Dagur - 22.07.1993, Side 2

Dagur - 22.07.1993, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 22. júlí 1993 íbúðir á söluskrá HJALLALUNDUR:Stórglæsileg 3ja herb. íbúö í fjölbýli á 4. hæð 93.9 m2. íbúöin er öll með parketi, á baöherbergi er vatnsgufa, svalir eru yfirbyggöar og eru mjög sólríkar. Vandaðar innréttingar. Ákv. sala. AOALDALUR:Sumarbústaöur í landi Núpa í Aðaldal. Bústaöurinn er 41 m2 með 17 m2 verönd. Selst meö öllum útbúnaði. * FNJÓSKADALUR: Tveir sumarbústaðir í landi Reykja í Fnjóskadal. Tilvalið fyrir félagasamtök. Stutt í alla þjónustu s.s. sund hjá lllugastöð- um. BEYKILUNDUR:6 herbergja einbýlishús 196,6 m2 m/bílskúr. Lóð er vel ræktuð með góðu gróðurhúsi. Eldhús með góðri innréttingu, parket á gólfi. Sjónvarpshol með parketi, stofa með teppi, gangur með parketi, herb. með teppum. Eign f góðu ástandi. Ákv. sala. STÓRHOLT:5 herb. efri hæð í tvíbýli 146,7 m2 m/bílskúr. Stigaupp- ganga er rúmgóð ríieð teppi. Lítið herb. yfir stigauppgöngu, 3 herb. með skápum og dúklögð. Eldhús er rúmgott og bjart með góðu útsýni, eldhúsinnrétting grændrapp. með palesander í forstykkjum. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. TÍSKUVÖRUVERSLUN: Tfskuverslun í fullum rekstri til sölu og afhendingar strax. Uppl. á skrifstofu ekki í síma. Höfum kaupanda að 200 m2 einbýlishúsi á syðri brekku. Brekkugötu 4 ■ 600 Akureyri S 21744 og 21820 • Fax 27746 Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hrl. Sölumenn: Oddur Óskarsson og Ágústa Ólafsdóttir. Toyota 4Runner sjsk. Nlssan Patrol (björgunarsv.útg.) árg. '91. Ekin 48.000 árg. '86. Ekinn 190.000 Isuzu Crew-Cab árg. '92. Ekinn 28.000 Mazda 626 GLX árg. '88. Ekin 47.000 Suzuki Swift GTi árg. '88. Ekinn 75.000 Toyota Tercel árg. '86. Ekinn 137.000 Renault 19 Chamade árg. '91. Ekinn 36.000 MMC Colt GL árg. '89. Ekinn 70.000 Vegna mikillar sölu undanfariö vantar okkur bíla d stabinn WBÍLASAIAN BHAVAí GIERÁRGÖTU 36 ■ SÍMI21705 Fréttir Lendingar á Akureyrarflugvelli í júní: - á þjóðhátíðardaginn lentu 166 flugvélar Júnímánuður var metmánuður hvað lendingar flugvéla á Ak- ureyrarflugvelli varðar sam- kvæmt upplýsingum sem Gunnar Oddur Sigurðsson, umdæmisstjóri Flugmála- stjórnar á Norðurlandi, hefur tekið saman. Alls lentu 823 flugvélar á flugvellinum í júní og eru það væntanlega fleiri lendingar en áður eru dæmi um í júní að mati Gunnars Odds. Hinn 17. júní lentu 166 flugvélar þar frá morgni til kvölds. Tölurnar snúast allar um lcnd- ingar en að sögn Gunnars Odds þarf fjöldi lcndinga ekki að fara saman við flugtök - ekki af því að lentar flugvélar fari landleið- ina frá Akureyri heldur - vegna þess að vcl getur komið cða far- ið í öðrum mánuði. Lendingar í farþegaflugi voru 385 talsins en í þeirri tölu er bæði áætlunar- og leiguflug. í einka- og kennsluflugi voru 408 lendingar. „í þeirri tölu er útsýnisílug sem var 17. júní; þó að það sé með farþega þá telur maður það ekki sem farþega- flug,“ sagði Gunnar Oddur Sig- urðsson í samtali við Dag en mcð farþegaflugi er átt við flug þar sem tilgangurinn er að flytja farþega frá einum stað til annars. í sjúkraflugi voru samtals 16 lendingar á Akureyrarflugvclli í júní. Erlendar vélar, sem táldar voru sérstaklega, voru 8 talsins. Undir liðinn önnur umf'erð flokkar Gunnar Oddur 6 lend- ingar. í þeim flokki cr um að ræða vélar Flugmálastjórnar og Landhelgisgæzlunnar eða lcnd- ingar vegna prólunar á vclum sem eru að koma úr skoðun eða viðgerö. Gunnar Oddur tók einnig saman lcndingar á Akureyrar- flúgvelli þjóðhátíðardaginn frá kl. átta aö rnorgni til kl. tíu að kvöldi og voru þær alls 166 tals- ins. Að jafnaði voru því 12 lend- ingar á klst. eða á fimm mínútna lresti. Mesta flugumferóin var frá kl. 15-16 hinn 17. júní. „Þá voru 25 lcndingar cða næstum því á tveggja mínútna fresti þannig aó þeir höfðu ærió nóg að snúast flugumferðarstjóramir, Gunni Egils og Sverrir Vilhjálms, sem voru á vöktum þennan dag,“ sagói Gunnar Oddur aö lokum. GT Fuglafundur á Raufarhöfn Mynd: SBG Rannsóknastofnun HA og Nýsköpunarsjóður námsmanna: Hagnýting sjávar- gróðurs og botndýra „Við þróum ekkert nýtt heldur förum við aðallega eftir því hvað er á markaði erlendis. Svo könnum við hvað við eigum hér heima og hvort þær tegundir eru í nýtanlegu magni eða ekki,“ segir Gunnlaugur Sig- hvatsson en hann starfar að verkefni sem hefur fengið styrk sem nemur tveimur mannmán- uðum úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og sambærilega fjárhæð frá Háskólanum á Ak- ureyri þar sem Gunnlaugur og félagi hans, Steinar Svavarsson, nema sjávarútvegsfræði. Þeir vinna nú að öflun grunnupplýs- inga til að auðvelda nýtingu á van- eða ónýttum tegundum sjávarfangs og -gróðurs við strendur íslands - sem nýttar eru til manneldis erlendis. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður að frumkvæði Stúd- entaráðs Háskóla Islands og „í samræmi við samþykkt ríkis- stjórnarinnar 30. júní 1992,“ eins og segir í 1. gr. reglna um úthlut- un styrkja úr Nýsköpunarsjóði. Annað verkefni sem fékk styrk úr sjóónum að þessu sinni er á vegum Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar um nýja vinnslu- og pökk- unaraðferð á hörpudiski og mark- aðssetningu í Evrópu - sem ekki virðist vanþörf á eftir meðferð franskra stjórnvalda á markaðs- setningu íslensks hörpudisks. Aó sögn Guðrúnar Guðmunds- dóttur, starfsmanns sjóósins, bár- ust að auki þrjár styrkumsóknir frá Háskólanum á Akureyri - rekstrar- deild og heilbrigðisdeild - en þeim var hafnað. Alls bárust 261 umsókn en styrkir voru veittir til 118 verk- efna - og í mesta lagi sem nemur tveimur mannmánuðum á hvert verkefni. Hátt á annað hundrað íslenskir námsmenn starfa því fyr- ir tilstilli sjóðsins í sumar. Þess má geta að auk 10 millj- óna króna fjárveitingar úr ríkis- sjóði veitti Reykjavíkurborg 5,8 milljónum til Háskóla Islands sem eyrnamerktar voru reykvísk- um námsmönnum og úthlutaði stjórn nýsköpunarsjóðs því fé í samræmi við þaó. Gunnlaugur og Steinar nema sjávarútvegsfræði við sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri og munu ljúka fjögurra ára námi í vetur og vor. Verkefnið er unnió í samvinnu við Þróunarsamtök Vestfjarða og er það kostað aó hálfu af Rann- sóknastofnun Háskólans á Akur- eyri - auk styrksins lrá Nýsköp- unarsjóði; nemur hvor styrkur sem svarar tveimur mannmánuð- um. Umsjónarmaður verkefnisins er Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar H.A. Að sögn Gunnlaugs gcngur verkefnið m.a. út á aó kanna að- gengi aö ónýttu sjávarfangi og - gróðri, þ.e. hvort það svarar á annað boró kostnaöi að nálgast tegundina og vinna hana. Sem áður segir starfa tveir nemendur í sjávarútvegsfræði við verkefnið og hófst vinnan í byrj- un júní og stendur í tvo mánuði. Gunnlaugur segir að vegna hins skamma tíma sé aðeins unnió að frumvinnu við hið viðamikla verk. Samkvæmt verkefnislýsingu er hins vegar ætlunin að leita til fyrirtækja eða einstaklinga sem hafa áhuga á áframhaldandi vinnslu verkefnisins. GT Listasumar '93 Fimmtudagur 22. júlí: Samkomu- húsið kl. 20.30; rokktónleikar. Frant komá hljómsveitirnar Hún andar, Skrokkabandið, Limlest ég er lim- lest - frú Roosevelt segir frá og Barningur, auk fleiri andans jöfra. Akureyrarkirkja kl. 20; tónleikar á gítarhátíð. Hlíf ^ Sigurjónsdóttir, fiðla, og Símon H. Ivarsson, gítar. Skrifstofa Listasumars er í Kaupvangsstræti 23, sími 12609.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.