Dagur - 05.05.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 05.05.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 5. maí 1993 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson íslandsmótið í vélsleðaakstri: Norðanmenn með tak á nær öllum titliun Þriðja mótið af 4 sem gildir til íslandsmeistaratitils í vélsleða- akstri fór fram í Hlíðarfjalli á laugardag og sunnudag. Síðasta mótið verður á Isafirði um næstu helgi en þegar hafa nokkrir tryggt sér titilinn. Það eru Ingólfur Sigurðsson á Artic Cat í opnum ílokki stærri sleða, Guðlaugur Halldórsson á Pola- ris Indy XLT í opnum flokki minni sleða og Finnur Aðal- björnsson á Polaris Indy Storm í stærsta flokki óbreyttra sleða. Allir eru þeir af EyjaQarðar- svæðinu þó Ingólfur sé búsettur fyrir sunnan. Það er samalagður árangur úr spymukeppni og samhliðabraut sem gildir til Islandsmeistaratitils og vegur spyrnukeppnin 30% á móti brautinni. Einnig er keppt í fjallaralli og snjókrossi þar sem margir sleóar eru í brautinni sam- tímis. Guðlaugur Halldórsson vann bæði braut og spyrnu á Polaris- sleða sínum og fékk síðan lánaðan Artic Cat EXT Tryggva Aðal- bjömssonar í snjókrossið og vann þar einnig sigur eftir æsilega keppni við Gunnar Hákonarson. Guðlaugi gekk illa í byrjun úr- slitaferðarinnar en vann sig smátt Jóhann Eysteinsson er hér í snjókrosskeppninni, en hann á í harðri baráttu um íslandsmeistaratitilinn í C flokki við Arnar Valsteinsson. Jóhann bar sigur úr býtum í samhliðabraut. Leiðrétting í grein um íslandsmeistaratitla KA í júdó í blaðinu í gær var sagt að KA hefði unnið 20 Islands- meistaratitla í barna- og unglinga- flokki á síðustu 2 árum en þeir eru mun fleiri. Hið rétta cr aó KA hefur samtals unnið 20 titla á þessu eina ári í barna-, unglinga- og follorðinsflokki. og smátt framar í hópinn og skaust fram úr Gunnari á síöustu metrununt. Sama gerði Siguröur Gylfason á Ski-doo Mac 1Z í stærri flokki snjókrossins. Hann, Finnur Aðal- bjömsson og Vilhelm Vilhelms- son börðust um sigurinn og varð Finnur 2. og Vilhelm 3. Vilhelm vann hins vegar brautarkeppnina í flokki AA og Finnur tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í TS flokki með sigri bæði í braut og spyrnu. Þá var hann í sigursveit Polaris- sumboðsins í fjallaralli ásamt Gunnari Hákonarsyni og Arnari Valsteinssyni þar sem Arnar náði besta tímanum. Tryggvi Aðalbjömsson vann B flokk í spyrnu, varó 2. í braut á EXT og 3. í spymu í opnum flok- ki á Thundercat. Jóhann Eysteins- son vann sigur í brautarkeppni C flokks, Jón Ingi Sveinsson B flokkinn, Amþór Pálsson A flokk og Ingólfur Sigurðsson opinn llokk stærri sleða. Sigurður Gylfason vann sigur í snjókrossi cftir spcnnandi kcppni og varð 2. bæði í spyrnukeppni og samhliðabraut á Ski-doo Mac 1Z, þeim cina sinnar tcgundar á landinu. Ökufcrð hans þvcrt yflr I’ollinn innan Lciruvegar cndaði hins vcgar ckki cins vcl og þurfti kafara til að ná slcðanum upp. Myndir Robin. Körfubolti: Glæsilegt hjá drengjalandsliðinu íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik náði þeim glæsi- lega árangri um helgina að tryg- gja sér sæti í 12 liða úrslitum Evrópukeppni landsliða. Liðið tapaði síðasta leik sínum í milli- riðlinum, sem lcikinn var í Lit- háen, en komst samt áfram körfuboltalandslið frá íslandi hef- ur náö og lofar vissulega góðu varðandi framhaldið. Urslita- keppnin fer fram í Tyrklandi í byrjun ágúst. Omar Sigmarsson Tindastóli og Hafsteinn Lúðvíks- son Þór voru báðir nteðal bestu leikmanna íslenska liðsins. Hversdagsleikar: 21 dagur til stefnu Nú eru 21 dagur þar til bæjakeppni Akureyrar og Ashkelon í Israel verður haldin. Keppnin hefur áður verið kynnt í Degi og verður aug- lýst cnn bctur. Sá bær sem fær stærri hluta íbúanna til að hreyfa sig þann 26. maí nk. vinnur. Sá bær sern tapar þarf að flagga fána hins í heila viku. Því er heiður Akureyrar í húfi. Þetta er einn besti árangur sem Knattspyrna, Feykisbikarinn: Körfuknattlciksdeild Þórs hélt lokahóf um síðustu helgi og voru þá ýmsar viðurkcnningar vcittar. Á myndinnin cru frá vinstri: Friðrika Þorkelsdóttir, sem tók við verðlaunum Guðbrandar Þorkelssonar, Þórður Stcindórsson, besta ástundun í drengjafl., Einar Ragnarsson, besta ástundun í 9. fl., Arnar Gunnarsson, bcstur í 9. fl., Valgeir M. Sturluson, mcstu framfarir í 9. fl., Dýri Hrciðarsson, bestur í minnibolta, Bjarni Magnússon, mcstu framfarir í 8. fl., Jón I. Baldvinsson, bcstur í minnibolta, Sverrir Snorrason, bcsta ástundun í 7. flokki, Víðir Hauksson, besta ástundun í minnibolta, Magnús Helgason, mcstu framfarir 7. flokks og Sölmundur K. Pálsson, besta ástundun í minni minni bolta. A myndina vantar Orra Óskarsson, besta leikmann 7. flokks, Sigurð Sigurðsson, besta leik- mann 8. flokks, Hafstein Lúðvíksson, besta lcikmann drengjaflokks, Birgi Þrastarson, besta lcikmann í minni minni bolta, Hjört Davíðsson, mcstu framfarir í minni minni bolta og Trausta Björgvinsson, besta ástundun í 8. flokki. Barátta Hvatar og KS um toppsætið Línur eru verulega farnar að skírast í keppninni um Feykis- bikarinn. Nú er orðið ljóst að það verða Hvöt og KS sem tak- ast á um toppsætið og verður úrslitaleikur þeirra á Sauðár- króki nk. laugardag kl. 16. Þar dugir Hvöt jafntefli til sigra í mótinu. Úrslit úr tveimur síðustu leikj- um urðu þau að KS vann stórsigur Athugasemd Vegna greinar á íþróttasíðu Dags í gær um félagaskipti Ax- els Vatnsdal skal tekið fram að ekki var rétt eftir honum haft að það væru einkum atvinnu- mál sem þarna spila inní. Axel stóð til boða starf á Húsa- vík og sýndi vinnuveitandi hans á Akureyri mikla lipurð svo hann gæti fengið sig sem fyrst lausan og hafið æfingar með Húsvíking- um. Þetta leiðréttist hér með. á Þrym 9:1 en leik Þryms og Neista lauk með jafntefli 2:2. Eins og tölurnar sýna voru yfirburðir KS miklir þegar Þrymur kom í heimsókn til Siglufjarðar. Heima- menn skoruðu strax á fyrstu mín- útunum og staðan í leikhléi var 5:1.1 þeim síðari bættust síðan 4 mörk við. Arnar Sveinsson skor- aði þrcnnu fyrir KS, Hörður Bjarnason og Oli Agnarsson 2 hvor og þeir Hafþór Kolbeinsson og Dagur Gunnarsson 1. Mark Þryms skoraði Guðbrandur Guð- brandsson. Neisti komst í 2:0 í fyrri hálf- leik þcgar Þrymur og Neisti mætt- ust. Mörkin skoruðu Kristján Jónsson og Haukur Þórðarson. í síðari hálfleik snérist dæmið við og Þrymur jafnaði með mörkum Orra Hreinssonar og Ama Frið- rikssonar. Þrymur átti fleiri opinn færi í leiknum, en þau tókst ekki að nýta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.