Dagur - 04.06.1993, Qupperneq 7
Menningarviðburðir
í Eyjafjarðarsveit
í Eyjafjarðarsveit á sér staö - eins og
víóar - margvísleg menning og sennilega
líka einhver ómenning en sem betur fer
var ég ekki beðin að fjalla um hana.
Menningarviðburöir hafa þar af leió-
andi fjölmargir orðið frá síðasta aðal-
fundi MENOR fyrir um það bil ári. Eftir
miklar vangaveltur og heilabrot hef ég
ákveðið að láta þessara getið:
A haustdögum ‘92, nánar tiltekið í
endaðan október, settu Freyvangsleik-
húsið og Ungmennafélagið Árroóinn upp
árlegan kabarett. Á sama tíma var unnið
að endurvakningu á blaðaútgáfu á svæð-
inu. Blaðið hlaut nafnið Eyvindur og
kom fyrsta tölublað út í byrjun aðventu
og annað laust fyrir páska.
Þegar leið nær jólum voru haldin tvö
aðventukvöld með andagift og ýmis kon-
ar tónlistarívafi (kannski á ég ekkert að
telja þau meó, - hvaö með messur?) Þá
var Tónlistarskóli Eyjafjarðar með eitt-
hvað af tónleikum en sumir þeirra fuku
undan skafrenningi fram á útmánuði (eitt
aðventukvöld fauk alveg út í buskann).
Þá trúi ég að einhverjar barnasamkomur
hafi verið haldnar á svæðinu um jólin.
Eftir áramót voru framin nokkur
þorrablót. Fljótt úr þeim hófust æfingar
Leifur Guðmundsson setur Menningar-
hátíð í Eyjafjaðarsvcit.
hjá Freyvangsleikhúsinu á Ljóni í síð-
buxum eftir Björn Th. Bjömsson, frum-
sýnt var í byrjun april. Á svipuðum tíma
var Hrafnagilsskóli með sína árshátíð og
kirkjukórar æfóu veraldlegan söng af
kappi.
í kringum sumarmál var síðan haldin
Menningarhátíð í Eyjafjaróarsveit sem
stóð í rúma viku. Kenndi þar margra
grasa, m.a. var boðið upp á margskonar
tónlistarflutning, bæði hljóðfæraleik af
ýmsum toga sem og söng, einsöng, tví-
söng, kvartetta og kóra, haldió var ljóöa-
kvöld, leiksýningar og sýningar á mynd-
list og listiðnaði. Dagskrá þessarar
Menningarhátíðar var blanda af framlagi
heimamanna og gesta.
I kjölfar alls þessa hélt Félag aldraðra
kaffisamsæti með skemmtidagskrá og
sýningu á listmunum unnum af félags-
mönnum.
I byrjun maí var Tónlistarskólinn meó
þrenna tónleika og Galgopar Iokuðu svo
vertíðinni með tónleikum í Freyvangi um
miðjan maí.
Vel má vera að einhverjum þyki þessi
upptalning annað hvort of eða van, nema
hvort tveggja sé. Við því á ég ekkert svar
annað en það að mér þótti viðfangsefnið
hált í höndum. Emilía Baldursdóttir.
Úr Norður-Þingeyjarsýslu
í nóvember setti Leikfélag Raufarhafnar
upp leikritið Hart í Bak eftir Jökul
Jakobsson í leikstjórn Margrétar Óskars-
dóttur. Þaö stóó aldrei til að ferðast neitt
með þá sýningu, en það stóð til að hafa
fleiri sýningar á staðnum. Stórhríðar og
ófærð komu í veg fyrir það.
Leikklúbburinn á Kópaskeri sýndi
Júpiter hlær eftir A,J. Cronin. Komið var
fram í febrúar og tíó góð, farið var með
sýninguna til Þórshafnar, Raufarhafnar
og í Skúlagarð. Leikstjóri var Einar Þor-
bergsson.
Leikfélag Þórshafnar sýndi í mars
samantekt úr verkum Jónasar Árnasonar
við tónlist eftir Jón Múla og fleiri. Sýn-
ingin var nefnd I sal hans hátignar. Leik-
stjóri var Sigurgeir Scheving. Farið var
með sýninguna í Skúlagarð og til Raufar-
hafnar.
Helga Þórdís Guðmundsdóttir hélt pí-
anótónleika á Kópaskeri, Raufarhöfn og
Þórshöfn í mars. Helga Þórdís var að
ljúka einleikara- og kennaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
I janúar var nýbyggt safnaðarheimili á
Raufarhöfn vígt vió hátíðlega athöfn og
líka nýtt kirkjuorgel. Þá sömu helgi boð-
aði Kirkjukórasamband N.-Þing til söng-
daga á Raufarhöfn og fékk þau Margréti
Bóasdóttur og Jón Stefánsson til að leið-
beina. Þessir söngdagar voru opnir öllu
söngglöðu fólki í Norðursýslunni.
Rauðakrossdeildin á Þórshöfn stóð
fyrir hátíð til fjáröflunar fyrir sjúkrabíl.
Hin ýmsu félagasamtök tóku þátt í hátíð-
inni af miklum myndarbrag.
Á fimmtíu ára afmæli Kvenfélaga-
sambands Noröur Þingeyinga var haldin
afmælishátíð í Skúlagarði fyrir kven-
félagskonur og gesti þeirra. Flutt var
blönduð dagskrá - flytjendur voru á öll-
um aldri og alls staðar að úr sýslunni.
Fleira mætti nefna. Aðventusamkom-
ur voru haldnar og kirkjukórar sungu
fleira en sálma og víðar en í kirkjum,
tónlistarskólar störfuðu og héldu yfirleitt
tónleika tvisvar á vetrinum, grunnskóla-
nemendur settu upp leiksýningar og aðrar
sýningar, viö fengum gesti og okkar fólk
lét ljós sitt skína í öðrum sýslum. Auk
alls þessa voru svo hin ýmsu félagasam-
tök með hefðbunda starfsemi: héldu árs-
hátíðir, þorrablót, keppnir og námskeið.
Svo spyrja þéttbýlisbúamir gjaman
hvemig við í dreifbýlinu getum drepið
tímann yfír veturinn. Oftast svara ég með
nokkurri þykkju að við þurfum ekki aö
drepa tímann - við notum hann.
Anna Helgadóttir, Kópaskeri.
7
i
I
\