Dagur - 22.07.1993, Side 6

Dagur - 22.07.1993, Side 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 22. júlí 1993 Byggði Grettislaug eftir eigin hugmyndum Ekki alveg á rauða stríkinu Jóhann Má Jóhannsson söngv- ara og bónda þarf vart að kynna. Nafn hans hefur verið nokkuð í fjöltniðlum undanfarið vegna þess að hann fór til Am- eríku að syngja, eins og Kristján bróðir hans. En ekki í frægum óperuhöllum, heldur í skólahúsi í New Jersey fyrir fólk af skand- inavískum ættum. Þar söng Jó- hann íslensk alþýðulög, en hann er stoltur af að vera bóndi og söngvari þótt hann sé lítt menntaður í tónlist. Hann er líka stoltur af að vera talinn arf- taki föður síns, Jóhanns Kon- ráðssonar, sem var einn okkar ástsælasti söngvari. Jóhann er Akureyringur af þingeyskum og skagfirskum ætt- um. Hann er í miðjum systkina- hóp af sjö, fæddur 10. janúar 1945. Jóhann hóf söngferil sinn í barnakór Barnaskóla Akureyrar. Um 18-19 ára aldur fór hann í karlakórinn Geysi og var þar í fimm ár. „Söng fyrst annan tenór, síðan fyrsta og komst svo langt að ég söng dúett með pabba, síóasta árió sem ég var í kórnum. Kristján bróðir kom líka í kórinn, við vor- um saman þarna eitt ár. Kristján var frábitinn öllu svona, ég dró hann í Geysi.“ Þegar Jóhann var í Geysi var Sigurður Dementz feng- inn til að kenna og raddþjálfa og Jóhann var hjá honum einu sinni í viku í einn vctur. „Eg fékk hjá honum ágæta undirstöðu sem ég bý að enn þó það hafi ekki verið langur tími.“ A árunum 1972-76 bjuggu þau Jóhann og Þórey Jóns- dóttir kona hans á Hrafnabjörgum í Svínadal. „A þeim tíma söng ég í Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps og þar byrjaði ævintýrið fyrir alvöru. Þá uppgötvaói ég að ég gat sungió meira en í meðallagi. Eftir tiltölu- lega stuttan tíma fór ég að syngja einsöng. Fyrst var þetta mest í kringum kórstarfió. Svo söng ég við jarðarfarir og á árshátíðum og viðtal við Jóhann Má svo meira og meira. Mér er líkt við pabba af því að ég fór sömu leió og hann, syng meó mínu nefi en hef ekki lært. Og þetta þótti líka merkilegt af því að ég er bóndi. Mér þykir vænt um að ég finn að sveitafólk metur það mik- ils. Ég hef alltaf haldið því á lofti að ég sé bóndi.“ Þau hjónin fluttu í Skagafjörð- inn 1976 og leigóu jörðina Kefla- vík í Hegranesi, þar sem þau búa enn meó kindur og hross. Söngferð til New Jersey Nýlega fór Jóhann Már til Amer- íku ásamt Sólveigu S. Einarsdótt- Jóhannsson, bónda og ur undirleikara sínum. Það ferða- lag var þannig tilkomið aö þegar Jóhann og Sísa (Sólveig) komu fram á Vest-Norden kaupstefn- unni á Akureyri í fyrrahaust, hafði samband við þau maður sem endi- lega vildi fá þau til Ameríku að koma fram þar á Jónsmessuhátíð skandinavísks félagsskapar í New Jersey. Maður þessi, Carl Willi- ams, rekur ferðaskrifstofu og var staddur hér á landi þess vegna. Þau Jóhann og Sísa slógu auðvitað til. Ég bað Jóhann aó segja mér aðeins frá ferðalaginu. „Carl Williams og Alice kona hans reyndust bæði miklar músik- söngvara í Skagafirði manneskjur, hún er organisti viö kirkjuna og tónlistarkennari og hann var tónlistarkennari í mörg ár. ^ I mótsskránni var kynning á öllum sem komu fram. Vió sögð- um bara eins og var, við værum venjulegt bændafólk, ég ómennt- aóur í músik og Sísa lítið mennt- uð. Þetta þótti með ólíkindum. Við fluttum íslensk lög eftir al- þýðufólk og þaó þótti merkilegt. Okkur var mjög vel tekið, þarna komu um þrjú þúsund manns. Þegar ég kom í salinn, fór hjartað að slá örar, því þetta var allt miklu stærra en ég hélt. Ég var búinn að Jóhann er stoltur af því að vera bóndi og söngvari. gera mér í hugarlund heimavistar- skóla með samkomusal þar sem auövelt væri að láta í sér heyra og hafði áhyggjur af því hvort ég hefði nógu stóra rödd í þetta hús. Ég fékk ekkert að æfa mig þarna á undan. Og þegar var verið að und- irbúa samkomuna þurfti að flytja til flygilinn og það brotnaði undan honum ein löppin. Svo vió þurft- um að nota píanó, sem er ekki heppilegt í svona stóran sal. Við vorum svolítið smeyk, en hljóm- burðurinn var ágætur og salurinn góður. Maður hafði í huga að maður var fulltrúi sinnar þjóðar og hafði áhyggjur af að standa sig vel. En ég er sáttur við þetta.“ Hörkufín blanda Ertu ekki önnum kafínn? „Ég kem fram svona einu sinni í viku aó meðaltali, stundum líður lengra á milli og stundum er það oftar. Þetta veróur í þessu horfi, ef guð lofar, en ég neita því ekki að ég hugsa orðið oftar um það en áður hvað gerist þegar enginn bið- ur mig lengur um að syngja. Ég verð að fara aó undirbúa mig und- ir það, ég geri mér grein fyrir að það veróur tómarúm og það hafa margir flaskað á því. Ég finn aó ef líður óeðlilega langur tími milli þess sem ég kem fram þá verð ég órólegur innra meó mér. Aldurs- lega séð á ég að geta sungið tals- vert lengi enn, ég er ekki alveg á rauða strikinu. En það hefur ekki allt að segja. Eins og er viróist ég geta gert fólki til hæfis og það er afskaplega notalegt. Búskapur og söngur er hörkufín blanda. Það er oftast hægt að komast frá og koma verkunum yfir á fjölskylduna. Ég hef líka verið blcssunarlega heilsugóður. Ég man ekki eftir að það hafi gerst oftar en tvisvar að ég hafi orðió að afboða mig af því að ég var kvefaður. Auðvitaó hef ég verið misjafnlega vel fyrir kall- aður, það er sjálfsagt ekki nema í - þar sem Grettir baðaði sig forðum Jón Eiríksson Drangeyjarjarl við Grettislaug, nýbyggð cftir hans hugmyndum. Aðeins neðar í fjörunni er sá staður sem Jón telur að iaug sú er Grettir baðaðist í hafi verið. „Grettir lagðisk nú inn á fjörð- inn, ok var straumr með hon- um, en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sundit ok kom inn til Reykjaness, þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar at Reykj- um ok fór í laug, því at honum var kalt orðit nökkut svá, ok bakaðisk hann lengi í lauginni um nóttina ok fór síðan í stofu.“ Svo segir í Grettissögu um Drangeyjarsund Grettis. Reykjanes er sá staður sem nú heitir Reykjadiskur, á Reykja- strönd í Skagafirði. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl, bóndi í Fagranesi á Reykjaströnd lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann er svo önnum kaf- inn við að flytja ferðamenn út í Drangey og uppfræða þá um Gretti, að hann má vart vera að því aó heyja og sinna öðrum bú- verkum. Hann gaf sér samt viku- tíma til að byggja laug í fjörunni við Reykjadisk, rétt við þann stað sem Grettir Asmundsson mun hafa baðast forðum er hann kom kaldur af Drangeyjarsundinu. Eftir að Grettir hafði „bakast“ í laug- inni um nóttina svaf hann fast í stofunni, þar til griðkonan tók að hlæja að undirvexti hans. En hún hló nú ekki lengi eins og vió vit- um og er ekki vert að rekja þá sögu lengra. Jón Eiríksson bjó á Reykjum frá 5-10 ára aldurs. Hann þekkir svæðið vel frá barnæsku. Oft leggur hann upp til Drangeyjar á báti sínum frá Reykjum, en þaðan er leiðin styst milli lands og eyjar. Vegslóðinn að Reykjum er ekki góður yfírferðar og varla nema jeppafær og segir Jón aó engar vegabætur fáist. En ferðamönnun- um þykir þetta mikið ævintýri, frá vondum vegi til skoðunarferóar um Drangey. Jón segir þeim ógrynni af sögum, ekki síst af Gretti. Þegar Jón ólst upp á Reykjum var þvottalaug í fjörunni, skammt frá þeim stað sem laugin var byggð nú, enda er þar jarðhiti og vatnið vel heitt. Við laugarbygg- inguna á dögunum fékk Jón til liðs vió sig nokkra hjálparmenn, þar á meðal vanan hleðslumann. Laugin er byggð eftir hugmyndum og teikningu Jóns. Nóg er af fjöru- grjótinu, en hver steinn er valinn af umhyggju og þar liggur mikil vinna. Laugin er hringlaga, botninn fallega hlaðinn úr völdu grjóti, því næst er hlaðinn bekkur hringinn til að sitja á og loks eru tvö steinþrep til upp/nióurgöngu. Jón stakk kók- flösku í frárennslið sem tappa til bráðabirgða. Þannig er liægt að tæma laugina og hreinsa áður en vatnið endurnýjast. Verkið tók viku og fyrir utan handafliö voru notaðar vinnuvélar til aö draga grjót o.fl. Ekki var látið staðar numið við laugarbygginguna, heldur var dregið aó stórgrýti í varnargarð gegn stórbrimi og utan um þaó settir timburflekar sem eru víraðir niður. Timbrið var fengið úr gömlu bryggjunni á Sauðár- króki, sem nú er verið að rífa. Jón telur þó aö varnargaróurinn þurfí að verða enn sterkari ef á að duga í stórbrimi. Brimið er þegar búió að éta fjöruborðið upp um eina 10 m frá því Jón var strákur. Jón fékk styrk úr pokasjóói Landverndar til verksins, en styrk- urinn er háður samþykki Náttúru- verndarráós. Það kostaði smá stapp, að sögn Jóns, en samþykkið fékkst. Laugin er falleg og hagan- lega gerð og spillir ekki umhverf- inu aó mati blaóamanns. Hvað gæti líka verið stórkostlegra en að sitja í heitri laug í fjöruborðinu, með Tindastól gnæfandi yfir og Drangey í tjarska? Upplifa söguna beint í æð og hugsa til Grettis og hetjudáða fornkappanna. sþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.