Dagur - 04.06.1993, Page 6

Dagur - 04.06.1993, Page 6
Menningarvetur í S-Ping: Nokkurra viðburða minnst Það voru ungir Þingeyingar sem riðu á vaðið með leikstarfsemi sl. haust þegar Leikklúbbur Framhaldsskólans á Húsa- vík, Píramus og Þispa, setti upp Jeppa á Fjalli eftir Ludvig Holberg í nóvember. Leikstjóri var Sigurður Hallmarsson, sem jafnframt fór með titilhlutverkið. Þessa ágætu sýningu hefðu svo miklu fleiri mátt sjá, því væntanlegir leikhúsgestir sýndu henni óverðskuldað tómlæti og létu unga fólkið leika fyrir ósetnum bekkjunum að megninu til. Þetta var í annað sinn á árinu sem Jeppi á Fjalli var sýndur í Samkomuhús- inu, því danskur gestaleikhópur sótti Leikfélag Húsavíkur heim með vekrið í haust. I febrúar vissu áhugasamir leikhús- menn í Suður-Þingeyjasýslu hreinlega ekki í hvom fótinn þeir ættu aö stíga fyrst, eða hvaða sýningu skyldi sækja á undan annarri. Leikfélag Húsavíkur setti á svið barnalcikrit fyrir fólk á öllum aldri; Ronju ræningjadóttur eftir Astrid Lindgren, í þýðingu Einars Njálssonar, bæjarstjóra. Brynja Benediktsdóttir leik- stýrói verkinu, en mjög var vandað til uppsetningar þess. Titilhlutverkið var í höndum Júlíu Siguróardóttur en Eiður Pétursson fór með hlutverk Birkis. Ingi- mundur Jónsson lék Matthías ræningja- foringja og hélt þar með upp á 40 ára leikafmæli sitt. Helgi Pétursson gerói tónlist við verkið. Aö Ydölum tókst hið unga leikfélag Búkolla á við stóra hluti. Sigurður Hall- marsson leikstýrði þar Piógi og stjörnum eftir Sean O’Caesy. Aóalbjörg dóttir hans fór með eitt aðalhlutverkanna á ákaflega eftirminnilegan hátt. Mjög mik- ill metnaður og vinna var lögð í uppsetn- inguna og fátt til sparað. Miklu fleiri hefðu mátt sækja sýningar á verkinu, en ef til vill hafa áhyggjur heima fyrir dreg- ió úr fólki að verja kvöldstund til íhugun- ar um erfiða baráttu á írlandi fyrr á öld- inni. Það mátti verja bráðskemmtilegu kvöldi að Breiðumýri þar sem leikdeild Umf. Eflingar setti á svið Deleríum bú- bónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. María Siguróardóttir leikstýrði og Jón Fr. Benónýsson fór með eitt aðalhlutverk- anna og fór vel með. Það var virkilega gaman að sjá þetta verk á ný eftir 30 ár. Mikið afrek var unnið á Húsavík í apríl er þar var sett á svið sýning á norsk- um söngleik, Lifandi skógi. Nemendur sjöunda bekkjar frumsýndu verkið á ár- legri skólaskemmtun og tóku allir 50 nemendumir beinan þátt í sýningunni, ásamt 12 manna hljómsveit Tónlistar- skólans sem Ámi Sigurbjamarson stjóm- aði. Line Wemer var söngstjóri verksins en Guðrún K. Jóhannsdóttir leikstjóri. Á sumardaginn fyrsta komu 110 Norðmenn í heimsókn til Húsavíkur, þar af 70 börn sem stigu upp á svió til jafnaldra sinna og héldu þau tvær sýningar á söngleikn- um í sumarbyrjun. Verður þetta framtak jafnt áhorfendum sem ungu þátttakend- unum mjög minnisstætt. Natalia Chow, söngkennari setti upp óperettu með nemendum sínum sem nemendatónleika í sal Borgarhólsskóla 2. maí. Helgi Pétursson aðstoöaði við und- irleik og söngnemar fluttu lögin úr óper- ettunni. Góð aðsókn var á tónleikana og góður rómur að þessu framtaki gerður. Natalia hélt einnig tvenna einsöngstón- leika síðsumars, bæði á Húsavík og í Mývatnssveit. Framhaldsskólinn á Húsavík hélt upp á afmæli sitt á haustdögum með aðstoð Ingvars Þórarinssonar, bóksala er kostaði tónleikahald Jónasar Ingimundarsonar pí- anóleikara í skólanum. Um morguninn hélt Jónas afar skemmtilegt erindi með tóndæmum fyrir nemendur á sal og lék fyrir þá, og um kvöldið voru haldnir tón- leikar fyrir almenning þar sem listamað- urinn náði afar vel til áheyrenda. Fjórar sýningar voru haldnar í Safna- húsinu á Húsavík 1992. Kári Sigurðsson var með myndlistarsýningu í júní og Þor- gerður Sigurðardóttir í ágúst. Aðalbjörg Jónsdóttir var með málverkasýningu og sýndi handunna muni um mánaðamót okt.-nóv. og Siguróur Þórir sýndi mál- verk og teikningar í desember. I apríl var sýning í Safnahúsinu sem lengi hafði verið beðið eftir: Þá kom Jóndi, Jón Kristinsson bóndi og listamað- ur í Landeyjum með verk sín. Jóndi er fæddur Húsvíkingur en hafði ekki sýnt þar fyrr. Góður gestur kom einnig í Safnahúsið 13. mars, er Thor Vilhjálmsson kom og spjallaði við tilheyrendur um verk sín og tilveruna. Það var Lionsklúbbur Húsavík- ur sem hafði samvinnu við Safnahúsið um þessa heimsókn. Natalia Chow kom fram við sama tækifæri og söng við und- irleik Helga Péturssonar. Safnahúsið er orðin glæst umgjöró hinnar lifandi listar sem stöðugt streymir til hússins af auknum áhuga og er slíkt vel við hæfi. I fyija voru haldnir sex tón- leikar í húsinu: I febrúar söng Margrét Bóasdóttir með Tríói Reykjavíkur. Sr. Öm Friðriksson hélt píanótónleika í febrúar og Pavol Kovac frá Slóvakíu í júní. Gunnar Guðbjömsson tenórsöngv- ari og Jónas Ingimundarson píanóleikari héldu tónleika í júlí. Comelia Thorspeck- en flautuleikari og Cordula Hacke píanó- leikari héldu tónleika í júlí og Sólrún Bragadóttir sópransöngkona söng einnig í júlí við undirleik Þórarins Stefánssonar. Margrét Bóasdóttir söng í Safnahús- inu í febrúar sl. við undirleik Kristins Amar Kristinssonar. Hér er engan vegin upptalin tæmandi skrá yfir menningarviðburði í héraði á þessum vetri, og t.d. hefur fjöldi tónleika þar sem einsöngvarar, kórar og hljóð- færaleikarar hafa komið fram verið haldnir. Ingibjörg Magnúsdóttir. Að lokinn frumsýningu á Ronju ræningjadóttur: Ingimundur Jónsson og Brynja Bene- diktsdóttir. 6

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.