Dagur - 18.05.1993, Side 8

Dagur - 18.05.1993, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 18. maí 1993 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Þýska knattspyrnan Úrslit: HSV-Saarbriickcn 2:0 FrankfUrt-Schalke 0:3 Dresden-Bochum 0:0 Köln-Karlsruhe 2:0 Baycrn-Levcrkuscn 4:1 WaUenscheld-Niimberg 4:1 Dortmund-Stuttgar t0:4 Gladbach-Werder 3:1 Kaiserslautern-Uerdingen 2:1 Staðan: Bayern Miinchcn31 17-10-4 66:37 44 Bremen 31 16-10-551:3042 Dortmund 31 17-5-958:3739 Frankfurt 31 13-12-651:36 38 Levcrkusen 3111-12-8 55:43 34 Mönchengladbach31 12-9-10 55:51 33 Karlsruhc 3111-11-951:52 33 Kaiserslautern 31 12-8-1146:35 32 Stuttgart 3110-12-949:4432 Schalke 31 10-11-1036:3831 HSV 31 8-14-9 39:35 30 Wattenscbeid 31 10-8-13 44:59 28 Drcsden 317-12-1231:44 26 Niirnberg 31 9-8-14 24:42 26 Köln 31 11-2-1839:50 24 Bochum 31 7-9-1541:48 23 Saarbriicken 315-13-13 35:59 23 Uerdingen 31 6-8-17 32:6320 Knattspyrna, hverjir verða meistarar? KR spáð sigrí en Þór í 5. sæti í gær var haldinn kynningar- fundur um 1. deild karla í knattspyrnu á vegum samtaka 1. deildar félaga. Þar voru fyr- irliðar, þjálfarar og formenn fé- laganna sem spila í 1. deild látnir spá um gengi liðanna í sumar og flestir virðast hallast að því að KR-ingar nái loks að krækja í Islandsmeistaratitilinn í haust. Þór var spáð 5. sæti. KR hlaut 281 stig í 1. sæti, næst kom ÍA með 259, Fram 230, Valur 210, Þór í 5. sæti meö 184, þá Fylkir með 141, FH 129, ÍBK 87 og Vikingum og IBV er spáö falli meó 73 og 65 stig. Síðan er að sjá hvemig þessi spá gengur eftir, en eins og flestir muna var Þór spáð falli í fyrra en endaði í 3. sæti. Það eru Islenskar getraunir sem styrkja deildina að þessu sinni. Sveinbjörn Hákonarson Þórs- ari kvaðst hafa búist við Þór í 5.- 6. sæti. „Þetta er málamiðlun Reykjavíkurfélaganna“. Hann kvað Þórsara hafa sett sér mark- mið en vildi ekki tjá sig um þaö að öðru leyti en því að gera ætti betur en í fyrra. Hann taldi Þórs- ara mæta betur undirbúna til leiks nú en í fyrra og með sterkari hóp. Hann viðurkenndi að slæmt væri að missa Bjama Sveinbjöms, en taldi þó að breytingarnar á hópn- um hefðu styrkt hann frekar en hitt. I raun er fátt í spánni sem kemur á óvart en eftir er að sjá hversu vel þetta gengur eftir. KR- ingum var einnig spáð titlinum í fyrra en það brást. SV Fyrsta íslandsmótið í torfæruakstri: Greifatorfæran haldin í 3. sinn nk. laugardag - bryddað upp á ýmsum nýjungum Áhugafólk um torfærukeppnir getur farið að setja sig í start- holurnar því nk. laugardag kl. 14.00 fer fyrsta torfærukeppni sumarsins, sem gildir til Is- landsmeistaratitils, fram í bæj- argrúsunum ofan Akureyrar. Þetta er að sjálfsögðu Greifator- færan sem nú er haldin 3. árið í röð með myndarlegum stuðn- ingi veitingahússins Greifans, en mótshaldari er Bílaklúbbur Akureyrar. Samkvæmt venju verður keppt í flokki sérútbúinna bíla og götu- bíla og allir bestu ökuþórar lands- ins verða meðal þátttakenda. BA hefur gott oró á sér sem skipuleggjandi torfærukeppna og keppnin sl. haust sem klúbburinn hélt þótti einhver sú best heppn- aða í allt fyrrasumar. Þrautirnar verða að mestu með hefðbundnu sniði, ef hægt er að nota orðið hefðbundið í þessu sambandi.Skemmtilegasta nýjung- in er án efa tímabrautin en þar verða keppendur látnir aka hring- inn með pizzu festa á bílinn og að brautinni lokinni fer önnur klukka í gang og keppt í því hver er fljót- astur að borða sína pizzu. Eins og gefur að skilja veltur nokkuð á því að menn komi pizz- unni sem kræsilegastri allan hringinn. Það skal þó tekið fram aö þessi hluti keppninnar gildir ekki til Islandsmeistara í torfæru- akstri en í boöi eru sérstök verð- laun, bikar og gjafakort á Greif- ann. Á föstudaginn verða allir keppnisbílar staðsettir fyrir utan Greifann, almenningi til sýnis og gefst þá fólki kostur á að skoða ökutækin í krók og kring og spá fyrir um úrslit keppninnar daginn eftir. Spumingin er að sjálfsögðu hver veróur Greifameistari 1993 en í fyrra var þaó Einar Gunn- laugsson á Bleika Pardusnum. Einar á því titil að verja, en hann verður meðal keppenda á laugar- daginn. Aðgöngumiðar á keppnina gilda sem afsláttarkort á Greifan- um og séu þeir rétt notaðir er hægt að ná aftur andviröi miðans í mat- arúttektum á Greifanum og þann- ig fara í raun ókeypis á torfæruna. Boðið verður upp á heitar pizz- ur upp í grúsum meðan á keppni stendur en það er einnig nýjung. Til sölu verða bolir merktir keppninni og allir fá barmmerki um leið og miði er keyptur. Að sjálfsögðu verður einnig gefín út vegleg keppnisskrá. Nánar verður fjallað um keppnina þegar nær dregur. Þeir voru glaðbeittir við undirskrift samningsins um Greifatorfæruna, fuiitrúar Greifans og Bílakiúbbs Akureyrar. Sitjandi eru Hiynur Jónsson, einn af cigendum Greifans, og Kristinn Þ. Kristinsson, formaður B.A. Standandi frá vinstri: Þorvaidur Vestmann, Páll S. Jónsson, Andri Gylfason, Þórður Helgason og Jón Rafnsson. Mynd: HA Körfubolti, íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik, sem einnig Ieikur sem unglingalandslið, hefur verið að gera mjög góða hluti að undanförnu. Á dög- unum tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppni EM drengja- landsliða og nú er það komið í undanúrslit EM unglinga- landsliða. Liðið hafnaði í 2. sæti í for- keppni EM unglingalandsliöa sem lauk í Finnlandi á sunnu- daginn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. ísland hlaut jan mörg stig og Finnar og Pólverjar en var með hagstæð- ustu stigatölu. Besti leikmaður liðsins hefur verió Helgi Guó- fínnsson, Grindavík. Hversdagsleikarnir: Allir geta verið með Nú styttist óðum í Hversdags- leikana svokölluðu, sem eins og flestir ættu að vita er keppni milli Akureyrar og Ashkelon í Israel um hvor bærinn fær stærri hluta bæjarbúa til að stunda einhvers konar hreyf- ingu í 15 mínútur minnst þann 26. maí nk. Þátttakandi fyllir út þátttökutil- kynningu, sem jafnframt er happ- drættismiði og skilar henni fyrir miðnætti 26. maí í „kjörkassa" sem staðsettir verða í göngugöt- unni, stórmörkuðum, íþróttamann- virkjum og víðar. Þar er einnig hægt að nálgast þátttökublöðin, auk þess sem þau verða borin í hús. Þaó eina sem menn þurfa að gera er að vera þátttakandi í leik, eða hreyfingu almennt, í 15. mín- útur minnst þennan ákveðna dag. Það er t.d. upplagt aö fá sér gönguferð. Síðan fyllir fólk út seðilinn, skilar honum á „kjörstaó og aflar þar með stiga fyrir Akur- eyri.“ Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá þennan dag fyrir þá sem það vilja og verður byrjað að kynna hana í Degi í dag. Fyrst skal telja að ókeypis að- gangur verður í sundlaugar bæjar- ins og þar verður ýmislegt í boöi. Oðinn mun sjá um sundleikfimi fyrir hádegi í Sundlaug Akureyrar og þar verður dagskrá fyrir börn milli kl. 17 og 19, m.a. sunddiskó; sem stendur alveg til 21.00. í Glerárlaug verður einnig dagskrá og ókeypis í íþróttamannvirki Glerárskóla. Aldraðir láta ekki sitt eftir liggja og hjá þeim hefur verið skipulögð dagskrá í Víðilundi kl. 9.00 og Húsi aldraðra kl. 10.00. Opið verður í Kjamaskógi allan daginn og þar skammt frá er Golf- völlurinn, sem býður upp á mikla möguleika til útiveru. Einn stærsti einstaki vióburður dagsins er þó hið árlega Krabba- meinshlaup, sem hefst við Dyn- heima kl. 18.30. Skráning er viö Dynheima kl. 18.00 og þar geta menn gengið, skokkað eða hjólað, allt eftir óskum hvers og eins. Þar geta því allir fundið eitthvaó við sitt hæfí. Haldið verður áfram að kynna dagskrána á morgun. Handbolti, lokahóf 1. deildar: Geir og Inga Lára best Sl. föstudagskvöld hélt hand- knattleiksfólk lokahóf sitt á Hótel íslandi. Þar var sam- kvæmt venju lýst kjöri bestu leikmanna 1. deildar karla og kvenna og ýmsar aðrar viður- kenningar veittar. Bestu leik- menn voru kjörin þau Inga Lára Þórisdóttir og Geir Sveinsson, fyrirliðar Islands- meistara Víkings og Vals. Geir var einnig kjörin besti varnarmaðurinn en Guðný Gunn- steinsdóttir Stjömunni hlaut þá útnefningu hjá stelpunum. Bestu sóknarmennimir voru kjörin Sig- urður Sveinsson Selfossi og Halla M. Helgadóttir Víkingi. Sigurður fékk einnig viðurkenningu fyrir að vera markahæsti leikmaður deild- arinnar en markahæst hjá stelpun- um var Andrea Atladóttir ÍBV. Ólafur Stefánsson Val og Harpa Melsteð Haukum voru val- in efnilegust, bestu þjálfararnir Þorbjöm Jensson og Theódór Guófinnsson, þjálfarar Islands- meistaranna. Bestu markverðirnir voru Sigmar Þröstur Óskarsson ÍBV og Marja Samandizja Vík- ingi og sem besta dómaraparió voru valdir Skagamennimir Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. HVERSDAGSLEIKAR Akureyri 26. maí dagar Góð íþrítt i y gullí betri cai

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.