Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 10.07.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 10. júlí 1993 Landsliðs- menn að norðan Leikmenn sem leikið hafa með Akur- eyrarliðunum og hafa leikið A-lands- leiki fyrir ísland: Halldór Áskelsson Þór Þorvaldur Örlygsson KA Hermann Gunnarsson IBA Jón Stefánsson IBA Kári Ámason ÍBA Friðrik Friðriksson Þór Njáll Eiðsson KA Hlynur Birgisson I»ór Erlingur Kristjánsson KA Magnús Jónatansson IBA Steingrímur Bjömsson ÍBA Guðni Jónsson ÍBA Skúli Ágústsson ÍBA Steingrímur Birgisson KA Helgi Bentsson Þór Hafþór Kolbeinsson KA 24 23 20 11 11 17 7 6 5 5 4 3 3 3 2 2 Elmar Geirsson KA Bjami Jónsson KA Siguróli Kristjánsson Þór Ásbjöm Bjömsson KA Bjami Sveinbjömsson Þór Jakob Jakobsson IBA Mark Duffieid KA Ragnar Sigtryggsson IBA Það skal tekið fram að sumir þessara leikmanna léku einnig með öðmm liðum á þeim tíma sem þeir léku með landsliðinu. „Langaði helst til að verða eftir í Luxemburg“ - Hlynur Birgisson landsliðsmaður úr Þór í knattspyrnu í helgarviðtali Hlynur Birgisson hinn hægláti knattspymu- maður úr Þór hefur að undanfömu verió að festa sig í sessi sem landsliðsmaður í knatt- spymu. Með frábærri frammistöðu, hvort sem er með sínu félagsliði eða landsliðinu hefur hann náð að vinna hug og hjörtu knatt- spymuáhugamanna, hvort sem er noróan eða sunnan heiða. Þessi 25 ára gamli Þórsari hef- Mynd og texti: Pjetur Sigurðsson Hefur alla kosti yfirburða knatt- spyrnumanns - segir Sigurdur Lárusson þjálfari 1. deildarliðs Þórs Dagur innti þjálfara Hlyns Birgissonar, síðustu þrjú árin, Sigurð Lárusson, um kosti hans og galla sem leikmanns. „Kostir Hlyns sem leikmanns eru margir og góðir. Það er mjög gott að hafa hann í liói sínu, því maður getur látið hann leika hvar sem er á vellinum. Hann var færður í vömina í fyrra og það kom vel út. Hann hefur góða eigin- leika í þá stöðu. Sterkur skallamaður, meó góðan skrokk og það kemst enginn framhjá honum. Þá er hann mjög góóur í að losa sig við boltann úr vöminni og spila honum þaðan, auk þeirra spretta sem hann tekur upp völlinn með knött- Sigurður Lárusson þjálfari Þórs. inn. Hann hefur alla kosti til þess að vera yfírburða knattspymumaður. Per- sóna Hlyns er góð, hæglátur og það fer lítið fyrir honum. Maður getur alltaf treyst á hann og hann er cinn af þeim leikmönnum sem maður þarf aldrei að hafa áhyggjur af, hvort sem er utan vallar eða innan. Hans helsti veikleiki er sá að hann heldur stundum ekki 100% einbeitingu í leiknum. Það er það eina sem hefur háð honum. Hann er svo róleg týpa og sííkir leikmenn eiga oft í erfiðleikum með að halda einbeiting- unni, en að þessu leyti hefur hann batn- að með hverju ári, enda er hann með- vitaðurum þetta.“ Hversu mikilvægur er hann þessu liði sem Sigurður hefur byggt upp síðustu þrjú árin? „Já, ætli hann sé nú ekki einn sterkásti hlekkurinn. Það er nú ekkert annað en það. Náttúrulega er hann einn af 11 einstaklingum, en hann er einn af sterkari hlekkjunum í lióinu. Nú er hann búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu og ég sé hann fyrir mér þar. Ég sé hann líka fyrir mér sem atvinnu- mann í framtíðinni. Ef hann heldur áfram á þeirri braut sem hann er á nú, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann geti orðið atvinnumaður, ef hann hefur áhuga á því sjálfur. Hann hefur alla kosti sem þarf til aö standa í atvinnu- mennsku, metnaðarfullur, með mikið þrek og góðan vilja. Að vísu er erfiðara fyrir vamarmenn en aðra að komast í atvinnumennsku, en hann er það sterk- ur að ég sé hann alveg fyrir mér þar. Þessi árangur Hlyns með landsliðinu hefur ekki komið mér neitt á óvart og ég var hissa að hann skyldi ekki komast í liðið í fyrra.“ ur nú leikið sex A-landsleiki fyrir íslands hönd og ef að líkum lætur eiga þeir örugg- lega eftir að veróa fleiri. fíldrei annað til greina en Þór En hvers vegna gerðist Hlynur Þórsari? „Það kom aldrei neitt annað en Þór til greina, því ég bjó náttúrulega í þorpinu og á þeim árum var þetta meira skipt. Þeir sem bjuggu í Þorpinu voru Þórsarar. Þar að auki var Þórsvöllurinn við hliðina á skólanum og því lá það beint við að fara þangað.“ Nú hefur þú leikið flestar stöóur á vellin- um, nema í markinu. Hvar hefur þú fundið þig best? „Ætli ég verói ekki að segja að varnarhlut- verkið hafi skilað mér mestu núna, en fram- herjastaðan er mér alltaf ofarlega í huga, því ég lék þar í mörg ár. Mér gekk vel í þeirri stöðu í yngri flokkunum og fyrstu árin í meistaraflokki, en var svo færður aftar á völl- inni. Ætli ég hafi bara skorað nógu mikið, því fyrstu árin náöi ég að skora á bilinu 5-7 mörk í i. deild, en undir það síðasta voru þau orðin 2-3, sem þykir ekki nógu gott af fram- herja aó vera. Eftir þetta fór ég fyrst á miðj- una, síðan á kantinn og að lokum í vörnina." Hvert var stefnan tekin hjá ykkur Þórsur- um fyrir sumarið? „Þaó var tvímælalaust á efsta sætið og mér fannst það raunhæfur möguleiki að stefna á það. Við sýndum það í fyrra að við höfðum alla möguleika á að ná því og í ár erum við með breiðari hóp. Hins vegar gerði maður sér ekki grein fyrir því hve Bjami Sveinbjörns- son skildi eftir sig stórt skaró í lióinu, það gerði enginn sér grein fyrir því að það yrði svona stórt og menn vonuðu að þetta myndi bjargast. Ég tel að það að missa Bjarna geti verið það öðru fremur sem yrði til þess að við ættum ekki möguleika á meistaratitlin- um.“ Leikum ekki áferðarfallegustu knattspyrnuna Nú hefur Þórsliðið verið gagnrýnt af ýmsum fyrir að leika ekki nógu mikla knattspyrnu og hún hafi oft þurft að lúta í lægra haldi fyr- ir „karlmannlegum" leik. Hverju svarar þú slíkri gagnrýni? „Jú, ég get alveg fallist á það að við leik- um kannski ekki áferóarfallegustu knatt- spyrnuna í deildinni, en þetta er bara sú leik- aðferó sem Sigurður Lárusson, þjálfari, legg- ur upp. Að leika sterkan varnarleik með skyndisóknum. Þetta gafst vel í fyrra og því ekki að reyna aftur í ár. Mér finnst það rétt- lætanlegt að beita þessari leikaðferð. Mióað við hvernig hópurinn er samansettur, þá er auóvitað notuð sú leikaóferð, sem nær mestu út úr mannskapnum. Við erum með góða varnarmenn í lióinu og síðan erum við með sóknarmenn sem eru fljótir fram og geta gert usla.“ Nú hefur Þórsliðið breyst talsvert á síóustu árum. Liðið lék aðeins fyrir tveimur árum í annarri deild og hefur komið sterkt upp í 1. deild. Hver er breytingin frá því sem áður var? „Ég vil meina það að Sigurður Lárusson eigi stærstan þátt í þessum breytingum. Hann hefur barið í menn trúna á liðið. Þá vil ég meina að Sveinbjörn Hákonarson og Lárus Sigurðsson hafi verið happdrættisvinn- ingur fyrir liðið. Við vorum gífurlega heppn- ir með þá og það spilar mikió inní, auk þess sem Siggi hefur verið að gera stöðubreyting- ar á liðinu sem hafa gefist vel. Hann hefur breytt hugarfarinu hjá félaginu, en ég vil meina að það vanti enn upp á það. Mér finnst vanta trúna hjá mönnum að vió getum náð alla leið. Síðan ég byrjaði með meistaraflokki Þórs, höfum vió þrívegis verið hársbreidd frá því að ná Evrópusæti og tvívegis leikið í und- anúrslitum í bikarkeppninni, en alltaf þurft að lúta í lægra haldi. Ég tel að þama sé vandamál í höfðinu hjá okkur, það vanti trúna á að við getum þetta.“ Hefur hugurinn aldrei leitaó í annað félag hér á landi. Nú varstu orðaður við Fram í vetur? „Jú, ég get alveg viðurkennt það að hugur- inn stefndi þangað um tíma og þá helst vegna þess að einn af mínum uppáhaldsknatt- spyrnumönnum, Ásgeir Sigurvinsson, er aö þjálfa liðið, en ég hafði hins vegar mikla trú á Þórsliðinu eftir síðasta keppnistímabil og að við ættum möguleika á aó vinna deildina í sumar. Þá þekki ég ekki annað og þaó er erf- itt að slíta sig frá því þegar liðið á einhverja möguleika. Einnig spilar það inní að Sigurður er besti þjálfari sem ég hef haft og ég tel mig skulda honum ýmislegt. Það var því erfitt fyrir mig aó fara frá félaginu“ Helgi og fírnar erfiðastir Hvern eða hverja telur þú þína erfiðustu and- stæðinga? „Sem varnarmaður tel ég marga erfióa, en ég vil meina aó Helgi Sigurðsson í Fram sé erfiður. Hann er geysilega öflugur og góður knattspyrnumaður og þá var Arnar Gunn- laugsson, sem lék með IA í fyrra, mjög erfið- ur. Þetta eru þeir tveir sem eru mér ofarlega í huga, þó að margir fleiri séu einnig mjög erf- ióir.“ Ertu hjátrúarfullur, þegar knattspyrnan er annars vegar? „Nei, ég get ekki sagt það. Það hefur hins vegar verió mikil hjátrú ríkjandi hjá Þór, sér- staklega þegar Jóhannes Atlason þjálfaöi lió- ið. Reyndar er Sigurður Lárusson líka dálítið hjátrúarfullur og tekur upp á ýmsum uppá- komum fyrir leiki. Sem dæmi má nefna, fyr- ir leik okkar gegn Valsmönnum að Hlíðar- enda, þar sem vió höfðum aldrei unnió áður, þá lét hann plástur á bakið á öllum leikmönn- um og sagói okkur að þegar ekki gengi allt sem skyldi þá ættum við að muna eftir plástrinum. Leiknum lyktaói með sigri okkar 0-3. Ég veit ekki hvort plástrarnir skiptu þar máli, en Siggi þakkar þeim örugglega og vió að sjálfsögðu líka. Hann bryddar upp á ýms- um slíkum hlutum og það er ekkert annaó en jákvætt.“ Landsliðsmaðurinn Hlynur Birgisson Hlynur lék sinn fyrsta landsleik gegn Kuwait árið 1987 og hafði áður en árið 1993 gekk í garð leikið tvo landsleiki. Hann lék landsleik- inn gegn Bandaríkjamönnum ytra í vor og stóð sig þar með ágætum. Fyrsti leikur hans í alþjóðlegu móti var landsleikur gegn Luxem-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.