Dagur - 21.07.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 21.07.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. júlí 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Harðort bréf Finns Birgissonar, arkitekts, vegna sundlaugarmálsins: „Vandræða- og flumbrugangur“ - var ekki um samkeppni að ræða, segir Gunnar Jónsson Finnur Birgisson, arkitekt, er afar harðorður í garð sam- starfshóps um sundlaugarmál í bréfi sem hann sendi bæjar- ráði Akureyrar vegna „sam- keppni meðal arkitekta á Ak- ureyri um tillögur að stækkun og breytingum á Sundlaug Ak- ureyrar.“ Gunnar Jónsson, formaður starfshópsins, segir að Finni og hinum tveim arki- tektunum sem gagnrýnt hafa málsmeðferðina verði svarað bréflega. Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti sl. fimmtudag álit sam- starfshóps um sundlaugarmál þcss efnis að hafna öllum tillög- um arkitckta um stækkun og breytingar á Sundlaug Akureyrar en jafnframt yrói samið við Teiknistofuna Form hf. og Teiknistofu Halldórs Jóhanns- sonar. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar í gær. Eins og fram hefur komið hafa þrír af þeim arkitektum sem sendu inn tillögur, Finnur Birgis- son, Fanney Hauksdóttir og Svanur Eiríksson, skrifað bréf til bæjaryfirvalda þar sem málsmeð- fcrð starfshópsins er mótmælt. Blaðamaður hefur undir hönd- um bréf Finns Birgissonar og cr það mjög harðort. Þar segir að til þess að hanna sjálfa viðbygging- una hafi samstarfshópurinn valið hönnuð, þ.e.a.s. Teiknistofuna Form, sem fari „lcngst yfir stærðarmörk og er í öórum grundvallaratrióum í ósamræmi við forsögnina.“ Finnur segir að tillögur Forms og Teiknistofu Halldórs Jóhannssonar séu ósamræmanlcgar, m.a. vegna þess að hæðarmunur sé leystur hjá þeim á mismunandi hátt. „Val hópsins þýóir því að byrja verður hönnunina aftur frá grunni,“ seg- ir Finnur í bréfmu. Um vinnubrögó samstarfshóps um sundlaugarmál hefur Finnur mörg orö. Hann segir aó kostn- aðarsamanburður sé rangur og af- vegaleiðandi og því verri en eng- inn og þá segir hann að rök hópsins fyrir þcirri meginákvörö- un aö hafna öllum tillögum standist ekki. „Sú ákvörðun virk- ar því eins og hver önnur leik- brella, gerð í því skyni að hafa síóan frjálsar hendur til geðþótta- ákvarðana eins og þeirrar aó velja höfund þeirrar tillögu að húsi, sem vék einna lengst frá forsögninni,“ segir orðrétt í bréfi Finnur Birgisson. Finns. í niðurlagi bréfsins segir Finn- ur Birgisson: „Samstarfshópur- inn hefur eigin forsögn að engu. Hann hefur brugðist uúnaöi þeirra höfunda, sem lögðu sig fram um að fylgja forsögninni eins og kostur var, og narrað þá til þess að fórna miklum tíma og erfiði til ónýtis, gegn mála- myndagreiðslu. Hann hefur jafn- Gunnar Jónsson. framt sóað skattpeningum bæjar- búa og tíma margra starfsmanna bæjarins til einskis. Miklu betra hefði vcrið fyrir alla aðila að þcssi samkeppnisónefna hefði aldrei átt sér stað, - niðurstaðan hefði trúlega orðið sú sama. Hóp- urinn hefur fullkomnað vand- ræða- og flumbrugang bæjaryfir- valda í samskiptum við arkitekta t bænum, sem stöðugt hefur ágerst í scinni tíð. Verra getur það von- andi ekki oróió.“ Gunnar Jónsson, formaður samstarfshópsins og jafnframt formaður íþrótta- og tómstunda- ráðs Akureyrarbæjar, scgist undrast rnjög þessi höróu við- brögð arkitektanna. Hann segist vísa því algjörlega á bug að ann- arleg sjónarmió hafi ráðið vali á annars vegar Teiknistofunni Formi og hins vegar Tciknistofu Halldórs Jóhannssonar. „Best hefði verið að einhver tillöguhöf- unda hefði sent inn heildartillögu sem allir hefðu getaó fallist á og auóvitaó var það von okkar í samstarfshópnum,“ sagói Gunn- ar. „Mcsti misskilningurinn finnst mér vera fólginn í því að þarna var ekki um samkeppni að ræóa. Þetta var leit að tillögum sem menn fengu greidda upphæð fyr- ir scm mcnn höfðu fallist á. Við töldum því að arkitcktarnir væru að vinna að þessu í sátt við okk- ur í samstarfshópnum. Það kom því okkur verulega á óvart aó fá þessi viðbrögð eftir á,“ sagói Gunnar og bætti við að samstarfs- hópurinn hefði í hyggju að svara bréfiega athugasemdum arkitekt- anna. óþh Norðlenskt umferðar- átak í síðustu viku: Um hundrað ökumenn fengu ábcndingu eða kæru Vikuna 12.-16. júlí var fram- haldið sameiginlegu umferðar- átaki lögreglunnar á Siglufiröi, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Húsavík, Sauðárkróki, Blöndu- ósi og Hólmavík, sem stofnað var til í maímánuði undir sam- heitinu: Norðlenskt umferðar- átak sumarið 1993. Markmið átaksins er að samræma störf lögreglunnar í því skyni að reyna að draga úr slysum og öðrum óhöppum í umferðinni. Ein vika í hverjum mánuði er notuð til að leiðbeina ökumönn- um og öðrum vegfarendum. I síðustu viku var sérstaklega fylgst með notkun öryggisbelta, öryggishjálma, merkjagjöf og hleðslu ökutækja. Að auki er jafnt og þétt fylgst með almennri vel- feró í umferðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi H. Jónssyni, settum yfirlögregluþjóni á Siglufirói, var alls 831 ökutæki stöðvað í nýlið- inni átaksviku, 54 ökumenn fengu áminningu eða ábendingu um það sem betur mátti fara en 42 ökumenn voru kærðir fyrir ým- is brot, aóallega vanrækslu á notkun öryggisbelta. Af þessum 42 voru 6 ökumenn kærðir fyrir að aka á yfir 120 km hraða á klukkustund þar sem hámarks- hraði er 90 km. Lögreglan væntir þess að Norðlenskt umferðarátak sumariö 1993 dragi úr þeim hörmungum sem fylgt hafa umferðinni undan- farin ár og oft komið niður á veg- farendum sem í öllu hafa l'arið eft- ir reglum en orðið fyrir hinum sem engum reglum hlíta. Lögregl- an beinir athygli sinni sérstaklega að þeim sem þannig ógna lífi og heilsu samborgaranna. SS Vegagerð ríkisins: Bólstaðarhlíðar- brekkan boðin út Vegagerð ríkisins hefur boðið út lagningu vegar um Bólstað- arhlíðarbrekku í Austur- Húnavatnssýslu, en eins og fram hefur komið hafa staðið töluverðar deilur um þessa vegarlagningu. Umhverfisráðherra staófesti í . lok júní skipulag að lagningu vegarins um Bólstaóarhlíðar- brekku. Heimamenn sættu sig ekki við tillögu Vegagerðarinn- ar að vegarstæði og gerðu at- hugasemdir til skipulagsstjómar ríkisins. Hún féllst á tillögu Vegageröarinnar og lagói til við umhverfisráóherra að hún yrói samþykkt, sem hann síðan gcrði. Vegurinn sem uni ræðir er 5,4 km langur, en auk hans nær útboðið til tveggja steyptra stokka í Hlíðará. Gcrt er ráð fyrir að vcgargerð í Bólstaðarhlíðarbrekku verói lokið 15. ágúst að rúmu ári liðnu. Tilboð veróa opnuð 3. ágúst nk. óþh íslandsmót í hestaíþróttum: Hefst á Akureyri á morgun - nýtt mótssvæði vígt í kvöld íslandsmót í hestaíþróttum 1993 hefst á morgun, fimmtudag, en það er íþróttadeild Hesta- mannafélagsins Léttis sem sér um mótið. I»eir Léttismenn bú- ast við að allt að 2000 gesturn og ætla að taka vel á móti þeim á nýju mótssvæði sem verður vígt í kvöld. Dagskrá mótsins er sem hér segir: Fimmtudagur 22. júlí 15.00 Dómarafundur 16.00 Knapafundur 18.00 Fjórgangur fullorðinna Föstudagur 23. júlí 08.00 Fjórgangur ungmenna 09.30 Fjórgangur unglinga 11.00 Fjórgangur barna Matarhlé 13.00 Fimmgangur fulloróinna 16.00 Fimmgangur ungmenna 17.00 Fimmgangur unglinga Föstudagskvöld Opið hús í Skeifunni Laugardagur 24. júlí 08.00 Hlýónikeppni fullorðinna, ungmcnna, unglinga og barna 10.30 Tölt unglinga og barna Matarhlé 13.00 Hindrunarstökk (vió Sam- komuhúsið) 16.00 Tölt fullorðinna og ung- ntenna Athugasemd frá Tómasi Inga Ohich „í viðtali sem blaðamaður Dags birti við mig þann 20. júlí skiptast á tilvitnanir í mig og hugleiðingar blaðamanns og túlkanir á orðum mínum. Þegar blaðamennska er stunduð er það mikils virói að skýrt sé afmarkað það sem eftir viðmælanda er haft í viðtali við hann og síðan þær hugleiðingar blaðamannsins um svipaó efni sem flokka mætti undir frétta- skýringar eóa skoðanir hans - að ekki sé minnst á athugasemdir sem koma viðtalinu ekki vió. í viðtalinu sem kynnt er á baksíðu blaðsins sem viðbrögð Tómasar Inga Olrich er vitnaó í Stjórnskip- un Islands og sagt að þess séu dæmi úr íslenskri þingsögu aö þingmaður hafi flutt frumvarp til fjáraukalaga. Ekki var minnst á það í samtali okkar blaðamanns- ins að flutt yrði þingmannsfrum- varp til fjáraukalaga; á sú athuga- semd ekkert erindi í viötal viö mig og ber ekki vott um vönduð vinnubrögð blaðamanns." Svar blaðamanns Háttvirtur þingmaður misskilur a.m.k. tvennt; í fyrsta lagi er ekki um viðtal að ræða eins og þing- maóurinn tekur fram fimm sinn- um. Umrætt efni er frétt, sett saman á ritstjórn Dags og á ábyrgð ritstjóra og viðkomandi blaðamanns - lagalega og sið- ferðilega. Þótt samtal við þing- manninn hafi verið uppistaða og tilefni fréttarinnar þýðir það ekki að hann geti skert tjáningarfrelsi blaðamanns eða Dags í sömu frétt. Þá er komið að öðru sem þing- maöurinn misskilur en það eru tök stjómmálamanna á fjölmiðl- um; það er ritstjórn Dags - en ekki þingmaðurinn - sem ákveóur hvort í frétt sé um að ræða „at- hugasemdir sem koma viótalinu ekki við.“ Þingmaðurinn á ckki mat á því hvort „athugasemd [eigi] ekkert erindi í viðtal" þegar um frétt er að ræða. Gefur sá mis- skilningur þingmannsins alls ekki tilefni til þess að vefengja „vönd- uð vinnubrögð blaðamanns". Þingmaðurinn vefengir ekki að rétt sé eftir honum haft auk þess sem allar skoðanir hans á efninu komast að í frétt Dags. Loks er kynning fréttar á ábyrgð ritstjórnar - og utan áhrifasviðs þingmannsins - enda er óvefengjanlega aó finna „við- brögó“ hans í umræddri frétt. Dagur hyggst ekki afsala sér frelsi til þess að upplýsa lesendur um staðreyndir enda er í fréttinni „skýrt... afmarkað það sem eftir viðmælanda er haft“ - innan gæsalappa eða í viótengingarhætti - og þær staðreyndir sem lagðar eru fram - í framsöguhætti - auk tilvísana í heimildir. Meðal þeirra staóreynda eru fimm-þingmanna- meirihluti rík- isstjórnarinnar og réttur sérhvers þingmanns til fiutnings frum- varpa; þótt þingmaðurinn hafi í samtalinu ekki gefið í skyn fiutn- ing frumvarps til fjáraukalaga og neyti ekki þess réttar verða „vönduð vinnubrögð“ hans ekki vefengd. Gísli Tryggvason, blm. Dags. Laugardagskvöld við KA-húsið 20.30 Grillveisla og dansleikur Sunnudagur 25. júlí 09.00 Gæðingaskeið 11.00 Fjórgangur. Úrslit fullorð- inna, ungmenna, unglinga og barna Matarhlé 13.30 Fimmgangur. Úrslit fullorð- inna, ungmenna og unglinga 15.00 Tölt. Úrslit fullorðinna, ungmenna, unglinga og barna 16.30 Verðlaunaafhending og mótsslit. Miðvikudagur 21. júlí: Deiglan kl. 20.30; dans/tónlistarspuni. Höf- uðverk. Anna Richardsdóttir og Karl Pedersen. Höfuðskúlptúrar unnir at' Brynhildi Kristinsdóttur. Akureyrarkirkja kl. 20; tónleikar á gítarhátíð. Einar Kristján Einars- son leikur á gítar. Skrifstofa Listasumars er í Kaupvangsstræti 23, sími 12609.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.