Dagur - 01.04.1993, Page 4

Dagur - 01.04.1993, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1. apríl 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON^ ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Er nítjánfaldur verka- maður verður launanna? Eitt meginákvæði stjórnarskrár íslenska lýð- veldisins er að allir landsmenn skuli vera jafn- ir að lögum. Ljóst er að þetta ákvæði er þver- brotið, því sumir eru óneitanlega „jafnari en aðrir“, eins og það er orðað í einni merkustu dæmisögu heimsbókmenntanna. Hið hróp- lega misrétti, sem viðgengst í íslensku sam- félagi, kemur hvergi skýrar fram en í lögum og reglum um lífeyrisréttindi fólks. Æðstu embættismenn þjóðarinnar og helstu stór- forstjórar hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð í þeim efnum að furðu sætir. Lög og regl- ur mæla ekki aðeins svo fyrir að þeir ávinni sér margfaldan lífeyrisrétt á við „almúgann", heldur jafnframt að það taki þá einungis hluta úr venjulegri starfsævi að ávinna sér þennan rétt! Verkafólk, sem hefur greitt í sjóði innan Sambands almennra lífeyrissjóða alla ævi, fær 20-30 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mán- uði, þegar það sest í helgan stein. Þeir sem hafa greitt í sjóði hjá Landssambandi lífeyris- sjóða geta hæst fengið 30-40 þúsund krónur á mánuði. Opinberir starfsmenn geta á hinn bóginn fengið allt að 70 prósentum af launum sínum í lífeyri og geta greiðslur til þeirra því orðið margfaldar á við lífeyrisgreiðslur til verkafólks. Misréttið eykst síðan stig af stigi eftir því sem ofar dregur í launastiganum. Alþingismaður, sem verið hefur ráðherra í nokkur ár, getur fengið tæp 200 þúsund krón- ur á mánuði í lífeyri. Það tekur alþingismann- inn einungis 25 ár að ná fullum lífeyrisréttind- um en verkamanninn á hinn bóginn heila starfsævi. Þrátt fyrir þetta eru alþingismenn og ráðherrar einungis hálfdrættingar á við bankastjóra Seðlabanka og Landsbanka. Bankastjórarnir geta hlotið allt að 400-500 þúsundum króna í lífeyrisgreiðslur á mánuði, svo framarlega sem þeir gegna starfinu í 15- 16 ár, sem er um þriðjungur algengrar starfs- ævi! Bankastjórinn getur, með öðrum orðum, hlotið nítjánfaldan lífeyri verkamannsins, eft- ir að hafa áunnið sér lífeyrisréttindi á öðrum vettvangi í 20-25 ár! Sömu sögu er að segja af forstjórum nokkurra stórra fyrirtækja, sem samið hafa um hliðstæð lífeyrisréttindi og bankastjórar eða alþingismenn. Þetta hróplega misrétti lífeyrisgreiðslna er eflaust spegilmynd þess misréttis sem við lýði er í samfélaginu. Ef almenningur treystir sér til að svara því játandi að bankastjórinn verðskuldi nítjánfaldan lífeyri á við verka- manninn á ævikvöldinu, er núgildandi kerfi eflaust gott og gilt - og sanngjarnt. Ef ekki, er breytinga þörf. Hið fullkomna réttlæti og jafn- rétti er auðvitað fólgið í því að allir njóti sömu lífeyrisgreiðslna í ellinni. Nógu mikið er fólki mismunað samt, í launum og ýmsum fríðind- um, fram til þess tíma. BB. Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, var fyrsti viðskiptavinur Víkingalottósins. Allir sem ánægju hafa af þátttöku í lottói 5/38 fagna tilkomu hins nvja norræna Víkingalottós „Allir sem ánægju hafa af þátt- töku í Lottói 5/38 á laugardög- um hljóta að fagna tilkomu hins nýja norræna Víkinga- lottós. A miðvikudagskvöldum er dregið úr sameiginlegum risapotti í beinni norrænni sjónvarpsútsendingu. Víkinga- lottóið gefur 23 milljónum manna á íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð tækifæri til að taka samtímis þátt í leiknum og miðvikudag- inn 17. mars var í fyrsta sinn í sögunni sem íbúar margra landa sameinuðust í vikulegum lottóleik. Það má í raun segja að um hálfgerða landskeppni sé að ræða í hvert sinn sem dregið verður í Víkingalottó- inu,“ segir talsmaður íslenskrar Getspár í Reykjavík. Samkvæmt útreikningum frá dönsku fyrirtæki, sem stjórnar Víkingalottóinu, var þátttakan í fyrsta útdrætti lottósins mest á íslandi. Keyptar voru 1,1 röð á hvern íbúa hér á landi, en Norð- menn voru skammt undan með 1,07 raðir á íbúa, Finnar 0,94, Danir 0,78 og Svíar 0,28 á íbúa. Framkvæmdaaðilar íslenskir fengu ekki athugasemdir frá stjórn lottósins vegna fyrsta útdráttarins, en einhverjar athugasemdir voru gerðar við afgreiðslufyrirkomulag í öðrum löndum. Sem kunnugt er var einn ís- lendingur meðal þriggja af jafn mörgum þjóðernum er hlaut stóra vinninginn, rúmar 12 millj- ónir króna, í fyrstu umferð Vík- ingalottós. íslenski vinningshaf- inn er ungur fjölskyldufaðir, sem hefur verið að reyna að koma þaki yfir sig og fjölskylduna og því hafnaði vinningurinn þar sem mikil þörf var á honum. íslensk getspá Síðastliðin 10 ár hafa skuldir heimila á íslandi vaxið með ógn- arhraða. Erfiðleikar eru víða og atvinnuleysið aldrei meira en nú. Margir tengja mikla þátttöku í Lottóleikjum versnandi afkomu heimilanna. Menn veðja á stóra vinninginn. Ekki skal hér dæmt um slíkt, en staðreyndin er sú að áhugi íslendinga á talnaleikjum er mikill þar sem von er ágóða. íslensk getspá er rekstraraðili Lottós 5/38 og Víkingalottós á íslandi. Fyrirtækið var stofnað 1986 og er orðið eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Eigendur þess eru íþróttasamband íslands, Öryrkjabandalag íslands og Ung- mennafélag íslands og rennur ágóðinn til eflingar starfsemi þeirra. Kannanir sýna að 85% íslendinga hafa einhvern tíma tekið þátt í lottói, þar af er stór hópur sem tekur þátt í hverri viku. íslendingar eru liðlega 260 þúsund en eru þó 7. söluhæsti aðili lottós í Evrópu ásamt írum miðað við íbúatölu. íslenskir vinningshafar eru orðnir vel á þriðju milljón, þar af eru lottó- milljónamæringarnir orðnir fleiri en 500. Fyrstir að beintengja sölukerfíð íslensk Getspá var fyrsta fyrir- tækið í Evrópu, sem beinlínu- tengdi tölvuvætt sölukerfi fyrir lottó. Tölvukerfið er mjög full- komið og er líklega stærsta einkatölvukerfi á íslandi með 182 beintengdar útstöðvar (lottó- kassa) við stóra móðurtölvu í Reykjavík. Allar upplýsingar frá sölustöðunum berast á innan við 5 sekúndum til móðurtölvunnar, óháð því hvar á landinu miðinn er keyptur. Mikil eftirspurn er eftir sölukössum og eru liðlega 300 aðilar á biðlista. íslensk getspá hefur ávallt viðhaldið eins miklu öryggi og kostur er í öllu sem tengist starfseminni. í þeim tilgangi var meðal annars sett upp díselknúin vararafstöð til að tryggja tölvubúnaðinum nægilega orku þegar truflanir verða í dreifikerfinu. Af hverju tvö lottó í 260 þúsund manna þjóðfélagi? Talsmaður fslenskrar Getspár segir að í kjölfar opnari við- skiptahátta í Evrópu sé búist við mikilli samkeppni á þessu sviði frá hinum stóru þjóðum utan Norðurlandanna, þar sem lottó er víða geysilega vinsæll leikur. Eftir því sem markaðirnir stækka hækka vinningsupphæðirnar. „Vikingalottó er því tilraun í Norðurlandasamstarfi til að mæta aukinni samkeppni að utan og tryggja að fjármagnið haldist í hverju landi fyrir sig en flytjist ekki úr landi.“ Útdráttur um gervihnött í upplýsingum frá íslenskri Getspá kemur fram að fyrsta árið fer útdráttur fram í Noregi og er hann sýndur á báðum sjónvarps- stöðvum hér á landi kl. 19,50 á miðvikudagskvöldum. Söluköss- um Víkingalottósins er lokað kl. 16.00. Verð fyrir hverja röð er 20 krónur á íslandi. Fyrsti vinnings- flokkur er 6 réttar tölur, annar vinningsflokkur 5 réttar tölur + 1 af 3 bónustölum, þriðji vinnings- flokkur 5 réttar tölur, fjórði vinn- ingur 4 réttar tölur og fimmti vinningsflokkur 3 réttar tölur + 1 af 3 bónustölum. Vinningar skiptast jafnt milli vinningshafa í hverjum flokki. Aðeins fyrsti vinningur er sam- eiginlegur í öllum fimm löndun- um. Hvert hinna norrænu lottó- fyrirtækja greiðir sem svarar 0,03 ekum (ca. 12%) af hverri seldri röð í heimalandi sínu í sameigin- legan sjóð fyrir fyrsta vinning. Aðrir vinningsflokkar fara eftir þátttöku í hverju landi og því eru vinningsupphæðir breytilegar í samræmi við sölu. Þrefaldur pottur í 5/38 lottói gekk út Laugardaginn 20. mars sl. var potturinn þrefaldur í Lottó 5/38. Ung hjón í Reykjavík reyndust með allar tölur réttar og fengu því tæpar 11,7 milljónir greiddar út sl. mánudag. „Hér var um að ræða ungt fólk sem það er fékk vinninginn í Víkingalottóinu og það er gott til þess að vita að lottóleikurinn hefur hjálpað mörgum manninum á íslandi að koma undir sig fótum í ört harðn- andi heimi,“ sagði talsmaður íslenskrar Getspár. ój Spilagos- amir Kjallarinn og Sjallinn í samvinnu við Genus í Kringlunni verða næstu fimmtudagskvöld með spilakvöld sem heita „Spilagos- arnir ’93 - leikjakeppni fyrirtækj- anna“ þar sem fyrirtæki spreyta sig á ýmsum leikjum. Keppnin verður fjórþætt þar sem byrjað verður á spurningaleiknum Trivi- al Persuit. Þá verður einnig keppt í Pictionary og Actionary og Twister. Keppninni verður þann- ig háttað að eitt lið kemst í undanúrslit á hverju fimmtudags- kvöldi og lýkur svo keppninni með úrslitakvöldi í maí. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.