Dagur - 01.04.1993, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 1. apríl 1993
Iþróttir
Opna alþjóðlega Pro Kennex mótið í badminton:
Besta mótíð tíl þessa
- keppni jöfn og spennandi í öllum flokkum
Iilsa Nielscn vann sigur í einliðaleik kvenna eftir mikla baráttu.
Myndir: Jón Hrói.
Opna alþjóðlega Pro Kennex
mótið í badminton var haldið
dagana 26. og 27. mars sl. í
Iþróttahöilinni á Akureyri.
Þátttaka var mjög góð og á
annað hundrað keppenda víðs-
vegar að af landinu mættu til
leiks. Flcstir aðkomumanna
komu frá Reykjavík og erlend-
ir spilarar voru 2 að þessu
Akureyringurinn, Kristinn Jónsson,
vann tvöfalt í öðlingaflokki.
sinni. Þetta voru þeir Anthony
Bush frá Bretlandi, sem kom
sérstaklega á mótið og Huang
Weicheng frá Kína, einn af
þjálfurum TBR.
Mótið tókst vel í alla staði og
var keppni bæði spennandi og
skemmtileg á að horfa í öllum
greinum. Keppt var í einliða- og
tvíliðaleik karla og kvenna, í A-
og B-flokki, auk tvenndarleiks og
í einliðaleik karla 40 ára og eldri.
B-flokkurinn var fjölmennastur
en litlu færri skráðir í A-flokk.
Meistaraflokkurinn var vel sóttur
og allt besta badmintonfólk
landsins mætt til leiks og gamal-
reyndir spilarar í flokki 40 ára og
eldri. Mót þetta er orðið eitt
stærsta og veglegasta badminton-
mót landsins og fer fjöldi þátttak-
enda vaxandi ár frá ári. Mótið
hefur án efa haft mjög góð áhrif á
þróun og uppgang badminton-
íþróttarinnar á Akureyri sem nú
er í uppsveiflu.
í einliðaleik karla í meistara-
flokki mættust Anthony Bush og
Broddi Kristjánsson. Leið Bush í
úrslitin var nokkuð greið þar sem
Arni Þór Hallgrímsson meiddist í
baki en Broddi átti erfiðan leik
við Þorstein Pál Hængsson og
sigraði í tveimur lotum eftir að
hafa verið undir lengst af í þeirri
síðari. Bush vann I. lotu úrslita-
leiksins auðveldlega 15:7 og leit
um tíma út fyrir að Broddi myndi
ekki komast inn í leikinn eins og
gerðist eftirminnilega í úrslitum
mótsins 1992. Broddi mætti hins
vegar einbeittur til leiks í næstu
lotu og vann 15:9. í oddalotunni
endurtók Bush leikinn frá fyrstu
lotu og vann 15:8. Er þetta í 2.
sinn á 5 vikum sem þeir félagar
mætast, en Bush hafði einnig bet-
ur í úrslitum á opnu móti í Bret-
landi.
í einliðaleik kvenna mættust
Birna Petersen og Elsa Nielsen.
Leikurinn var ákaflega jafn og
spennandi og vel spilaður af
beggja hálfu. Birna sigraði naum-
lega í 1. lotu 12:11 og var yfir
framanaf 2. lotu, en Elsa náði að
knýja franr sigur í upphækkun,
12:10. Elsa var síðan mun sterk-
ari í oddalotunni og sigraði 11:5.
Pess má geta að litlu mátti muna
að Elsa þyrfti að lúta í lægra
haldi fyrir Guðrúnu Jónsdóttur í
undanúrslitum.
í tvíliðaleik karla unnu Þor-
steinn Páll Hængsson og Ant-
hony Bush sannfærandi sigur á
íslandsmeisturunum Árna Þór og
Brodda, 15:11 og 15:6. Var gam-
an að horfa á hversu vel Þor-
steinn-og Bush náðu saman þrátt
fyrir að hafa aldrei leikið saman
áður. Hins vegar virtust bak-
meiðslin hrjá Árna Þór og munar
um minna í jafn erfiðum úrslita-
leik.
í tvíliðaleik kvenna sigruðu
Birna Petersen og Guðrún Júlíus-
dóttir Vigdísi Ásgeirsdóttur
og Aðalheiði Pálsdóttur nokkuð
auðveldlega, 15:3 og 15:11 og
komu þau úrslit ekki á óvart. I
tvenndarleik sigruðu svo Guðrún
Þorsteinn Páll Hængsson og Ant-
hony Bush unnu tvfliðaleikinn.
og Árni Þór þau Þorstein og Elsu
Nielsen. Árni náði sér vel á strik
í þessum síðasta leik mótsins
þrátt fyrir meiðslin og Guðrún
átti einnig frábæran leik. Það var
því aldrei spurning hvernig færi
enda voru lokatölur 15:4 og 15:4.
Hér á eftir fylgja síðan úrslit í
öðrum flokkum. Dagur kann
þeim Einari Jóni Einarssyni og
Jóni Hróa Finnsyni bestu þakkir
fyrir aðstoð við myndatökur og
annað.
A-flokkur:
Einliðaleikir:
Skúli Sigurðsson vann Njörð Lúð-
víksson í úrslitum 10:15, 15:4 og
15:9.
Brynja Pétursdóttir vann Margréti
Dan Þórisdóttur 11:1 og 11:8.
Tvíliða/tvenndar:
Sigfús Ægir Árnason og Gunnar
Björnsson unnu Skarphéðinn Garð-
arsson og Valgeir Magnússon 15:7
og 15:3.
Brynja Pétursdóttir og Irena Ósk-
arsdóttir unnu Margréti Dan og
Magneu Magnúsdóttur 15:2, 8:15 og
15:7.
Sigfús Ægir og Hanna Lára Köhler
unnu Skúla Sigurðsson og Margréti
Dan 15:4 og 15:5
B-flokkur:
Einliðalcikir:
Sveinn Logi Sölvason vann Reyni
Georgsson 15:12 og 15:11.
Ágústa Arnarsdóttir vann Hrund
Guðmundsdóttur 11:4 og 11:15.
Tvíliða/tvenndar:
Sveinn Logi Sölvason og Hængur
Þorsteinsson unnu Sigurð Þorsteins-
son og John H. Grant 15:1 og 15:4.
Áslaug Hinriksdóttir og Ágústa
Arnardóttir unnu Sigríði Sigurðar-
dóttur og Gunnhildi Stefánsdóttur
15:1 og 15:6.
Reynir Georgssoa.og Irena Óskars-
dóttir unnu Svein Loga og Ágústu
Arnardóttur 17:14 og 18:15.
40 ára og eldri:
Kristinn Jónsson vann Hauk
Jóhannsson 15:11 og 15:9 og þeir
saman unnu Karl Davfðsson og
Steinar Petersen í tvíliðaleik 15:8 og
15:5.
íslandsmótið í vélsleðaakstri í Mývatnssveit:
Menn og sleðar í sól og blíðu
íslandsmeistaramót í vélsleða-
akstri var haldið í Mývatns-
sveit um síðustu helgi. Kepp-
endur komu víða að af landinu
og fjöldi manns kom á vélsleð-
um sínum yfir hálendið.
Keppnin var nú haldin í 11.
sinn á 14 árum, en þrívegis,
þar af tvö síðustu ár, hefur hún
fallið niður sökum snjóleysis.
Nú var hins vegar nægur snjór.
Veður var fremur þungbúið á
föstudag, en þá var keppt í fjalla-
Vilhelm Vilhelmsson vann bæði
braut og spyrnu á 650 sleða sínum.
ralli og spyrnukeppni. Á laugar-
daginn, þegar brautarkeppnin fór
fram, var hins vegar stafalogn,
sólskin og hiti rétt um frostmark.
Að öllum líkindum besta veður
sem völ er á til útiveru yfir vetrar-
tímann. Skemmtu fjölmargir
áhorfendur sér konunglega yfir
tilþrifum ökumanna. Mótshaldið
var sem fyrr í öruggum höndum
Mývetninga. Vélsleðakeppnir í
Mývatnssveit eru einhver best
skipulögðu akstursíþróttamót
Gunnar Hákonarson á Polaris XCR
vann þrefalt.
sem fram fara hérlendis og mættu
sumir aðrir taka þau sér til fyrir-
myndar.
Fjallarallið er erfiðasta grein
mótsins og þar er keppt í þriggja
manna sveitum og 40 km eknir á
sem skemmstum tíma. Sigurveg-
ari varð sveit Polarisumboðsins og
3T, en hana skipuðu Arnar Val-
steinsson, Gunnar Hákonarson
og Finnur Aðalbjörnsson. Þeir
óku allir á Polaris Indi 440 XCR.
Sveit Ski-doo varð í 2. sæti, þá
Greifasveitin og sveit Bifreiða og
landbúnaðarvéla varð 4.
í brautarkeppninni var keppt
til úrslita í tveimur samhliða
brautum og einnig var keppt í
snjókrossi þar sem margir sleðar
keppa í einu. Hér á eftir fylgja
úrslit þriggja efstu í hverri grein.
Til áréttingar skal þess getið að
skammstöfunin AC stendur fyrir
Arctic Cat, Pol. fyrir Polaris Indi,
Ski. fyrir Ski-Doo Formula og
Yam. fyrir Yamaha.
Spyrnukeppni:
Opinn flokkur yflr 600 cc:
1. Ingólfur Sigurðss., AC Wildc. 1100 9,01
2. Heimir Ásgeirsson, Pol. 650 9,34
3. Rúnar Gunnarsson, Ski. Mac IX 9,59
Opinn flokkur undir 600 cc:
1. Guðlaugur Halldórsson, Pol. XLT 9,42
2. Þór Daníelsson, Pol. XLT 9,82
3. Sigurður P. Jónsson, AC EXT 11,23
Flokkur T/S:
1. Kristján I. Bragason, Pol. Storm 9,01
2. Finnur Aðalbjörnsson, Pol. Storm 9,11
3. Sigurður Gylfason, Ski. Mach 1 9,11
Flokkur AA:
1. Ingólfur Sigurðsson, AC Wildc. EFI 9,56
2. Ríkarður Kristinsson, AC Wildc. 9,65
3. Haraldur Grétarsson, Ski. Mac 1 9,70
Flokkur A:
1. Sigurður Sigþórsson, Pol. XLT 9,97
2. Halldór J. Einarsson, Pol. XLT 9,98
3. Þórir Ófeigsson, Ski. Plus X 10,02
Flokkur B:
1. Tryggvi Aðalbjörnss., AC EXT sp. 10,21
2. Ingólfur Sigurðsson, AC EXT sp. 10,21
3. Gunnar Hákonars., Pol. 440 XCR 10,50
Flokkur C:
1. Arnar Valsteinsson, Pol. 440 XCR 10,32
2. Björn Óli Ketilsson, Ski. MX Z 10,33
3. Jónmundur Guðmundss., Ski. MX Z 10,54
Brautarkeppni:
Opinn flokkur yfír 600 cc:
1. Heimir Ásgeirsson, Pol. 650 3:43,83
Nýju ZR sleðarnir frá Artic Cat hafa verið sigursælir erlendis og Jóhannes
Reykjalín ók ZR 580 til sigurs í brautarkeppninni í flokki A. Myndír: ua
2. Rúnar Gunnarsson, Ski. Mac IX 3:48,67
3. Ingólfur Sigurðss., AC Wildc. 1100 4:02,00
Opinn flokkur undir 600 cc:
1. GuðlaugurHalldórssonPol. XLT 3:42,10
2. Hjörleifur Harðars. Yam. Exciter 3:53,27
3. Þór Daníelsson, Poi XLT 3:55,66
Flokkur T/S:
1. FinnurAðalbjörnsson Pol. Storm 3:39,27
2. Árni Grant AC 440 ZR 3:47,27
3. Halldór Jóhannesson, Pol. Storm 4:02,10
Flokkur AA:
1. Vilhelm Vilhelmsson, Pol. 650 3:44,79
2. Halldór Bárðarson, Pol. 650 3:54,16
3. Kristmundur Þórisson, AcWildc. 3:58,72
8ki-doo IVIX-Z sleðar urðu í 2. og 3.
sæti í sínum flokki í spyrnu.
Flokkur A:
1. Jóhannes Reykjalín, AC 580 ZR 3:52,67
2. Stefán Álfsson, Pol. XLT 3:56,19
3. Þórir Ófeigsson, Skí. Plus X 4:01,51
Flokkur B:
1. GunnarHákonars., Pol. 440XCR 3:51,79
2. Samúel Einarsson, AC EXT sp. 3:53,20
3. Jón Ingi Sveinsson, Pol. 500 3:55,66
Flokkur C:
1. Jóhann Eysteinss., Pol. 440 XCR 3:50,75
2. Viðar Sigþórsson, AC 440 ZR 3:50,84
3. Amar Valsteinss., Pol. 440 XCR 3:52,47
Snjókross:
Flokkur 550 cc og yfir:
1. Gunnar Hákonarson
2. Marinó Sveinsson i
3. Sveinn Sigtryggsson
4. Viðar Sigþórsson
Flokkur 551 cc og yfír:
1. Vilhelm Vilhelmsson
2. Sigurður Gylfason
3. Halldór Bárðarson
4. Finnur Aðalbjörnsson