Dagur - 01.04.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 01.04.1993, Blaðsíða 16
Andrésar Andar leikarnir á skíðum: Alls eru 742 þátttak- endur skráðir til leiks Alls eru 742 þátttakendur skráðir til leiks á Andrésar Andar leikana á skíðum sem fram fara á Akureyri dagana 21.-24. apríl nk. og er þetta mesti fjöldi þátttakenda til þessa. Með þessum fríða hópi verða um 200 liðsstjórar. Þátttakendurnir koma frá 15 sveítarfélögum víðs vegar um landið og eru flestir frá Reykja- vík, eða 152. Þátttakendur frá Akureyri eru 117, frá Dalvík 79, frá Siglufirði 57, frá Ólafsfirði og ísafirði 52 og frá Húsavík 46. Einnig koma þátttakendur frá Seyðisfirði, Neskaupstað, Eski- firði, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Hafnarfirði, Kópavogi og Grund- arfirði. Það má því reikna með að á annað þúsund manns verði í kringum leikana á einn eða ann- an hátt, þ.e. keppendur, liðs- stjórar, aðstoðarfólk, starfsfólk leikanna, foreldrar og fleiri. -KK Raufarhöfn: Iitill aíli hjá trillunum Mjög tregur afli hefur verið hjá trillusjómönnum á Raufar- höfn að undanförnu en flestir trillukarlanna, um 15 talsins, hafa lagt grásleppunet og þeir fyrstu vitja þeirra í dag. Tveir bátar hafa verið með þorska- net að undanförnu og hefur afli þeirra verið sáralítill. Þessi aflatregða nú er meiri en var á sama tíma í fyrra en þó hafa bátarnir verið að fá stærri og fal- Kolbeinsey ÞH í Norðursjó: Þyrla sótti slasaða konu um borð Slys varð um borð í Kolbeinsey ÞH-10 sem er á leið til Þýska- lands. Farþegi, kona skipstjór- ans, datt og öklabrotnaði á þriðjudaginn í miklum sjó- gangi í kjölfar óveðurs sem skipið hreppti í Norðursjón- um. Björgunarþyrla náði í konuna og var hún komin á sjúkrahús í Aberdeen í Skot- landi kl. 22 á þriðjudagskvöld. Konan gekkst undir aðgerð í gær. „Þetta gekk mjög vel. Þyrlu- áhöfnin sendi okkur kveðjur og hafði á orði hve fagmannalega skipverjar stóðu að því að koma konunni frá borði er þyrlan sótti hana,“ sagði Helgi Kristjánsson, hjá íshafi hf. í samtali við Dag. Kolbeinsey mun selja á morg- un í Bremerhaven, eins og ráð var fyrir gert. Skipið er með 170 tonn af blönduðum afla, karfa að megninu til. IM VEÐRIÐ Um 990 mb. lægð er við Nýfundnaland og þokast norð- austur. Gert er ráð fyrir að veður hlýni heldur í dag. Á Norðvesturlandi er gert ráð fyrir suðsustan golu eða kalda í dag og næstu nótt. Um norð- austanvert landið er einnig gert ráð fyrir að vindur snúist til suðaustanáttar og hlýni í veðri. legri fisk nú undir það síðasta og það telja sumir að geti bent til þess að einhver hreyfing væri komin á fiskinn í sjónum, þ.e. von væri á einhverri fiskigengd upp á landgrunnið við norðaust- urhorn landsins. Tvær smæstu trillurnar hafa verið á handfærum og fiskað sáralítið þegar gefið hefur á sjó fyrir þær. Togarinn Rauðinúpur hefur legið við bryggju að undanförnu vegna vélarbilunar, en lokið verður við fyrir helgi að skil- greina og lækna þá meinsemd sem hrjáði vélartetur skipsins og heldur togarinn þá strax á veiðar. Til að mæta þeim hráefnisskorti sem við blasti vegna stöðvunar togarans hefur Fiskiðja Raufar- hafnar hf. keypt um 30 tonn af fiski vestan frá Snæfellsnesi, aðallega frá Stykkishólmi og Ólafsvík. GG Sigurður Markússon, verslunarstjóri Hagkaups og Rósberg Óttarsson, starfsmaður KEA Nettó með væna kjúklinga á lágu verði. Myndir: Robyn. Sprengitilboð á kjúklingum í KEA Nettó og Hagkaupi á Akureyri: Kjúklingur á aðeins 99 krónur Að undanförnu hefur geysað eins konar kjúklingastríð í verslunum á Akureyri. Til að mynda hafa bæði KEA Nettó og Hagkaup boðið viðskipta- vinum sínum kjúklinga á mjög góðu verði og hafa þeir runnið út eins og heitar lummur. Nú hefur báðum verslununum tekist að ná samkomulagi við Fjöregg á Svalbarðsströnd um ótrúlegt heildsöluverð á kjúkling- um. í framhaldi af því geta versl- anirnar nú boðið heila kjúklinga á aðeins 99 krónur stykkið. Hér er um að ræða lækkun upp á ein- hver hundruð prósenta og gefst fólki því einstakt tækifæri á að kaupa í páskamatinn fyrir lítinn pening. Laufey Ingadóttir, aðstoðar- verslunarstjóri í KEA Nettó sagði í samtali við Dag að sala á ódýru kjúklingunum hæfist í dag og þar sem aðeins er um tak- markað magn að ræða, reiknar hún með að það verði handa- gangur í öskjunni fram eftir degi. Sigurður Markússon, verslun- arstjóri Hagkaups tók í sama streng og sagði að ódýru kjúkl- ingarnir yrðu seldir frá og með deginum í dag í verslun sinni og taldi hann líklegt að þeir kláruð- ust mjög fljótt. „Ég veit hrein- lega ekki hvort þetta magn sem við fengum, endist nema daginn í dag,“ bætti Sigurður við. Það er ekki á hverjum degi sem íbúum Akureyrar og ná- grennis gefst kostur á öðru eins kostaboði og nú býðst í áður- nefndum verslunum. Það má því búast við að það verði líf og fjör í KEA Nettó og Hagkaup í dag og kannski á morgun ef birgðir endast. -KK 11,9 milljóna króna tap á rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur: Maður er aldrei ánægður með taprekstur - segir Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Framleiösluverömæti Fiskiðju- samlags Húsavíkur fór í fyrsta sinn yfir milljarð á ári í fyrra. Það varð 1.038 milljónir en heildartekjur fyrirtækisins numu 1.087 milljónum, árið áður voru þær 954 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnskostnað var 86,3 milljónir en var 65,7 árið áður. „Þegar búið er að taka tillit til fjármagnskostnað- ar, uppfærslu lána vegna gengis- breytinga, sem er töluverður, erum við með halia upp á 11,9 milljónir, en hann nam 28 milljónum árið áður,“ sagði Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri. „Auðvitað er maður aldrei ánægður með taprekstur, en okk- ur tókst að auka veltuna, fyrst og fremst í rækjuvinnslunni. Að okkur skyldi takast að auka velt- una á þessu samdráttarári og vera með aðeins skárri niðurstöðu en árið á undan er spor í rétta átt, þó þessi rekstur sé auðvitað mjög þungur," sagði Tryggvi, aðspurð- ur hvort hann væri ánægður með útkomuna. Meðaltal starfsmanna Fisk- iðjusamlagsins er 140 manns. Þeir eru fleiri á sumrin en færri á veturna. Heildarlaunagreiðslur nema 190 milljónum. Metár var í rækjuvinnslunni. Innlagður rækjuafli var 3.720 tonn, en var 2.481 tonn árið áður. Innveginn bolfiskafli var 4.611 tonn á árinu en nam 5.158 tonnum árið áður. Aðalfundur Fiskiðjusamlags- ins var haldinn sl. þriðjudag. Breytingar urðu á stjórninni. Þorgeir Hlöðversson og Ragnar J. Jónsson hætta, en í stað þeirra voru kjörnir Gunnar Magnússon og Pétur Jónsson. Aðrir í aðal- stjórn eru Einar Njálsson, Katrín Eymundsdóttir og Örlygur Hnef- ill Jónsson. Kristján Kárason var kjörinn í varastjórn í stað Gunn- ars Magnússonar, en aðrir í vara- stjórn eru Stefán Haraldsson og Þórður Haraldsson. IM Tilboð í innréttingu Listasafns Akureyrar í Grófargili: Blikk- og tækniþjónustan lægst I gær voru opnuð tilboð í inn- réttingu Listasafns Akureyrar á 2. hæð gamla Mjólkursam- lagshússins í Grófargili á Akureyri. Þrjú aðaltilboð bár- ust og reyndist það lægsta vera frá Blikk- og tækniþjónustunni á Akureyri. Um er að ræða frágang innan- húss, þ.m.t. múrverk/gipsverk, tréverk, málning, frárennslis-, neysluvatns- og hitalagnir, loft- ræstilagnir, raflagnir og öryggis- kerfi, Kostnaðaráætlun verkkaupa er rúmar 27 milljónir króna, en til- boð Blikk- og tækniþjónustunnar hljóðaði upp á 23,960 milljónir króna, 88,4% af kostnaðaráætl- un. Önnur tilboð kornu frá Tré- smiðjunni Ösp á Akureyri, 26,214 milljónir, 96,7% af kostn- aðaráætlun, og Raflagnaverk- stæði Tómasar á Akureyri, 24,982 milljónir króna, 92,2% af kostnaðaráætlun. Þá bárust tvö frávikstilboð, annars vegar frá Vör hf. og hins vegar A.Finnssyni hf., en Magnús Garðarsson, bygging- areftirlitsmaður, sagði að þau kæmu ekki til álita. Magnús sagði að ef engar skekkjur kæmu fram í tilboðunum yrði samið við lægstbjóðanda. Starfshópur um listamiðstöð í Grófargili mun væntanlega fjalla um tilboðin á fundi í dag og síðan er gert ráð fyrir að málið verði lagt fyrir fund bæjarráðs Akur- eyrar seinnipartinn í dag. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.