Dagur - 05.05.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 05.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 5. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐKR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Það hálfa væri nóg Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur nú setið að völdum í tvö ár, eða með öðrum orðum, hálft kjör- tímabil sitt. Því miður bendir fátt til þess að hún hyggist láta af völdum fyrr en kjörtímabilinu lýkur, þótt hið hálfa væri nóg, miðað við frammistöðu hennar til þessa. Embættisferill ríkisstjórnarinnar er varðaður áföllum og hörmungum hvert sem lit- ið er og henni hefur mistekist að ná fram öllum þeim markmiðum sem hún setti sér í upphafi. Vonbrigðin eru mörg og stór og skal hér fátt eitt talið: Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ætlaði að koma samningunum um Evrópskt efnahagssvæði í höfn í byrjun kjörtímabilsins. Henni hefur enn ekki tekist það og hefur raunar sætt mikilli gagnrýni fyrir meðferð sína á því máli öllu. Ríkisstjórnin boðaði markvissari stjórn ríkisfjár- mála og minnkandi ríkissjóðshalla. Það loforð hef- ur hún enn ekki efnt. Útgjöld ríkissjóðs hafa farið marga milljarða króna fram úr áætlun þau tvö ár sem hún hefur setið við völd og yfirstandandi ár verður metár í ríkissjóðshalla, ef fram heldur sem horfir. Ríkisstjórnin ætlaði að ljúka samningum um nýtt álver á íslandi á fyrstu vikum valdaferils síns en þeir samningar voru vel á veg komnir í tíð fyrri ríkisstjórnar. Á tveggja ára afmæli ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er ný stóriðja afar fjarlægur og jafnvel langsóttur möguleiki. Ríkisstjórnin lofaði að draga úr skattheimtu og jafna byrðar þegnanna. Þau loforð hefur hún svik- ið svo kinnroðalaust að skattbyrðin hefur aldrei verið þyngri en nú og bilið milli ríkra og fátækra aldrei breiðara. Ríkisstjórnin lofaði að vinna markvisst að því á kjörtímabilinu að draga úr atvinnuleysi. Þrátt fyrir það hefur atvinnuleysi vaxið hröðum skrefum síð- ustu tvö árin og aldrei verið meira en nú. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að hækka vexti á ríkisverðbréfum. Frá þeirri stundu hefur hún ekki ráðið neitt við neitt á vaxtasviðinu. ís- lendingar búa nú við hæstu raunvexti í heimi; ok- urvexti sem eru langt komnir með að sliga allt at- vinnulíf í landinu. Eftir að hafa greitt atvinnulífinu svo þungt högg, lýsti ríkisstjórnin því yfir að nú yrði hver að bjarga sér. Trú þeirri yfirlýsingu hefur hún látið hjá líða að taka á hrikalegum vanda at- vinnulífsins, ekki síst sjávarútvegsins. Afleiðingar „afskiptaleysisstefnu “ hennar eru gjaldþrot á gjaldþrot ofan og illleysanlegur vandi margra byggðarlaga, sem byggja afkomu sína á útgerð og fiskvinnslu. Og þannig mætti lengi telja. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er samnefnari fyr- ir fyrir svikin loforð, brostnar vonir, hroka, „einka- vinavæðingu" og vaxandi vanda á öllum sviðum þjóðlífsins. Það hálfa væri svo sannarlega meira en nóg. Þess vegna á vaxandi meirihluti þjóðar- innar þá ósk heitasta að kjörtímabili ríkisstjórnar- innar fari senn að ljúka. Þá frómu ósk ætti afmæl- isbarnið að taka til gaumgæfilegrar athugunar. BB. MENOR - mennmgardagskrá í maí TÓNLEIKAR | Laugardagur 8. maí kl. 21. Tjarnarborg í Ólafsfirði. Kirkju- kór Ólafsfjarðar með tónleika. Sunnudagur 9. maí kl. 16. Ljós- vetningabúð. Kirkjukór Ólafs- fjarðar. Sunnudagur 9. maí kl. 21. Húsa- víkurkirkja. Kirkjukór Ólafs- fjarðar. Sunnudagur 9. maí kl. 21:00. Gítartónleikar í Akureyrar- kirkju. Brottfarartónleikar Hall- dórs Más Stefánssonar. Mánudagur 11. maí. Tónleikar gítardeildar í Tilraunasal í Gróf- argili. Þriðjudagur 11. maí. Tjamar- borg. Tónleikar Söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar kl. 21. Miðvikudagur 12. maí kl. 20:30. Vortónleikar eldri nem- enda í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju. Fimmtudagur 13. maí kl. 19:00. Tónleikar strengjasveita í Gler- árkirkju. Laugardagur 15. maí kl. 14:00. Vortónleikar yngri nemenda í Glerárkirkju. Laugardagur 15. maí. Galgopar í Freyvangi. Dansleikur eftir tónleika. Sunnudagur 16. maí kl. 16:00. Tónleikar Blásaradeildar í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju. Miövikudagur 19. maí kl. 21:00. H vammstangakirkja. Marteinn H. Friðriksson með tónleika. Laugardagur 22. maí kl. 17:00. Skólaslit í Akureyrarkirkju. LEIKLIST Þriðjudagur 4. maí kl. 20:30. Kveðið í Dalnum. Melar í Hörg- árdal. Samantekin dagskrá eftir Hörgdælinga flutt af Leikdeild Umf. Skriðuhrepps. Leðurblakan í Samkomuhúsinu Akureyri. Miðasala opin frá kl 14:00 - 18:00 alla daga nema mánudaga. MYNDLIST Nú stendur yfír málverkasýning Elíasar B. Halldórssonar list- málara í Listhúsinu Þingi. A sýningunni eru 30 olíumálverk. Sýningin er opin virka daga kl. 14-19 og umhelgarkl. 14-22. Gallerí Allrahanda, Grófargili, Kaupangsstræti sími 21580. Op- ið kl. 13:00-18:00 virka daga. Kl. 10:00-12:00 laugardaga. KIRKJULISTAVIKA í AKUREYRARKIRKJU Þriðjudagur 4. maí. Kl. 20:30. Leiklesin dagskrá í Akureyrar- kirkju á vegum Leikfélags Ak- ureyrar. Dagskrá til heiðurs Hallgrími Péturssyni í saman- tekt Hannesar Amar Blandon. Sungið verður úr Passíusálmum séra Hallgríms. Flytjendur eru félagar úr Kór Akureryarkirkju og Jón Þorsteinsson tenór. Tón- listarstjóri er Bjöm Steinar Sól- bergsson. Mióvikudagur 5. maí. Kl. 10:00. Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Rósa Júlíusdóttir mynd- listarkona og kennari við Mynd- listaskólann á Akureyri ræðir um gildi þess að kenna ungum börnum myndlist. Kl. 20:30 Leiklesin dagskrá um Hallgrím Pétursson, önnur sýn- ing. Fimmtudagur 6. maí. Kl. 15:00. Opið hús. Séra Hannes Örn Blandon heldur fyrirlestur um Hallgrím Pétursson. Jón Þor- steinsson tenór syngur. Kl. 17:15. Fyrirbænaguósþjón- usta í Akureyrarkirkju. Föstudagur 7. maí. Kl. 18:00. Aftansöngur í Akureyrarkirkju. Kammerkór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Bjöms Steinars Sólbergssonar organ- ista kirkjunnar. Laugardagur 8. maí. Kl. 12:00 Hörður Askelsson organisti Hallgrímskirkju heldur hádegis- tónleika í Akureyrarkirkju. A þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu dr. Páls Isólfssonar og flytur Hörður orgelverk eftir Pál. Auk þess flytur hann Snert- ur eftir Þorkel Sigurbjömsson. Kl. 14:00. Málþing í Safnaóar- heimilinu þar sem yfirskriftin er Tónlist í kirkjunni. Fundarstjóri er séra Þórhallur Höskuldsson. Erindi flytja Hörður Askelsson organisti, Þorkell Sigurbjöms- son tónskáld og séra Kristján Valur Ingólfsson rektor Skál- holtsskóla. Eftir að erindum lýkur verða pallborðsumræður en í þeim taka þátt Bjöm Steinar Sólbergsson, Jón Hlöðver As- kelsson, og Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar. Sunnudagur 9. maí. Kl. 14:00. Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju. Sr. Pétur Sigurgeirsson fyrrv. biskup predikar. Sr. Bolli Gúst- avsson vígslubiskup, sr. Birgir Snæbjömsson og sr. Þórhallur Höskuldsson þjóna fyrir altari. Flytjendur tónlistar: Kór Akur- eyrarkirkju, Jón Þorsteinsson tenór og Dóróthea Dagný Tóm- asdóttir orgelleikari. Stjómandi og organisti er Bjöm Steinar Sólbergsson. Kl. 17:00. Tónleikar Kammer- hljómsveitar Akureyrar og Kórs Akureyrarkirkju undir stjóm Guðmundar Öla Gunnarssonar skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Kór og hljómsveit flytja Requiem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar veróa Margrét Bóasdóttir sopran og Michael Jón Clark bariton. Einnig verður flutt Pelleas og Mélisande eftir Fauré. Stjórn- andi kórs Akureyrarkirkju er Bjöm Steinar Sólbergsson. Fiórtán reyklausir dagar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur farið þess á leit við Dag að blaðió birti leið- beiningar til þeirra sem hættu aó reykja á „Reyklausa daginn" svonefnda 29. apríl sl. Leið- beiningar þessar taka til fyrstu 14 daganna. Hér á eftir fara ráóleggingar sem gilda fyrir sjöunda daginn, þ.e. mióviku- daginn 5. maí. Sjöundi dagur Heil vika án reyks - hve langt er síóan þú hefur upplifað ann- að eins? Aó minnsta kosti hef- urðu nú sannfært sjálfan þig um að tóbakió er ekkert alls- herjar yfirvald yfir tilveru þinni, þú getur verið án þess ef þú vilt. Erfióasta tímabilið er að baki. Frá þessum degi verður hver dagurinn ofurlítið auðveld- ari en sá næsti á undan. Þó máttu gera ráó fyrir að verða fyrir óskýranlegri löngun í tóbak. Til þess að þér takist að stíga skrefið til fulls frá því að vera reykingamaður og til þess að vera fyrrverandi reykinga- maður þá er mikilvægt aó þú gleymir ekki að endurtaka meó sjálfum þér hvers vegna þú ákvaðst að verða fyrrverandi reykingamaður. Það er ekki eingöngu vegna þess að tennurnar verða hvít- ari, litarhátturinn frískari, skap- Athafnafólk í Strandasýslu kom saman á sumardaginn fyrsta. Tilefnið var að ræða hvort áhugi væri fyrir að fara út í framleiðslu á ýmsum smávarn- ingi, bæði til að selja heima- mönnum og þeim sem eiga leið um. Mikill áhugi er fyrir slíkri starfsemi, enda mikið af hagleiks- og listafólki á svæðinu. Stefnt er að því að vera með markað í sumar og ef vel tekst til er stefnan að gera meira af því í náinni fram- tíð. Miðvikudagskvöldið 5. maí er ætlunin að hafa opið hús í Kven- félagshúsinu á Hólmavík kl. 20.00. Þar er athafnafólki gert ið betra og bjartara yfir tilver- unni að þú lætur sígarettuna eiga sig. En þetta er hluti laun- anna sem þú hefur fengið greidd fyrir að ganga í hóp þeirra sem reykja ekki. Ef til vill hefurðu aldrei hug- leitt á kerfisbundinn hátt hvaða tjón sígarettan hefur unnið á líkama þínum. Nú skaltu gefa þér tíma til þess einmitt þegar þú er laus við skaðvaldinn. kleift að koma saman og vinna fjarri erli heimilisins. Öllum er velkomið að líta í kaffi enda eru opnu húsin ekki síóur hugsuð sem vettvangur til að koma saman og ræða málin og sjá hvað er verið að sýsla. Ef áhugi reynist fyrir jiessum opnu húsum þá mun veróa framhald þar á. Fleiri hópar munu vera starf- andi í Strandasýslu eða um það bil að hefja starfsemi. Þeim sem hafa áhuga eða vilja kynna sér starfsemina er bent á að hafa samband við Önnu Margréti Val- geirsdóttur í síma 13210, eða Sól- rúnu Jónsdóttur í síma 31882. AMV Strandasýsla: Steftit að því að vera með markað í sumar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.