Dagur - 11.05.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. maí 1993 - DAGUR - 11
HÉR OG ÞAR
Leikarinn Raymond Burr, sem leikur Perry
Mason í samnefndri þáttaröð í sjónvarpi, fékk
nýlega krabbamein í nýra og varð að fjarlægja
það meö skuróaðgerð. Þetta er þriðji krabba-
meinsuppskurðurinn sem hann gengst undir
en leikarinn er enginn smásmíði, 190 kg að
þyngd.
Hinn 75 ára gamli Burr er staðfastur í þeirri ákvörðun sinni að berjast fyrir lífi sínu og hefur
þegar ákveðið aó halda áfram aó leika í „Perry Mason“. „Ég hef misst nýra vegna þessa sjúk-
dóms en hvað með þaó? Þegar ég var á sjúkrahúsinu var tilhugsunin um það að ég ætti ekki eftir
aó sjá alla gömlu vinina of yfirþyrmandi og því hét ég sjálfum mér því aó við mundum hittast
aftur, og þaó fljótlega,“ sagði Raymond. Burr var skorinn upp á háskólasjúkrahúsinu í Phila-
delphia og læknirinn, sem framkvæmdi skurðaðgerðina, segist vera nokkuð viss um að hægt
hafi verið að einangra krabbameiniö viö nýraö en þaó sé hins vegar ekki hægt að staófesta fyrr
en eftir nokkar vikur að loknum rannsóknum.
Raymond Burr (Perry Mason)
berst fyrir lífi sínu:
Fleiri kvikmyndir
um lögfræðingiim
í farvatninu
Draumabíll framtíðarinnar?
Nei, vatnsrúm af dýrari gerðinni
Hvers vegna ættirðu að ganga í
svefni þegar þú getur ekið (í
svefni?). A myndinni má sjá það
nýjasta sem þeir í Ameríkunni
hafa upphugsað í gerð vatnsrúma
og rúmió er knúið rafmagnsmótor
þannig að eigandinn getur ekið
milli herbergja á 2 km hraða. Þeg-
ar búió er aö loka „rúmbílnum" er
hann algerlega hljóðeinangraður.
Inni í honum má m.a. finna sjálf-
stýringu vegna aksturs, lokaó
sjónvarpskerfi, hita- og kælikerfi
og kvikmyndatökuvél til að
mynda ferðalagið á bílnum! Verð
á slíku rúmi er slíkt að það eitt
nægir sennilega til að halda þér
vakandi um nætur en það kostar
„aðeins“ 9 milljónir króna! Vá!
Trúi hver sem betur getur:
FaJlegasti hundur
í heimi er bolabítur
Fólk skiptist yfirleitt í tvö horn meö afstöðu til þess hvort bolabítar séu
fallegar skepnur eóur ei. Caligula, sem er 4ja ára gamall og 75 kg þung-
ur, var nýlega útnefndur fallegasti hundur í heimi.
Um 7000 hundar tóku þátt í keppninni, sem fram fór í borginni Val-
encia á Spáni. Til að öðlast keppnisrétt þurfa hundarnir að hafa sigrað í
kcppni í sínu heimalandi og vera a.m.k. 3ja ára gamlir. Caligula lifir
engu hundalífi því hann heldur „kvennabúr" með sex tíkum af hans kyni
og hvolpar sem getnir eru af slíkum úrvalshundi seljast á allt að 300
þúsund krónur. Eigandinn, fatahreinsunareigandi í borginni Varese á
Italíu, hefur tryggt Caligula fyrir „aðeins" 12 milljónir króna.
UTBOÐ
VEGAGERÐIN
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboð-
um í eftirtalin þrjú verk á Norðurlandi
vestra:
1. Siglufjarðarvegur, Hlíðarendi-Gröf,
1993.
Lengd vegarkafla 8,1 km og magn
84.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. júlí
1994.
2. Malarslitlög Norðurlandi vestra 1993.
Lengd vegarkafla 22 km og magn 7.400
rúmmetrar. Verki skal lokið 15. júlí 1993.
3. Styrking Blöndudalsvegar 1993.
Lengd vegarkafla 1,3 km og magn 2.700
rúmmetrar. Verki skal lokið 1. ágúst
1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð
ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5,
Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 10.
þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir
kl. 14.00 þann 24. maí 1993.
Vegamálastjóri.
FRÁ HÚSNÆÐISNEFND AKUREYRAR.
íbúðir óskast til kaups
Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar óskar eftir not-
uðum íbúðum til kaups. Einkum er óskað eftir 2ja-
5 herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum og 3ja-5 her-
bergja íbúðum í raðhúsum. Tilboðunum skal skilað
inn af starfandi fasteignasölum. í tilboðinu skal vera
lýsing á ástandi eignar, stærð íbúðar í fermetrum,
stærð sameignar í fermetrum, fjöldi herbergja, stað-
setning í húsi, húsagerð og grunnmynd íbúðar. Verð
skal miðað við staðgreiðslu á afhendingardegi íbúð-
ar. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum.
Húsnæðisnefnd óskar einnig eftir tilboðum í
byggingu félagslegra íbúða. Útboð þetta er gert
með fyrirvara um fjárveitingu til félagslegra íbúða frá
Húsnæðisstofnun ríkisins á árinu 1993. Réttur er
áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna
öllum. Öll gögn liggja frammi hjá Húsnæðisskrifstof-
unni á Akureyri, Skipagötu 12, sími 25311.
Tilboðum skal skila inn til Húsnæðisskrifstof-
unnar á Akureyri, Skipagötu 12, sími 25311, fyrir
1. júní 1993.
ER SKEMMTILEGIJR
TÍMIFRAMENDM?
Ekki nema í góðum félagsskap. Hringdu og prófaðu
Símastefnumótið þar sem fjöldi fólks ó öllum aldri hefur
fundið sér félaga. Þetta er spennandi og skemmtileg
leið til að kynnast nýju fólki.
Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt.
Mínútan kostar 39,90 kr.
SÍMASTEFNFMÓT
NORÐURLANDS
»0/15/1©
Teleworld