Dagur - 21.07.1993, Side 1

Dagur - 21.07.1993, Side 1
 HERRADEILD Gránufelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Bæjarstjórn Akureyrar: Snarpar umræður uin sundlaugina Bæjarstjórn Akureyrar staðfesti í gær með 8 atkvæðum gegn 1 samþykkt meirihluta bæjarráðs frá 14. júlí si. um að fallast á þá niðurstöðu samstarfshóps um sundlaugarmál að hafna öllum tillögum arkitekta á Akureyri í hönnun nýbyggingar og endur- bóta við Sundlaug Akureyrar og taka upp samningaviðræður við Teiknistofuna Form og Teikni- stofu Halldórs Jóhannssonar. Sigríður Stefánsdóttir (G), sem á sæti í nefndum starfshópi, sagði að hann hafi á öllum stigum máls- ins lagt sig fram um að ná ásætt- anlegri niðurstöðu og hún harmaði stór orö arkitekta sem hefóu skrif- lega gert athugasemdir til bæjar- ráðs viö vinnubrögð starfshópsins. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagðist ekki deila á þá niðurstöðu starfshópsins að hafna öllum til- lögum arkitektanna. Hann deildi fyrst og fremst á að samió væri við arkitektastofu, þ.e. Teiknistof- una Form, sem ekki hefði farið eftir forsögn starfshópsins. Það væru ámælisverð vinnubrögð af hálfu opinberra aðila. Birna Sigurbjörnsdóttir (D) sat hjá við afgreióslu þessa máls í bæjarráði. Hún sagði hjásetuna hafa grundvallast á því að hún hefði talið eðlilegt að starfshópur- inn hefði kallað tillöguhöfunda saman til fundar og skýrt út fyrir þeim á hverju niðurstaða hans byggóist. óþh Sjá nánar á blaðsíðu 3. Siglufjarðarmálið er enn hjá saksóknara Mál sýslumannsins á Siglu- firði og yfirlögregluþjóns þar í bæ er enn til athugunar hjá ríkissaksóknara sem ákveður hvort gefa skuli út ákæru vegna refsiverðs verknaðar. í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er beðið niðurstöðu þeirrar at- hugunar til þess að hægt sé að ákveða hvort mönnunum verður vikið úr starfí en for- seti íslands víkur sýslu- mönnum úr embætti. Að sögn Þorsteins A. Jóns- sonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, verður að taka afstöðu til þess hvort mennirnir fá að taka við starfi á ný eða hvort víkja cigi þeim úr starfi að fullu en þeim var vikió úr starfi til bráðabirgóa fyrr í sumar. „Málið hefur verið til umfjöllunar en ég get ekki tjáð mig frekar um það,“ sagði Þorsteinn en svaraði, aðspurður, að óvíst væri hve- nær niðurstöóu væri aó vænta. Hjá ríkissaksóknara fengust þær upplýsingar aó athugun í opinberu máli sýslumannsins og yfirlögregluþjónsins væri enn í gangi. GT Forráðamenn hafna á Norðurlandi ræddu gjaldskrármálin á Hótel KEA á Akureyri í gær. Stjórn Hafnasambands sveitarfélaganna: Ákveðið að lækka vörugjöld af lýsi og mjöli um 10% Stjórn Hafnambands sveitarfé- laganna samþykkti í gær gjaldskrárbreytingar, sem fela í sér lækkun um 3%, þannig þó að aflagjöld verði óbreytt en vörugjöld af lýsi og mjöli lækki um 10%. Auk þess var samþykkt að fara fram á við stjórnvöld að svokallað 25% vörugjald, sem rennur í ríkis- sjóð, verði fellt niður og verði þannig létt af sjávarútvegin- um. Sturla Böðvarsson, formaóur stjómar Hafnasambandsins, og Guðmundur Sigurbjörnsson, stjórnarmaður í sambandinu og hafnarstjóri á Akureyri, kynntu framangreinda ákvörðun fyrir forsvarsmönnum hafna á Norð- urlandi í gær. Sturla Böóvarsson sagði í samtali við blaðið eftir fundinn að með þessari samþykkt telji stjórnin að komið hafi verið til móts við óskir útvegsmanna um lækkun á gjaldskrá og í raun hafi verið gengið eins langt og kost- ur er við núverandi aðstæður hafnanna. „Utvegsgeirinn á í ágætum samskiptum vió vinnsl- una sem fær þarna lækkun á vörugjöldum og það ætti að geta komið fram í fiskverðinu. En það er ljóst að staða fiskihafn- anna er ekki með þeim hætti að hægt sé að ganga lengra,“ sagði Sturla. Guðmundur Sigurbjörnsson segir að staða fiskihafnanna sé þannig að tekjur margra þeirra nægi ekki fyrir rekstri. Sturla segir að nær einróma stuðningur sé meöal forsvars- manna hafna á Norður- og Aust- urlandi við þessa niðurstöðu stjórnar Hafnasambandsins en á þessum stöóum eru flestar loónuhafnir landsins. Reiknað er meö að gjaldskrárbreytingin taki gildi frá 1. ágúst næstkomandi. „Vió höfóum áður samþykkt 3% lækkunina og aó breyta ekki aflagjaldinu en viðbótin nú varðar 10% lækkunina á vöru- gjöldum af lýsi og mjöli,“ sagði Sturla. JOH Bæjarstjórn Akureyrar: Hart deilt á ríkisvaldið Bæjarfulltrúar á Akureyri létu þung orð falla á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar í gær um skiptingu ríkisvaldsins á einum milljarði til atvinnuskapandi verkefna, en eins og fram hefur komið var í þeirri skiptingu ekkert verkefni sérstaklega eyrnamerkt Akureyri. Flestallir bæjarfulltrúar ræddu þetta mál og voru þeir sammála um að það væri með ólíkindum að ríkisvaldið horfði framhjá erf- iðu atvinnuástandi á Akureyri þegar milljarðinum hafi verió skipt á einstök verkefni og byggð- arlög í landinu. Sigríöur Stefánsdóttir (G), for- maóur bæjarráós Akureyrar, orð- aði þaö svo að Akureyringar væru fokreiðir. Ennþá virtist sem bágt atvinnuástand á Akureyri kæmi ráðamönnum á suðvestur- horninu ekkert við. Hún sagði það óþolandi viöhorf fjármálaráð- herra, sem hafi komið fram í fjöl- miðlum, að Akureyri geti vænst um 20 milljóna úr þessum potti. Nær lagi væri að miðað við at- vinnuástandió í bænum ætti Akur- cyri tilkall til 80-100 milljóna af þeim milljarói sem sé til skipt- anna. Björn Jósef Arnviðarson (D) sagói að meó þessari skiptingu væri ríkisstjórnin vægt sagt að gera lítið úr atvinnuástandinu á norðausturhorni landsins. Hann sagði cnn einu sinni sannast að sjóndeildarhringur ráðamanna syðra næði ekki lengra en noröur aó Esju. Það sem fyrir norðan hana væri kæmi þcim ekkert vió. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði það umhugsunarvert hvort Akureyringar þyrftu að taka upp önnur vinnubrögð við aó koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Jakob Björnsson (B) sagði þetta slæm vinnubrögð af hálfu ríkisvaldsins, en hann lagði þunga áherslu á að menn yrðu líka aó horfa til framtíðar, leita nýrra sóknarfæra í atvinnumálum. óþh Umdeild skipting ríkisvaldsins á milljarði til atvinnuverkefna: Legg áherslu á framtíðarupp- byggingu atvinnulífs á Akureyri - segir Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra „Það er auðvitað ekki hægt að horfa til aðgerða í atvinnumál- um einungis út frá þessum eina milljarði og bara út frá þeim einstöku forsendum enda yrði hlutur Akureyrar af þessari upphæð einhvers staðar í kring- um 50 milljónir ef við viljum nota höfðatöluregluna,“ sagði Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, þegar Dagur innti hann eftir forsend- um við skiptingu milljarðsins. Halldór sagði að fínna yrði leið- ir til þess að styrkja grunninn í heild sinni. „Ég hef meiri áhyggjur t.d. af framtíð málm- og skipasmíðaiðnaðarins á Ak- ureyri heldur en hinu hvort Ak- ureyringar fái 10 milljónum meira eða minna af þessu fé.“ „Þaó hafa miklir erfiðleikar gengið yfir atvinnumálin á Akur- eyri. Munar þar náttúrulega veru- lega um það að sá mikli verk- smiðjurekstur sem samvinnu- hreyfingin stóó fyrir hefur smám saman verið að molna nióur; það er skýringin á þeirri veiku stöðu sem þar er nú í atvinnumálum,“ sagöi Halldór Blöndal og nefndi gjaldþrot ÍSI sem síðasta dæmi um það. „Hef ég sérstaklega látið athuga þann þáttinn sem snýr að því að reyna að tryggja það að hráefni til skinnaiðnaðarins verði kyrrt í landinu. Það eru auðvitað verulegir hagsmunir okkar Akureyringa að þaó náist fram að sá rekstur geti skilað sér þó að hann sé ekki eyrnamerktur í þessum milljarði,“ sagði Halldór. Hann nefndi einnig uppbyggingu FSA, stofnun kenn- aradeildar við Háskólann á Akur- eyri og fjárframlag til viðhalds á Akureyri. „Þaö sem ég vil horfa á í sam- bandi við atvinnuuppbyggingu á Akureyri er ekki einhver aðstoö í eitt skipti, heldur legg ég höfuð- áherslu á að okkur takist aö leggja grunn að framleiðslu og þjónustu sem sé til frambúðar og geti verið atvinnulyftistöng í þeim skilningi." Halldór sagði að líta yrði á heildarráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar í atvinnumálum, en þeim tengdust samgöngumál einnig. „Eg hef lagt mjög ríka áherslu á þá erfióu stöðu sem Akureyring- ar standa frammi fyrir,“ sagði Halldór og benti á aó Hafnasam- lag Eyjafjarðar væri mikils virði fyrir allt svæðió. „Ég vona að það komi fram í blaðinu aó það komi Akureyringum til góða ef hægt er að efla samvinnu við Eyjafjörö, koma á heilbrigðri verkaskiptingu og fylgja því eftir með þeim fjár- munum sem þar er um að ræóa,“ sagöi Halldór, aðspurður um hvernig stæði á því að við skipt- ingu á milljarðinum umtalaða væri ekkert verkefni eyrnamerkt Akureyri eins og t.a.m. Ólafsfirði. GT

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.