Dagur - 04.05.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 4. maí 1993
Íþróttir
Halldór Arinbjarnarson
íþróttir fatlaðra:
Iif og fjör á Hængsmótinu
Hið árlega Hængsmót fór fram
nú um helgina. Mótið, sem er
eitt aðal íþróttamót fatlaðra á
Úrslit á
Hængsmótinu:
Sveitakeppni í Boccia:
Þroskahefitir:
1. Snerpa A
2. Viljinn A
3. Völsungur A
Hreyfihamlaðir:
1. Akur A
2. ÍFRA
3. Akur B
Opinn flokkur:
I.SnerpaD
2. Sncrpa C
3. Vöisungur C
Ginstaklingskeppni í Boccia:
Þroskahcftir:
1. Jón Líndal, Ösp.
2. Kristbjörn Óskarsson, Völsungi.
3. Aðalsteinn Friðjónsson, Eik.
4. Matthías Ingimarsson, Eik.
Hrcyfihamlaðir:
1. Elvar Thorarenscn, Akri.
2. Björn Magnússon, Akri.
3. Iljalti Eiðsson, ÍFR.
4. Hclga Hclgadóttir, Akri.
Opinn flokkur:
1. Þorstcinn Williamsson, Akri.
2. Margrét Kristjánsdóttir, Akri.
3. Svcinn E. Steinþórsson, Grósku.
4. Rafn Sigurðsson, Grósku.
Lyftingar:
Þroskaheftir:
1. Gunnar Örn Erlingsson, Ösp.
2. Ásgrímur Pétursson, Ösp.
3. Magnús Korntop, ÍFR.
Hreyfihamlaðir:
1. Arnar Klemensson, Viljanum.
2. Þorstcinn Sölvason, IFR.
3. Jón Stcfánsson, Akri.
Borðtcnnis:
Konur:
1. Sigurrós Karlsdóttir, Akri.
2. Hulda Pétursdóttir, Ncs.
3. Gunnhildur Sigþórsdóttir, ÍFR.
Karlar:
1. Elvar Thorarcnsen, Akri.
2. Jón H. Jónsson, ÍFR.
3. Stefán Thorarensen, Akri.
Bogfimi:
Karlar:
1. Óskar Konráðsson, ÍFR.
2. Pálmi Jónsson, Akri.
3. Jón Árnason, IFR.
Konur:
1. Ester Finnsdóttir, ÍFR.
2. Stefanía Eyjólfsdóttir, ÍFR.
Opinn flokkur karla:
1. Þröstur Stcinþórsson, ÍFR.
2. Stefán Jún Hciðarsson, Akri.
Þýska
knattspyrnan
Úrslit:
Baycrn-Stuttgart 5:3
Dortmund-Saarbrúcken 3:0
Frankfurt-Karlsruhc 4:1
HSV-Gladbach 0:2
Ucrdingcn-Schalkc 4:2
Kaiscrslautern-Bochum 3:1
Drcsdcn-Lcvcrkuscn 2:0
Köln-Núrnbcrg 2:0
Wattenschcid-Bremen 2:2
Staðan:
Bayern Miinchen 29 16-9- 4 62:36 41
Brcmen
Dortmund
Frankfurt
ÍA'verkusen
Karlsruhe
Kaiserslautern
Mönchcngladb.
Stuttgarl
Schalke
HSV
Wattenscheid
Núrnberg
Dresdcn
Saarbrúcken
Köln
Bochum
Ucrdingen
29 15-10-4 49:27 40
2917-5-7 58:3239
29 13-12-4 51:32 38
29 10-12-751:3932
2910- 11-848:4931
2911- 8-1044:3030
2910-9-10 48:50 29
29 8-12-941:4328
29 8-11-1029:38 27
29 6-14-935:3526
29 9-8-12 39:54 26
29 9-7-1323:38 25
29 7-11-1130:41 25
295-13-1135:5323
2910-2-1737:47 22
29 6-8-1540:48 20
29 6-8-1531:58 20
Hildur Haraldsdóttir frá IFR er hér að keppa í boccia. Hún er mikið fötluö
og notar sérstaka rennu sem hjálpartæki í keppninni Myndir: HA
skipulagningu, sem var að
vanda í öruggum höndum
Hængsmanna. Heiðursgestur
mótsins var Ólafur Jensson, for-
maður Iþróttasambands fatl-
aðra, og kvaðst hann vera ákaf-
lega ánægður með mótið. í loka-
hófinu á laugardagskvöld varp-
aði hann þeirri tillögu fram að
næsta Hængsmót yrði jafnframt
íslandsmót.
Akursfélagar voru sigursælir á
mótinu og hlaut félagið Hængs-
mótsbikarinn, sem veittur er því
félagi sem bestum árangri nær.
Einnig var Hængsbikarinn veittur,
en hann fær sá Akursfélagi sem
stendur sig best. Að þessu sinni
kom bikarinn í hlut Elvars Thorar-
ensen. Elvar var í sigursveit Akurs
í boccia, vann sigur í einstaklings-
keppni í boccia og í borðtennis.
Félagar í Snerpu frá Siglufirði
stóðu sig vel í sveitakeppninni í
boccia. Snerpa vann sigur í flokki
þroskaheftra og tvöfaldan sigur í
hverju ári, tókst í alla staði
ákaflega vel og var almenn
ánægja með alla framkvæmd og
Kristbjörn Óskarsson frá Völsungi
á Húsavík vann til verðlauna bæði í
einstaklings- og sveitakeppni í
boccia.
Elvar Thorarensen var tvímælalaust maður mótsins. Hann var í sigursveit
Akurs í bocciakeppninni, vann einstaklingskeppnina í flokki hreyfihamlaðra
og vann cinnig opinn flokk karla í borðtennis. Þá hlaut hann Ilængsbikar-
inn fyrir að standa sig best Akursfélaga á mótinu.
opnum flokki. Opni fokkurinn var
nýmæli á Hængsmóti og voru
keppendur í honum á öllum aldri.
I einstaklingskeppninni voru það
hins vegar Akursfélagar sem
stóðu sig best og unnu sigur í báð-
um flokkunum sem félagið átti
keppendur í.
Mikið gekk á í lyftingakeppn-
inni, en þar voru það lyftinga-
menn frá Akureyri sem héldu um
stjómartaumana. Fjöldi Islands-
meta féll en sigurvegarar urðu þeir
Gunnar Om Erlingsson úr Osp og
Amar Klemensson Viljanum. I
borðtennis komu bæði gullverð-
launin til Akureyrar, Sigurrós
Karlsdóttir vann kvennaflokkin,
Elvar Thorarensen karlaflokkinn
og Stefán bróðir hans varð í 3.
sæti.
Keppni í bogfimi fór fram í
Iþróttahúsi Glerárskóla, en mótið
hefur nú í raun sprengt Höllina ut-
an af sér. Keppt var í þremur
flokkum og unnu félagar úr IFR
þá alla. Keppni í öllum greinum
gekk sem fyrr segir með ágætum
og urðu litlar tafir þrátt fyrir mik-
inn fjölda keppenda.
Gífurleg spenna bæði á toppi og botni
- Eyjólfur með mark á móti Bayern
Eftir Ieiki helgarinnar í þýsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu,
er gífurleg spenna komin í
deildina, bæði í topp- og botn-
baráttunni. Þegar fimm umferð-
ir eru eftir eiga fjögur lið mögu-
Ieika á meistaratitlinum og
helmingur allra liðanna er í fall-
hættu.
Eyjólfur Sverrisson og félagar í
Stuttgart sóttu topplið deildarinn-
ar, Bayem Múnchen heim. Leik-
urinn var gífurlega fjörugur og vel
Ieikinn af beggja hálfu og þegar
upp var staðið höfðu átta mörk lit-
iö dagsins ljós. Helmer náði for-
ystunni fyrir Bayem strax á 3.
mín. en þá var komið að þætti
Eyjólfs, sem fjórum mínutum síð-
ar jafnaði leikinn fyrir Stuttgart
með glæsilegu skallamarki frá
markteig. Schupp bætti öðru
markinu við fyrir heimamenn á
23. mín., en Gaudino svaraði fyrir
gestina skömmu síðar. I seinni
hálflciknum var aldrei spurning
hvorum megin sigurinn myndi
lenda. Með Lother Matthaus í far-
arbroddi sýndu leikmenn Bayem
snilldartakta og á 52. og 56. mín.
skoraði Matthaus tvö glæsileg
mörk og síðan bætti Wolfart
fimmta markinu við á 61. mín.
Strunz lagaði stöðuna síðan fyrir
Stuttgart, með marki á 64. mín.,
en fleiri urðu mörkin ekki og
sanngjarn sigur Bayern því í höfn.
Eyjólfur lék allan leikinn gegn
Bayem og átti góðan dag. Hann er
nú orðinn næst markahæsti leik-
maóur Stuttgart í vetur með fimm
mörk.
Werder Bremen tapaði mikil-
vægu stigi í toppbaráttunni. Þegar
liðið náði aðeins jafntefli gegn
Wattenscheid á útivelli, 2:2.
Hobsch náði forystunni fyir Wer-
der á 12. mín, en í kjölfarið fylgdu
tvö mörk heimamanna, frá þeim
Neuhaus og Fink. Rufer náði síð-
an að tryggja liði sínu annað stigió
með marki á 68. mín. Þetta var
hans fimmtánda mark í vetur og
hann er nú ásamt Chapuisat hjá
Dortmund markahæstur í deild-
inni.
Frankfurt hefur enn ekki gefið
upp alla von um meistaratitilinn
og á föstudagskvöldið vann liðið
stórsigur á heimavelli gegn
Karlsruhe, 4:1. Mörk liðsins í
leiknum gerðu þeir Yeboah,
Kruse, Bein og Weber, en Roff
gerði eina mark gestanna.
Borussia Dortmund, sem mætir
Juventus annað kvöld í fyrri úr-
slitaleik liðanna um UEFA-bikar-
inn, er á mikilli siglingu þessa
dagana. Þessu fengu leikmenn Sa-
arbrúcken svo sannarlega að finna
fyrir þegar þeir komu í heimsókn.
Þeir áttu aldrei möguleika og þeg-
ar upp var staðió hafði Kostmann,
markvöróur Saarbrúcken, mátt
hirða knöttinn þrisvar úr netinu, á
meðan að Klos starfsbróðir hans í
hinu markinu átti náðugan dag.
Zorc skoraði fyrsta mark leiksins
úr vítaspyrnu og síðan bætti
Sammer tveimur mörkum við.
Dynamo Dresden þokaði sér af
mesta hættusvæðinu í bili. Þegar
liðið lagði Bayer Leverkusen aó
velli 2:0. Schmaler, sem áður lék
með Stuttgart, gerði fyrrra markið
á 32. mín. og síðan innsiglaði
Zickler sigurinn um miðjan seinni
hálfleikinn.
Borussia Mönchengladbach á
enn góða möguleika á UEFA-sæti
eftir góðan sigur á HSV á útivelli
0:2. Kastenmaier og Neun sáu um
að skora mörkin í Hamborg á
laugardaginn.
Köln vann gífurlega mikilvæg-
an sigur í botnbaráttunni þegar
liðið lagði Núrnberg að velli 2:0.
Pierre Littbarski, sem hefur leikið
í fimmtán ár í þýsku úrvalsdeild-
inni, lék á laugardaginn sinn síð-
asta heimaleik fyrir Köln. Hann
hefur gert samning við japanskt
knattspymulið og strax eftir næstu
umferð í deildinni, heldur hann til
Japan. Litti, eins og hann er kall-
aður, kvaddi aðdáendur sína í
Köln með því að sýna stórleik og
gera bæði mörk liðsins í þessum
mikilvæga leik. Köln, sem er í gíf-
urlegri falihættu, lék nú í fyrsta
sinn undir stjóm Danans, Morten
Olsen, sem tók við liðinu fyrr í
vikunni. Hann varó þar meó þriðji
þjálfari liðsins á yfirstandandi
keppnistímabili.
Kaiserslautern vann öruggan
sigur á Bochum, 3:1. Marin, Vog-
el og Kuntz skoruðu mörk heima-
manna, en Uwe Wegmann svaraði
fyrir gestina.
Leikmenn Bayer Uerdingen
hafa enn ekki gefið upp alla von
um að halda sér í deildinni og á
Iaugardaginn lagði lióió Schalke
að velli 4:2. Laessig með tvö, Go-
urlukowitsch og Peschke skoruðu
mörk Uerdingen í leiknum, en
Möller og Sendscheid gerðu mörk
gestanna.
Árni Hermannsson,
Þýskalandi.