Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. júlí 1993 - DAGUR - 9 Slóvenar hyggja á Islandsferðir Slóvenar hafa ekki sett svip sinn á feróaþjónustu á Islandi að undanfömu, enda ekki langt síðan aó landió lýsti yfir sjálf- stæói sínu frá Júgóslavneska ríkjasambandinu. Þetta gæti þó breyst því slóvensk ferðaskrifstofa býóur nú upp á skipulagðar ferðir hingaó til lands. Ekki er vitað hversu margir Slóvenar koma hingað árlega, því útlendingaeftirlitió getur ekki flokkaö þá sem hingað koma frá ríkjum Júgóslavíu, því enn bera þeir Júgóslavnesk vegabréf. A dögunum var hér á landi staddur um 20 manna hópur frá Slóveníu og hitti blaðamaður þá fyrir í Lystigarðinum á Akureyri. Það var ekki annaó að sjá en aö hópurinn væri hæstánægður með það sem landið hefur aó bjóöa og ræddi blaóamaður við þrjá úr hópnum. Slóvenskur hópur ferðamanna sem var hér á landi á dögunum. Þessi hópur er með þcim fyrstu sem kemur hingað í skipulagða hópferð frá Slóveníu og er örugglcga ekki sá síðasti, því ferðaskrifstofa ein þar í landi hcfur hafið skipu- iagðar hópferðir hingað til lands. Mynd: Pjeiur Barbara Fux rekur ásamt bróð- ur sínum, ferðaskrifstofuna Fux, í Ljubliana, höfuðborg Slóveníu og hefur gert það allt frá því að rekstur einkafyrir- tækja var leyfður í Slóveníu, en Fux var fyrsta einkarekna ferðaskrifstofan þar í landi. Ferðaskrifstofan býður upp á skipulagðar ferðir hingað til lands og á dögunum var hér Dasa Komac enskukennari við háskólann í Ljubliane í Slóveníu: „Einstæð lífsreynsla“ Dasa Komac var einn þeirra ferðalanga, sem var í fór með slóvenska ferðamannahópnum, en hún er cnskukcnnari við há- skólann í Ljubliana. Dasa hefur ferðast víða, en það var greini- legt á niáli hennar að hún hafði hrifist mjög af landi og þjóð. En hvers vegna til Islands? „Ég kom hingað vegna þess að hér átti ég von á því aó sjá eitt- hvað fallegt og óvenjulegt, hraun, hveri og margt fieira, sem yrói al- gerlega nýtt l’yrir mér. Landið hefur ekki valdið mér vonbrigð- um, þaó cr mjög áhrifamikið og mér líkar það mjög vel. Ég held að þetta land sé einstakt og get ég ckki ímyndað mér hvar hægt er að finna aðra eins náttúrufegurð. Landið er strjálbýlt og fólkið í landinu hefur mikið pláss til að njóta náttúrufeguróarinnar. Mér finnst það yndislegt.“ Hvaó vissir þú um landið áður en þú komst? „Það eina sem ég vissi um landið áður en ég sá kynningar- myndir á feróaskrifstofunni, var það sem við lærðum í landafræði hér í gamla daga; harðbýl eyja, dimmur vetur og sólin sest ekki á sumrin. Það sem við höfum séð nú er miklu meira en þetta. Ég get ekki ímyndað mér hvar annars staðar í Evrópu hægt er að finna jafn fjölbreytt landslag. Ég hef ferðast mikiö um ævina og ég tel aó þið hafið margt að sýna hér á landi, þið verðið bara að einbeita ykkur meira að ferðamálum. Það sem mér finnst best er aö hér cr allt svo hreint. Þegar keyrt er um og maður sér alla lækina og árnar koma úr fjöllunum, þá get ég ekki haft augun af því. Þetta cr allt svo hrcint og ómengað. Engin mengun og enginn iónaóur, sem mér ilnnst vera stór kostur við þetta land. Fólkið er hreinlegt og allt er hreint i kringum mann. Þá finnst mér fólkió heiðarlegt. Þegar feróast er þá þarf ekki aö læsa rútunni, passa hluti sína vel og ekkert ofbeldi er sjáanlegt.“ Hvaða staóur er þér eftirminni- legastur? „Ætli mér hafi ekki líkað Breiðamerkurlón best af því sem ég hef séð hingað til, en hins veg- ar eru þeir svo margir að erfitt er að gera upp á milli þeirra. Ég gæti alveg hugsað mér að koma hingað aftur, en ég geri vart ráð fyrir að svo verði. Landið okkar er svo langt í burtu og ég held að ég hafi ekki efni á því. Þetta hefur svo sannarlega verið einstæð lífs- reynsla fyrir mig og flesta þá sem í hópnum eru,“ sagði Dasa Ko- mac að lokum. PS Jón Örn Kristleifsson, fararstjóri: einm hópferð á ári Jón Orn Kristieifsson, fararstjóri, segist vonast til að hingaö komi einn hóp- ur á ári frá Júgósiavíu. Mynd: Pjetur Stefiit að Það er Jún Örn Kristleifsson, fararstjóri, sem hefur haft veg og vanda að komu hópsins til ís- lands, í samvinnu við Sam- vinnuferðir-Landsýn og Fux ferðaskrifstofuna. Jón hefur haft töluverð samskipti við að- ila í Slóveníu á undanförnum árum. Hann var fararstjóri fyr- ir júgóslavneskan hóp sem kom hingað til lands fyrir þremur árum á vegum Fux ferðaskrif- stofunnar og hefur æ síðan verið í sambandi við hana. Jón hefur fjórum sinnum farið til Slóven- íu og hefur hann haldið þar kynningarfundi um íslands- ferðirnar. „Ég kom fram í tveggja tíma útvarpsþætti þar sem ég kynnti ísland og að því loknu var haldinn kynningarfundur, þar sem mættu á bilinu 60-70 manns. Þar sögðum við frá þessari feró sem nú er orð- in að veruleika og var áhuginn strax mikill. Flogið er til íslands frá Vínarborg og í sjálfu sér hefði þessi hópur getað orðið miklu stærri, en hann takmarkaðist af því aó ekki voru fieiri sæti laus í vélinni. Það er mikill áhugi fyrir þessum fcrðum og ég geri fastlega ráð fyrir að það verói farin að minnsta kosti cin ferð á ári hing- að til lands,“ sagöi Jón Örn Krist- leifsson í samtali við Dag. PS rúmlega 20 manna hópur á vegum skrifstofunnar. Þetta er annar hópurinn sem kemur á hennar vegum, en sá fyrsti kom fyrir um þremur árum síðan og það merkilega við þann hóp var að sá hópur var sá fyrsti frá Júgóslavíu, þar sem farþegarnir sjálfir borguðu fyrir ferðina hingað. Áður höfðu aðeins kom- ið hópar á vegum hins opin- bera, á einn eða annan hátt, s.s. íþróttahópar eða stjórnmála- menn. Fux ferðaskrifstofan leggur áherslu á að selja ferðir til, og kynna, norðlæg lönd. Barbara sagði ástæðuna fyrir því að hún hefði farið að bjóða upp á ferðir til Islands að hún hefði haft mikinn áhuga á þessum hluta heimsins. I Slóveníu sem og annars staðar í heiminum hafa lönd cins og Spánn, Italía og fleiri lönd nærri Slóveníu verið vinsæl, en hins vegar hefói alveg vantað ferðir til landa eins og ís- lands. Fjarlæg lönd, með langa sögu að baki og mikla náttúrufcg- urð. Það hcillaði mjög að Island er mjög ólíkt Slóveníu, landfræði- lega og þá settu náttúruöflin sterkan svip á landið. „Þrátt lyrir að vcra að koma hingað til lands í annað skiptiö, er maður að sjá hluti sem maður átti í erfiðleikum með að ímynda sér. Eftir að vió l’engum sjálfstæði okkar höfum við alltaf ætlaó okkur að skipuleggja aðra ferð til Islands, en vegna vandamála ýmiss konar í heimalandi mínu, þá dróst þaó alltaf á langinn. Það sem hefur hjálpað mikið til í þessu var að Is- fyrir, þar sem dýrtíð er mikil, giskaði Barbara á að aóeins um I0% íbúa hefðu ráð á því að fara í Islandsfcrð. „Við erum aó reyna að markaðssctja norðlægu löndin í Slóveníu og þá sérstaklega Is- land og ég held að okkur gangi bara nokkuó vel.“ Barbara segir aó svo geti farið að annar hópur komi til landsins í sumar frá Slóveníu, en það væri þó ekki víst. Sér fyndist þaó gott að geta komið með einn hóp á ári hingað til lands. Hún sagði að Fux ferðaskrif- stofan hefði tekið þá stefnu að leggja ekki í mikla markaðssetn- ingu í gegnum auglýsingar og annað slíkt, enda myndi það hafa takmarkaða þýðingu. Eftir að harðræöi kerfisins í Slóveníu var liðið undir lok, hefði vestræn „menning“ flætt yfir landið og þar með er talið það auglýsingafióð sem því fylgir. Því hefði verið tek- in sú stefna að, besta auglýsingin væru ánægðir viðskiptavinir, sem gætu frætt fólk um t.d. íslands- ferðirnar. Fux feröaskrifstotan hefði nú starfað í fimm ár, sem cr mjög langur tími mióað við Sló- veníu, sem er ungt ríki og hefði þessi tegund markaðssetningar skilað sér vel á þeim tíma. Barbara segist sjálf hafa fallið algcrlega fyrir norðlægum lönd- um. „Líklega á ég ættir mínar aö rekja á þessar slóðir. Loftslagið hcntar mér, mér Iíkar fólkið mjög vel og líklega hef ég ckki fæðst á rétta staðnum, því líklega á mín fjölskylda uppruna sinn einhvers staðar norðar en í Slóveníu.“ PS Barbara Fux t.v. og Dasa Koniac í Lystigarðinum á Akureyri. Mynd: Pjetur land var meðal fyrstu ríkja til að viðurkcnna sjálfstæði Slóveníu. Því hcfur þaó leitt huga margra aó Islandi og margir þeirra sem eru með okkur t dag, hafa beðið þcss með óþreyju aö heimsækja landið sem var fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra. Marga í hópnum er lengi búið að dreyma um að komast til Islands. Þetta er vel menntað fólk, sem er búið að kynna sér landið vel áður en það lagði í hann og margir hafa notað allt sitt sparifé til að komast í ferðina.“ Þrátt fyrir að Slóvcnar væru tiltölulega fáir, eða um 2 milljón- ir, þá sagði Barbara aó markaður væri lyrir ferðir til Islands. Á móti kæmi að það væri dýrt að komast hingað og lifa og mióað við hvernig ástandiö væri hcima Um 20 manna hópur ferðamanna frá Slóveníu var á ferð um landið á dögunum: „Marga lengi dreymt um að koma til íslands“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.