Dagur - 22.07.1993, Page 3

Dagur - 22.07.1993, Page 3
Fimmtudagur 22. júlí 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Verkalýðshreyfingm svarar vaxta- hækkuniim bankanna af hörku - kjarasamningar í hættu ef stjórnvöld grípa ekki í taumana Formenn landssambanda innan ASÍ komu saman til fundar í gær vegna vaxtahækkana síð- ustu daga og eru mjög harðorð- ir í yfirlýsingu sinni eftir fund- inn. Þar segir m.a. að svo virð- ist sem erfitt ætli að reynast að opna augu bankanna fyrir því að langtímahagsmunum „er best borgið með lækkun vaxta en ekki með því að blóðmjólka þá viðskiptamenn sem eftir standa,“ eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni. „Það er krafa verkalýðshreyf- ingarinnar við þessar aðstæöur að stjórnvöld grípi þegar í taumana, þannig að fyrirætlanir bankanna nái ekki fram að ganga. Að öðr- um kosti kunna að skapast þau skilyrði að kjarasamningar verði lausir í haust. Komi til þess hlýtir hin pólitíska ábyrgð á þeim af- leiðingum sem slíkt kann að hafa að hvíla á herðum ríkisstjómar- innar,“ segir í yfirlýsingu verka- lýðsforystunnar. Þar cr bent á að í kjarasamn- ingunum í vor hafi verið gengið út frá stöðugu verðlagi á samn- ingstímanum, lítilli verðbólgu og lækkandi vöxtum. Stöðugt hafi vcrið gengið á móti þessum forsendum, nú slðast meó ákvörðunum og yfirlýsing- um bankanna. „Það er því ljóst að með framgöngu sinni eru bank- amir að vinna gegn markmiðum kjarasamninganna og draga úr líkindum á því að forsendur verði til að framlengja þá nú í haust.“ JÓH Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum: Mikiðumað vera um helgina Mikið verður um að vera í þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum um helgina. Boðið verður upp á gönguferðir við allra hæfi undir leiðsögn land- varða og barnastundir verða fyrir yngstu borgarana. Um helgina verður boðið upp á stutta og létta gönguferð í Vesturdal kl. 20, gengið verður í Eyjuna, plöntur skoðaðar og ým- islegt fieira. A laugardag verður farið í fuglaskoðunarferð kl. 12 úr Vesturdal. Gengió verður suð- ur meö Jökulsá, framhjá Karli og Kerlingu að Kallbjargi. Þaðan verður gengið um Svínadal og til baka í Vesturdal. Þessi ganga veróur um 4-5 klst. löng. A laug- ardag kl. 17 verður svo farið í stutta gönguferð um botn As- byrgis. A sunnudaginn veróa barnastundir kl. 11 bæöi í Vest- urdal og Asbyrgi. Fariö verður í leiki, sagðar sögur og náttúran skoðuð. (Úr fréttatilkynningu frá Náttúruverndarráði) Sjálfboðaliðasamtökin: Vmna í Mývatnssveit fram yfir helgi Nú stendur yfir fimmta vinnu- ferð Sjálfboðaliðasamtakanna í sumar. Að þessu sinni er unnið að hindrun náttúruskemmda við Dimmuborgir og Kröflu í Mývatnssveit. Frá 18.-21. júlí var unnið við heftingu sandfoks og lægfæringu göngustíga í Dimmuborgum. I dag flytur hópurinn sig að Kröfiu og lagfærir þar göngustíga og merkir leiðir við Leirhnjúk. Verkinu lýk- ur i sunnudag. Atján manns á vegum samtak- anna eru að störfum í Mývatns- sveit þessa dagana og líklegt er að Kjarnaskógur: Breytingar á umferð vegna skátamótsins Vegna landsmóts skáta í Kjarnaskógi vikuna 25. júlí til 1. ágúst verður að breyta tíma- bundið umferð um útivistar- svæðið, eins og segir í fréttatil- kynningu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Einstefna verður á aðalvegi þannig að ekið verður inn í Kjarnaskóg frá Eyjafjarðarbraut og út til norðurs í átt aó Þórunn- arstræti. Ökumenn verða því að fara neöri leióina inn í skóginn og út úr honum efri leiðina. Skátar hafa heimild til að taka gjald af þeim sem koma á móts- svæðiö. Starfsemi Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna verður hins vegar óbreytt og Gróðrarstöðin opin eins og venjulega. SS nokkrir nemendur M.A. bætist við fyrir helgina. í fréttatilkynningu frá Sjálf- boðaliðasamtökunum segir m.a.: „Avinningur sjálfboóaliðanna er aö sjá árangur erfiðis síns við að hindra náttúruskemmdir og að kynnast náttúru þessara staóa, jafnframt í vinnu sem í frístund- um, einnig að kynnast fólki með svipuð áhugamál í góðum hópi.“ KR Fnjóskadalur: Bflvelta Fólksbifreið skemmdist tölu- vert þegar hún valt út af veg- inum á móts við Háls í Fnjóskadal sl. þriðjudags- kvöld. Lögreglunni á Húsavík var tilkynnt um slysið um kl. 22 á þriójudagskvöld. Að sögn lög- rcglu urðu engin meiósl á fólki. Hjá lögreglunni á Þórshöfn fengust þær upplýsingar að sl. mánudagskvöld hafi bifreið af gerðinni Colt verið ekið á kyrrstæóa Audi bifrejó á móts við grunnskólann. Ökumanni Colt-bifreiðarinnar varð ekki meint af, en aó sögn lögreglu varð verulegt eignatjón. óþh Grillað á Húsavík Sigurður Hall, matreiðslumeistari og fleiri snillingar verða við grill- ið hjá Matbæ á Húsavík í dag frá þrjú til sex. Að sögn þeirra hjá Kaupfélagi Þingeyinga veróur grillið kynt til að lífga upp á rign- inguna og kynna afurðir úr lamba- kjöti. Atvinnumálanefnd Akureyrar: Harðorð mótmæli til ríkisstjórnarinnar Á fundi atvinnumálanefndar Akureyrar sl. þriðjudag var samþykkt ályktun um skiptingu ríkisstjórnarinnar á fé til at- vinnuskapandi verkefna. Ályktunin er svohljóðandi: „Atvinnumálanefnd Akureyrar lýsir yfir megnri óánægju með til- lögur ríkisstjórnarinnar um skipt- ingu þess milljarós, sem verja á til atvinnueflingar. Nefndin bendir á, að þrátt fyrir aó atvinnuleysi á Akureyri sé með því mesta sem gerist í landinu og hvert stóráfallið á eftir öðru í atvinnumálum hafi dunið yfir, er ekki gert ráð fyrir í tillögunum að einni einustu krónu verði varið sérstaklega til at- vinnueflingar í bænum. Atvinnu- málanefnd Akureyrar mótmælir harðlega þessum tillögum og krefst þess að þær verði teknar til endurskoðunar strax og að fullt tillit verði tekið til hins alvarlega atvinnuástands sem er í bænum." óþh Átan að stríða loðmibræðslimum Mokveiði er áfram á loðnumið- unum, en áta hefur aukist aftur í loðnunni og minnkar það af- köstin hjá bræðslunum. Áð sögn Hilmars I»órs Hilmarssonar, verksmiðjustjóra á Þórshöfn, er þetta ekki óvanalegt; einhverjar sveiflur séu alltaf á átumagn- inu. Minna var orðið um átu í þeirri loðnu sem skipin komu með um helgina, en í byrjun vertíðarinnar. Nú hefur átan hinsvegar aukist aftur, en hún gerir það aó verkum að loónan brotnar mun fyrr niður og verður þá að graut sem er erf- iður í bræöslu. Sökum þessa geta loðnuverksmiðjurnar ekki tekið viö nema vissu magni af loðnu í einu, því átumikil loðna fer illa í geymslu. Þetta hægir aðeins á bræðslu og segja má aó það komi sér illa þegar veiðin er slík að bát- arnir fylla sig á innan vió hálfum Menn eru himinsælir yfir góðri loðnuvertíð það scm af er. Þcssi mynd var tekin í loðnubræðsiunni á Þórshöfn á dögunum. Mynd: sbo sólarhringi. „Menn eru nú yfirleitt svo ánægðir með að loðnuvertíóin sé loksins hafin að menn skæla ekki út af þcssu með átuna, enda fcr hún væntanlega niður aftur," sagði Hilmar Þór Hilmarsson. SBG Árlegt mót á Vindheimamelum 30. júlí-1. ágúst: Opnara mót en venjulega - mótið opið hestamönnum af öllu landinu Hestamannamótið á Vind- heimamelum, sem verður um verslunarmannahelgina, verður opið öllum, nema í keppni ung- linga. Það er breyting frá því sem verið hefur. Sömuleiðis verður haldið áfram með nýtt sýningaratriði sem tekið var upp á Fjórðungsmótinu, svo- kallaða gæðingaíþrótt. Að sögn Gísla Halldórssonar, eins forsvarsmanna mótsins, verð- ur mótið mun opnara þetta árið en venja er til og gæti það því orðið stærra í sniðum. Nú geta hesta- menn af öllu landinu verið með, en áður hefur mótið verió bundið við Skagafjörð og Norðurland vestra. I keppni unglinga gildir þó annað, þar keppa unglingar frá Ól- afsfirði, Siglufirði, Húnavatns- sýslum og Skagafirði. Haldið verður áfram með nýj- ung í gæðingakeppni sem tekin var upp á Fjórðungsmótinu, það er sýningaratriði sem kallast gæð- ingaíþróttir og er nokkuó frá- brugðið því sem áður kallaöist gæðingakeppni. Af öðrum atrið- um má nefna að Björn Sveinsson á Varmalæk sýnir hinn fræga hest Hrímni og Sigurbjöm Bárðarson sýnir Vídalín. Mótið hefst föstu- daginn 30. júlí kl. 9 með dómum kynbótahrossa og endar sunnu- daginn 1. ágúst. Dagskrá: Föstudagurinn 30. júlí Kl. 9.00: Dómar kynbótahrossa. Laugardagurinn 31. júlí Kl. 10.00: Töltkeppni - 200 m völlur. Kl. 10.00: Eldri flokkur unglinga Yngri flokkur unglinga. Kl. 13.00: Gæðingaíþróttir A fl. Gæóingaíþróttir B fl. Skeió, fyrri sprettur. Yfirlitssýning kynbóta- hrossa: Bjöm og Hrímnir - Sig- urbjörn og Vídalín. Sunnudagurinn 1. ágúst Kl. 11.00: Gæðingaskeið Kl. 13.00: Töltúrslit Yngri fl. unglinga - úrslit. Eldri fl. ung- linga - úrslit. Björn og Hrímnir- Sigurbjörn og Vídalín. Kynbóta- hross, úrval. Kl. 16.00: Skeió, seinni sprettur. Gæðingaíþróttir B fl. - úrslit. Gæðingaíþróttir A fl. - úrslit. Verðlaun í skeiói: 250 m 1. verðl. 75.000,- 2. veról. 30.000,- 3. verðl. 20.000,- 150 m 1. verðl. 40.000,- 2. veról. 20.000,- 3. verðl. 15.000,- Opin keppni í gæðingaíþrótt- um, tölti og gæðingaskeiði. I ungl- ingakeppni leiða saman hesta sína Ólafsfirðingar, Siglfirðingar, Hún- vetningar og Skagfirðingar. Skráning hjá Magnúsi Lárus- syni á Hólum í síma 95-36587 dagana 26. og 27. júlí frá kl. 10- 22. Aðgangseyrir kr. 1.500,- fyrir alla dagana. Kr. 1.000,- á sunnu- dag. sþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.