Dagur - 17.08.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 17. ágúst 1993
Fréttir
Langþráð timbursending frá Síberíu komin til Akureyrar:
Ársnotkun Eyj afl ar ðars væðisins um 4 þús. rúnunetrar
- nýtt flokkunarkerfi á timbur skapar aukna vinnu fyrir innflytjendur
Byggingavörudeild KEA fékk í
síðustu viku tæplega 2 þúsund
RM timburfarm frá Síberíu og
eru smiðir og aðrir stærstu not-
endur timburs orðnir alllang-
eygir eftir þessum farmi því
það norska og sænska timbur
sem boðið hefur verið upp á í
sumar er allt að 15% dýrara en
það rússneska. Skortur hefur
verið á ákveðnum breiddum og
lengdum af timbri og því hafa
selst lengdir sem venjulega er
minni sala í og hafa kaupendum
verið boðnir alls kyns afslættir
á þeim stærðum, en almennt má
segja að bæði timburinnflytj-
endur og timburkaupendur hafi
dregið lappirnar meðan beðið
hefur verið eftir timburfarmi
frá Síberíu, en þar opnast hafn-
ir ekki fyrr en á miðju sumri og
því hefur timbrið ekki verið fyrr
á ferðinni en raun ber vitni.
A undanförnum árum hcfur
timbur oftast verið keypt frá St.
Pétursborg (áður Leningrad) en á
þessu ári hafa ekki náðst samn-
ingar um áframhaldandi timbur-
kaup.
Sigmundur Ofeigsson, deildar-
stjóri byggingavörudeildar KEA,
segir að gengisfellingin í sumar
hafi að einhverju leyti „vatnaö út“
þennan verðmun og segir að von
sé á öórum timburfarmi seinna í
haust og það ætti að duga mark-
aðnum í bili en það fylgir ákveðin
áhætta því að vera í viðskiptum
við Rússa eins og þjóðfélags-
ástandió er nú fyrir austan og
dæmi eru þess að áhafnir timbur-
skipa hafi selt timburfarma, sem
hafa verið á leið til Vesturlanda
t.d. til Grikklands og látið sig síð-
an hverfa. Notkunarþörf markað-
arins hér á Eyjafjarðarsvæóinu er
um 4 þúsund RM á ári en um 65
þúsund RM á landinu öllu. Mjög
mikil notkun er hérlendis á stærð-
inni „tomma sex“ miðað við ná-
grannalöndin og menn ættu því að
geta tekió gleði sína að nýju, en
þess ber aó geta að veró þessarar
timburstærðar er einnig breytileg-
ast, enda ekki óeðlilegt þegar um
er aó ræða hluti sem seljast best.
Nýtt flokkunarkerfi á timbur
hefur veriö að ryója sér rúms sem
Norðurland vestra:
Lausaumferðiii treg í sumar
Hópar erlendra ferðamanna og
erlendir ferðamenn almennt
halda sínum áætlunum í sumar,
en umferð íslenskra ferða-
manna hefur stórminnkað milli
ára. Þetta kemur fram í máli
flestra hótelstjóra á Norður-
Iandi vestra sem blaðið leitaði
til.
Þór Ragnarsson, hótelstjóri
Hótels Eddu á Húnavöllum, sagði
nýtingu hafa minnkaó um 25-30%
á milli ára, þó eitthvað sé aö glæð-
ast nú í ágúst. Haukur Pálsson,
hótelstjóri Hótels Eddu á Reykj-
um, var sammála því að umferðin
væri að glæðast, en hann var hins-
vcgar ánægður mcð gistingu hópa
- segja hotelstjorar
nú í sumar, sagði mun betri skil á
þeim en í fyrra. Annars var að
heyra á mönnum að hóparnir væru
það sem skilaói sér, en lausaum-
ferðin ekki, þá sérstaklega Islend-
ingar.
Ásrún Ólafsdóttir, hótelstjóri á
Hótel Blönduósi, sagði þó að júní
hefði verið þokkalegur, það væri
aóallega júlímánuður sem hefði
brugðist. Einar Steinsson, hótel-
stjóri Hótels Áningar á Sauðár-
króki, hafði svipaða sögu að segja.
Hótel Áning rekur einnig gistingu
á Hólum og þar hefur fækkun
ferðamanna haft meiri áhrif, þar
sem eingöngu er byggt á lausaum-
feró. Á Sauðárkróki byggist nýt-
ing hins vegar meira á hópum.
Hótelin Vertshús á Hvamms-
tanga og Dagsbrún á Skagaströnd
eru þaö lítil að þar gista ekki hóp-
ar og því hefur minni lausaumferó
sagt til sín þar. Stutt er síðan nýir
rekstraraóilar tóku vió Hótel
Dagsbrún og Björk Sveinsdóttir,
annar þeirra, sagðist þokkalega
ánægó meö sumarið. Sömu sögu
má segja frá Hótel Varmahlíð,
sem opnaði í júnímánuði eftir
gagngerar breytingar og stækkun,
þar á bæ eru mcnn ánægóir með
nýtinguna. Engu aö síður er Ijóst
að umferð Islendinga hefur ekki
skilað sér vel á Norðurlandið í
sumar, þótt hún viróist eitthvað
vera að glæðast nú í ágúst. sþ
skapar aukna vinnu fyrir innfiytj-
endur cn þaó er Rannsóknarstofn-
un byggingariðnaðarins sem hef-
ur komið því á. Þetta er samræmt
kerfi sem er tengt dönskum stöðl-
um og heitir „T18 - T24", og í
því er verió að fiokka timbur eftir
styrkleika cn ekki áferð, en hing-
að til hcfur flokkun hérlendis fyrst
og frcmst verió eftir áferð. Tekið
hafa gildi reglugerðir um styrk-
leikafiokkaó timbur í burðarvirki
húsa og þess er í auknum mæli að
gæta í húsateikningum.
Hérlendis cru aðeins þrír aðilar
með þjálfað starfsfólk í að fiokka
timbur eftir þcssum nýju stöólum,
þ.e. Byggingavörudeild KEA,
BYKO og Húsasmiðjan og geta
viðskiptavinir þessara aðila því
treyst því að fá þaó timbur scm
þeir óska eftir samkvæmt þeim
stöólum sem þeir gcfa upp. Um
12% samdráttur cr nú á innllutn-
ingi í byggingar. Þess fer fyrst að
gæta í timbursölu og því gætu
áætlanir um timbursölu á næstu
misserum raskast nokkuð. GG
Smiðir á Akureyri voru orðnir
langeygir eftir timburfarminum.
Norðlenskt
umferðarátak
í gær hófst norðlensk uniferðar-
átak, sem mun standa til tuttug-
asta ágúst. Þetta er sameigin-
legt verkefni lögreglunnar frá
Hólmavík til Þórshafnar. Það er
húsvíska lögreglan sem hefur
umsjón með átakinu og tekur
saman útkomuna í lok hverrar
viku.
I þetta skipti verður sérstök
áhersla lögð á að ökumenn taki
tillit til umferðarmerkja, um-
ferðarljósa, biðskyldumerkja og
yfirborðsmerkinga á vegum.
Lögreglan á Blönduósi var aö
taka fyrstu skrefin í þessu vcrk-
efni, þcgar Dagur ræddi við hana.
Enn hafði enginn fengið áminn-
ingu og virtist allt vera í bcsta
lagi hjá ökumönnum á staðnum.
Það cr vonandi að aðrir norðlensk-
ir ökumcnn taki þá á Blönduósi
sér til fyrirmyndar og virði um-
feróarreglur nú sem endranær. IS
Umfcrð íslcnskra ferðamanna hcfur stórminnkað mili ára.
Mynd: sþ
Bændahátíð að Laugum
- íjölbreytt dagskrá og dans á laugardagskvöld
Bændahátíð verður að Laugum
í Reykjadal næstkomandi laug-
ardagskvöld 21. ágúst. Búnaðar-
samband Suður-Þingeyinga og
Héraðssamband Suður-Þingey-
inga standa fyrir hátíðinni.
Þetta er annað árið í röð sem fé-
lögin efna til hátíðar af þessu
tagi. I fyrra var haldin bænda-
hátíð að Laugum í tengslum við
aðalfund Stéttarsambands
bænda, er þótti takast mjög vel,
5
(I ( I (
★ Almennt skrifstofunám ★ Sérhæft skrifstofunám
Innritun og upplýsingar í síma 11075 miili kl. 13 og 17.
SKRIFSTOFU OG RITARASKÓLINN
Stjórnunarfélag
íslands
VJh
SKRIFSTOFU OG RITARASKÓJ.INN
VlÐSKIPTASKOLI
STJÓRNUNARFÉLAGSINS OG NVHERJA
ÁNANAUSTUM 15-121 REYKJAVlK
GLERÁREYRUM - 600 AKUREYRI
SlMI 11075
NYHERJI
en þá voru liðin allmörg ár frá
því bændadagur var haldinn
hátíðlegur í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Margt verður til fróðleiks
og skemmtunar á bændahátíð-
inni. Meðal annars mun forseti
íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, heiðra samkomuna með
nærveru sinni og flytja ávarp.
Auk ávarps forseta Islands
munu þau Jóhann Már Jóhanns-
son, bóndi og söngvari í Kefiavík
í Hegranesi, og Hildur Tryggva-
dóttir, bóndi í Fremsta-Felli í
Ljósavatnshreppi, syngja einsöng
auk þess sem kvennakórinn Lissý
í Suður-Þingeyjarsýslu flytur
nokkur lög. Þá mun hagyrðingur
kvöldsins, Friórik Steingrímsson
úr Mývatnssveit, flytja bundió
mál. Ungmennafélagið Elling í
Rcykjadal mun sýna leikþátt og
danshópurinn Fiðrildin frá Egils-
stöðum þjóðdansa. Þess má geta
að Fiðrildin eru eini danshópurinn
fyrir utan Þjóðdansafélag Reykja-
víkur sem æfir og sýnir þjóðdansa
reglulega. Að lokum verður svo
stiginn dans fram eftir nóttu við
undirleik Harmonikufélags Þing-
eyinga.
Bændahátíð hefur sögulegt
gildi í Suóur-Þingeyjarsýslu eins
og víða annars staðar á landinu.
Suóur-Þingeyingar efndu fyrst til
bændahátíðar árið 1948 og hélst
sá siður í mörg ár. Á áttunda ára-
tugnum lögðust bændahátíðirnar
víða niður, þar á meðal í Suður-
Þingeyjarsýslu þar til á síðastliðnu
hausti að hún var endurvakinn í
tengslum við aðalfund Stéttarsam-
band bænda, sem haldinn var að
Laugum. Þótti hátíðin takast meó
ágætum og því tilefni til aó cndur-
taka hana nú að ári. Að sögn
þeirra Atla Vigfússonar, formanns
Búnaðarsambands Suður- Þingcy-
inga og Sigurlaugar Svavarsdótt-
ur, formanns HSÞ, þá telja að-
standendur bændahátíðarinnar
nauðsynlcgt að bændafólk geri sér
glaðan dag auk þcss að clla stétt-
arvitund sína - á sama hátt og fólk
gerir á sjómannadaginn og fyrsta
maí svo dæmi séu nefnd.
I tilefni af bændahátíðinni að
Laugum verða Hótel Laugar með
sérstakt tilboð á gistingu og
kvöldverði fyrir þá sem koma
lengra aö. ÞI
ISTÁÍHMr 93
Þriðjudagur 17. ágúst: Deiglan kl.
14; myndlistarsýning; Einar Már
Guðvarðarson og Susanne Christ-
ensen sýna höggmyndir í íslcnsk-
an grástein, ítalskan og grískan
marmara og veggmyndir unnar í
grástcin og olíuliti á við, auk
höggmynda í íslenskt móberg.
Skrifstofa Listasumars er í
Kaupvangsstræti 23, sími 12609,