Dagur - 15.06.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1993, Blaðsíða 1
ff/r/ 76. árg. Akureyri, þriðjudagur 15. júní 1993 110 tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Verð kr. 3.000. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Formaður Búseta á Akureyri, um úthlutun Qármagns til félagslegra íbúða: Rústar Búsetahreyfmguna í landinu -húsnæðisnefnd Akureyrar fékk 35 rbúðir og Félag aldraðra 10 „Þessi afstaða hinnar nýskipuðu húsnæðismálastjórnar rústar Búsetahreyfinguna í landinu. Það er svo einfalt,“ sagði Heimir Ingimarsson, formaður Búseta á Akureyri, þegar hann hafði Gjaldþrot íslensks skinnaiðnaðar: Um 70 manns missa atvinnuna Rekstrarfélag ÍSI hf. tók í gær við rekstri þrotabús Islensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri og mun reka það til loka septem- ber. Jafnframt var um 70 fyrr- um starfsmönnum Islensks skinnaiönaöar hf. sagt upp störfum. Síðastliðinn sunnudag var gengið frá samningi um kaup Hamla hf., eignarhaldsfélags Landsbanka Islands, á vörubirgð- um íslensks skinnaiðnaðar hf. og leigu fasteigna, véla og tækja fyr- irtækisins til loka september. Stööugildi hjá Rekstrarfélagi ISI (Islensks skinnaiónaðar) veröa 115 og því liggur fyrir að um 70 manns missa atvinnuna. Þær upplýsingar fengust síðla dags í gær að um 60 manns hafi skráð sig á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Síðastliðinn föstudag voru 409 á atvinnuleysisskrá og því hækkaði tala atvinnulausra á einu bretti í gær upp í um 470 manns. Kristín Hjálmarsdóttir, formað- ur Iðju - félags verksmiðjufólks, hafði ekki upplýsingar um fjölda félaga í Iðju sem missti vinnuna, en hún sagði ljóst að þeir væru í miklum meirihluta þeirra sem fengu uppsagnarbréf í gær. Krist- ín sagói að þar á meðal væri fólk sem búið væri að vinna við skinnaiðnaó í um 50 ár. „Rekstur fyrirtækisins verður ekki mjög frábrugðinn því sem verið hefur. Hins vegar detta út ákveðnir vöruflokkar. Öll leður- vinnsla hættir mjög fljótlega og ákveðnir vöruflokkar í mokkalín- unni koma einnig til með að detta út. Megináherslan veróur lögð á þá vörullokka sem skila mestum aröi. Markaðir veróa þeir sömu og áður og það eru allar horfur á því aó þetta nýja félag haldi öll- um viðskiptasamböndum sem ís- lenskur skinnaiðnaður hafði,“ sagði Bjarni Jónasson, fram- kvæmdastjóri hins nýja rekstrarfé- lags og fyrrverandi framkvæmda- stjóri íslensks skinnaiðnaóar hf. „Þetta rckstrarfélag hefur það hlutverk aó vinna og selja þær birgóir scm íslenskur skinnaiðn- aður átti. Menn telja að haustió verði betra heldur en fyrri hluti ársins. Verslanir ytra taka vörur inn til sín seinna en áður, líklega ekki fyrr en í ágúst eða septem- ber,“ sagði Bjarni. óþh fengið í gær í hendur tilkynn- ingu Húsnæðisstofnunar ríkis- ins um úthlutun fjármagns til byggingar og kaupa á félagsleg- um íbúðum í ár. í hlut Akur- eyrar koma samtals 48 íbúðir; Búseti fær 3 (allt almennar kaupleiguíbúðir), Félag aldr- aðra 10 og húsnæðisnefnd bæj- arins 35 íbúðir. Búseti sótti um fjármagn til mun fleiri íbúða og þessi af- greiðsla kom Heimi Ingimarssyni mjög á óvart. En hvaó ætlar Bú- seti að gera í stöðunni? „Þaó er erfitt að segja á þessari stundu. Aður en vió afþökkum þessi lán munum við trúlega reyna að kaupa gamalt húsnæöi, en það liggur í það minnsta fyrir að þessi afgreiðsla verður ekki vítamín- sprauta fyrir byggingariðnaðinn á Akureyri. Það er alveg ljóst að með þessu erum við hjá Búseta slegnir kaldir,“ sagði Heimir og bætti við aó Búseti í Reykjavík hafi aðeins fengið lán til 5 íbúða. A síðasta ári fékk Búseti á Ak- ureyri fjármagn til 5 íbúða og 10 íbúða árið 1991. „Þetta er með verulegum ólík- indum. Búiö er að samþykkja og viðurkenna þessi samtök með sér- stakri lagasetningu og réttindi okkar eru sambærileg við annars konar byggingarfyrirkomulag. Síðan erum við barin niður með þessum hætti. Þetta er með því ótrúlegra sem ég get ímyndað mér,“ sagði Heimir. Húsnæðisnefnd Akureyrar fékk í gær tilkynningu um að hún fái fjármagn til 35 íbúða, þar af 14 félagslegra kaupleiguíbúða, 12 fé- lagslegra eignaríbúða og 9 félags- legra leiguíbúða. Sótt var um fyrirgrciðslu til byggingar 60 íbúða. Guðríður Friðriksdóttir, forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar á Akur- eyri, sagðist í gær ekki vera ósátt við þessa niðurstöðu. Þetta væri mun betri niðurstaða en í fyrra, en þá fékkst fjármagn til 22 íbúða. Þá fékk Félag aldraóra fjár- magn til 10 íbúóa í fjölbýlishús- um aldraóra við Lindasíðu. Þar af eru 6 almennar kaupleiguíbúðir og 4 félagslegar kauplciguíbúðir. óþh Frá brautskráningarathöfn Háskólans á Akureyri í Akureyrarkirkju á laugardag. Alls voru brautskráðir 38 nem- endur. Mynd:Robyn Háskólinn á Akureyri: Fyrstu gæðastjómunamemarnir útskrifast frá Háskólanum Á laugardag voru brautskráðir 38 nemendur úr tveimur deild- um Háskólans á Akureyri. Af þeim útskrifuðust 8 af gæða- stjórnunarbraut og eru þeir fyrstir til að útskrifast af braut- inni. Stefán G. Jónsson, deildarstjóri rekstrardeildar, segir þetta merk- an áfanga fyrir skólann. Hann seg- ir að umræðan hafi verió mikil um gæðastjórnun í atvinnulífinu undanfarin misseri og ekki sé vit- að annað en þeim nemendum sem nú útskrifuðust hafi gengið þokkalega að fá vinnu viö hæfi á markaðnum. Næsti hópur á gæðastjórnunar- brautinni verður tekinn inn í skól- ann í haust og sóttu 17 um skóla- vist. Þessir nemendur koma úr rekstrarfræðinámi við HA, úr Tækniskóla íslands, úr viðskipta- fræðideild HI og frá Samvinnuhá- skólanum á Bifröst. Aðalfundur Menningarsamtaka Norðurlands var haldinn að Löngumýri í Skagafirði sl. laug- ardag. Formannaskipti urðu og einnig koma tveir nýir í stjórn. Sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælilelli var kjörinn formaður í stað Önnu Helgadóttur frá Kópa- skeri, en hún gaf ckki kost á sér til Auk nemendanna af gæða- stjórnunarbraut úrskrifuðust á laugardag sautján hjúkrunarfræð- ingar og þrettán rekstrarfræðing- ar. JÓH endurkjörs. Ólafur hefur áöur set- ið í stjórn samtakanna. Sigurður Hallmarsson lætur nú af stjórnar- störfum í MENOR. Rut Hansen frá Akureyri og Kári Sigurósson frá Húsavík voru kjörin í stjórn í stað þeirra Ólafs og Sigurðar. Nánar veróur sagt frá aðalfundi MENOR síðar. sþ Aðalfundur MEN0R: Nýr formaður kjörrnn Sláttur hafínn í Skagafírði Stefán Jónsson bóndi á Grænu- mýri í BlÖnduhlíð hóf slátt á laugardaginn, tveimur dögum seinna en í fyrra. Hann segir sprettuna ágæta, enda bar hann á um mánaöamótin apríl- maí. „Þetta er nú fljótt til Itérna í Blönduhlíð," sagði Stefán þegar hann var inntur eftir því hvort hann væri ekki óvenju snemma á ferðinni með slátt. Hann segist oftast byrja slátt um þetta leyti, eða hcldurfyrr. Sumarið 1991 sló hann fyrsta túniö 9. júní, þremur dögum fyrr en í ár. Þótt tíðin hafi ekki verið hagstæð undanfarið og lítið um vætu, þá er sprettan ágæt og ekki verri en í fyrra. Stefán segist hafa borið snemma á og þá hafi komið rigningar, það hafi bjargað sprettunni. Hann kvaðst ekki vita til þess að aðrir bændur séu byrjaóir að slá, en líklegt aó fieiri bændur í Blönduhlíðinni byrji innan tíðar. Að sjálfsögðu slær Stcfán tún sín tvisvar yfir sumarið og hann kvaðst jafnvel hafa borið ljá á í þriðja sinn í hitt- iðfyrra, sem var mjög gott sumar. sþ Þrotabú K. Jónssonar: Kröfur nema um 450 milljónum Heildarkröfur í þrotabú Nið- ursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar á Akureyri eru ríflega 450 milljónir króna. Stærsti kröfuhafí er Landsbanki ís- lands. Forgangskröfur eru um 12 milljónir, lýstar veókröfur 325 milljónir og almennar kröfur 118 milljónir. Þessu til viöbótar yfir- tók Strýta hf. á sínum tíma af- urðalánaskuldir við Landsbanka Islands að upphæð 283 milljónir króna. Ólafur Birgir Ámason, skiptastjóri, sagði að upphæð krafna sem ekki hafi verið lýst, væri á bilinu 50-60 milljónir króna. Landsbankinn er stærsti ein- staki kröfuhafinn með 128 milljóna króna kröfu. Síðan kcmur Byggðastofnun með 67 milljóna króna kröfu, þá Iðnþró- unarsjóður, Akureyrarbær og Iðnlánasjóður. Krafa Akureyrarbæjar er upp á tæpar 53 milljónir króna, þar af eru 28 milljónir króna vcgna láns sem bærinn ábyrgðist. Um var að ræða endurlán í Lands- bankanum á Akureyri frá Scand- inavian Bank. Strýta hf. er með húsnæói og vélar þrotabúsins á leigu fram í miðjan júlí og hafa forráðamenn Strýtu óskað eftir tveggja mán- aða framlengingu leigusamn- ingsins. „Þaó er ekki útlit fyrir annað að svo stöddu en að skiptastjóri fallist á framleng- inguna,“ sagði Ólafur Birgir í ga*r. Hvað við tekur eftir 15. sept- cmber er öllu óljósara. Línur gætu þó oróió glcggri eftir fyrsta skiptafund í þrotabúi K. Jóns- sonar 2. júlí nk. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.