Dagur - 11.05.1993, Blaðsíða 2
Fréttir
Aðeins 36% af heildarrækjukvótanum verið veiddur:
Rækjuframleiðendur hafa áhyggjur af þátttöku
bankakerfisins í rekstri gjaldþrota rækjuverksmiðja
Aðalfundur Rækju- og hörpu-
diskframleiðenda var haldinn á
Akureyri sl. laugardag, en á sl.
ári var skrifstofan flutt frá
Reykavík til Akureyrar. Hagn-
aður varð af rekstri hennar að
upphæð 224 þúsund krónur. Sl.
ár var mesta aflaár á rækju frá
upphafi rækjuveiða við ísland,
en alls veiddust 46.200 tonn af
rækju og veiddist 83,8% af
henni á djúpslóð eða 38.735
tonn en 16,2% á grunnslóð eða
7.465 tonn. Á undanförnum ár-
um hefur sífellt meira af heild-
arrækjuaflanum fengist á djúp-
slóð, en árið 1985 veiddust 24
GLERÁRGÖTU 36
SiMI 11500
A söluskrá:
*- Litlahlíð:
Mjög gott 5 herb. raöhús á tveim-
ur hæöum um 129 fm. Áhvílandi
húsn.lán um 4.0 millj. Laust eftir
samkomulagi.
* Höfðahlíð:
5 herb. efri hæö í tvíbýli um 140
fm. Skipti á minni eign hugsanleg.
+ Hjallalundur:
Mjög falleg 3ja herb. íbúö á 4.
hæö um 93 fm. Bílgeymsla.
Áhvílandi húsn.lán um 3.5 millj.
Laus eftlr samkomulagi.
* Höfðahlíð:
5 herb. neðri hæö í þríbýli tæpl.
120 fm. Eignin er i ágætu lagi.
Laus eftir samkomulagi.
* Arnarsíða:
4ra-5 herb. endaraöhús á pöllum
ásamt bílskúr samtals tæpl. 150
fm. Skipti á Iftilli íbúö á Brekk-
unni hugsanleg.
* Ránargata:
4ra herb. neðri hæð i tvíbýli um
128fm. (ágætu lagi. Laus 1. júlf.
MSTBGNA& M
skhwsauSsI
NOROURLANDS11
Glerárgötu 36, sími 11500
Opið virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: Æ*
Benedikt Ólafsson hdl.
þúsund tonn af rækju og var
hlutur afla þá á djúpslóð 69,2%
en síðan hefur sóknin nærri
tvöfaldast. Á Norðurlandi
eystra voru starfandi 4 verk-
smiðjur á sl. ári og 6 á Norður-
landi vestra af alls 25 á landinu
öllu en til norðlensku verk-
smiðjanna barst 61% af heild-
araflanum.
I skýrslu formanns, Halldórs
Jónssonar framkvæmdastjóra Rit-
urs hf. á Isafirði, kom fram að
leyft hefur verið að veiða 40 þús-
und tonn af úthafsrækju og 7.300
tonn af innfjarðarrækju auk þess
sem 6.200 tonn af úthafsrækju
voru flutt af síðasta kvótaári og
náist sá afli verður enn eitt metió
slegið í rækjuveiðum hérlendis.
Búiö er að veiða um 19.600 tonn
af úthafsrækju fyrstu átta mánuði
yfirstandandi kvótaárs svo frekar
litlar líkur eru á því að heildar-
kvótinn náist miðað við veiði á
sumarmánuðunum í fyrra og því
ljóst að það kvótaverð sem menn
eru að greiða í dag er ekki í nein-
um tengslum við raunveruleik-
ann, en það er frá 20 og niður í 16
Frá aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda sem haldinn var á
Akureyri sl. laugardag. Myndin go
krónur og ljóst að miðað við það
verð sem fæst á rækju á erlendum
mörkuðum getur það ekki gengið
til langframa. Á árinu 1992 voru
veidd um 12.500 tonn af hörpu-
diski og er það 2.500 tonna meiri
veiði en á árinu 1991.
Heildarverðmæti framleiddrar
rækjuafurða á árinu 1992 var um
7,7 milljarðar króna, sem er um
12,5% aukning frá árinu 1991.
Rækjuafurðir voru á síðasta ári
10,8% af heildarútflutningi sjávar-
afurða. Vægi rækju hefur sífellt
verið að aukast í útflutningi sjáv-
arafurða á síðustu árum og er nú
svo komið að aðeins þorskurinn
hefur meira vægi einstakra teg-
unda. Á sl.ári voru flutt út 1.174
tonn af hörpudiski fyrir um 695,6
milljónir króna. Rækjuiðnaðurinn
hefur alla tíð haft mikla sérstöðu
innan íslensks sjávarútvegs hvað
varðar eignarhald á útgerð, þ.e.
þau skip sem fengu úthlutað
rækjukvóta á sínum tíma voru
ekki endilega tengd rækjuvinnslu
og hefur rækjuiðnaðurinn alla tíð
orðið að kaupa megnið af rækju-
kvótanum til sín ár frá ári til þess
að fá hann veiddan.
Dæmi eru þess í rækjuiðnaðin-
um aó framleiðendur hafi hunsað
upprunareglur og þar með öðlast
tollfríðindi. Starfsmenn Evrópu-
bandalagsins hafa á undanfömum
mánuðum verið að skoða þau mál
og hefur heyrst að EB muni gera
Fjallalamb á Kópaskeri:
Hagnaður á síðasta ári
sporna verður við framhjásölu, segir í ályktun aðalfundarins
Hagnaður af rekstri Fjallalambs
á Kópaskeri varð tæpar tvær
milljónir króna og eru það veru-
leg umskipti frá árinu á undan
því þá nam rekstrartap fyrir-
tækisins allt að sjö milljónum
króna. Velta Fjallalambs var
um 292 milljónir króna, sem er
sambærileg tala við veltu ársins
1992.
Aö sögn Garðars Eggertssonar,
framkvæmdastjóra Fjallalambs,
má einkum þakka þessa bættu
rekstrarafkomu að tekist hefur að
draga úr tilkostnaði við ýmsa
þætti starfseminnar. Þá hafi bænd-
ur aó stórum hluta fjármagnað
birgðir fyrirtækisins, sem leitt hafi
til þess að minna hafi þurt að taka
af afurðalánum. Fjallalamb annast
sölu afurða sinna án milligöngu
umboðsaðila. Eignir fyrirtækisins
voru um síðustu áramót metnar á
eitt hundrað og sjötíu milljónir
króna, en skuldir voru um eitt
hundrað og fjörutíu milljónir.
Þannig var eigið fé fyrirtækisins
jákvætt um allt að 30 milljónir
króna í lok síðasta árs. Hlutafé
Fjallalambs er nú tuttugu og fimm
milljónir króna og eru aðeins rúm-
ar tvær milljónir þess óseldar í
Styrktarfélag vangefinna
Norðurlandi
Aðalfundur félagsins verður haldinn að Iðju-
lundi, fimmtudaginn 13. maí ki. 20.00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
dag.
Rekstur Fjallalambs er tvíþætt-
ur. Annars vegar annast fyrirtækið
rekstur sláturhúss en hins vegar
rekstur kjötvinnslu. Velta slátur-
hússins nam allt að 220 milljónum
króna en velta kjötvinnslunar var
um 72 milljónir. Um 15 til 20
manns starfa að staðaldri hjá fyrir-
tækinu við kjötvinnsluna en í slát-
urtíðinni fjölgar starfsfólki veru-
lega.
Miklar umræður uröu um
markaðsmál landbúnaðarins á að-
alfundi Fjallalambs, sem haldinn
var að Svalbarði í Þistilfirði. Á
fundinum var samþykkt ályktun
þar sem því var beint til stjóm-
valda að geróar verði róttækar
ráðstafanir til að stemma stigu við
framhjásölu kindakjöts. í ályktun-
inni segir að ljóst sé að heima-
slátrun og framhjásala á kinda-
kjöti sé þaó mikil að kjötsala inn-
an greiðslumarks bænda hafi
dregist verulega saman. Vegna
niðurfærslu greiðslumarksins á
síðastliðnu hausti sé mikil hætta á
að framhjásala aukist enn og því
Hætta!
brýnt að tekið verði markvissara á
þessum málum en verið hefur. ÞI
Halldór Jónsson.
kröfur um endurgreiðslu að upp-
hæð 250 milljónir króna. Ljóst er
að það sem gerst hefur mun hafa
truflandi áhrif á öll viðskipti ís-
lendinga við Evrópubandalagiö.
Á fundinum voru samþykktar
eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur
Félags rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda haldinn á Akureyri 8.
maí 1993 tekur undir tillögur tví-
höfðanefndar um að heimilt sé að
skrá kvóta á fiskvinnslustöðvar.
Fundurinn telur að meó því fáist
eðlilegra jafnvægi á milli veiða og
vinnslu en verið hefur undanfar-
ið.“
„Aðalfundurinn vill vekja at-
hygli á auknu vægi rækjuvinnslu í
íslenskum sjávarútvegi. Nú er svo
komið að eingöngu þorskurinn af
okkar nytjastofnum skilar meiri
verómætum til þjóðarbúsins en
rækja. I því ljósi skorar fundurinn
á Hafrannsóknastofnun og Rann-
sóknastofnun fiskiönaðarins að
leggja meiri áherslu en nú er gert
á haf- og veiðarfæra- og vinnslu-
rannsóknir í þágu rækjuveiða og
rækjuvinnslu.“
„Aðalfundurinn lýsir áhyggjum
sínum yfir beinni þátttöku við-
skiptabanka í félögum, sem tekið
hafa við rekstri gjaldþrota rækju-
verksmiðja. Þessi hálfbanka-
tryggöi rekstur veldur óeðlilegri
samkeppni í greininni.“ GG
Hólmavík:
Vestfirðir einangraðir
Skiljið born aldrei
em eftir i bil
Þau geta farið ser
að voða
Síðastliðinn laugardag urðu
miklir vatnavextir vegna úrhell-
isrigningar við Hólmavík. Var
vatnsflaumurinn þvílíkur að
ræsi sem eru nokkur hundruð
metrum fyrir utan plássið önn-
uðu honum engan veginn og að
lokum lét vegurinn undan.
Myndaðist hinn myndarlegasti
foss sem steyptist fram af brún
malbiksins og niður í fjöru.
Um kl. 21 á laugardagskvöld
lét vegurinn undan og sópaðist
burt með öllu saman. Gjáin sem
myndaðist í veginn hefur verið um
það bil 15 metrar á breidd og 10
metra djúp.
Hafist var handa við að koma
veginum i gagnið snemma á
sunnudagsmorgun en efni í ræsin
var flutt frá ísafirði. Það var hins
vegar ekki hlaupið að því vegna
þess að Steingrímsfjarðarheiði
hafði lokast vegna skafrennings
og varð að byrja á því að opna
hana.
Það tók tæpan sólarhring að
gera við veginn og var hann opn-
aður snemma á mánudagsmorg-
un.
Það var vélsleðamót á ísafiröi
um helgina og því margir á suður-
leið. Það komst þó enginn lengra
en til Hólmavíkur og var margt
um manninn hér aðfaranótt
mánudags. AMG-Hólmavík
Tilkomumikill foss þar sem áður var vegur. Skarðið var um 15 m að breidd
og 10 m djúpt.