
Jónda, en þar hefur hann aldrei
sýnt myndir sínar þó eftir hafi
verið gengið, og mun hann vera
mjög velkominn. Jóndi er fæddur
1925 á Húsavík, sonur Kristins
Jónssonar, kaupmanns Arasonar
prests, og Guðbjargar Óladóttur.
Þekktasta systkini Jónda á Húsa-
vík mun vera Óli Kristins. IM
Nýir skyndiréttir frá Matfelli
Tilboðsverð
Bolognes 287 kr.
Súrsætur 319 kr.
Creole 309 kr.
Kjarnafæði kynnir:
Fimmtudag:
Hrásalat risi 287 kr. kg
Lasagne 399 kr. kg
Svikinn héri 399 kr. kg
F ö s t u d a 9 :
Fjölskyldupakki 399 kr. kg
London lamb 795 kr. kg
Hrásalat risí 287 kr. kg
Laugardag k 1 . 1 1 I - 1 I 6
FJölskyldupakkí 399 kr. kg
Hangiframp. úrb 795 kr. kg
Hrásalat risi 287 kr. kg
Ostakynníng
fimmtudag og föstudag
Matvöru-
markaðurinn
Kaupangi
Opið virka daga kl. 9-22
Laugardaga og
sunnudaga kl. 10-22
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit:
Þetta er þráhyggja og trúarbrögð
Enn eina ferðina blossa upp harðvítugar deilur um Kísiliðjuna í Mývatns-
sveit. Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, orðar það svo að
málið snúist ekki lengur um náttúruvernd, það sé farið að snúast um peninga
og völd. Gylfi H. Yngvason, búndi á Skútustöðum, er þess fullviss að hrun
á lífríki Mývatns megi rekja til KísUiðjunnar og hann segist aldrei geta sætt
sig við að námuvinnsla verði leyfð í Syðriflúa. Gylfl segir að í sínum huga sé
þetta ekki minna mál en Laxárdeilan á sínum tíma.