Dagur - 14.04.1993, Page 8

Dagur - 14.04.1993, Page 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 14. apríl 1993 ÍÞRÓTTIR íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla: Þátttöku Akureyrarliðanna er lokið - hvorugt liðið komst í úrslitakeppnina en héldu bæði sætum sínum Akureyrarliðin Þór og KA hafa lokið þátttöku sinni á ísiandsmótinu í 1. deild á þess- um vetri. Hvorugu liðinu tókst að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en bæði halda sætum sínum í deildinni og munu því mæta endurnærð til leiks næsta haust. KA menn enduðu í 9. sæti með 19 stig og Þórsarar í því 10. með 15. Valsmenn urðu deildarmeist- arar en HK og Fram féllu í 2. deild. 7 vítaköst forgörðum Það var ljóst allt frá upphafi í leik KA og IBV hvert stefndi. KA- menn virtust ákaflega óöruggir í öllum sínum aðgerðum meðan allt gekk upp hjá ÍBV. Það sem einkum lagði grunnin að 25:20 sigri ÍBV var markvarsla Sigmars Þrastar Óskarssonar. Hann varði 20 skot í leiknum þar af 6 víta- köst og að auki fór eitt vítakast KA-manna í stöng. ÍBV náði 5 marka forystu um miðjan fyrri hálfleik og hélt henni allt til loka. Helgi Arason skoraði 5 mörk fyr- ir KA og Alfreð Gíslason og Jó- hann Jóhannsson 4. Þór áfram í 1. deild Strax á miðvikudagskvöld var ljóst að Þórsarar mundu halda sæti sínu í deildinni er þeir unnu góðan sigur á ÍR 24:21. Leikur- inn var baráttuleikur og greini- legt að Þórsarar ætluðu að tryggja sig í deildinni. Þór komst í 8:5 en ÍR náði að jafna og hafði yfir í hálfleik 13:12. Góð mark- varsla Hermanns í síðari hálfleik og endasprettur Rúnars, ásamt góðum leik Ole Nielsen, lagði grunninn að sigrinum. Sigurpáll Árni var markahæstur með 7 mörk og Hermann varði 12 skot. Fjörugt á móti FH Þórsarar mættu afslappaðir til leiks í síðustu umferðinni á móti FH. Baráttan var lengstum meiri hjá Þór og sérstaklega er vert að geta frammistöðu hornamann- anna ungu hjá Þór, Geirs Aðal- steinssonar og Samúels Árnason- ar. Þórsarar jöfnuðu 20:20 en FH var sterkara í lokin og vann 21:24. Hermann átti stórleik í markinu og varði 17 skot. Barátta í Hafnarfirði Leikur Hauka og KA einkennd- ist af gríðarlegri baráttu allt frá upphafi. Fyrri hálfleikur var jafn en Haukar þó ætíð með frum- kvæðið. Leikurinn var mjög hraður sem sést best af marka- skorun en lokatölur urðu 33:29 fyrir Hauka. KA menn léku grimma vörn en ætíð fundu Haukar leiðina að markinu á endanum. Staðan KA var orðin erfið í upphafi síðari hálfleiks og þó svo að liðið hafi leikið skynsamlega þá gekk einfaldlega allt upp hjá Flaukum. Alfreð var besti maður KA og markahæstur með 10 mörk en Jóhann var einn- ig góður. Markvarslan var afar slök. SV/HA Körfubolti, íslandsmót og bikarkeppni yngri flokka: - er besti árangur félagsins til þessa Íslandsmeistarar 10. flokks. Efri röð: Kári Marísson þjálfari, Ragnar Magnússon, Gunnar Guðjónsson, Jón B. Sig- mundsson, Hjörtur Jónsson, Gunnar Búason og Arnar Kárason. Neðri röð: Axel Kárason vatnsberi, Smári Stefáns- son, Óli Barðdal, Þráinn Björnsson, Björgvin Benediktsson og Þórarinn Eymundsson. til starfa hjá Tindastóli í haust eftir nokkurra ára hlé og náðu strákarnir þessum frábæra ár- angri undir hans stjórn. Stiga- hæstir í úrslitakeppninni voru Guðjón Gunnarsson með 45 stig, Óli Barðdal 28, Arnar Kárason 28 og Jón Brynjar Sigmundsson 20. Þetta er besti árangur sem Tindastóll hefur náð til þessa enda hefur uppbygging yngri flokka félagsins verið með mikl- um ágætum síðustu ár og deildin haft mjög góða þjálfara. Sam- kvæmt þessu þurfa menn ekki að kvíða framtíðinni hjá Tindastóli og verður gaman að fylgjast með þróun mála þar á næstu árum. Dagur vill að endingu þakka Rögnu Baldursdóttur samstarfið í vetur en allar upplýsingar um gengi yngri flokka Tindastóls eru frá henni komnar. meistaratitilinn. Úrslitakeppni 7. flokks á íslandsmótinu var háð í Njarðvík og þar náðu Tindastóls- strákar 2. sætinu. Þjálfari liðsins er Ingvar Ormarsson. Undanúrslit og úrslit á íslands- móti 10. flokks karla og unglinga- flokks kvenna fóru fram 2. og 3. apríl sl. í undanúrslitum kepptu stelpurnar við Snæfell og sigruðu 60:24 en munurinn var ekki eins mikill hjá strákunum þar sem framlengja þurfti æsispennandi leik gegn Haukum sem síðan endaði með sigri Tindastóls 61:58. Þar með voru bæði lið komin í úrslit. Úrslitaleikirnir voru báðir háð- ir við ÍBK. Stelpurnar í Tinda- stóli sigruðu í jöfnum og spenn- andi leik þar sem lokatölur urðu 43:37. Stiaghæstar í úrslitakeppni stelpnanna voru Inga Dóra Magnúsdóttir með 34 stig, Birna Valgarðsdóttir 31 og Kristín Elva Magnúsdóttir 29. Þjálfari íslands- og bikarmeistara ungl- ingaflokks kvenna er Páll Kol- beinsson. Strákarnir í 10. flokki sigruðu ÍBK glæsilega 74:54 í stjörnuleik þar sem strákarnir fóru hreinlega á kostum og hittu ótrúlega. Sigurinn var sem fyrr segir fyrsti íslandsmeistaratitill Tindastóls í karlaflokki frá 1976 og var því mjög kærkominn. Þjálfari strák- anna er Kári Marísson sem kom Nú er íslandsmóti og bikar- keppni KKÍ lokið. Tindastóll frá Sauðárkróki hreppti 3 gull- verðlaun og 2 silfur í keppni yngri flokka. Glæsilegasta árangrinum náði unglinga- flokkur kvenna sem varð bæði Islands- og bikarmeistari, en liðið er nánast það sama og keppti í 1. deild kvenna í vetur. Þriðju gullverðlaunin komu í hlut 10. flokks stráka. Þetta var fyrsti íslandsmeist- aratitill karlaliðs Tindastóls frá 1976 og var því kærkominn. Þann 31. mars héldu unglinga- flokkur karla og kvenna til Borg- arness og spiluðu til úrslita í bikar- kepninni. Aður höfðu Tinda- stólsstrákarnir lagt UBK og Grindavfk að velli. Úrslitaleikur- inn var gegn KR og höfðu KR- ingar betur 75:62 og hlutu þar með gullið en Tindastóll silfrið. Þjálfari liðsins er Valur Ingi- mundarson. Stelpurnar kepptu við UMFG í úrslitum og höfðu þá áður lagt KR og ÍBK að velli. Tindastólsstelpur sigruðu örugg- lega 53:25 og hlutu því bikar- Islands og bikarmeistarar unglingaflokks kvenna. Efri röð: Eygló Agnarsdóttir, Bryndís Jónasdóttir, Heba Guð- mundsdóttir, Ásta M. Benediktsdóttir, Valgerður Erlingsdóttir og Páll Kolbeinsson þjálfari. Neðri röð: Birna Val- garðsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Krístín Magnúsdóttir fyrirliði og Heba Agnarsdóttir. Tindastóll krækti í 3 titla Erlingur Kristjánsson og Finnur Jóhannsson munu ekki leika meira á þessum vetri. Úrslit - Staðan Handbolti, 1. deild Úrslit í 21. umferð FH-IIK 28-22 ÍR-Þór 21»24 Haukar-Stjarnan 22:25 Fram-Selfoss 18:22 Valur-Víkingur 25:23 KA-ÍBV 20:25 Úrslit í 22. umferð Þór-FH 21t24 HK-Fram 26:33 Selfoss-Víkingur 30:26 Haukar-KA 33:29 Valur Stjarnan 29:17 ÍBV-ÍR 23:23 Lokastaðan Valur 22 13-6- 3 533:468 32 FH 22 15-2- 5 576:529 32 Stjarnan 22 13-4- 5 532:514 30 Haukar „22 12-1- 9 589:540 25 Selfoss 22 11-3- 8 562:544 25 ÍR 22 8-5- 9 520:525 21 Víkingur 22 10-1-11 521:531 21 ÍBV 22 8-4-10 516:536 20 KA 22 8-3-11514:529 19 Þór 22 6-3-13 520:566 15 Fram 22 5-3-14 525:558 13 HK 22 4-3-15 512:580 11 Markahæstir: Sigurður Sveinsson, Selfossi 172/61 Petr Baumruk, Haukum 154/54 Michal Tonar, HK 150/29 - þýska knattspyrnan Schalke-Leverkusen 2:1 Uerdingen-Núrnberg 2:1 Kaiserslautern-Stuttgart 0:0 Dresden-Saarbrúcken 0:0 Köln-Mönchengladbach 1:2 HSV-Wattenscheid 1:1 Bochum-Karlsruhe 2:2 Frankfurt-Bremen 3:0 Bayern Múnchen-Dortmund 2:0 Bayern Múnchen 25 14- 8- 3 48:27 36 Bremen 25 13- 8- 4 40:23 34 Frankfurt 25 12- 9- 4 44:28 33 Dortmund 25 13- 5- 7 44:31 31 Leverkusen 25 9-11- 5 49:32 29 Karlsruhe 25 10- 8- 7 45:43 28 Mönchengladbach 25 9- 8- 8 43:42 26 Schalke 25 8- 9- 8 27:31 25 Kaiserslautern 25 9- 6-10 36:28 24 Stuttgart 25 7-10- 8 34:36 24 HSV 25 5-13- 7 32:30 23 Saarbrúcken 25 5-13- 7 35:40 23 Núrnberg 25 9- 4-12 23:36 22 Dresden 25 6- 9-10 28:38 21 Wattenscheid 25 7- 7-11 33:45 21 Köln 25 8- 1-16 32:45 17 Uerdingen 25 5- 7-13 25:51 17 Bochum 25 4- 8-13 31:42 16

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.