Dagur - 07.05.1993, Síða 9

Dagur - 07.05.1993, Síða 9
Föstudagur 7. maí 1993 - DAGUR - 9 Firmakeppni Léttis á Akureyri - 89 fyrirtæki tóku þátt Firmakeppni Hestamannafé- lagsins Léttis fór fram á Breið- holtsvelli ofan Akureyrar, laug- ardaginn 1. maí. Til keppninnar voru skráð 89 fyrirtæki, en mun fleiri khapar mættu til Ieiks með hesta sína. Áhorfendur voru fjölmargir og Léttiskonur sáu um veitingar í félagsheimili Léttismanna, Skeifunni. Firmakeppni Hestamannafé- lagsins Léttis gefur glögga mynd af hestakosti Akureyringa og hann er góður. Menn mættu til leiks með fáka sína þvegna og strokna svo unun var á að líta. Keppt var í þremur flokkum, flokki barna og unglinga, flokki kvenna og flokki karla. Dómarar voru frá Hesta- mannafélaginu Funa í Eyjafjarðar- sveit og Vélsmiöja Akureyrar gaf öll verðlaun, sem voru hin vegleg- ustu. Urslit í barna og unglinga- flokk: 1. Feldur, knapi Þórir Hólmgeirsson. 2. Skuggi, knapi Elvar Jónsteinsson. 3. Leira, knapi Sveinn Ingi Kjartansson. Knapaverðlaun hlaut Hrafn- hildur Jónsdóttir á hestinum Kól- umbusi. Urslit í kvennaflokki: 1. Glitnir, knapi Sigrún Brynjars- dóttir. 2. Stjarna, knapi Helga Árnadóttir. 3. Aron, knapi Aldís Björnsdóttir. Knapaverðlaun hlaut Helga Árnadóttir. Urslit í karla- tlokki: 1. Nökkvi, knapi Baldvin Ari Guðlaugsson. 2. Sabína, knapi Börkur Hólmgeirsson. 3. Sara, knapi Heimir Guðlaugsson. Knapaverðlaun hlaut Erlendur Ari Oskarsson á hryssunni Svölu. ój Sígurvegari í karlaflokki, Baldvin Ari Guðlaugsson, lengst til hægri situr hestinn Nökkva frá Þverá í Skíðadal. I öðru sæti Börkur Hólmgeirsson og Sabína, þá Heimir Guðlaugsson í þriðja sæti, situr hryssuna Söru frá Þverá, og lengst til vinstri Eriendur Ari Oskarsson er hlaut knapaverðlaun á hryss- unni Svölu. Stefán Erlingsson, formaður Léttis, afhenti siguriaun flrmakcppninnar. Á myndinni er Stefán lengst til hægri. Þá kemur sigurvegarinn í kvennaflokki Sigrún Brynjarsdóttir er situr hestinn Glitni. I öðru sæti varð Helga Árna- dóttir á Stjörnu. Helga hlaut einnig knapavcrðlaun í kvennaflokki. í þriðja sæti varð Aldís Björnsdóttir, móðir Helgu, og situr þann iandsþckkta gæð- ing Aron. Myndir: Jónsteinn. Sigurvegarinn í unglingaflokki Þórir Hólmgeirsson og hcsturinn Feldur lengst til vinstri. 1 öðru sæti Elvar Jónsteins- son og Skuggi og í þriðja sæti Sveinn Ingi Kjartansson og Leira. Lengst til hægri er Hrafnhildur Jónsdóttir, sem fékk knapaverðlaun, og hesturinn Kólumbus. Starfsdeild við Löngumýri auglýsir! í íþróttahöllinni laugardaginn 8. maí, klukkan 2-6. Handavinna • Listmunir • Myndir. Til sölu: ★ Kaffi og vöfflur. ★ Ýmsir listmunir. ★ Framleiðsluvörur Konur athugið! Haldið verður 10 tíma reiðnámskeið á vegum kvennadeildar Léttis. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11. maí kl. 18.30 á Breiðholtsvelli. Kennari verður Kolbrún Kristjánsdóttir. Þátttaka tilkynnist til: Kolbrúnar Kristjánsdóttur, sími 96-61610, Maríu •E^ijsdóttur, sími 96-23236, Júlíu Sigurjónsdóttur, sími 96-21668. K.D.L. HOTEL KEA Laugardagskvöldið 8. maí. Herramenn leika fyrir dansi Glæsilegur sérréttamatseðill. Katla hf., sem er pökkunarverksmiðja og heildverslun, hélt nýlega námskeið í Sjallanum á Akureyri fyrir starfsfólk kjötborða og þeirra sem starfa að matvælaframleiðslu, þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar. Jónas Þór Jónasson töfraði fram nýjar hugmyndir á grilisteikurnar, bæði í þurrkryddi og marineringum. Katla hf. er einn stærsti kryddinnflytjandi landsins og hcfur á lagcr um 200 mismunandi kryddblöndur og marineringar. Fjölmargir þátt- takendur voru á námskeiðinu og eru þeir á myndinni ásamt Jónasi Þór og Sævari Sverrissyni, sölufullrúa Kötlu hf. ★ Fyrir leikhúsgesti bjóðum við okkar vinsæla leikhúsmatseðil sem er: Rjómalöguð skelfisksúpa. Léttsteiktar lambalundir með Madeirasósu. Kaffi og konfekt. Verð kr. 2.500,- Innifalinn dansleikur, höldum borðum meðan á sýningu stendur. Sunnudagsveisla á Súlnabergi. Súpa, tveir kjötréttir ásamt salatbar og deserthlaðborði. Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050,- Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vi gjald fyrir 7-12 ára.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.