Dagur - 07.05.1993, Síða 1

Dagur - 07.05.1993, Síða 1
Könnun á atvinnuhorfum skólafólks á Akureyri: Færri með trygga vinnu en á sama tíma í fyrra Nokkru færri nemendur í Verk- menntaskólanum og Mennta- skólanum á Akureyri höfðu tryggt sér sumarvinnu í lok síð- asta mánaðar en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í könn- un sem Hermann Oskarsson, fé- lagsfræðingur, gerði á „atvinnu- horfum framhaldsskólancm- enda og nemenda tíundabekkj- Leikfélag Akureyrar: Ekkert lát á vmsældum Leðurblök- unnar - 3700 áhorfendur að loknum 17 sýningum Um 3700 áhorfendur hafa kom- ið á 17 sýningar á Leðurblök- unni hjá Leikfélagi Akureyrar og er ekkert lát á vinsældum þessarar skemmtilegu óperettu. Sætanýting í húsinu er líka mjög góð, um 90%, og uppselt á flestar sýningar til þessa. Viðar Eggertsson, leikhússtjóri LA, sagði að þótt sætanýtingin væri góö hefði hún getað verið enn betri. Iðulega panta stórir hópar miða á sýninguna en það vill brenna við aó á síðustu stundu heltist einhverjir úr lestinni og er þá óhægt um vik að selja í laus sæti ef fyrirvarinn er nánast eng- inn. Miðapantanir halda áfram að streyma inn og forsvarsmenn Leikfélags Akureyrar búast við að sýna Leðurblökuna fram undir miðjan júní ef fram heldur sem horfir. Viðar sagði að leikfélagsfólkið væri ákaflega stolt yfir þessari vclgengni og hann sagði að það hefði verið mjög gaman að koma noróur og taka við leikhúsi sem gengur fyrir fullu húsi. SS ar a fyrir eyrar. Akureyri sumarið 1993“ atvinnumálanefnd Akur- I samskonar könnun sem at- vinnumálanefnd stóð fyrir 27.-30. apríl 1992 höfðu 76,3% nemenda MA og VMA tryggt sér sumar- vinnu. Samkvæmt niðurstöðum samskonar könnunar, sem fram- kvæmd var 16.-28. apríl sl., höfóu 67% nemenda þessara tveggja skóla tryggt sér sumarvinnu. I könnuninni í ár voru atvinnu- horfur nemenda í 10. bekkjum Gagnfræðaskólans, Glerárskóla og Síðuskóla kannaðar. í ljós kom að 35% nemenda 10. bekkjar Gagn- fræðaskólans höfðu trygga vinnu, 31,9% nemenda í 10. bekk Glerár- skóla og 34,6% nemenda í 10. bekk Síðuskóla. Samtals tóku 1175 nemendur í VMA, MA og grunnskólunum þrem þátt í könnuninni, þar af 548 piltar og 627 stúlkur. I Ijós kom að hlutfall pilta og stúlkna með trygga sumaratvinnu reyndist mjög svipað, 62,2% pilta og 61,9% stúlkna. Hlutfallslega flestir piltar hafa fengið byggingarvinnu, eða tæp 16%. Síðan kemur flokkurinn „annað“ með 15,1% og „annar iðnaður“ með 12,4%. Allt annað er uppi á teningnum hjá stúlkun- um. 26,7% þeirra hafa fengið vinnu við afgreiðslustörf og 19% í fiskvinnslu. óþh Mynd: IM Engin ákvörðun um framtíðar- nýtingu húsnæðis Sólborgar - gert ráð fyrir að 10-12 einstaklingar á Sólborg flytji á sambýli á þessu ári Hið opinbera hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðarnýtingu húsnæðis Vistheimilisins Sól- borgar á Akureyri, en þroska- heft fólk sem þar hefur búið er smám saman að flytjast út á íslenskur skinnaiðnaður hf.: Horfur á 70 milljón króna lægri tekjum vegna gengismála „Vinna við endurskipulagningu og hagræðingu á helstu rekstr- arþáttum fyrirtækisins er í full- um gangi, en ljóst er að vinna þarf ákveðna hluti bæði meira og betur. Eg get ekkert um það Slökkviliðsmenn neita að vnina Landssamband slökkviliðs- manna, sem hingað til hefur verið fagfélag slökkviliðs- manna víðs vegar um land, hefur farið fram á það við Launanefnd sveitarfélaga að það verði viðurkennt sem stéttarfélag en fengið afdrátt- arlaust afsvar frá viðsemjend- um. Við ráðningu slökkviliðs- manns cr iðnaðarmenntunar eða sambærilegrar mcnntunar kraf- ist og þcss einnig getið í starfs- lýsingu hvers og eins, en að þeirra mati í engu virt þegar um röðun í launaflokka er aó ræða. Vegna fyrmefnds afsvars hat'a allir slökkviliðsmenn ákveðið að leggja nióur alla iðnaðar- mannavinnu til að lcggja áherslu á kröfur um að Lands- sambandið verði virt sem stétt- arfélag. Undir iónaóarmanna- vinnu getur t.d. fallið viðhald á tækjum og nýsmíði alls konar. Slökkviliðsmenn á Akureyri eru þátttakendur í þessum aðgcrð- um og hófust þeirra aógeróir strax í gær. GG sagt hvenær þeirri vinnu lýkur en vonandi verður það þó fljót- lega,“ sagði Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Islensks skinnaiðnaðar hf. Miðað við óbreytt gengi á gjaldmiðlum helstu viöskiptalanda Islensks skinnaiðnaðar hf. og svipaða þróun og hefur verið á síðustu misserum og sl. ári þá má búst við 60 til 70 milljón króna lægri tekjum miðað við síðasta ár. Um 80% af viðskiptum fyrirtækis- ins hafa verið í ítölskum lírum og enskum pundum, en frá því í maí- mánuði 1992 hefur gengi lírunnar lækkað um 10,6% en gengi pundsins um 7,2%. Þess ber þó að geta aö á síðustu 12 mánuðum hefur gengishrapið stundum verið meira. Vegna töluverðs samdráttar í sölu til stærstu viðskiptalanda fyrirtækisins var nokkrum hópi starfsfólks, aðallega kvöldvaktar- fólki, sagt upp störfum og taka flestar uppsagnimar gildi við upp- haf sumarfría hjá fyrirtækinu, þ.e. 10. júlí nk. Á sl. ári voru 193 árs- verk hjá Islenskum skinnaiðnaði hf. GG sambýli á Norðurlandi. Nú búa 29 manns á Sólborg, en flestir voru íbúar þar á bilinu 60-70. Á þessu ári er búist við að 10-12 einstaklingar á Sólborg flytjist á sambýli á Ilúsavík og Blöndu- ósi, en beðið er eftir formlegu grænu Ijósi frá félagsmálaráðu- neytinu á þessi tvö nýju sam- býli. Á árunum 1991 og 1992 fluttu 15 einstaklingar af Sólborg út á sambýli og jafnframt losnaði rými á Sólborg. Bjami Kristjánsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra á Norð- urlandi eystra, segir að húsnæði Sólborgar sé fullnýtt eins og er. „Þarna kom inn dagvist og skammtímaþjónusta, sem var á hrakhólum áður. Einnig er þarna ný þjónusta, sem er deild fyrir þroskaheft fólk með alvarlegar at- ferlistruflanir. Það liggur ekkert fyrir um hversu lengi þessi þjón- usta verði í þessu húsnæði. Eg geri ráð fyrir því að áfram verði þörf fyrir þjónustu af þessum toga, en ekki er ljóst hvort hún verður í þessu húsnæði til fram- búðar eða annars staðar,“ sagði Bjami. Af hálfu hins opinbera hefur engin ákvöróun verið tekin um framtíðamýtingu Sólborgar, en ýmsar hugmyndir hafa verið nefndar af heimamönnum. Meðal annars hefur verið nefnt að nýta húsin fyrir ferðaþjónustu í ein- hverri mynd og sú hugmynd hefur einnig komið upp að nýta þau fyr- ir leikskóla. Margt er talið koma til greina í þessu sambandi. Um það eru Bjami Kristjánsson og Sigrún Sveinbjömsdóttir, for- stöðumaður Sólborgar, sammála. Til greina kemur að ríkið, sem á húsin á Sólborg, selji eða leigi þau. Um það hefur þó engin ákvöróun verið tekin, en Sigrún Sveinbjömsdóttir telur tímabært að hið opinbera fari að velta framtíðamýtingu húsanna fyrir sér í fullri alvöru. Af hálfu Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra hef- ur sú stefna verið mörkuð að allir einstaklingar á Sólborg flytji út á sambýli, en fjárveitingar af hendi ríkisvaldsins ráða væntanlega hraða þeirra breytinga. óþh Akureyri: Bflvelta og hraðakstur Ungur ökumaður velti bifreið sinni á efri leiðinni í Kjarna- skóg, við afleggjarann að Hömr- um í gærmorgun. Skemmdir urðu á bifreiðinni en ekki er tal- ið að nein teljandi meiðsl hafi orðið á mönnum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri mun öku- maðurinn hafa misst vald á bif- reiðinni í lausamöl en þama er um ómalbikaðan vegarkafla að ræða. Engar beygjur eru í nágrenni við veltustaðinn svo talið er að hraður sé orsök veltunnar. Einn var í bifreiðinni ásamt akstur farþegi ökumanni og vom báðir fluttir á slysadeild til athugunar en talið er að ekki sé um nein alvarleg meiðsl að ræða. Þá var einn öku- maður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á leiðinni frá Akureyrar- flugvelli að miðbæ, svonefndri Drottningarbraut. Reyndist hann vera á 125 kílómetra hraða en þama er 70 kílómetra hámarks- hraði. Okumaðurinn var þegar sviptur ökuleyfi. ÞI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.