Dagur - 15.06.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 15.06.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. júní 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Verða landssambönd hitaveitu og raforku sameinuð?: „Sameinuð verða samböndin sterkari gagn- vart rfldsvaldinu og lagasetningum“ - segir Víglundur Þorsteinsson veitustjóri á Húsavík. Aðalfundur Sambands ísl. hita- veitna var haldinn á Isafirði um sl. helgi. Töluverðar umræður urðu um hugmyndir um sam- ciningu Sambands ísl. hitaveitna og Sambands ísl. rafveitna, þ.e. að gera samböndin að einu veitusambandi. Þær veitur eða orkustofnanir þar sem samein- ing hitaveitna og rafmagns- veitna hefur átt sér stað greiða gjöld til beggja sambandanna og sameiningarhugmyndirnar eru fyrst og fremst runnar und- an rótum þeirra. Samþykkt var að skipa nefnd til að fara yfir málið og kanna hvort raunhæft er að stefna að sameiningu orkuveitna og skal hún skila tillögum fyrir lok nóv- embermánaðar nk. og skal þá boóa til aukafundar um málið. Ef sameiningartillögur verða sam- þykktar á þeim fundi verða þær bornar undir næsta aðalfund Sambands ísl. hitaveitna sem haldinn veröur á Akureyri vorió 1994. „Hitaveitumenn hafa verið svolítið ragir við þcssi samein- ingaráform vegna þess að þeir telja sig ekki fá eins góöa þjón- ustu í nýju, sameinuðu orkusam- bandi. Það eru fyrst og fremst forsvarsmenn smærri veitnanna þar sem eingöngu eru hitaveitur sem eru hikandi og telja hlut sinn jafnvcl vera fyrir boró borinn í slíkum heildarsamtökum. Krafan um sameiningu hefur fcngið bctri hljómgrunn eftir að þeim veitum hefur fjölgað scm hafa bæði hita- vcitu og raforku undir einum hatti. Auknar umræður unt sam- einingu sveitarlélaga hefur einnig valdið því að þessar hugmyndir Skák____________________ Skákfélag Akureyrar: Gylfi sterkastur í hraðskákinni Júníhraðskákmót Skákfélags Akureyrar var haldið um síð- ustu helgi. Gylfi Þórhallsson sigraði og fékk 12,5 vinninga af 16 mögulegum. Halldór Ingi Kárason, ungur og efnilegur skákmaður, fylgdi gamla refn- um fast eftir og fékk 12 vinn- inga. I>essir tveir voru í nokkr- um sérflokki. I 3. sæti varð Sveinbjörn Sig- urösson með 9,5 v. og jafnir í 4,- 5. sæti uróu þeir Björn Finnboga- son og Siguróur Ingason mcð 9 vinninga, cn Björn er eins og Halldór ungur og upprennandi. Skákæska Akureyrar fékk góða æfingu þegar ungir skákmenn úr Garðabæ komu noróur. El'nt var til bændaglímu og fóru lcikar þannig að Akureyringar fengu 14.5 vinninga en Garðbæingar 10.5 v. Frá æskunni til „ellinnar“. Skákfélag Akureyrar áætlar að halda öldungamót síðar í þessum mánuði en þar fá þeir sem eru 45 ára og cldri aó leiða saman hesta sína. SS Leiðrétting Prentvillupúkinn var í essinu sínu í baksíóufrétt Dags sl. laugardag, þar scm fjallað var um nýja að- ferð norsks fyrirtækis í vcgageró hér á landi. Þar kom fyrir hugtak- ið bikfeita, en átti að sjálfsögðu að vcra bikþeyta. hafa fengið byr undir báða vængi og margir sveitarstjórnamenn ekki sáttir við að ekki skuli vera sjálfsagt að sameina orkustofnanir líkt og sveitarfélög. Margir telja einnig að sameinuð verði sam- böndin sterkari gagnvart ríkisvald- inu og lagasetningum og orkumál hcyra undir eitt ráðuneyti, hvort svo scm þau verða sameinuð eða búi áfram við núverandi skipu- lag,“ sagði Víglundur Þorsteins- son vcitustjóri á Húsavík. Franz Arnason veitustjóri á Akureyri á sæti í nefndinni sem kanna á stofnun nýs veitusam- bands sem í gætu veriö rafvcitur, hitaveitur og vatnsveitur. „Við heyrum meira í þeim sem hafa áhuga á því aó gera þctta svona en minna í þcim sem rcka „hrcin- ar“ hitavcitur cða rafveitur cn þeir hafa cinnig minni hagsmuna að gæta og cru jafnvcl hræddir um sinn hag í stærra sambandi,“ sagði Franz Arnason. Aðild að Sambandi íslcnskra hitavcitna eiga 30 hitavcitur. Sjö veitustofnanir eru bæði með hita- veitu og rafmagn, en veitur mcó kalt og heitt vatn eru átján talsins. Auk þess eru þjár veitur scm selja kalt vatn (ncysluvatn) auk raf- magns og heits vatns og þær eru á Húsavík, Vestmannaeyjum og Hveragerði. A aðalfundi vorið 1992gcrðust 10 vatnsvcitur auka- aðilar að Sambandinu en unnió er að því að vcita þeim fulla aðild. Auk þeirra ciga aukaaðild að Sambandi ísl. hitaveitna; Orku- stofnun, verkfræðidcild Háskóla íslands og Jarðboranir hf. sem áð- ur hétu Jarðboranir ríkisins. GG Fyrir 17. júxií Tilboð Svínakótilettur, frostnar 849 kr. kg Lambahamborgarhryggur 699 kr. kg Perur 79 kr. kg Frón Petit Beurre m/súkkul. 300 g 79 krpk. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-21 laugardaga kl. 10-18 sunnudaga kl. 12-17 HAGKAUP Gccöi — tJrv'al — Þjónusta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.