Dagur - 21.07.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 21.07.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. júlí 1993 - DAGUR - 7 Unnið við að úrbeina hangikjöt. Gcngið frá „Bcstu kaupa“ poka. hann aó mikið sé lagt upp úr vinnuþættinum og reynt að raða þokkalega vel í pakkningarnar og hafa þær aðeins fyrir augað. „Við viljum vinna það til að setja okkar vöru fram á góðan máta án þess að láta hana kosta meira og þetta kann fólk aó meta. Vió lítum á þetta sem lið í okkar markaóssetningu, þrátt fyrir að við höfum lítið út úr því og töp- um raunverulega á pakkningunni miðaó við að selja kjötið í heilum skrokkum." Lambapylsur og borgarar Eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna er aðaláherslan hjá Fjalla- lambi lögð á lambakjöt. Um 25 þús. fjár var slátrað þar á síðasta ári og segist Garðar ekki búast viö mikið meiri samdrætti í fjölda sláturtjár á næstunni, þar sem ástandið sé þannig í þjóðfélaginu að bændur hafi að engu öðru að hveria. „Það kemur fyrir að við kaup- um eitt og eitt naut til að búa til hamborgara fyrir svæðiö og annað þess háttar. Annars höfum við fundið upp vörutegundir sem koma í staðinn fyrir slíkar vörur og má þar nefna lambaborgarann okkar sem er búinn að vera á markaói í rúmt ár og þykir að sögn ekki síðri en þessi venjulegi. Eins erum við með lambapylsur sem koma í staðinn fyrir vínar- pylsur. Þær eru mjög svipaðar í útliti og okkur hefur tekist að þróa bragðgæði sem þykja orðið ágæt, auk þess sem þær standast full- komlega verð- og gæðasamaburð. Lambapylsurnar eru líka svolítið sérstakar því þær innihalda ekki mjólkurduft cins og venjulegar vínarpylsur og henta fyrir vikið þeim sem eru með mjólkuróþol, en erfitt er að fá slíka vöru og ég get nefnt sem dæmi að það er einn kaupandi í Svíþjóð sem fær reglulegar pylsusendingar frá okk- ur.“ Láta vöruna kynna sig sjálfa Fyrir tveimur árum var Fjallalamb hf. í samstarfi við kjötiðnaðar- mann að sunnan, Gunnar Pál Ing- varsson, og hann þróaði nokkrar vörutegundir sem sumar eru framleiddar enn. Um þessar mundir er hinsvegar starfandi einn læróur kjötiðnaðarmaður hjá fyrirtækinu og tveir nemar, en aó öðru leyti er ekki um faglært starfsfólk að ræða í kjötvinnsl- unni. „Við reynum alltaf að vera í smá vöruþróun og brydda upp á einhverju nýju, en segja má að við förum varlega í það, því þrátt fyrir að breiddin sé mikil er veltan í gegnum þetta ekki að sama skapi. Nýjasta nýtt hjá okkur er svo- kölluó bógsteik, sem er fitusnyrt- ur frampartur, en sá hluti af lamb- inu hefur alltaf haft þann stimpil á sér aó vera heldur feitur og óaö- gengilegur matur. Bógsteikin okk- ar hefur hinsvegar fengið mjög góða dóma, en það er eins með hana og annað, þaö kostar óskap- lega peninga að ná upp fullri sölu því markaðssetningin er dýr. Lít- ið fyrirtæki eins og þetta stendur alltaf höllum fæti gagnvart dýrri markaðssetningu og við höfum valið þann kostinn að láta vöruna kynna sig sjálfa með hjálp kunn- ingja og kaupenda, en þaó gerist auðvitaó rólega meó því móti.“ Samdráttur í sölu og offram- boð Fjallalamb hf. skilaði 1,7 milljóna króna hagnaði á síðasta ári eftir allar afskriftir og gjöld. Að sögn Garðars voru menn mjög ánægðir með þann árangur, því árið á und- an, sem var fyrsta heila starfsárið hjá fyrirtækinu, kom reksturinn út með dálitlu tapi vegna ýmissa fjárfestinga. „Horfurnar í ár eru sæmilegar, en heilt yfir kreppir að þessu, enda cru gerðar miklar kröfur til sláturhúsanna að sýna fram á hag- ræóingu og minni kostnaó með lægra vöruverði. Við höfum í dag minna í krónum talió fyrir að slátra en við höfðum fyrir tveim- ur árum; slík er hagræóingin. Hinsvegar er afskaplega erfitt aó verða við þessari hagræðingar- kröfu eins og ástandið er í dag. Það er samdráttur í sölu, offram- boð á lambakjöti og þetta leiöir til undirboða og óheilbrigðra við- skiptahátta. Við höfum t.a.m. lent í því að eiga viðskipti við aðila sem hafa ekki staðið við sitt og orðið fyrir tjóni af þeim sökum, en því miður er ansi mikið um að- ila tengda kjötvinnslu og kjötsölu sem hafa farið illa í rekstri, orðið gjaldþrota og valdið sláturleyfis- höfum og bændum ómældu tjóni.“ Víðlendar heiðar og grösugt land Að sögn Garðars er markmið fyr- irtækisins að koma allri sinni framleiðslu í verð undir þeim for- merkjum að um sé að ræða gott hráefni. Nýjasta slagorð Fjalla- lambs er í stíl vió það og segir að gott hráefni sé grunnur góðrar : Fullvinnsla á 40% af framlciðslunni, voru. „Hér eru víðlendar heiðar og grösugt og gott sauðfjárland. Þetta svæði er einnig laust vió alla sauðfjársjúkdóma og hér er ein- hver langstæðasta ræktun í sauófé á öllu landinu og starfandi elsta sauðfjárræktarfélagið. Við teljum okkur því fyllilega geta staóið undir slagorðinu um gott hráefni." Enn sem komió er hefur Fjalla- lamb ekki átt í neinum vandræð- um með að losna við alla sína framlciðslu og í fyrra stóð á cnd- um að þeir kláruðu allt sitt kjöt rétt fyrir sláturtíð. Fyrirtæki sem bændur eiga „Þetta fyrirtæki er forsenda þess að bændur hér nái að koma sinni framleiðslu meó þokkalegu móti á markað. Vió reynum að starfa í nánu samstarfi við þá, enda er þetta þeirra fyrirtæki. Þeir eiga þetta og stjórna þessu og sam- starfið hefur í alla staði gengið mjög vel. Viö höl'um t.d. notið mikil trausts hjá bændum og tók- um upp á því í haust að fjármagna okkur að hluta til með innistæðum bænda. Þ.e.a.s. vió tókum ekki öll þau afurðalán scm við áttum kost á og þetta gerði það aó verkum að við spöruóum okkur mikió í vöxt- um af afurðalánum. Hinsvegar greiddum við bændunum góða sparisjóðsvexti svo þeir töpuðu ekki á þessu heldur og þetta tel ég vera gott dæmi um gagnkvæmt traust," segir Garðar Eggertsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. á Kópaskeri. SBG Listasumar á fimmtu- dagskvöld: Rokktónleíkar í Samkomuhúsinu Annað kvöld verður haldin uppá- koma í tengslum við Listasumar - Festival 93 á Akureyri. Þræll Ar- abahöfðingjans kynnir: „Rokksirk- us“ í leikhúsinu. Húsið opnað kl. 20:30. Fram koma: Skrokkabandið, Limlest ég er limlest: Frú Roose- velt segir frá, Hún andar, Barn- ingur auk annarra andans jöfra. Miðavcrð, 500 kr. Fréttatilkynning Tónleikar Einars Kristjáns í kvöld, miðvikudaginn 21. júlí, kl. 20 heldur Einar Kristján Ein- arsson, gítarleikari, tónleika í Ak- ureyrarkirkju. A efnisskránni eru verk cftir Silvius Leopold Weiss, Fernando Sor, J. S. Bach, Agustin Barrios, Lcnnox Berkeley og Joquin Tur- ina. Einar Kristján Einarsson er Ak- ureyringur, fæddur 1956. Hann lærði gítarlcik á Akureyri, í Reykjavík og síðar í Manchester í Englandi. Auk tónleikahalds í Englandi og á Spáni hel'ur hann komió frarn við margvísleg tækifæri víða hérlendis, m.a. lék hann einleik mcð Kammcrhljómsveit Akur- eyrarhaustið 1991. Einar hefur síðan haustið 1988 kennt gítarleik við Tónskóla Sig- ursveins og Tónlistarskóla Kópa- vogs. Einar Kristján Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.