Dagur


Dagur - 18.05.1993, Qupperneq 9

Dagur - 18.05.1993, Qupperneq 9
Þriðjudagur 18. maí 1993 - DAGUR - 9 Enska KNATTSPYRNAN Slakur úrslitaleikur á Wembley -1:1 jafntefli Arsenal og Sheff. Wed. í framlengdum leik Á laugardag fór fram úrslita- leikurinn í FA-bikarnum á Wembley þar sem áttust við lið Arsenal og Sheffield Wed. Leik- urinn var að sjálfsögðu sýndur beint í sjónvarpinu og ætti því ekki að þurfa mikillar umQöll- Urslit FA-bikarinn Arsenal-Sheffield Wed. 1:1 Úrslitakeppnin: 1. deild Leicester-Portsmouth 1:0 Swindon-Tranmere 3:1 2. deild Stockport-Port Vale 1:1 Swansea-W.B.A. 2:1 3. deild Bury-York City 0:0 Crewe-Walsall 5:1 í vikunni: Úrvalsdeild Arsenal-Tottenham 1:3 Q.P.R.-SheíTield Wed. 3:1 Youth Cup Final Manchester Utd.-Leeds Utd. 0:2 Leeds Utd.-Manchester Utd. 2:1 Welsh Cup - úrslitaleikur Cardiff City-Rhyl 5:0 Lokastaðan Úrvalsdeild Man. Utd. Aston ViUa Norwich Blackbum QPR Liverpool Sheff.Wed. Tottenham Man. City Arsenal Chelsea Wimbledon Everton Sheff. Utd. Coventry Ipswich Leeds Southampton Oldham Crystal Palace Middlesbrough Nottingham For. 42 24-12-6 67:31 84 4221-11-1057:4074 4221-9-1261:65 72 42 20-11-1168:4671 4217-12-1363:5563 42 16-11-1562:5559 4215- 14-1255:5159 4216- 11-1560:6659 4215-12-1556:5157 4215-11-1640:3856 4214-14-1451:5456 4214- 12-1656:5555 4215- 8-1953:5553 4214-10-1854:5352 4213-13-1652:5752 4212-16-1450:5552 4212- 15-1557:6251 42 13-11-1854:61 50 4213- 10-1963:7449 4211-16-1548:6149 4211-11-20 54:75 44 4210-10-2241:6240 1. deild: Newcastle West Ham Portsmouth Tranmcrc Swindon Leicester Millwall Ðerby Grimsby Peterborough Wolves Charlton Barnsley Oxford United Bristol City Watford Notts County Southend Birmingham Luton Sunderland Brcntford Cambridge Utd. Bristol Rovers 4629-9-8 93:3896 4626-10-1081:4188 46 26-10-10 80:46 88 46 23-10-13 72:56 79 4621-13-1274:5976 46 22-10-1471:64 76 4618- 16-1265:5370 4619- 9-1868:5766 4619-7-2058:57 64 4616-14-1655:6362 4616-13-1757:5661 4616- 13-1749:4661 4617- 9-2056:6060 4614-14-1853:5656 4614-14-1849:6756 4614-13-1957:7155 4612- 16-1855:7052 46 13-13-20 54:64 52 4613- 12-2150:7251 4610- 21-1548:6251 4613-11-2250:6450 46 13-10-23 52:71 49 4611- 16-1948:6949 46 10-11-25 55:8741 unar við, en þar sem ég efast um að allir hafi getað haldið sér vakandi yfir leiknum er best að renna yfir helstu atriðin. Þessi bikarúrslitaleikur á Wem- bley er jafnan hápunkturinn á knattspyrnuvertíðinni á Englandi og mikió tilstand í kringum hann. Að þessu sinni fengust þó ekki úr- slit þar sem liðin skildu jöfn eftir framlengdan leik og veröa því að mætast að nýju á sama stað á fimmtudaginn. En liðin hljóta að vera orðin dauðleið hvort á öðru því leikurinn á fimmtudag verður fjórða vióureign þeirra á mánuði, en þá fást þó úrslit því vítaspyrnu- keppnin verður látin ráða ef ekki fást úrslit með ööru móti. Að mínu mati var leikurinn illa leikinn af beggja hálfu, sendingar mjög slæmar og lítiö sem boðið var uppá annað en baráttuna sem ckki vantaði. Leikmenn Sheff. Wed. eiga þó heiður skilinn fyrir að snúa leiknum sér í hag eftir aó Arscnal virtist ætla aö hafa þetta allt í hendi sér um tíma. Eftir líf- lega byrjun Sheff. Wed. þar sem David Seaman varði glæsilega skalla frá Carlton Palmer og auka- spymu Chris Waddle, náði Arsen- al forystu á 21. mín. Eftir auka- spymu Paul Davis náði Andy Lin- ighan að skalla fyrir mark Sheff. Wed. þar sem Ian Wright kom að- vífandi og skailaði snyrtilega framhjá Chris Woods markverði Sheff. Wcd. Arsenal leiddi leikinn í hálfleik með þessu marki og virtist hafa þetta allt í hendi sér, en í síðari hálfleiknum komu leikmenn Sheff. Wed. inná sem breyttir menn. Minnstu munaði að David Hirst skoraði tvívegis strax í upp- hafi hálfleiksins fyrir Sheff. Wed., en það var þó ekki fyrr en á 15. mín. síðari hálfieiks sem honum tókst að jafna leikinn. Eftir send- ingu John Sheridan inní teiginn hjá Arsenal náði John Harkes að skalla fyrir markið þar sem Hirst skoraði af stuttu færi. Undir lok venjulcgs leiktíma gerði Arsenal þó harða hríð að marki Sheff. Wed., en framlengingin var mjög jöfn og fátt sem gerðist markvert. Ian Wright lék ekki meö Arsenal í framlengingunni, en það er nauó- synlegt fyrir Arsenal að hann geti leikið með á fimmtudag og Sheff. Wed. gæti orðið án Roland Nils- son sem á að vera meó sænska landsliðinu á sama tíma, en von- andi tekst liðunum báóum að leika betur en í leiknum á laugardag. Þ.L.A. Punktar frá Englandi og víðar Steve Morrow fellur af baki „Asnans“ á Wembley. í vikunni fóru fram bikarúrslit unglinga á Englandi þar sem áttust við lið Man. Utd. og Leeds Utd. í tveim leikjum. Síðari leikur lið- anna sem fram fór á Elland Road í Leeds að viðstöddum um 32.000 áhorfendum var sýndur á Sky og það verð ég að segja el'tir að hafa séð leik Arsenal og Sheff. Wed. að ólíkt léku hinir ungu leikmenn betri og skemmtilegri knattspymu. Þrátt fyrir aö Man. Utd. væri talið mun sigurstranglegra í keppninni, sem liðið sigraði raunar í fyrir ári síðan, þá var það Leeds Utd. sem fór með sigur að hólmi í báðum leikjunum. í fyrri leiknum á Old Trafford varð draumaliðið, eins og það er kallað á Englandi, að sætta sig við 2:0 tap og í síðari leiknum sigraði Leeds Utd. síóan 2:1. Mestu munaði um stórleiki Jamie Forrester miðherja Leeds Utd., en þar er mikið efni á ferðinni. Allt vitlaust hjá Tottenham Allt er nú á öðrum cndanum hjá Tottenham og harðvítug valdabar- átta milli þeirra Alan Suger og Terry Venables. Suger rak Vena- bles á föstudaginn, en Venables leitaði til dómstóla scm dæmdu uppsögnina ólögmæta og settu hann aftur í starfið í tvær vikur a.m.k. meðal málið er skoðað nán- ar. Mikið hatur er milli þessara tveggja manna og augljóst að ann- ar verður að víkja. Nýr stjóri hjá Forest Frank Clark liefur verið ráóinn framkvæmdastjóri Nottingham Forest og tekur hann við starfinu af Brian Clough sem er hættur. Clark var áður leikmaður meö Forest, en hefur að undanfömu Á sunnudag hófst úrslitakeppn- in um laus sæti í neðri deildun- um þremur. Fjögur lið berjast um eitt sæti í hverri deild og munu þau mætast aftur á mið- vikudag, en síðan verða úrslita- leikirnir leiknir á Wembley um mánaðamótin. ■ Julian Joachim tryggói Leicest- er sigur á heimavelli gegn Port- smouth með eina marki leiksins, sem var skorað 4 mín. fyrir leiks- lok. í hinum leiknum er staða Swindon, liðs Glcnn Hoddle, vænleg eftir 3:1 sigur á Tranmere. Swindon komst í 3:0 með mörk- um David Mitchell, Craig Maskell og sjálfsmarki, en John Morrissey lagaði stöðuna fyrir Tranmere. verió framkvæmdastjóri Leyton Orient. Hann var ráóinn eftir að Martin O’Neill hafði neitað að taka við starfinu, en kaus þess í stað að halda áfram með Wycom- be utandeildarliðinu sem vann sig upp í deildakeppnina nú í vor. Margt að gerast hjá Villa í sumar Ron Atkinson stjóri Aston Villa, sem missti af titlinum til Man. Utd., ráðgerir miklar breytingar í sumar og kaup á leikmönnum fyr- ir allt að £10 milljónir. Hann hafði Liðin sem á sunnudag léku heima verða á útivelli á miðvikudag og þá kemur í Ijós hvaða tvö lið munu leika til úrslita á Wembley mánudaginn 31. maí um réttinn til að fylgja Newcastle og West Ham í Úrvalsdeildina. ■ Hart er barist um lausa sætió í 1. deildinni næsta haust og allt op- ið eftir leiki sunnudagins. Stock- port og Port Vale gerðu 1:1 jafnt- efli, en Swansea vann nauman sigur 2:1 á heimavelli gegn W.B.A. Lióin mætast aftur á mió- vikudag, en úrslitaleikurinn vcró- ur á Wembley sunnudaginn 30. maí og fæst þá úr því skorið hvaða lið fylgir Stoke City og Bolton í 1. deild. ráðgert að fá til sín Bryan Robson frá Man. Utd., en nú er talió ólík- legt að af því verði og þess í stað fari Gordon Strachan til Villa frá Lceds Utd. sem leikmaóur og þjálfari. Stan Collymore miðherji Southend £2 millj., Roy Keane Nottingham For. £3 millj. og Carl- ton Palmer Sheff. Wed. fyrir £2 millj. auk miðvarðar, sem enn er ekki vitað hver er, eru meðal lík- legra nýliða hjá Villa næsta vetur. Seldir verða líklega Dalian Atkin- son, Garry Parker, Neil Cox og Bryan Small auk Cyrille Regis sem fékk frjálsa sölu. ■ Staða Crewe er hins vegar væn- leg eftir 5:1 sigur á Walsall, en Bury og York City gerðu marka- laust jafntefii og hafa því fyrir öllu að berjast á miðvikudag. Cardiff City, Wrexham og Bamet eru þegar komin í 2. deild, en laugardaginn 29. maí fæst úr því skorið á Wcmbley hvaða lið fylgir þeim upp. ■ Þá var á sunnudag leikinn úr- slitaleikurinn í bikarkeppni Wales, þar sem Cardiff City burstaði Rhyl 5:0. Cardiff City varð sigur- vegari í 3. deildinni, en sigurinn í bikamum tryggir liðinu sæti í Evr- ópukeppninni á næsta vetri. Þ.L.A. Féll af asna Frægt er orðið þegar Steve Morrow leikmaður Ársenal hand- leggsbrotnaði í fagnaðarlátum eft- ir sigur Arsenal í Deildabikamum á dögunum, en þá var Tony Ad- ams mióvörður Arsenal og fyrir- liði aó lyfta honum á axlir sér en missti. Adams hefur verið upp- nefndur Asninn af ýmsum and- stæðingum Arsenal sem gjaman hrína að hætti þeirrar skepnu þeg- ar þeir vilja skaprauna Adams í leikjum. Sagan segir að Morrow hafi komið inná bar um daginn með handlegginn í fatla og bar- þjónninn spurt hvort hann hefði farið svona í fótboltanum. „Nei ég féll af Asna,“ svaraði þá Morrow að bragði. Fær Þór alla titla? Aó lokum stutt frá íslandi. Blaða- menn Dags hafa að undanfömu spáð glæsilegum árangri í sumar fyrir Þórsara í fótboltanum í þeim dálkum í blaðinu sem þeim er sleppt lausum í með sínar eigin skoðanir. Hamrað hefur verið á því að þeir séu Islandsmeistarar innanhúss og réttilega eina liðið af Norðurlandi sem leikur í 1. deild. Menn telja að lióið eigi að verða Islandsmeistari í sumar cf eitthvað réttlæti sé til og Bikarkeppnina sé óþarfi að láta einhverja aðra vinna. Þetta er allt gott og blessað, en hvað um Akureyrarmótið? Ekkert er á það minnst, en ekki trúi ég því að sá titill hafi verið gefinn uppá bátinn þó 2. deildarlið KA hafi álpast til að vinna fyrri leikinn 1:0. Þ.L.A. Terry Venables á nú ekki sjö dag- ana sæla hjá Tottenham. Úrslitakeppnin hafin á Englandi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.