Dagur - 22.07.1993, Page 11

Dagur - 22.07.1993, Page 11
Fimmtudagur 22. júlí 1993 - DAGUR - 11 Iþróttir Svanur Valgeirsson Getraunadeildin í kvöld: Tekst Þórsurum að skora gegn spútnikliði FH á Akureyrarvelli? Þórsarar mæta FH-ingum í 9. umferð Getraunadeildarinnar í knattspyrnu á Akureyrarvellin- um í kvöld. Liðið hefur ekki náð sér á strik í síðustu leikjum og hefur það aðeins náð tveimur stigum í síðustu fjórum leikjum, þremur i Islandsmóti og einum í bikar. Liðið er nú um miðbik deildarinnar en talsverðar sveiflur geta orðið til beggja átta á stöðu liða eftir leiki um- ferðarinnar. Þórsarar eru nú um miðja deild meó 11 stig og hefur gengið í síð- ustu leikjum ekki verið eins og menn hefðu kannski vonað. „Mér líst vel á leikinn. Þetta hefur verið erfitt hjá okkur und- anfarið en ég er að vona að þetta fari að ganga betur. Vandamálið hjá okkur er aó við náum ekki að skora og meðan það gerist ekki er ekki við því að búast að vió vinn- um leiki,“ sagði Hlynur Birgis- son, varnarmaðurinn sterki hjá Þór. Hann sagði FH-inga vera á mikilli siglingu þessa dagana og því mætti búast við erfiðum leik. „Þeir minna mig að mörgu leyti á okkur eins og við vorum í fyrra. Menn reiknuðu fyrirfram ekki með neinu af þeim en á meðan hugarfarið er í lagi hjá leikmönn- unum sjálfum ganga hlutirnir upp.“ Fjórir leikir verða leiknir í kvöld og einn annað kvöld. Fylkir tekur á móti IBV, Víkingur fær Keflvík í heimsókn og Valsmenn fara upp á Skaga. KR mætir síðan Fram í Frostaskjólinu annaó kvöld. SV Knattspyrna, 2. og 3. deild: „Mikilvægasti leikur sumarsiiis“ - segir Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs, um leik kvöldsins í Ólafsfírði Þrír leikir verða leiknir í 10. umferð 2. deildar í knattspyrnu í kvöld. Norðanliðin Leiftur og Tindastóll verða í eldlínunni, hinir síðarnefndu í Reykjavík, en KA leikur annað kvöld. Fyrir leikina í kvöld er Leiftur í 3. sæti deildarinnar með 17 stig en Tindastóll er hins vegar í 3. neðsta sæti. Dalvíkingar taka á móti Völsungum í slagnum í 3. deildinni. Leiftursmenn eiga heimaleik að þessu sinni og fá Stjörnuna úr Garóabæ í heimsókn. Með sigri geta þeir jafnað Stjörnuna aö stig- um. ^ „Þetta er án efa mikilvægasti lcikurinn okkar á tímabilinu og við vcrðum að vinna til þess að missa þá ckki frá okkur. Ef við náum aó taka þá er ég viss um að við verðum í baráttunni um sæti í 1. deild að ári,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs. Tindastóll á erfiöan leik fyrir höndum gegn ÍR í Reykjavík. Gengi liðsins hefur verið brokk- gengt það sem af cr en með góð- um sigri heima gegn Þrótti Reykjavík í síðustu umferð vonast mcnn til þess að dæmið fari að ganga betur. „Allir leikirnir sem við erum að spila núna eru mjög mikilvægir og við megum ekkert við því að tapa stigum. Það er mikil spenna í þessu en ég á von á að við séum eitthvað að rétta úr kútnum,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Tindastóls. I 3. deild eru Völsungar á góðri siglingu og hafa staðið sig vel það sem af er. Dalvíkingar eru ekki langt undan á stigatöflunni og eru til alls líklegir þegar liðin mætast á Dalvík í kvöld. SV Kvennalandslið, U-20: Keppir á Norðurlanda- móti í Danmörku Landslið íslands í knattspyrnu kvenna, U-20, var valið á dög- ununi. Það niun taka þátt í Norðurlandamóti í Danmörku 2.-8. ágúst og hefur Logi Ólafs- son, þjálfari, valið stúlkurnar sem eiga að leika. Þær eru eftir- farandi: Steindóra Steinsdóttir, UBK, Birna Björnsdóttir, Val, Asthildur Helgadóttir, KR, Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir, KR, Ásdís Þor- gilsdóttir, KR, Helga Ósk Hann- esdóttir, UBK, Margrét Ólafsdótt- ir, UBK, Soffía Asmundsdóttir, Val, Kristbjörg Ingadóttir, Val, Magnea Guðlaugsdóttir, IA, Auð- ur Skúladóttir, Stjörnunni, Ás- gerður Ingibergsdóttir, Stjörn- unni, Hjördís Símonardóttir, UBK, Olga Færseth, UBK, Katr- ín Jónsdóttir, UBK og Rósa Steinþórsdóttir, Sindra. SV Marteinn Geirsson, urs. þjáifari Leift- Hlynur Birgisson hefur leikið vel nicð Þórsliðinu það seni af er og á crfitt verkcfni fyrir höndum í kvöld þar eð franilínumenn FH eru allskæðir. Myml: Pjctur. Greifamótið í golfí: Dræm þátttaka kvennamia byrjað klukkan 13. Menn geta ráðið því hvenær dagsins þeir spila. Eftir tvær umferðir er staðan sem hér segir. Þriðja umferð Greifamótsins í golfi verður spiluð í dag. Farið hefur verið af af stað með keppni í kvennaflokki en þar eð þátttaka hefur verið dræm er spurning hvort hægt verður að halda áfram með hana. Spilað er á hverjum fimmtudegi og Knattspyrna, 2. flokkur: Akureyrarliðin töpuðu - Þór fyrir ÍBK - KA fyrir KR geta nýtt gott færi þegar boltinn fór í innanverða stöngina og út. I stað þess að komast inn í leikinn með því að minnka muninn voru það KR-ingar sem gerðu tvö síð- ustu mörkin og unnu eins og áóur segir 5:1. Kristján Kristjánsson, þjálfari Þórs-strákanna, sagði lið Keflvík- inga það besta sem hann hafi séð í riðlinum. „Þcir voru miklu bctri en vió og voru komnir með unnin lcik strax í leikhléi. Þetta var erfióur leikur þar eð völlurinn var blautur og háll,“ sagði Kristján. Gestirnir skorðu strax á fyrstu mínútum leiksins cn Guðmundur Hákonarson náði að jafna fyrir heimamenn á 8. mínútu. Eftir það hafði IBK mikla yfirburði og komu tuðrunni þrisvar í net heimamanna fyrir hlé. Strax eftir hlé kom síóan fimmta markið en Elmar Eiríksson náði að minnka muninn fyrir Þór úr vítaspyrnu áður en flautað var til leiksloka. SV Bæði lið í 2. flokki Akureyrarfé- laganna í knattspyrnu léku í fyrrakvöld og töpuðu stórt. Þór tók á móti IBK á Þórsvelli og tapaði 2:5 en KA fór suður til Reykjavíkur og niátti sætta sig við tap, 5:1. Liðin eiga bæði að leika um helgina; Þór við Þrótt á Þórsvelli á laugardag og KA viðVíkingá sunnudag. „Það var hrikalegt að tapa þessu svona stórt. Eg hugsa í raun aó sigurinn hafi verið sanngjarn en það var allt of mikið að fá á sig 5 mörk,“ sagði Gunnar Gunnars- son, þjálfari KA-strákanna. Hann sagði erfitt þegar hann fengi ekki að nota sitt sterkasta lið; burðarás- arnir væru á fullu með meist- araflokki og fengju því ekki aó leika alla leikina. KR-ingar höfðu 2:0 yfir í leik- hléi og bættu þriðja markinu við skömmu eftir að lcikur hófst að nýju. KA náði að minnka muninn meö ágætu skallamarki frá Omari Kristinssyni og hefði svo átta aö Knattspyrna: Islandsmót og bikar hjá yngri flokkum Leikið var í bikarkeppni og ís- landsmóti hjá yngri flokkum fé- laga í síðustu viku og hér á eftir fylgja úrslit og markaskorar í einstökum leikjum. 2. flokkúr kvenna: KS-VöIsungur 3:0 Ása G. Sverrisdóttir skoraói 1, Telma B, Birkisdóttir 1 og Guð- laug Dröfn Þórhallsdóttir 1. ÍBA-Tindastóll 3:0 Ingibjörg Ólafsdóttir skoraöi tví- vegis og Harpa Reynisdóttir 1 mark. Þegar undankeppni er hálfnuð er IBA meó fullt hús stiga. 3. flokkur karla, bikarkeppni: Leiftur/Dalvík-KA 6:4 Ólafur Ingi Steinarsson, Anton Ingvason, Daníel Jóhannsson, Heiðar Sigurjónsson, Finnur Gunnlaugsson og Ingi T. Sverris- son skoruðu mörk Dalvíkur/Leift- urs en því miður náðist aðeins í markaskorara tveggja marka KA. Óskar Bragason gerði 2 mörk fyr- ir liðið. Þrátt fyrir tapið er KA komið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli þar sem fyrri lcikurinn fór 3:0 fyrir KA. Völsungur-Þór 2:4 Mörk Völsungs gerði Arngrímur Agnarsson en fyrir Þór skoraði Örlygur Helgason 3 mörk og Am- ar Sigurðsson eitt. 3. flokkur karla, ísandsmót: Þór-KS 5:0 Örlygur Helgason 2, Bjarni Guð- mundsson 1, Jakob Gunnlaugsson 1 og Arnar Sigurðsson 1. 4. flokkur karla: KA-Völsungur (A) 2:0 Jóhann Traustason og Heimir Árnason skoruöu mörkin. KA-Völsungur (B) 6:0 Haraldur Logi Hringsson og Sverris Jónsson skoruðu 2 mörk hvor, Baldur Ingvasson 1 og Anton Ingi Þórarinsson 1. 5. flokkur karla: Þór-Leiftur/Dalvík (A) 6:0 Þórður Halldórsson 3, Sindri G. Ólafsson 2, Gunnar Valur Gunn- arson 1. Þór-Leiftur/Dalvík (B) 5:1 Mörk Þórs gcrðu: Ásgeir Hall- dórsson 2 og þeir Eyjólfur Hann- esson. Siguröur Grétar Guð- mundsson og Ingvar Erlingsson eitt nrark hver. Mark Leift- urs/Dalvíkur skoraöi Arnar Óli Jónsson. KA-Völsungur (A) 2:0 Öm Kató Hauksson og Jóhannes Gunnarsson skoruðu mörkin KA-Völsungur (B) 2:1 Steinn Bragason og Ólafur Páls- son skoruðu mörk KA en Einar Gíslason fyrir Völsung. HA/SV Kvcnnaflokkur: Erla Adólfsdóttir, 35 h. (12 stig) Jónína Pálsdóttir, 38 h. (9 stig) María Dan, 38 h. (9 stig) Keppni, án forgj: Örn Arnarson, 33 h. (12 stig) RíkarðurRíkarðsson, 33 h. (10 stig) HalldórRafnsson, 35 h. (7,5 stig) Ómar Halldórsson, 34 h. (7,5 stig) Sverrir Þorvaldsson, 37 h. (5,5 stig) Valdemar Öm Valsson, 33 h. (5,5 stig) Karlar, með forgj: Valdemar Örn Valsson, 32 h. (10 stig) Ómar Halldórsson, 32 h. (10 stig) Karl Stcingrímsson, 32 h. (10 stig) Öm Amárson, 33 h. (6 stig) Ríkarður Ríkarósson, 33 h. (6 stig) Rafn Kjartansson, 33 h. (6 stig) SV Knattspyrna: Sveinbjörn í banni Einungis tveir Ieikmenn af Norðurlandi voru úrskurðaðir í leikbann á fundi Aganefndar á þriðjudag. Sveinbjörn Hákonarson, fyrir- liði Þórs, fékk að líta rauða spjaldiö í leiknum gegn Val á dögunum og veður því fjarri góöu gamni í kvöld þegar félagar hans mæta FH-ingum á Akureyrarvelli. Örvar Eiríksson, Dalvík, verður ekki með liði sínu þegar það fær Völsung í heimsókn í kvöld. SV

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.