Dagur


Dagur - 11.05.1993, Qupperneq 1

Dagur - 11.05.1993, Qupperneq 1
Héraðsdómur Reykjavíkur: Akureyri, þriðjudagur 11. maí 1993 76. árg. HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599^ Pétur Sigurðsson, formaður Atvinnuleysistryggingasjóðs, í ræðustól. Við borðið sitja f.v.: Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Vilhjáimur Þ. Viihjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarféiaga, Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi úr Keilavík, og Kristján Júlíusson, bæjarstjóri á Dalvík. Mynd: Robyn Tíu ára fangelsi fyrir nauðganir og fleiri brot Maðurinn sem nauðgaði konu á Akureyri í júlí á síðasta ári, ógnaði henni með hnífi og hót- aði að gera börnum hennar mein hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Umræddur maður, Björgvin Þór Ríkharðsson, var dæmdur fyr- ir tvær nauðganir, líkamsárás, vopnað rán og fleiri glæpi. Þetta er þyngsti refsidómur í sakamáli hér á landi að manndrápsmálum frátöldum. Sem kunnugt er neitaði Björg- vin Þór að hafa nauðgað konunni á Akureyri en með DNA-rann- sókn tókst að sanna að hann hefói framið glæpinn og með hliðstæðri rannsókn hafði annar maður verið Ráðstefna sveitarstjórnarmanna um atvinnuleysisvandann: Tekjur atvmnuleysistrygginga- sjóðs hrökkva ekki lengur til - fímm hundruð milljónir til atvinnuskapandi verkefna í ár Sveitarfélögin í landinu eiga allt frumkvæði þess að lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð var breytt og honum veitt heimild til þess að ráðstafa 500 milljónum króna til atvinnuskapandi verk- efna. Sá vandi er skapast hcfur vegna minnkandi atvinnumögu- leika er þegar orðinn of viða- mikill til að einstök sveitarfélög, hvert fyrir sig, geti tekist á við hann og því nauðsynlegt að grípa til sameiginlegra aðgerða. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, á ráðstefnu samtakanna um áhrif atvinnuleysis og sérstakar að- gerðir sveitarfélaga, sem haldin var á Akureyri í gær. Varðandi áframhaldandi að- gerðir sagði Vilhjálmur að ekki nægði að efna til tímabundinna at- vinnuskapandi verkefna heldur yrði einnig að vinna aó varanleg^ um brcytingum í atvinnumálum. I því sambandi þyrfti að efia þekk- ingu þjóðarinnar og auka úr- vinnslu þeirra afurða sem við framleiðum í landinu. Einkum þyrfti að leita leióa til að fullvinna fleiri framleiösluafurðir cn nú er gert. Hann sagði aö hið mikla at- vinnuleysi hér á landi væri ein- hver sá mesti bölvaldur sem þjóð- in byggi við. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjómar Akureyrar, sagði nauðsynlegt aó vinna þau verkefni til atvinnusköpunar, sem sveitar- félögin stæðu fyrir, í sem nánustu samstarfi við atvinnufyrirtækin á hinum almenna vinnumarkaði. Vegagerð ríkisins: Tilboð opnuð í 4 verk á Norðurlandi vestra í gær voru opnuö tilboö í fjögur verk í umdæmi Vegagerðar rík- isins á Sauðárkróki. I fyrsta lagi Ilólaveg í Hjaltadal, í öðru lagi klæðingar á Norðurlandi vestra, í þriðja lagi efnisvinnslu á Norðurlandi vestra og í fjórða lagi lagningu ræsis í Grjótá á Öxnadalsheiði. Framkvæmdum við Iagningu 3,4 km kafla á Hólavegi skal lokið .1, ágúst nk. Lægsta tilboðið átti G. Hjálmarsson á Akureyri, 12,67 milljónir króna, 66% af kostnað- aráætlun. Fimm tilboð bárust. Efnisvinnslu á Norðurlandi vestra skal lokið 1. júní 1994. Um er aó ræóa 60 þúsund rúmmetra. Arnarfcll hf. Akureyri og Króks- verk hf. á Sauóárkróki áttu lægstu tilboðin, bæði rétt rúmlega 62 milljónir króna, eða 98,4% af kostnaóaráætlun. Fjögur tilboð bárust. Klæðingum á Noróurlandi ves- tra skal lokið 15. september nk. Um er að ræða nýlagnir, 100 þús- und fermetra, og yfirlagnir, 220 þúsund fermctra. Tvö tilboð bár- ust og átti Borgarverk hf. lægra tilboðið, 34,4 milljónir króna, 78,1% af kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið kom frá Klæðingu hf. í Garðabæ, 36,5 milljónir króna, 82,7% af kostnaðaráætlun. Að síóustu voru í gær opnuð tilboð í ræsisgerð í Grjótá á Öxna- dalsheiði, en því verki á að vera lokið 1. júlí nk. Átta tilboð bárust og átti G. Hjálmarsson á Akureyri lægsta tilboðið, 1,43 milljónir króna, 72,5% af kostnaðaráætlun. óþh Akveðið var að sveitarfélögin myndu verja 500 milljónum króna, lögregluskattinum ill- ræmda, til atvinnuskapandi verk- efna í gegnum Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Þessi fjárveiting sveitarfélaganna til sameiginlegra verkefna er aóeins fyrirhuguó nú í ár og ræddi Sigríður Stcfánsdóttir meðal annars um hvaó taki við í þessum efnum á næsta ári og lagði áherslu á þátt stjómvalda í því efni. Pétur Sigurósson, formaður Al- þýóusambands Vestfjarða og for- maóur Atvinnuleysistrygginga- sjóös, sagði að atvinnuleysisvand- inn væri nú orðinn stærri heldur en sjóðurinn ráði við. Tekjur sjóösins hrökkvi ekki lengur fyrir útgjöldum og ekki annað fram- undan en að ganga á höfuðstól hans, sem ekki muni duga lengi komi engar fjárveitingar til. Því verði stjórnvöld að veita auknu fjármagni til greiðslu atvinnuleys- isbóta. Pétur benti einnig á að grei^slur atvinnuleysisbóta og framlög til átaksverkefna væru eingöngu bráðabirgðalausnir - lausnir brýnasta vandans - en að sjálfsögðu þyrfti að snúa sér að því af fullum krafti að uppræta at- vinnuleysið. Pétur benti á að fjár- festingarsjóðir atvinnulífsins væru vanbúnir að fást við þann vanda sem nú væri fyrir hendi og sagói að Iónlánasjóður hefði aðeins 30 milljónir til ráðstöfunar vegna nýrra verkefna í atvinnulífinu. ÞI hreinsaður af grun. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni á Akureyri 1,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur. SS Akureyri: Fjórtán ára stúlka kærði nauðgun Aðfaranótt sunnudags kærði 14 ára gömul sfúlka á Akureyri tví- tugan mann fyrir nauðgun. Maðurinn neitar sakargiftum og er rannsókn málsins vel á veg komin. Aó sögn Gunnars Jóhannsson- ar, rannsóknarlögreglufulltrúa, eru málsatvik þau að stúlkan hitti manninn í miðbæ Akureyrar og fór heim með honum þar sem hún segir að hann hafi komið fram vilja sínum gegn hennar sam- þykki. Maðurinn segir hins vegar aö meintur atburður hafi átt sér stað með hennar vitund og vilja. Gunnar sagði að ekkert benti til ofbeldisverknaðar og rannsókn málsins væri Iangt komin. SS Glæfraleg ökuferð á Dalvík: Bifreiðin stöðvaðist gjörónýt í húsagarði Um klukkan 8 á sunnudags- morguninn fékk lögreglan á Dalvík tilkynningu um glæfra- akstur í bænum sem endaði inni í húsagarði. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús til að- hlynningar og er hann grunaður um ölvun og of hraðan akstur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík var bifreið ekið á mikilli ferð suður Hafnar- braut þegar ökumaðurinn missti skyndilega stjórn á farartækinu. Bíllinn lenti á brunahana og út af veginum, inn í garð við Hafnar- braut 21, skall þar á íbúðarhúsinu og fór áfram inn á lóðina þar til hann stöðvaðist. Bíllinn fór að minnsta kosti eina veltu en stöðv- aðist á hjólunum. Hann er talinn gjörónýtur. Auk þess urðu skemmdir á brunahananum, hús- inu og garóinum. Lögreglan segir að ökumaður- inn hafi ekki verið í bílbelti og Akureyri: Þrennt á slysadeild Um hádegisbilið í gær varð harður árekstur á mótum Gler- árgötu og Strandgötu á Akur- eyri. Fólksbifreið var ekið norð- ur Glerárgötu og lenti í hlið sendibíls á gatnamótunum og valt sendibíllinn við árekstur- inn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akureyri var þrennt flutt á slysadeild með sjúkrabifreið en ekki var talið að fólkiö hefði meiðst alvarlega. Bílamir eru mikið skemmdir. Ökumenn beggja bílanna telja sig hafa ekið móti grænu ljósi og eru málsatvik í rannsókn hjá lögregl- unni á Akureyri. SS megi prísa sig sælan yfir því að hafa ckki slasast meira. Ökumað- urinn missti meðvitund og það blæddi úr andliti hans en meiðslin munu vera minni en talið var í fyrstu. Af öórum lögreglumálum á Dalvík um helgina má nefna að þremur hjólkoppum var stolið af bíl og hann rispaður og óskar lög- reglan eftir hugsanlegum vitnum að þessum atburði. SS #Sauðárkrókur: Ölvaður og réttindalaus á stolnum bfl Bíl var stolið á Sauðárkróki að- faranótt laugardags. Þjófurinn reyndist ölvaður og réttinda- laus að auki og hafði lögreglan hendur í hári hans. Lögreglan á Sauðárkróki tók sex ökumenn fyrir of hraðan akst- ur um helgina og voru flestir þeirra á ferð innanbæjar, töluvert yfir leyfilegum hámarkshraða. Þá voru þrír ökumenn stöðvað- ir vegna gruns um ölvun við akst- ur og að sögn lögreglu var tölu- verð ölvun í bænum eins og oft á vorin þegar hlýtt er í veðri og galsi hleypur í mannskapinn. Galsinn snerist þó stundum upp í andhverfu sína þegar líða tók á nótt. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.